Mansal, starfsemi erlendra glępahópa og óžarfa vera Ķslendinga ķ Schengen...

 

schengen_states.gif

 

"Mansal hefur fariš vaxandi inni į Schengen-svęšinu eftir aš žaš opnašist ķ austur. Fyrir ekki mörgum įrum var mansal bundiš viš žį skipulögšu glępahópa sem voru hvaš efstir ķ pķramķdanum, elstir, skipulagšastir meš fullkomnasta kerfiš. Eftir opnun svęšisins ķ austur hafa glępahópar sem eru nešar ķ stiganum fariš aš starfa į sviši mansals, af žvķ aš žaš er oršinn markašur fyrir žaš sem žeir hafa aš bjóša. Žeir žurfa ekki aš smygla fólki inn į svęšiš heldur geta žeir smyglaš fólki innan svęšisins. Kannski erum viš aš sjį dęmi um žaš hér", segir Arnar Jensson tengslafulltrśi Ķslands hjį Europol. Hann segir ķ Fréttablašinu 23. október aš ķ skipulagšri glępastarfsemi stafi mest ógn af eiturlyfjum, en mansali žar į eftir.

 

Lögreglustjórinn į Sušurnesjum, Sigrķšur Björk Ingvarsdóttir, segir ķ Morgunblašinu 23. okt.  aš margir glępahópar hérlendis, sem eru żmist pólskir, lithįiskķr eša ķslenskir, uppfylli skilgreiningu Europol į skipulagšri glępastarfsemi. Žar geti veriš um aš ręša žjófnaši, efnahagsbrot, fķkniefnabrot, vęndi, handrukkanir, peningažvętti og mansal.

Į myndinni hér aš ofan eru löndin sem tilheyra Schengen merkt meš ljósblįum lit. Innan žess svęšis geta glępamenn valsaš óhindraš og eftirlitslaust aš vild. Bślgarķa og Rśmenia eru ķ bišsalnum aš Schengen.  Eftirtektarvert er aš Bretland og Ķrland skera sig śr meš dökkblįum lit. Löndin eru ķ Evrópusambandinu, en ekki ķ Schengen.     Hvers vegna?    Jś žeir vilja vita hverjir koma inn ķ landiš. Bretland og Ķrland eru eyjur  eins og Ķsland svo landamęragęslan er aušveld. 
Eru Bretar og Ķrar miklu skynsamari en Ķslendingar?

Žaš voru mikil afglöp žegar Ķsland geršist ašili aš Schengen sįttmįlanum. Į žeim tķma var žvķ haldiš fram aš Schengen samstarfiš skilaši lögreglu betri upplżsingum um glępamenn en annars hefši veriš. Žvķ er žveröfugt fariš. Reynslan sżnir okkur t.d. aš viš höfum ekki haft hugmynd žį misyndismenn sem hér hafa veriš fyrr en of seint.  Ekki er hęgt aš afla upplżsinga um viškomandi ólįnsmenn sem hér hafa brotiš lög fyrr en skašinn er skešur.  Fyrr vitum viš ekki hverjir eru hér į landi. Žaš er kjarni vandamįlsins. Schengen kerfiš virkar žannig. Žaš hefur ekki stašist vęntingar.

Hér į landi er nįkvęmlega ekkert eftirlit meš žeim sem koma til landsins. Viš vitum ekki hverjir koma til landsins, hvenęr žeir komu eša hvenęr žeir fóru aftur, ž.e. hafi žeir fariš į annaš borš. Aš sjįlfsögšu leynast óheišarlegir Schengenborgarar mešal hinna heišarlegu. Af žeim hljótum viš aš hafa miklar įhyggjur. 

Erlendir glępamenn ķ farbanni taka bara nęsta flug eins og ekkert sé og lįta sig hverfa.

Ein birtingamynd Schengen ašildarinnar er  vopnaleitin undarlega į faržegum sem koma meš flugi til Ķslands frį Bandarķkjunum.   Ranghalarnir upp og nišur stiga ķ flugstöšinni stafa einnig af žessari vitleysu. Hvaš kostar allur žessi fįrįnleiki? 

Hvernig er žaš, veldur žaš okkur Ķslendingum nokkrum vandręšum žegar viš feršumst til Englands, eša Englendingum vandręšum žegar žeir feršast til meginlandsins?  Ekki hef ég oršiš var viš žaš. Eša, er vegabréfsskošun į Ķslandi žegar viš komum frį landi sem er utan Schengen, t.d. Englandi, til trafala? Ekki finnst mér žaš.

Žaš kann aš henta löndum į meginlandi Evrópu aš taka žįtt ķ Schengen samstarfinu, enda liggja žar akvegir žvers og kruss milli landa. Žaš er ekki žar meš sagt aš žaš sé viturlegt fyrir eylöndin Ķsland, England og Ķrland aš vera ķ Schengen. Žaš vita Bretar og Ķrar, og eru žvķ ekki ķ Schengen, jafnvel žó žeir tilheyri Evrópusambandinu.

 

Į vef  Utanrķkisrįšuneytisins eru "almennar upplżsingar um Schengen". Žar stendur m.a:

Vegabréfin alltaf mešferšis!
Žótt žeir sem feršast innan Schengen svęšisins verši ekki krafšir um vegabréf į landamęrum er engu aš sķšur męlt meš žvķ aš fólk hafi įvallt vegabréf sitt meš ķ för. Sś skylda er lögš į alla sem feršast innan svęšisins aš geta framvķsaš fullgildum persónuskilrķkjum sem eru višurkennd af öšrum Schengen rķkjum. Sem stendur er ķslenska vegabréfiš ķ raun eina skilrķkiš sem vissa er fyrir aš önnur rķki višurkenni sem gild persónuskilrķki. Einnig kunna flugfélög į Schengen svęšinu aš óska eftir žvķ aš sjį vegabréf faržega sinna
.

Hvaš ķ ósköpunum gręšum viš žį ef viš eigum aš hafa vegabréfin mešferšis?

 

Žegar upp er stašiš, hver er kostur žess aš vera ķ Schengen?  Ókostirnir eru aftur į móti fjölmargir. Fangelsin yfirfull af erlendum glępamönnum, og enn fleiri ganga vafalķtiš lausir eins og tķš innbrot bera vitni um.

 

Lausnin į žessu óhefta flęši glępamanna er einföld:

Viš eigum aš endurskoša ašild okkar aš Schengen sįttmįlanum įn tafar. Žaš er ekki seinna vęnna.  Viš erum sjįlfstęš frišsöm žjóš og viljum ekki aš erlend glępastarfssemi nįi aš skjóta hér rótum.

Förum aš dęmi Ķra og Breta.

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Rauša Ljóniš

Sęll. Įgśst žakka góša samantekt, žaš er kominn tķma aš viš sżnum sömu skinsemi og Ķrar og Englendingar.

Rauša Ljóniš, 24.10.2009 kl. 07:42

2 Smįmynd: Žórir Kjartansson

Var žetta ekki  fyrst og fremst eitt af snilldarverkum Halldórs Įsgrķmssonar aš koma okkur žarna inn?

Žórir Kjartansson, 24.10.2009 kl. 08:46

3 identicon

Orš ķ tķma töluš. Burt meš Schengen gįttina og lokum į innstreymi glępagengja.

kvešja

Rafn Haraldur Siguršsson (IP-tala skrįš) 24.10.2009 kl. 09:56

4 Smįmynd: Vilhjįlmur Eyžórsson

Tek undir meš Įgśsti og öllum sem hingaš til hafa tjįš sig. Śr Schengen! En hvaš meš Kyoto- steypuna? Ķ ljósi žess aš hįthita- og lįghitasvęši į Ķslandi innan og utan virkjana, auk eldfjalla, framleiša trślega meira koldķoxķš į mann en annars stašar žekkist allan įrsins hring, jafnvel žótt ekki sé eldgos, sżnist mér einsżnt aš viš förum strax śr žvķ rugli. Helst strax ķ gęr. Žar er um aš ręša einhverja undarlegustu, nįnast sśrrealķtķsku steypu sem nokkurn tķma hefur komiš upp. Ekkert bendir til aš sś tķmabundna uppsveifla ķ hitastigi sem sżnist nś vera aš ljśka sé neitt öšru vķsi enn ótal ašrar upp- og nišursveiflur ķ įržśsundir. Loftslag er ekki aš hlżna aftur til lengri tķma. Jafnvel žó žaš vęri aš hlżna aftur žannig aš jölklar hörfi aftur og eyšimerkur grói aftur upp vęri žaš hiš besta mįl. Žaš er ósannaš meš öllu aš koldķoxķš komi nokkru mįli viš. Žetta er hins vegar gulliš tękifęri  fyrir pólitķkusa til aš sżna mįtt sinn og megin ženja śt völd sķn og, ekki sķst, leggja į nżja skatta.

Um Kyoto mį hafa orš Ólafs pį ķ Laxdęlu: "Illa žykir mér gefast heimskra manna rįš, en žvķ verr, sem žeir koma fleiri saman". 

Förum ekki ašeins śr Schengen, heldur einnig śr Kyoto! 

Vilhjįlmur Eyžórsson, 24.10.2009 kl. 12:19

5 Smįmynd: Kolbrśn Hilmars

Sammįla žessu, Įgśst, fįrįnleiki žess aš Ķsland hafi gerst landamęravöršur Evrópu meš Schengen er augljós žegar landakortiš žitt er skošaš.

Annaš er sem fįir nefna; hér įšur fyrr gįtum viš feršast til allra Noršurlandanna įn vegabréfs, jafnvel įn skilrķkja yfirhöfuš. Nś žurfum viš hins vegar alžjóšleg vegabréf og į žann hįtt hefur žetta Schengen fyrirbęri jafnvel skert feršafrelsi okkar frekar en hitt.

Kolbrśn Hilmars, 24.10.2009 kl. 17:35

6 Smįmynd: Žorsteinn Valur Baldvinsson

Uppsögn į schengen samkomulaginu er brżn naušsyn

Žorsteinn Valur Baldvinsson, 24.10.2009 kl. 18:59

7 Smįmynd: Siguršur Ingólfsson

Jį sammįla žér og hinum meš śrsögn śr Schengen. Žaš er undarlegt aš feršast heim frį t.d. Afrķku ķ gegn um London aš žś skuli mašur fara inn į Schengen svęšiš loks žegar mašur kemur heim og žį žurfi heilmiklar tilfęringar. Bretarnir eru lķka aš hugsa um feršamennskuna. Miklu aušveldara er aš sękja žį heim en önnur Evrópulönd. Hvaš ętli viš höfum misst af mörgum feršamönnum frį Bandarķkjunum og annarsstašar frį sem hafa ętlaš aš koma hingaš en ekki nennt aš verša sér śti um įritun į S. svęšiš. Enda ekki aušvelt aš hafa upp į ķslenskum sendirįšum til aš įrita passa į S.svęšiš. Svo mį ekki bjóša fólki annars stašar frį aš vera hér meira en 3 mįnuši nema aš giftast žvķ ( !) Annars skal žaš hunskast śt af S.svęšinu. Žetta er meš ólķkindum.

Siguršur Ingólfsson, 24.10.2009 kl. 22:13

8 Smįmynd: Kristinn Snęvar Jónsson

Žaš viršist ekki vera neitt nema óžęgindi og fyrirhöfn og kostnašur viš žįtttöku ķ Schengen og lķtt skiljanlegt aš Ķsland skyldi yfirhöfuš hafa gerst ašili aš žessari glępamannagiršingu. Žaš er fįrįnlegt žegar mašur kemur frį Bandarķkjunum, eftir aš vera bśinn aš fara ķ gegnum vopnaleit og tékk į flugvelli žar aš žurfa aš byrja į žvķ viš komuna til Keflavķkur aš fara ķ gegnum samskonar leit beint śr flugvélinni. Ekki furša aš feršalangar sneiši hjį slķku skrķpafyrirkomulagi ef žer eiga annars kost.

Ķslendingar eiga aš hętta ašild ķ Schengen įn tafar, senda erlenda glępahyskiš sem tekur upp plįss ķ fangelsum landsins tafarlaust śr landi (žó viškomandi eigi eftir aš afplįna dóma) og passa upp į žaš aš viškomandi komist aldrei til landsins aftur. Žaš getum viš gert žegar viš erum komin śr Schengen-vitleysunni.

Ég minnist žess ekki aš hafa oršiš fyrir neinum óžęgindum sem feršamašur milli landa įšur en Ķsland geršist ašili aš Schengen og ekki varš nein merkjanleg breyting žar į eftir žaš, nema til óžęginda viš komu frį Bandarķkjunum.

Halldór Įsgrķmsson beitti sér įberandi fyrir žvķ į sķnum tķma aš Ķsland geršist ašili aš Schengen og var mikli kostaš til, jafnvel um 1,5 milljaršur į veršlagi žį. Žess vegna eru eftirfarandi spurningar viš hęfi til Halldórs og mętti hann svara: Hver įtti įvinningurinn eiginlega aš vera fyrir Ķsland viš aš gerast ašili aš Schengen? Finnst žér aš hann hafi skilaš sér aš teknu tilliti til óžęgindanna sem af žessu hefur hlotist įsamt glępamannaflóšinu til landsins?

Kristinn Snęvar Jónsson, 24.10.2009 kl. 23:09

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggiš

Ginnungagap

Żmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Įlverš

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin ķ dag:

(Smella į mynd)

.

Vinnan mķn:

Olķuveršiš ķ dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (25.2.): 21
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 169
  • Frį upphafi: 740620

Annaš

  • Innlit ķ dag: 16
  • Innlit sl. viku: 108
  • Gestir ķ dag: 16
  • IP-tölur ķ dag: 15

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Eldri fęrslur

Feb. 2021
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28            

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband