Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Einstaklega skýr stefnumál frambjóðanda til stjórnlagaþings - Hver er maðurinn...?

 

fjallkonan.jpg

 

Stefnumálin eins frambjóðanda til Stjórnlagaþingsins þykja mér mjög skynsamleg og skýr, og tek ég mér því bessaleyfi afrita þau af vefsíðu hans og birta hér fyrir neðan.

 

Hver þessi frambjóðandi er kemur fram neðst á síðunni, en stefnumál hans hefjast á þessum orðum:

 

"Ef menn vilja móta sér stefnu til að hafa áhrif á eitthvað sem betur má fara, ber fyrst að athuga hverjir þeir þættir eru sem þarf að bæta.      Síðan hvernig má gera það..."

 



Stefnumál

"Ef menn vilja móta sér stefnu til að hafa áhrif á eitthvað sem betur má fara, ber fyrst að athuga hverjir þeir þættir eru sem þarf að bæta. Síðan hvernig má gera það. Þá er rétt að byrja a því að íhuga hvað það er sem stór hluti almennings a Íslandi er óánægður með í íslensku stjórnarfari. Það þarf ekki vísindalega skoðanakönnun til að skynja óánægju almennings með íslenska stjórnsýslu. Þættirnir sem fólk er óánægt með virðast einkum eftirfarandi:

  • Flokksræði og endalaus flokkstryggð þingmanna.
  • Kosningar byggðar á flokkslistum, ekki hægt að kjósa úr fleiri en einum flokki 
  • Eilíft karp á þingi, oft frumvörp og deilur um minniháttar mál meðan stórmál bíða.
  • Stöðuveitingar á pólitískum frekar en faglegum grundvelli.
  • Ónægur aðskilnaður framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds.
  • Ójafnt vægi atkvæða eftir landshlutum.
  • Margir vilja færri þingmenn.

Jafn atkvæðisréttur- tvær leiðir
Þá er að athuga hvernig breyta þarf stjórnsýslunni, og þá stjórnarskránni, til að lagfæra þetta. Rétt er að byrja a byrjuninni, kosningu þingmanna, fulltrúa okkar.

Landið eitt kjördæmi
Það má jafna atkvæðisrétt manna einfaldlega með því að gera landið að einu kjördæmi. Einn hængur er á þessu samt og það er að hætt er við að flestir frambjóðendur kæmu úr þéttbýlustu svæðunum og þau strjálbýlu yrðu afskipt í pólitískum áhrifum vegna fámennis.

Einmenningskjördæmi byggð á fólksfjölda
Svo er hægt að hafa einmenningskjördæmi, en þau þurfa að byggjast á fólksfjölda fremur en flatarmáli til að fyrirbyggja misvægi. Þannig mætti til dæmis hafa 33 kjördæmi fyrir alls 33 þingmenn sem myndi þýða um það bil 10.000 manns a bak við hvern kjörinn þingmann. Á fjögurra ára fresti mætti svo endurskipuleggja kjördæmin til að vega upp a móti fólksflutningum sem kynnu að raska fjölda kjósenda að baki hverjum kjörnum þingmanni.

Í báðum þessum dæmum, það er landið sem eitt kjördæmi eða fleiri einmenningskjördæmi með jafnan fólksfjölda að baki, gætu allir sem hefðu einhver lágmarksstuðning boðið sig fram hvort sem væri á vegum stjórnmálaflokks eður ei. Í báðum tilfellum myndi þetta væntanlega stuðla að betri blöndun sjónarmiða a þingi heldur en gerist þegar kosið er um flokkslista i kjördæmunum sem flokksforystur hafa raðað upp.

Kjósa fólk úr mismunandi flokkum
Í öllum flokkum má finna góða menn og ennfremur miður góða. Því gæti önnur endurbót falist i því að kjósendur mættu kjósa milli flokka, ef eitthvað flokkslistafyrirkomulag verður áfram. Þannig gæti kjósandi valið einn góðan mann af einum lista og annan góðan af öðrum og sniðgengið skussana sem kynnu að vera á listunum.

Reyndar mætti nota  báðar aðferðirnar, kjördæmakosningu til þings en landið eitt kjördæmi er kosinn væri forseti eða forsætisráðherra  (ef sú leið væri valin).

Ráðherraræði
Íslenska stjórnarskráin er arfleifð þeirrar dönsku sem var mótuð um miðja nítjándu öld. Síðan þá hafa Danir breytt henni oftar í tímans rás, en íslendingar hafa gert. Danska stjórnarskráin færði stóran hluta af valdi konungs til ráðherranna. Segja má að vald ráðherra a Íslandi sé að sumu leyti leifar af gömlu konungsvaldi. Frumvörp eru samin í ráðuneytum, ráðherra tryggir sér stuðning allra dyggra flokksfélaga sem sitja á þingi, semur við samstarfsflokk á sama grundvelli og greiðir svo sjálfur atkvæði með frumvarpinu a Alþingi. Stjórnarskráin eins og hún er í dag veitir líka ráðherra víðtæk völd til að ráða í störf og embætti á vegum hins opinbera þar sem pólitík þess sem ráðinn er ræður meiru heldur en fagmennska hans.

Þrískipting valds
Ef völd ráðherra og þar með framkvæmdavaldsins leiða til vandamála sem meðal annars felast i ofurvaldi framkvæmdavaldsins gagnvart Alþingi og sé hægt að minnka þessi vandamál með breytingu á stjórnarskránni, þá er augljósast að utanþingsstjórn sé æskilegur kostur. Þingmenn gætu ekki verið  ráðherrar né ráðherrar á þingi. Þingið yrði þó að samþykkja ráðherrana, hvern og einn, og þeir yrðu þá valdir af kjörnum forseta eða forsætisráðherra. (Kjörinn forsætisráðherra þyrfti að sjálfsögðu ekki samþykki!). Um dómsvaldið er það að segja að til að draga úr líkum á að minnsta kosti hæstaréttardómarar séu ekki skipaðir af of pólitískum grundvelli, þá sé rétt að skipun þeirra hljóti einnig staðfestingu þingsins.

Neitunarvald forseta
Verði forsetaembættið áfram hluti af íslenskri stjórnskipan, en líklega munu flestir landsmenn vera því hlynntir, þá væri það eftir sem áður æskilegt að forseti gæti neitað að samþykkja lög, telji hann meinbugi þar á. Hinsvegar eru einum manni falin mikil völd til að tefja löggjöf ef að hann gerir það af pólitískum ástæðum eða honum hreinlega skjátlast.  Því væri rétt að hafa varnagla á með því að neiti forseti að staðfesta lög fari þau aftur í þingumræðu og þurfi þá aukinn meirihluta (2/3 hluta atkvæða) til að öðlast gildi. Náist það ekki, geti forseti vísað þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Mannréttindi
Mannréttindi hafa almennt verið vel virt á Íslandi, sem betur fer. Það má þó ekki taka þeim sem gefnum og ber að verja þau vel í stjórnarskrá. Þau hafa verið stjórnarskrárbundin á seinni tímum. Auk þess hafa Íslendingar samþykkt Mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og fleiri alþjóðlegra samtaka. Í stjórnarskrá eru ýmsir hópar tilteknir sem hafa í gegnum tíðina verið beittir misrétti, og tekið fram að þeir séu jafn réttháir öðrum gagnvart lögum. Töluvert hefur verið rætt um að stjórnarskrárbinda eigi rétt fólks óháð kynhneigð. Ég er sammála því. Minna hefur borið á umræðu um að stjórnarskrárbinda rétt fólks óháð fötlun. Á því þarf líka að gera bót. Mikilvægi mannréttinda ætti að skipa þeim í fyrirrúm í nýrri stjórnarskrá.

Öryggismál
Flestar þjóðir álíta höfuðverkefni sinna stjórnvalda að tryggja sem best öryggi landsmanna fyrir utanaðkomandi hernaðarvá. Íslendingar hafa verið blessunarlega lausir við að þurfa að hugsa um slíkt, fyrst vegna einangrunar landsins i margar aldir og fjarlægðar frá átakasvæðum allt fram til annarrar heimstyrjaldar, síðar vegna þess að Bretland og Bandaríkin sáu sér hag í að verja landið gegn óvinveittum öflum.

Ísland er i NATO og nýtur samningsbundinnar verndar þess, en sú vernd er ekki eins traust og hún var á meðan ekki var hægt að hertaka landið án þess að lenda i vopnuðum átökum við bandaríkjaher. Ný stjórnarskrá þarf að leggja einhverjar skyldur a stjórnvöld um að hyggja að öryggismálum. Sagan sýnir að það er engin vörn í að vera með yfirlýst ævarandi hlutleysi og enga tryggingu um hervernd. Þetta sönnuðu bæði Jörundur hundadagakonungur á sínum tíma og breska herstjórnin í maí 1940. Langflestir íslendingar vörpuðu öndinni léttar er þeir sáu að það var breskur en ekki þýskur her sem gekk hér á land. Herlaust hlutlaust land utan herverndar öflugri ríkja eða bandalaga getur hvaða herveldi sem er tekið hvenær sem er. Ef til hernaðarátaka kemur engu að síður sem geta valdið skaða á Íslandi er nauðsynlegt að hér sé sá viðbunaður til almannavarna sem við höfum efni á og viljum kosta til. Sá viðbunaður kemur einnig að miklu leyti að gagni í náttúruhamförum en þar hafa almannavarnir og hjálparsveitir staðið sig einstaklega vel. Sem betur fer hafa einungis hamfarir af völdum náttúrunnar en ekki hernaðar valdið íslendingum búsifjum undanfarna áratugi, en ekki má gleyma því að á skammri stundu geta umskipti orðið í alþjóðamálum.  Svo má heldur ekki gleyma því að ógn sem aldrei þurfti að gera ráð fyrir áður er nú ekki óhugsandi en það eru hugsanleg hryðjuverk.

Eignarhald auðlinda
Að lokum er rétt að minnast á hvort beri að stjórnarskrábinda eignarétt Íslendinga yfir auðlindum landsins. Nú er það svo að þegar vatnsorku er breytt i rafmagn fara um það bil 90% af kostnaðinum við virkjunina í vexti afborganir af stofnkostnaðinum og þá um 90% af rafmagnsverðinu i þessar greiðslur. Þegar búið er að borga upp virkjunina, venjulega a 40-60 árum hefur eigandi virkjunarinnar hagnast um það sem hún kostaði. Virkjunin endist trúlega meir en eina öld. Hugmyndin um afskriftir fjárfestinga byggðist upphaflega á því að þegar framkvæmdin eða mannvirkið sem fjarfestingin séu úr sér gengið sé upphaflega fjárfestingin fengin til baka ásamt vöxtum.

Endist framkvæmdin eða mannvirkið lengur og séu tekjurnar sem skapast óbreyttar stóreykst hagnaðurinn sem skilar sér út endingatímabilið. Endurnýjanlegar auðlindir endast um aldir ef ekki til eilífðar og mala þá eigendum sínum gull um langa framtíð. Ein skilgreining á sjálfbærri þróun er að núlifandi kynslóð skili ekki rýrari afkomu til komandi kynslóða heldur en að hún sjálf nýtur. Ef við viljum að afrakstur endurnýjanlegra auðlinda okkar skili sér til fulls til afkomenda okkar, er áríðandi að ganga þannig frá eignaraðild auðlindanna að arðurinn af nýtingu þeirra skili sér til landsmanna. Því er mikilvægt að fyrirkomulag þar að lútandi, á einn eða annan hátt sé tryggt . Því væri stjórnarskráratriði þar að lútandi mikilvægt. Sjá grein."

 

 

50514_104322192968689_2364870_n.jpgSá sem þessi orð ritar er Ágúst Valfells verkfræðingur.  

Hann er með doktorspróf í verkfræði og starfaði lengi sem prófessor í kjarnorkuverkfræði við háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur einnig starfað alllengi hér á landi m.a. sem forstöðumaður Almannavarna, sérfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans og kennari við HÍ. Auk þess hefur hann m.a. setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja og starfað sem ráðgefandi verkfræðingur.

 

 


Vefsíða Ágústar Valfells er www.agustvalfells.is

Facebook er hér.

Æviágrip eru hér.

 

 

>

 

 


Algjört hrun kolefnismarkaðar í Bandaríkjunum...

 

 

ccx_final_capture.png

 

Chicago Climate Exchange hefur verið lokað. Ástæðan er algjört hrun á kolefnismarkaði. Lokaverð  var 5 cent á tonn.

 

Eiginlega er merkilegt hve lítið hefur verið fjallað um þetta í fjölmiðlum. Getur verið að ástæðan sé sú að áhugi manna á þessum málum hafi einnig hrunið? Kannski er þetta ekki neitt stórmál. Kannski var þetta bara loftbóla og slíkar bólur enda alltaf með því að springa. Við skulum því ekkert vera að eyða mikið fleiri orðum í þetta. 

Rest in Peace  Chicago Climate Exchange (RIP CCX).

 ---

 

Steve Milloy. Pajamas Media 6. nóvember 2010:

 "Global warming-inspired cap and trade has been one of the most stridently debated public policy controversies of the past 15 years. But it is dying a quiet death. In a little reported move, the Chicago Climate Exchange (CCX) announced on Oct. 21 that it will be ending carbon trading — the only purpose for which it was founded — this year.

At its founding in November 2000, it was estimated that the size of CCX’s carbon trading market could reach $500 billion. That estimate ballooned over the years to $10 trillion.....).  Meira hér.

 

Wikipedia: Chicago Climate Exchange.

 

The Telegraph 13. nóvember. Christopher Brooker:   The climate change scare is dying, but do our MPs notice?

 "...Nothing more poignantly reflects the collapse of the great global warming scare than the decision of the Chicago Carbon Exchange, the largest in the world, to stop trading in "carbon" – buying and selling the right of businesses to continue emitting CO2.

A few years back, when the climate scare was still at its height, and it seemed the world might agree the Copenhagen Treaty and the US Congress might pass a "cap and trade" bill, it was claimed that the Chicago Exchange would be at the centre of a global market worth $10 trillion a year, and that "carbon" would be among the most valuable commodities on earth, worth more per ton than most metals. Today, after the collapse of Copenhagen and the cap and trade bill, the carbon price, at five cents a ton, is as low as it can get without being worthless..."  Meira hér.

 

ccx-2.jpg
 

Takið eftir hvað stendur efst á myndinni:


"The World's First and North America's Only
Greenhouse Gas Emission Registry, Reduction, & Trading Syatem"

Í töflunni má sjá: Lokaverð $0.05 eða 5 cent á tonn.

 

Svona fór um sjóferð þá. Sjálfsagt hafa margir tapað á þessu ævintýri, en fáeinir kolefnisgreifar grætt vel...


 

Pax vobiscum

 

 

 


Eldgos á Íslandi af mannavöldum...?

 

 

eldgos_af_mannavoldum_copy.jpg

 

 

Logandi standa í langri röð, ljósin á gígastjaka...  kemur óneitanlega í hugann þegar myndin er skoðuð, en svo stendur í Áföngum Jóns Helgasonar.

Er þetta eldgos sem sést undir stjörnubjörtum næturhimninum? 

Líklega er þetta fyrirbæri af mannavöldum, svo varla getur það verið eldgos. En hvað er það sem nær að lýsa upp himininn eins og gos úr eldsprungu?

Auðvitað er þetta ljósbjarminn frá gróðurhúsum. Það sáu auðvitað allir strax...

 

En tilefnið með þessum pistli er að minna á það sem kallast ljósmengun, en fjallað var um vandamálið í pistli fyrir ári: Ljósmengun í þéttbýli og dreifbýli.

Það er þó ekki ljósmengun frá gróðurhúsum sem fer mest í hinar fínu taugar bloggarans, heldur algjörlega óþörf ljósmengun frá sumarbústöðum. 

Stundum telja menn að gott sé að hafa útiljós kveikt í öryggisskyni, þ.e. til að minnka líkur á innbrotum. Ljós sem síloga draga þó athygli að mannvirkinu sem ætlunin var að verja, en mun áhrifameira er að hafa ljós sem kvikna við merki frá hreyfiskynjara, en eru að öllu jöfnu slökkt. Nágrannar verða þá varir við mannaferðir, og hinir óboðnu gestir hörfa.

Tilhneiging virðist vera hjá sumum sumarhúsaeigendum að vera með útljós kveikt, jafnvel þegar enginn er við. Ljósin hjálpa óboðum gestum að finna sumarhúsið. Það er einnig tillitsleysi við nágrannana að vera með logandi og illa skermuð útiljós að óþörfu. Sumir hafa jafnvel komið upp röð ljósastaura á sumarhúsalóðinni, en líklega eru þeir svona hræddir við myrkrið og reyna því að flytja borgarljósin með sér í sveitina.  

Hvers vegna að hafa kveikt á útiljósum þegar enginn er útivið?



  - Munið eftir slökkvaranum!

  - Notið hreyfiskynjara við útiljósin, ef ætlunin er að fæla burt óvelkomna gesti.

  - Veljið ljósastæði sem lýsa eingöngu niður.

  - Notið ljósadimmi.

  - Notið minni perur.

 

Eigendur sumarbústaða: Slökkvið útiljósin þegar enginn er við, og helst einnig þegar enginn er utandyra. Takið tillit til nágranna ykkar sem vilja geta notið þess sem fallegar vetrarnætur hafa upp á að bjóða, þ.e. tindrandi stjörnur og norðurljós! 

Verið ekki hrædd við myrkrið!

 

 

 

 

Myndin er tekin 9. október 2010 klukkan 22:10. Myndin var lýst í 30 sekúndur. Ljósop 3,5. ISO 1600. Bjarta stjarnan er Júpíter. Einstaklega stjörnubjart var þegar myndin var tekin. Jafnvel má sjá móta fyrir Vetrarbrautinni á myndinni.

 


Ágúst Valfells verkfræðing á stjórnlagaþing...

 

Ágúst Valfells á Stjórnlagaþing

 

 

 Ég vil leyfa mér að benda á nýja vefsíðu Ágústar Valfells verkfræðings
sem býður sig fram til Stjórnlagaþings.
www.AgustValfells.is

  - 


Ágúst er með doktorspróf í verkfræði og starfaði lengi sem prófessor í kjarnorkuverkfræði við háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur einnig starfað alllengi hér á landi m.a. sem forstöðumaður Almannavarna, sérfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans og kennari við HÍ. Auk þess hefur hann m.a. setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja og starfað sem ráðgefandi verkfræðingur.

 

Ágúst skrifar eftirfarandi kynningu á forsíðu vefsíðu sinnar:

Ég hef löngum látið mig þjóðmál varða og tel að endurbæta þurfi stjórnarskrána til að tryggja enn betur lýðræði og velferð í landinu.

Nauðsynlegt er að jafna atkvæðisrétt. Koma þarf á skýrri aðgreiningu framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds. Minnka þarf flokksræði og leyfa persónukjör. Einnig þarf að tryggja að nýtingu náttúruauðlinda sé stýrt með ábyrgum hætti með hagsmuni landsmanna að leiðarljósi.

Ég hef kynnst mörgum mönnum og málefnum, starfað víða og kynnst mörgum þjóðfélögum, sögu þeirra og sjónarmiðum. Ég álít að þekking mín og reynsla af því að leiða saman ólík sjónarmið geti komið að góðu gagni í því að standa vörð um þær hugmyndir sem þjóðfundur leggur til.

 

Vefsíða Ágústar Valfells, www.AgustValfells.is, er áhugaverð og má þar m.a. kynnast nánar stefnumálum hans. 

 

 

Gaman er að lesa þar kveðskap um íslenska efnahagssögu sem hann nefnir Urður, Verðandi og Skuld, en það voru skapanornirnar þrjár er réðu fortíð, nútíð og framtíð.

Urður

Stritar bóndi stirður löngum,
steypist fossinn bænum hjá.
Kaldur er í kotsins göngum,
kúldrast hita jarðar á.

Erfitt er með afla á sænum    
Ægi þreyta sjómenn við;
fiskjar þarfnast fólk á bænum,  fara sífellt lengra á mið.

Vélafl kemur vöðva í staðinn,
vænkast hagur manna þá.
Oft kemur bátur afla hlaðinn,
auðsæld Ránar margir fá.

Verðandi

Afli vatns og orku jarðar
almenn fylgir hagsæld nú. 
Galli ei finnst á gjöfum Njarðar;
gullið nýtir þjóðarbú.

Gleyma niðjar gott að meta,
gleyma eigin sögu þeir.
Ánægju nú engrar geta;
eðalmálminn telja leir.

Aðrir vilja ei orku virkja,
allri tækni kasta á glæ.
Mun það hagvöxt mætan kyrkja.
Mun þá harðna fljótt á bæ.

Ýmsir lofa ávallt meiru,
ei þó viti hvernig má.
Lofa gnótt og langt um fleiru,
lýðsins hylli til að ná.

 

Skuld

Skapar ein nú Skuld oss framtíð?
Sköpum vér þar einnig með?
Árnast vel þá öllum landslýð?
Eftir því sem best fæst séð? 

 




 

 Á Stjórnlagaþing væri mikill fengur að fá fulltrúa með þá víðsýni og reynslu sem Ágúst býr yfir

 Meira hér:

 www.AgustValfells.is

og hér á Facebook

 

Númer á kjörseðli
6164

 


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband