"Gimli Glider" - Þegar Boeing 760-200 þotan varð eldsneytislaus í 12 km hæð og sveif tugi kílómetra að yfirgefnum flugvelli í Íslendingabyggðinni Gimli í Kanada

 

canflt143.jpg

 

 

Þetta er líklega þekktasta nauðlending farþegaflugvélar í sögu flugsins. Einstaklega fróðlegt vídeó er hér fyrir neðan.

Árið 1983 varð Boeing 767-200 farþegaþota gjörsamlega eldsneytislaus í 41.000 feta hæð þegar hún var hálfnuð á leið sinni milli Montreal og Edmonton í Kanada. Flugstjóranum Bob Pearson og flugmanninum Maurice Quintal tókst að láta vélina svífa niður og lenda á gömlum herflugvelli í Gimli. Hægt er að finna mikið um þetta merkilega atvik á netinu með því að leita að "Gimli Glider"

Það var fyrst og fremst flugstjóranum að þakka hve ótrúlega giftusamlega tókst til. Ástandið var þannig að skyndilega stöðvuðust báðir hreyflar flugvélarinnar og þessi stóra farþegaflugvél breyttist fyrirvaralítið í svifflugu tugi kílómetra frá næsta flugvelli.  Sem betur fer mundu menn eftir gömlum herflugvelli mun nær en Winnipeg og tókst að láta farþegaþotuna svífa þangað. Það hefði varla tekist nema fyrir þá tilviljun að aðstoðarflugmaðurinn hafði gengt herþjónustu á þessum gamla yfirgefna flugvelli og vissi því um hann, og ekki síst vegna þess að flugstjórinn var reyndur svifflugmaður, en á það reyndi verulega við aðflug og lendingu. Vegna þess að flugvélin var gjörsamlega eldsneytislaus varð hún einnig rafmagnslaus. Það varð að setja út litla vindmyllu til að knýja glussakerfið fyrir nauðsynlegustu stýrifletina. þ.e. hliðarstýri, hallastýri og hæðarstýri. Ekki var nóg afl fyrir vængbörðin (flapsa) og lofthemla (spoiler). Jafnvel ekki nóg til að koma hjólastellinu almennilega niður. Þessi fullkomna stóra farþegaþota var semsagt búin svona vindmyllu, sem kallast RAT (Ram Air Turbine). Smellið á litlu myndina vinstra megin til að sjá svona grip.

Mælitæki urðu að miklu leyti óvirk og ekki var unnt að nota vængbörðin til að stjórna aðfluginu. Flugstjórinn greip því til þess gamla ráðs að "slippa" flugvélinni að flugvellinum, þ.e að nota aðferð sem kallast sideslip. Hliðarstýrinu á stélinu og hallastýrum á vængnum er þá beitt þannig að flugvélin flýgur rammskökk og loftmótstaðan eykst gríðarlega, Þannig lenda menn stundum svifflugvélum og litlum flugvélum sem ekki eru með vængbörð, svo sem Piper Cub og ýmsum listflugvélum. Aldrei höfðu menn lent farþegaflugvél þannig, og var það líklega aðeins færni Pearsons flugstjóra sem gamalreynds svifflugmanns að þakka að það tókst.

Þegar þotan nálgaðist Gimli flugvöll var hún allt of hátt uppi til þess að geta svifið niður á brautarenda. Hún var samt ekki nægilega hátt til að geta svifið hálfan eða einn umferðarhring meðan hún var að lækka flugið. Flughemlar voru óvirkir. Hefði flugið verið lækkað með því að steypa flugvélinni að brautarendanum, þá hefði flughraðinn einfaldlega aukist og ekki verið nokkur möguleiki á að stöðva flugvélina á brautinni. Eini möguleikinn var að nota "sideslip" og auka þannig loftmótstöðuna verulega þannig að vélin missti hratt hæð, og rétta hana síðan af rétt áður en hún snerti brautina.

Í ljós kom þegar flugvélin var komin að flugbrautinni að þessi gamli herflugvöllur var alls ekki yfirgefinn þennan laugardag, því þar stóð yfir fjölskylduhátíð  eins konar kvartmílubílaklúbbs. Þá kom sér illa að ekki var gert ráð fyrir flautu í þotunni til að vara fólkið við Smile, enda munaði litlu að illa færi þegar hún sveif hljóðlaust niður að mannþrönginni. Þá var það eiginlega lán í óláni að nefhjól flugvélarinnar var fast uppi, þannig að hún rann áfram á flugbrautinni með nefið niðri, og stöðvaðist því mun fyrr en ella hefði verið.

Kvikmyndin sem hér er fyrir neðan í fimm hlutum lýsir þessu atviki vel. Þar er m.a viðtal við flugstjórann. Mjög áhugaverð mynd sem enginn má láta fram hjá sér fara Wink.    Fróðlegt er að hlusta á viðtölin við flugstjórann, flugfreyjuna og fleiri sem tóku þátt í þessari nauðlendingu.

Sjá nákvæma lýsingu á Wikipedia hér, og grein í Flight Safety Australia hér en þar er mjög áhugaverð grein um atvikið.

Það er haft eftir flugstjóranum að hann hafi verið feginn að hann var ekki að fljúga Airbus. Þannig vél er nefnilega stjórnað af fullkominni tölvu sem er milli stjórntækjanna og stýriflatanna, og leyfir tölvan flugmanninum ekki að gera "mistök" eins og að "sideslippa". Boeing er aftur á móti útbúin með einföldu glussakerfi, þannig að reyndur flugmaður getur flogið henni sjálfur eins og hann vill.

(Vita ekki allir hvers vegna staðurinn heitir Gimli? "Gimli was founded by a large group of Icelandic settlers who arrived in New Iceland on Lake Winnipeg in 1875...." Sjá hér).

 

 

gimli2.jpg

 

 

sideslip-2.jpg

 

Á þessari mynd sést tvíþekja "sideslippa". Reykurinn sýnir flugstefnu vélarinnar. Stýrin eru sett í kross, þ.e. til dæmis hliðarstýrið til vinstri og hallastýrið til hægri. Þannig verður loftmótstaðan mjög mikil og flugvélin missir hratt hæð.
Einhvern vegin svona hefur Pearson flogið  Boeing 767-200 niður að brautarenda gamla herflugvallarins við Vestur-íslenska bæinn Gimli.
 
 
Úr flughermi

 Mynd úr flughermi

 

 














Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sæll Gústi, takk fyrir þessa skemmtun.

Bendi samt á að 4. hluti er tvítekinn. Þú verður vonandi með niðurlagið þegar ég kem úr vinnunni í kvöld.

Haukur Nikulásson, 27.8.2009 kl. 07:57

2 identicon

 Má vera að það komi fram á myndböndunum, en muni ég  rétt þótti  flugstjóranum bölvað að geta ekki flautað þegar hann sá  allt  fólkið á brautinni !

Mig minnir líka að vélin hafi orðið eldsneytislaus  vegna þess að eldsneytistalan sem  gefin var upp við eldsneytistöku við brottför var í lítrum en ekki gallonum.

Eiður (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 08:06

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir ábendinguna Haukur.  Komið í lag núna.

Ágúst H Bjarnason, 27.8.2009 kl. 08:40

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Já Eiður, það hefði komið sér vel að vera með öfluga bílflautu í flugvélinni

Ágúst H Bjarnason, 27.8.2009 kl. 08:40

5 identicon

Hef komið til Gimli og gist á Gimli Inn, en þar er þessum atburði mjög vel haldið á lofti. Myndir og blaðaúrklippur á veggjum. Hef reynt að kynna mér þetta á netinu og það er rétt sem Eiður bendir á, þarna urðu mistök þegar menn rugluðu á milli tommumáls ( gallon ) og metramáls ( lítra ). Hver man eftir því þegar geimflaug fér ekki á réttan stað vegna svipaðra mistaka.

Kjartan (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 08:41

6 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Þetta er magnað og snillingar á borð við þessa flugmenn gera það að verkum að manni er rórra með að fljúga.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 27.8.2009 kl. 08:50

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Í Flight Safety Australia sem er  hér er mjög áhugaverð grein um atvikið.

Ágúst H Bjarnason, 27.8.2009 kl. 09:00

8 identicon

Eftir tveggja daga viðgerðarvinnu og eldsneytis áfyllingu flaug vélin frá Gimli. Eftir endanlega viðgerð var flugvélin í notkun í mörg ár. Hér er sagt frá síðasta flugi vélarinnar.

Retirement

On 24 January 2008, the Gimli Glider took its final voyage, AC7067, from Montreal Trudeau to Mojave Airport before its retirement in the desert where it will be used for parts. An Air Canada newsletter, "The Daily" states:

The Gimli Glider retires to the desert. On Thursday, 24 January, fin 604, the Boeing 767-200 better known as the Gimli Glider, will undertake its final voyage from Montreal to Mojave Airport (MHV) before it is retired to the desert. Employees and retirees (bring valid employee ID) are invited to come and say goodbye to the aircraft which has now become part of Canadian aviation history. Fin 604 is set to depart as flight AC7067, at 9 a.m. from the Montreal Line Maintenance hangar - Air Canada Base, 750 Côte Vertu West; Building 7, Bay 8/13 (West end), Gate entrance 5. Captain Robert Pearson and First Officer Maurice Quintal, the flight crew who landed the aircraft to safety in Gimli on 23 July 1983 are expected to be on hand for the aircraft's departure. The hangar will be open to well-wishers from 8:00 a.m.



Flight AC7067 was captained by Jean-Marc Bélanger, a former head of the Air Canada Pilots Association, while Captain Robert Pearson and Maurice Quintal were onboard to oversee the flight from Montreal to California's Mojave Airport, its final resting place. Also on board were three of the six original flight attendants who were on Flight 143. http://www.wadenelson.com/gimli.html Flight tracking services FlightAware and FlightView indicated on 24 January 2008 that 604's initial flight was from Montreal (CYUL) to Tucson International airport (KTUS), having a planned cruise altitude of FL400. According to FlightAware, 604 landed at 12:53 P.M. (MST) at Tucson International airport (KTUS). The Gimli Glider was then scheduled (but delayed) to depart Tucson and make the final flight to the Mojave Airport (KMHV) for retirement.

On the 25th anniversary of the incident in 2008, pilots Pearson and Quintal were celebrated in a parade in Gimli, as a mural was dedicated to commemorate the landing.

Kjartan (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 09:19

9 identicon

Afar skemmtileg og fróðleg frásögn. Stórkostleg færni flugstjóra. Takk fyrir færsluna.

Oli Agustsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 11:04

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Ja hérna hér, þvílík snilld hefði ekki viljað vera um borð.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2009 kl. 11:30

11 identicon

Takk kærlega fyrir afar fróðlega og athyglisverða færslu. Maður er margs vísari.

Björn Baldursson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 14:41

12 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Góð upprifjun á merkilegum atburði. Það má bæta við að í flugnámi er mönnum miskunnarlaust kennt að slippa. Menn verða vera klárir á því áður en þeir fá sólópróf og fullkomna þá tækni enn betur áður en þeir verða einkaflugmenn. Það gekk ég allavega í gegnum á sínum tíma. Á íslensku heitir það vængskrið og snýst um að hliðarstýrinu er beitt í eina átt en vængjum hallað til hinnar. Nefið stefnir því ekki í sömu átt og flugvélin flýgur. Með þessari tækni má lækka flug bratt og mun hraðar en með venjulegu svifi, t.d. ef komið er of hátt inn til lendingar.

Ágúst Ásgeirsson, 27.8.2009 kl. 18:35

13 Smámynd: Haukur Nikulásson

Horfði á 5/5, aftur takk fyrir að koma þessari skemmtilegu sögustund á framfæri.

Haukur Nikulásson, 27.8.2009 kl. 21:04

14 identicon

Takk kærlega fyrir þetta,, ég er hreinlega yfirkominn af aðdáun á þessum flugmönnum,, þvílík snilld!

Sigurður Jóhann (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 23:42

15 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir upplýsingarnar nafni. Sjálfur hef ég ekki flugpróf, en samt flogið töluvert. Mikið notað sideslip við lendingu Cap 232 lstflugvélar á stuttri flugbraut. Sjá mynd hér
Þessi flugvél er þó aðeins um 20% af stærð fyrirmyndarinnar, eða í hlutfallinu 1:5. Sem sagt flogið utanfrá .

Ágúst H Bjarnason, 28.8.2009 kl. 06:44

16 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk. Verulega spennandi að horfa á þetta.

Sæmundur Bjarnason, 30.8.2009 kl. 03:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband