Frábær bók fyrir stráka á öllum aldri - og stelpur líka: Sagittaríus rísandi eftir flugkappann Cesil Lewis...

 
 
 
cecillewis2.jpg

 

Ég hef verið að glugga í nýja bók Sagittrius rísandi,  sem á frummálinu heitir Sagittarius rising.

Höfundur bókarinnar er Cesil Lewis sem var sannkölluð flughetja í fyrri heimsstyrjöldinni, en kom síðar víða við. Hann umgekkst Bernard Shaw, var einn af stofnendum BBC og hlaut Óskarsverðlaunin fyrir kvikmyndahandrit.

Nánar er fjallað um bókina og höfundinn hér fyrir neðan.

Halldór Jónsson verkfræðingur og einkaflugmaður þýddi bókina. Þar sem Halldór hefur lifað og hrærst í fluginu um áratuga skeið  verður þýðingin einstaklega lifandi. Hann hikar ekki við að nota talsmáta íslenskra flugmanna og slettir stundum útlensku þegar þann þýðir samræður, en þannig tala menn einmitt saman í dag. Hann gætir þess þó að útskýra hugtökin og nota rétt íslensk orð í athugasemdum neðanmáls. Þetta gerir frásögnina miklu eðlilegri en ella. Reyndar hef ég enn sem komið er aðeins gluggað í kafla og kafla og á eftir að lesa bókina í heild.

Það er merkilegt til þess að hugsa að þegar sagan hefst var ekki liðinn nema rúmur áratugur síðan Wright bræður flugu flugvél sinni árið 1903. Lýsingarnar í bókinni eru svo lifandi að manni finnst sem maður sé þáttakandi stríðinu og sé kominn í þessar frumstæðu flugvélar þar sem menn flugu eftir tilfinningunni einni saman.

Í mörgum blundar pínulítil flugdella. Þeir munu örugglega kunna að meta þessa bók sem fæst a.m.k. í Pennanum og Eymundsson. Útgefandi er bókaútgáfan Hallsteinn.

(Myndina efst á síðunni má stækka til að hún verði læsileg með því að tví- eða þrísmella á hana).

 

 


 Aftan á bókinni er þessi texti:

"Æskudraumar Lewis voru um flug. Hann laug til um aldur og sótti uminngöngu í Royal Flying Corps 1915. Hann fór einflug eftir einnar og hálfrar klukkustundar kennslu og sendur yfir til Frakklands 1916 með 13 klukkustunda flugreynslu. Lífslíkur flugmannsnýliða í Frakklandi voru þá 3 vikur. Nærri 10 milljónir hermanna féllu í Styrjöldinni Miklu1914-1918 og 7 miljónir óbreyttra borgara til viðbótar.

Lewis tekst með góðra manna hjálp að afla sér frekari flugreynslu og verða að flugmanni, áður en hann er sendur í orrustur. Hann lifir af hætturnar,sem voru ekki minni af flugvélunum sjálfum en byssukúlunum. Hann flýgur stríðið á enda og oft í fremstu víglínu. Lewis elskar flugið sjálft og það er honum uppspretta fegurðar og lífsfyllingar. Hann sér í bólstraskýinu glitrandi hallir og ókunn lönd með dölum og giljum, hann sér fegurð himinsins og foldarinnar fyrir neðan úr margra mílna hæð,þaðan sem stríðið er ekki lengur sýnilegt. Hann gleðst yfir valmúanum,blómstrandi úr sprengigígunum, sem þekja sviðna eyðimörk orrustuvallanna í Flanders og lævirkjanum, sem flýgur óvænt upp og syngur skerandi yfir drynjandi fallbyssudunurnar.

Lýsingar Lewis eru svo ljóslifandi á köflum, að lesandanum finnst hann kominn til þessara tíma sjálfur. Hann skynjar það tryllta afl, sem beitt er í stríðsrekstrinum., getur heyrt fyrir sér til hundrað flugvélahreyfla og vélbyssuskothríðar í hringleikahúsi Richthofens, fallbyssugnýinn sem heyrist frá Frakklandi til Englands á kyrrum kvöldum, séð fyrir sérleitarljósin á næturhimninum yfir myrkvaðri London og gul eiturgasskýin yfir skotgröfunum, skynjað lyktina af útblæstri hreyflanna, anganblómanna og gróðursins við Somme. Og skilið það og undrast hversu lítið mannlífið sjálft hefur breyst frá tíma frásagnarinnar.

Þegar þessi bók var skrifuð 1936 var skapað sígilt bókmenntaverk. Hún er talin ein besta minningabók úr hernaðarflugi allra tíma. Bókin hefur aldrei verið úr prentun síðan þá. Kvikmyndin ‘Aces High’ var byggð á henni 1976. Georg Bernard Shaw lýsti Lewis þannig: ‘Þessi prins meðalflugmanna átti heillandi líf í öllum skilningi; Hann er hugsuður, herra orðanna og hérumbil ljóðskáld.’

Lewis hlaut Óskarsverðlaunin 1938 fyrir kvikmyndahandrit sitt að Pygmalion (Myfair Lady), sem byggt er á samnefndu verki Shaw. Lewis var einn afstofnendum BBC 1922 og fyrirlesari þar fram yfir nírætt. Hann gekk aftur í RAF 1940 og flaug fyrir gamla kóng sinn alla seinniheimsstyrjöldina, alls fimmtíu og þremur flugvélategundum í meira en þúsund flugstundir en það er önnur saga.

Þetta er bók fyrir karlmenn á þroskaaldri, bók um hetjudáðir, hrylling, vináttu,fegurð, rómantík. Og lýsingar Lewis á fluginu sjálfu eru einstakalega sannar.

Þessi bók lætur engan ósnortinn enda fjallar hún fremur um lífið en ekki dauðann. Lewis segir: ‘Lifðu hátíðarlega, höfðinglega, hættulega, -öryggið aftast!’ "

 


 

 
Af bókarkápu

 

 

 

Gömul kvikmynd frá fyrrastríðs árunum

 

 

 


Tví- eða þrísmella á mynd til að stækka og lesa.

 

 

1251969522.jpg
 
Avro 504K í Vatnsmýrinni árið 1919 
 
 
 
75 árum seinna, nákvæmlega á sama stað. Avro 504K klár í loftið.
Cecil Faber var enn við stýrið. Eða næstum því. Sjá hér.
 
 
 
1251993133.jpg
 
  Eftirlíking af fyrrastríðsvélinni í mælikvarðanum 1:4 klár í loftið.
Smiðurinn. Jakob Jónsson, er annar frá vinstri.
 
 
 
avroflug.jpg
 
 Avro 504 á flugi yfir Reykjavík árið 1994.
 
 
1256315862.jpg
 
 Waiting for the Zeppelins and the Gothas.  (Shades of pictures of Battleof Britain squadrons)  Right to left: Capt CJQ Brand, Capt T Gran(Norwegian), Lieut RGH Adams, Lieut GR Craig (white scarf), Lieut CCBanks, Lieut LF Lomas, Lieut CA Lewis (author of "Sagittarius Rising", sitting with his back towards us), unknown.
 
 
 
 Mynd úr bókinni
 
 
 img_6388.jpg
 
Sumir fá aldrei nóg af svona gömlum gersemum og smíða sér því eintak.
Þessar eru 33% af fullri stærð og er myndin tekin á flugvellinum á Tungubökkum.
 
 
img_6461.jpg
 
Og svo er þeim auðvitað flogið...
 
 
se5mccudden.jpg
 
 
 
 morane-saulnier_type_l_-_captured_with_german_insigna.jpg
 
 
 

 
 Cesil flýgur með Doushka konu sinni
 
 
cecilanddoushkaflyinginpeking.jpg
 
Cesil Lewis og Dushka svífa
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir þetta.

Óskar Þorkelsson, 14.12.2009 kl. 08:36

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Eg pantaði bokina i jólagjöf :)

Óskar Þorkelsson, 15.12.2009 kl. 17:23

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Ágúst frændi, þetta var aldeilis auglýsing fyrir okkur Lewis.

Þetta var gaman að sjá þessar myndir af Lewis, til þessa hef ég fáar séð, hvað þá af konunni sem hann kom með frá Kína. En hann var víst ekki við eina fjölina felldur í kvennamálunum og hún skildi við hann. Kannski var það útaf kvennamálum sem hann fór í RAF 1940 og flaug um leið og Steini Jóns allt stríðið til 1945. Svo gerðist hann sauðfjárbóndi í S-Afríku og ærlaði að lifa eftir kenningum Gurdíjeffs en fór á hausinn eins og fleiri rollubændur hafa gert. Fór í blaðamennsku og skriftir eftir það. Það væri gaman fyrir mig að vita hvar maður getur náð í feliri myndir af honum.

Halldór Jónsson, 18.12.2009 kl. 00:09

4 Smámynd: Heimir Tómasson

Snilldarfærsla. Takk fyrir þetta.

Heimir Tómasson, 19.12.2009 kl. 03:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.2.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 761214

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Feb. 2024
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband