Gömul grein bloggarans um LASER-tækni frá 1966...

laser001-250w.jpg
 

„Í vísindalegum staðleysusögum er oft talað um dauðageisla, er breytt geti flugvél í reykslý og lagt borgir í rúst á augabragði. Ekkert verður um það fullyrt hvort laser-tæknin sé afleiðing þessara hugaróra, en þó má með nokkrum rétti halda því fram, að laser sé með merkustu uppgötvunum þessarar aldar. Þó að laser sé hvorki hugsaður né hæfur sem fjöldamorðvopn, hefur hann þegar valdið gjörbyltingu á ýmsum sviðum.

Í grundvallaratriðum er laser mjög einfalt tæki, þótt nafnið sé langt, ef það er óstytt. Laser stendur fyrir Light Amplification by Stimulated Emission of Radiation...“

 
Þannig hefst grein sem höfundur þessa pistils skrifaði í De Rerum Natura árið 1966. Þetta merka blað er gefið út af nemendum Menntaskólans í Reykjavík.
 
Því miður hef ég glatað blaðinu, en var svo ljónheppinn að fá fyrir skömmu ljósrit af greninni, sem ég skannaði snarlega í Word og breytti í Acrobat pdf skjal. Hægt er að nálgast allan textann með því að smella á nafn greinarinnar: LASER. (Auðvitað má lika hægrismella á orðið og vista þannig skjalið ef það hentar betur, t.d. fyrir útprentun).
 
Auðvitað hefur margt breyst í lasertækninni síðan greinin var skrifuð fyrir tæpum 44 árum. Geislaspilarar væru óhugsandi án þessarar tækni, svo og ljósleiðarafjarskipti og fjölmargt fleira sem nánast er sjálfsagður hlutur í dag. Á fundum sveifla fyrirlesarar laser-bendlum nánast eins og stjörnustríðshetjur geislasverðum, og auðvitað er búið að íslenska nafnið á tækinu. Leysir heitir það auðvitað á ástkæra ylhýra málinu. Í lok greinarinnar er minnst á ýmis svið þar sem nýta mætti lasertæknina, svo sem í fjarskiptum, ratsjám, iðnaði og læknisfræði. Allt hefur þetta ræst og vel það...
 
 
Greinin LASER. De Rerum Natura jan. 1966.
 
Wikipedia: LASER
 
 
 
 
Fyrir aftan greinina eru þrjár tilvitnanir til uppfyllingar:
 
     Sérfræðingur er maður, sem veit æ meira um æ minna.
               - N.M. Butler.
 
                Síðasta og æðsta tákn vísindanna er hið mikla spurningamerki.
                          - A. Garborg.
 
                           Standir þú við dyr hins ógerlega, skaltu knýja á þær.
                                     - H. Redwood.
 
 
 
Laser of Symfó

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Ágúst,

það var hvoru tveggja í senn gaman og ánægjulegt að lesa greining þína í De Rerum Natura frá 1966. Greinin varpaði upp í huga minn MR árunum mínum góðu og hvað mótandi áhrif blaðið hafði á mig. DRN var mjög vandað, gott og fróðlegt blað og telja verður víst að það hafi opnað hugi margra nemenda og haft áhrif á hvað þeir lögðu fyrir sig eftir MR. Ég vona að blaðið sé enn á lífi. Manstu hverjir voru í ritnefnd DRN og hver var ritstjóri á þessum árum?

Albert Albertsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 13:10

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Albert

Með ljósrtitinu sem ég fékk af greininni  stendur á einni síðunni:

Ritstjórn:

Jón Erlendsson  6.-Z ritstjóri. (Jón er nú verkfræðingur).

Matthías Matthíasson 6.-Z.  (Matthías er nú verkfræðingur).

Einar H. Guðmundsson 5.-S. (Einar er nú stjarneðlisfræðingur og prófessor). 

Jón Pétursson 5.-Y

Ábyrgðamaður: Björn Bjarnason yfirkennari.

Þar kemur einnig fram að kennararnir Örnólfur Thorlacius og Björn Bjarnason  lásu yfir greinarnar, og Magnús Finnbogason las yfir og leiðrétti málfar greinnna.

Kristján Linnet 6.-Z og Ólafur S. Ásgeirsson 5.-S drógu fyrirsagnir.

Blaðið var fjölritað í Fjölritunarstofu Daníels Halldórssonar.

Ég veit ekki hvort blaðið sé enn á lífi, en margar góðar minningar vakna við þessi endurnýjuðu kynni.

Ágúst H Bjarnason, 27.9.2009 kl. 14:00

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Góð grein og áhugaverð.

Jakob Falur Kristinsson, 29.9.2009 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 135
  • Frá upphafi: 762049

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband