Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Lúpínan á Haukadalsheiði - Myndir...


landgrae_slufelag.jpg

 

Um síðustu helgi skrapp ég upp á Haukadalsheiði og tók nokkrar myndir af Alaskalúpínunni þar. Haukadalsheiði er fáeina kílómetra fyrir norðan Geysi.


Lúpínan er jurt sem margir hrífast af. Hún er með eindæmum duglegur landnemi á hrjóstrugu landi og hentar vel til að græða upp örfoka mela eins og á Haukadalsheiði.

Á Haukadalsheiði var áður fyrr gróið land og jafnvel skógi vaxið eins og allnokkrar kolagrafir sem fundist hafa bera vitni um, svo og stöku rofabörð sem gnæfa mannhæð upp úr örfoka melunum. Allt þetta land hefur nú fokið burt vegna þess að menn eyddu skóginum og ofbeittu landið. Köld ár Litlu ísaldarinnar svokölluðu hafa sjálfsagt ráðið úrslitum. 

Fyrir nokkrum áratugum mátti sjá gríðarlegt moldrok leggjast yfir uppsveitirnar í norðanátt, en sem betur fer hefur það minnkað mjög verulega, en það er fyrst og fremst að þakka Lúpínunni. Vissulega hefur melgresi einnig verið sáð, duglegir menn og konur hafa stungið niður þau fáu rofabörð sem eftir eru, og flutt gamalt hey á melana til að reyna að hefta sandfokið, en án Lúpínunnar er lítil von til þess að snúa megi vörn í sókn.

Að koma á Haukadalsheiði meðan lúpínan er í blóma er mikil upplifun. Maður fyllist bjartsýni og von. Ég man vel eftir því hvernig heiðin leit út fyrir hálfri öld. Þvílíkur munur :-)

Vissulega sjá sumir rautt þegar þeir horfa yfir fagurbláar lúpínubreiðurnar og fyllast hatri gagnvart þessari einstöku jurt. Það þykir þeim sem þessar línur ritar mjög undarlegt og finnur til með þeim sem þannig hugsa.  Vissulega er hún ágeng og á ekki heima alls staðar. En illgresi er hún ekki.  Hún er dugleg og eiginlega eina vopn okkar í baráttunni við uppblásturinn. Við verðum þó að nota hana rétt og ekki dreifa hvar sem er.

Hvað er það sem gerir Lúpínuna svona einstaka? Lúpínan er belgjurt eins og til dæmis Baunagras og Hvítsmári. Hún hefur rótarhnýðisbakteríur sem vinna nitur (köfnunarefni) úr andrúmsloftinu, og geta jafnvel losað um bundinn fosfór í jarðveginum. Bæði þessi efni eru áburður fyrir Lúpínuna og aðrar plöntur sem vaxa á sama stað. Lúpínan hefur því eins og aðrar belgjurtir innbyggða áburðarverksmiðju í rótarkerfinu. Rætur liggja djúpt og sinumyndun er mikil, þannig að á undaraskömmum tíma breytist ófrjósamur örfoka jarðvegur í frjósamt land.

 

Eftir allnokkra áratugi fer Lúpínan síðan smátt og smátt að hörfa og annar gróður sem nýtur góðs af frjósömum jarðveginum kemur í staðinn. Einfaldasta ráðið til að flýta þessu ferli er hæfileg beit. Þannig má nýta þjóðarblómið til að framleiaða gómsætar kótilettur, þegar það hefur unnið sitt verk við að græða upp landið. Ekki amaleg tilhugsun...

 

(Stækka má myndir með því að tvísmella á þær).

 

img_2964.jpg
 
Lúpínan hefur unnið kraftaverk á Haukadalsheiði.
 
 
img_2975.jpg
 
Smám saman vinnur blessuð lúpínan á.
 
 
img_2971.jpg
 
Hér má glöggt sjá hve mikið hefur fokið burt. Rofabarðið er sjálfsagt rúmlega mannhæð. Fyrst og fremst er þetta afleiðing ofbeitar.
 
 
img_2973.jpg
 
Hér stendur uppi eitt rofabarð eins og minnismerki um forna frægð.
 
 
img_2986_edited-1_1004822.jpg


 Þessi bleika Lúpína skar sig úr. Vildi víst vera öðruvísi en hinar.

 

img_2988.jpg
 
Eru þær ekki fallegar?
 
 
16-maddaman.jpg
 
Nei, þessi mynd er ekki frá Tunglinu :-)  Myndina tók skrásetjarinn fyrir hálfri öld á Haukadalsheiði, þ.e. árið 1960 þegar hann vann við að planta skógi þar örlítið sunnar. Þá var Haukadalsheiðin eyðimörk. Nú er hún að vakna til lífsins aftur. Þökk sé Lúpínunni og dugnaði Tungnamanna.
Það er erfitt að ímynda sér að hér hafi land eitt sinn verið skógi vaxið.  
 Er virkilega einhver sem vill að landið líti svona út?
 
 
 


Kvæði eftir Margréti Guðjónsdóttur í Dalsmynni.

Alaskalúpína er öndvegisjurt
sem ætti að lofa og prísa
en umhverfisverndarmenn vilja hana burt
og vanþóknun mikilli lýsa.

Þó gerir hún örfoka eyðisand
og urðir að frjósömum reitum
undirbýr vel okkar ágæta land
til átaka í hrjóstugum sveitum.

Hún er líka ágætur íslenskur þegn
með alveg magnaðar rætur,
í auðninni er henni ekki um megn
að annast jarðvegsins bætur.

Mestallt sumar er grænt hennar glit
þó geti það valdið fári
að hún ber himinsins heiðbláa lit
hálfan mánuð á ári.

 

 

 
Auðvelt er að komast á Haukadalsheiði með því að aka sem leið liggur frá Geysi um skógræktargirðinguna í Haukadal. Ekið er framhjá kirkjunni og síðan í norðurátt um mjög fallegt skóglendi. Skógurinn nær langleiðina upp á heiðina. 
 
 

 Krækjur:

Ný klæði á land í tötrum, eftir Hauk Ragnarsson

Vinir Lúpínunnar á Fésbók  Umræður og krækjur í nýlegar greinar.

Vísindvefurinn (Sigmundur Guðbjarnason): Hvaða lækningagildi hefur lúpínan?

 


Sumarsólstöður & New Scientist: "What's wrong with the sun?"...

 

 

magnetic_clean2_prev.jpg

 

 

 

"What's wrong with the sun?" nefnist áhugaverð grein í nýjasta hefti New Scientist. Þó það sé tæplega hægt að ræða um að eitthvað rangt sé við sólina um þessar mundir, þá er ljóst að hegðun hennar er óvenjuleg. Þannig hagar hún sér samt annað slagið, ef til vill einu sinni á öld eða svo.

Í tilefni þess að í dag eru sumarsólstöður er ekki úr vegi að beina huganum að okkar fallegu stjörnu sem veitir okkur birtu og yl. Greinin hér fyrir neðan er eftir Stuart Clark, en bók eftir hann kemur við sögu í bloggpistlinum Öflug sólgos geta haft afdrifaríkar afleiðingar á jörðu niðri...

sunspot_1002266.gifAuðvitað eru engin bein tengsl milli sumarsólstaða og þessarar greinar, en í greininni fjallar höfundurinn um  þá staðreynd að virkni sólar hefur fallið verulega á undanförnum mánuðum, frá því að vera óvenju virk í það að vera óvenju löt. Hún lenti í óvenju langvarandi lægð eftir sólsveiflu númer 23 og eitthvað virðist hún eiga erfitt með að byrja almennilega á sólsveiflu númer 24. Þessi breyting sem kom flestum vísindamönnum á óvart er að sumu leyti kærkomin því hún auðveldar mönnum að öðlast betri skilning á tengslunum milli jarðar og sólar. Ekki er þó alveg víst að við Íslendingar verðum ánægðir með þessa breytingu ef hún kemur til með að standa í áratugi og hefur í för með sér kólnandi veðurfar eins og Stuart Clark minnist á.  Það á þó eftir að koma í ljós...    Myndin hér til hliðar sýnir þróun sólblettatölunnar undanfarin ár þar til í dag. Stækka má mynd til að sjá betur.

Afrit af þessar grein hafa birst víða og er því vonandi óhætt að birta hana hér. Greinin er mjög auðlesin og ætluð almenningi. (Litbreytingar o.fl.  eru bloggarans).

(Nenni einhver ekki að lesa allan textann, þá má alltaf skoða myndböndin Smile )

Gefum Dr. Stuart Clark stjarneðlisfræðingi  orðið:

 

 

 

20100612.jpgSunspots come and go, but recently they have mostly gone. For centuries, astronomers have recorded when these dark blemishes on the solar surface emerge, only for them to fade away again after a few days, weeks or months. Thanks to their efforts, we know that sunspot numbers ebb and flow in cycles lasting about 11 years.

But for the past two years, the sunspots have mostly been missing. Their absence, the most prolonged for nearly a hundred years, has taken even seasoned sun watchers by surprise. "This is solar behaviour we haven't seen in living memory," says David Hathaway, a physicist at NASA's Marshall Space Flight Center in Huntsville, Alabama.

The sun is under scrutiny as never before thanks to an armada of space telescopes. The results they beam back are portraying our nearest star, and its influence on Earth, in a new light. Sunspots and other clues indicate that the sun's magnetic activity is diminishing, and that the sun may even be shrinking. Together the results hint that something profound is happening inside the sun. The big question is what?
 
 
The stakes have never been higher. Groups of sunspots forewarn of gigantic solar storms that can unleash a billion times more energy than an atomic bomb. Fears that these giant solar eruptions could create havoc on EarthMovie
 
Camera, and disputes over the sun's role in climate change, are adding urgency to these studies. When NASA and the European Space Agency launched the Solar and Heliospheric Observatory almost 15 years ago, "understanding the solar cycle was not one of its scientific objectives", says Bernhard Fleck, the mission's project scientist. "Now it is one of the key questions."
 
 
 Myndband sem fylgir greininni í New Scientist
 
 
 
Sun behaving badly

Sunspots are windows into the sun's magnetic soul. They form where giant loops of magnetism, generated deep inside the sun, well up and burst through the surface, leading to a localised drop in temperature which we see as a dark patch. Any changes in sunspot numbers reflect changes inside the sun. "During this transition, the sun is giving us a real glimpse into its interior," says Hathaway.

When sunspot numbers drop at the end of each 11-year cycle, solar storms die down and all becomes much calmer. This "solar minimum" doesn't last long. Within a year, the spots and storms begin to build towards a new crescendo, the next solar maximum.

What's special about this latest dip is that the sun is having trouble starting the next solar cycle. The sun began to calm down in late 2007, so no one expected many sunspots in 2008. But computer models predicted that when the spots did return, they would do so in force. Hathaway was reported as thinking the next solar cycle would be a ";;doozy";;: more sunspots, more solar storms and more energy blasted into space. Others predicted that it would be the most active solar cycle on record. The trouble was, no one told the sun.

The first sign that the prediction was wrong came when 2008 turned out to be even calmer than expected. That year, the sun was spot-free 73 per cent of the time, an extreme dip even for a solar minimum. Only the minimum of 1913 was more pronounced, with 85 per cent of that year clear.


As 2009 arrived, solar physicists looked for some action. They didn't get it. The sun continued to languish until mid-December, when the largest group of sunspots to emerge for several years appeared. Finally, a return to normal? Not really.

Even with the solar cycle finally under way again, the number of sunspots has so far been well below expectations. Something appears to have changed inside the sun, something the models did not predict. But what?

The flood of observations from space and ground-based telescopes suggests that the answer lies in the behaviour of two vast conveyor belts of gas that endlessly cycle material and magnetism through the sun's interior and out across the surface. On average it takes 40 years for the conveyor belts to complete a circuit.

 
 
27640801.jpg
 
© New Scientist
 
When Hathaway's team looked over the observations to find out where their models had gone wrong, they noticed that the conveyor-belt flows of gas across the sun's surface have been speeding up since 2004.

The circulation deep within the sun tells a different story. Rachel Howe and Frank Hill of the National Solar Observatory in Tucson, Arizona, have used observations of surface disturbances, caused by the solar equivalent of seismic waves, to infer what conditions are like within the sun. Analysing data from 2009, they found that while the surface flows had sped up, the internal ones had slowed to a crawl.

These findings have thrown our best computer models of the sun into disarray. "It is certainly challenging our theories," says Hathaway, "but that's kinda nice."

It is not just our understanding of the sun that stands to benefit from this work. The extent to which changes in the sun's activity can affect our climate is of paramount concern. It is also highly controversial. There are those who seek to prove that the solar variability is the major cause of climate change, an idea that would let humans and their greenhouse gases off the hook. Others are equally evangelical in their assertions that the sun plays only a minuscule role in climate change.

If this dispute could be resolved by an experiment, the obvious strategy would be to see what happens when you switch off one potential cause of climate change and leave the other alone. The extended collapse in solar activity these past two years may be precisely the right sort of test, in that it has significantly changed the amount of solar radiation bombarding our planet. "As a natural experiment, this is the very best thing to happen," says Joanna Haigh, a climatologist at Imperial College London. " Now we have to see how the Earth responds."

 
The climate link

Mike Lockwood at the University of Reading, UK, may already have identified one response - the unusually frigid European winter of 2009/10. He has studied records covering data stretching back to 1650, and found that severe European winters are much more likely during periods of low solar activity (New Scientist, 17 April, p 6). This fits an emerging picture of solar activity giving rise to a small change in the global climate overall, yet large regional effects.

Another example is the Maunder minimum, the period from 1645 to 1715 during which sunspots virtually disappeared and solar activity plummeted. If a similar spell of solar inactivity were to begin now and continue until 2100, it would mitigate any temperature rise through global warming by 0.3 °C on average, according to calculations by Georg Feulner and Stefan Rahmstorf of the Potsdam Institute for Climate Impact Research in Germany. However, something amplified the impact of the Maunder minimum on northern Europe, ushering in a period known as the Little Ice Age, when colder than average winters became more prevalent and the average temperature in Europe appeared to drop by between 1 and 2 °C.

A corresponding boost appears to be associated with peaks in solar output. In 2008, Judith Lean of the Naval Research Laboratory in Washington DC published a study showing that high solar activity has a disproportionate warming influence on northern Europe (Geophysical Research Letters, vol 35, p L18701).

So why does solar activity have these effects? Modellers may already be onto the answer. Since 2003, spaceborne instruments have been measuring the intensity of the sun's output at various wavelengths and looking for correlations with solar activity. The results point to the sun's emissions of ultraviolet light. "The ultraviolet is varying much, much, much more than we expected," says Lockwood.

Ultraviolet light is strongly linked to solar activity: solar flares shine brightly in the ultraviolet, and it helps carry the explosive energy of the flares away into space. It could be particularly significant for the Earth's climate as ultraviolet light is absorbed by the ozone layer in the stratosphere, the region of atmosphere that sits directly above the weather-bearing troposphere.

More ultraviolet light reaching the stratosphere means more ozone is formed. And more ozone leads to the stratosphere absorbing more ultraviolet light. So in times of heightened solar activity, the stratosphere heats up and this influences the winds in that layer. "The heat input into the stratosphere is much more variable than we thought," says Lockwood.

Enhanced heating of the stratosphere could be behind the heightened effects felt by Europe of changes in solar activity. Back in 1996, Haigh showed that the temperature of the stratosphere influences the passage of the jet stream, the high-altitude river of air passing from west to east across Europe.

Lockwood's latest study shows that when solar activity is low, the jet stream becomes liable to break up into giant meanders that block warm westerly winds from reaching Europe, allowing Arctic winds from Siberia to dominate Europe's weather.

The lesson for climate research is clear. "There are so many weather stations in Europe that, if we are not careful, these solar effects could influence our global averages," says Lockwood. In other words, our understanding of global climate change could be skewed by not taking into account solar effects on European weather.

Just as one mystery begins to clear, another beckons. Since its launch 15 years ago, the SOHO spacecraft has watched two solar minimums, one complete solar cycle, and parts of two other cycles - the one that ended in 1996 and the one that is just stirring. For all that time its VIRGO instrument has been measuring the total solar irradiance (TSI), the energy emitted by the sun. Its measurements can be stitched together with results from earlier missions to provide a 30-year record of the sun's energy output. What this shows is that during the latest solar minimum, the sun's output was 0.015 per cent lower than during the previous lull. It might not sound like much, but it is a hugely significant result.

We used to think that the sun's output was unwavering. That view began to change following the launch in 1980 of NASA's Solar Maximum Mission. Its observations show that the amount of energy the sun puts out varies by around 0.1 per cent over a period of days or weeks over a solar cycle.

 
Shrinking star

mg20627640_800-1_300.jpgDespite this variation, the TSI has dipped to the same level during the three previous solar minima. Not so during this recent elongated minimum. Although the observed drop is small, the fact that it has happened at all is unprecedented. "This is the first time we have measured a long-term trend in the total solar irradiance," says Claus Fröhlich of the World Radiation Centre in Davos, Switzerland, and lead investigator for the VIRGO instrument.

If the sun's energy output is changing, then its temperature must be fluctuating too. While solar flares can heat up the gas at the surface, changes in the sun's core would have a more important influence on temperature, though calculations show it can take hundreds of thousands of years for the effects to percolate out to the surface. Whatever the mechanism, the cooler the surface, the less energy there is to "puff up" the sun. The upshot of any dip in the sun's output is that the sun should also be shrinking.

Observations suggest that it is - though we needn't fear a catastrophe like that depicted in the movie Sunshine just yet. Back in the 17th century French astronomer Jean Picard made his mark by measuring the sun's diameter. His observations were carried out during the Maunder minimum, and he obtained a result larger than modern measurements. Was this simply because of an error on Picard's part, or could the sun genuinely have shrunk since then? "There has been a lot of animated discussion, and the problem is not yet solved," says Gérard Thuillier of the Pierre and Marie Curie University in Paris, France.

Observations with ground-based telescopes are not precise enough to resolve the question, due to the distorting effect of Earth's atmosphere. So the French space agency has designed a mission, aptly named Picard, to return precise measurements of the sun's diameter and look for changes.

Frustratingly the launch, on a Russian Dnepr rocket, is mired in a political disagreement between Russia and neighbouring Kazakhstan. Until the dispute is resolved, the spacecraft must wait. Every day of delay means valuable data being missed as the sun takes steps, however faltering, into the next cycle of activity. "We need to launch now," says Thuillier.

What the sun will do next is beyond our ability to predict. Most astronomers think that the solar cycle will proceed, but at significantly depressed levels of activity similar to those last seen in the 19th century. However, there is also evidence that the sun is inexorably losing its ability to produce sunspots. By 2015, they could be gone altogether, plunging us into a new Maunder minimum - and perhaps a new Little Ice Age.

Of course, solar activity is just one natural source of climate variability. Volcanic eruptions are another, spewing gas and dust into the atmosphere. Nevertheless, it remains crucial to understand the precise changeability of the sun, and the way it influences the various regional patterns of weather on Earth. Climate scientists will then be able to correct for these effects, not just in interpreting modern measurements but also when attempting to reconstruct the climate stretching back centuries. It is only by doing so that we can reach an unassailable consensus about the sun's true level of influence on the Earth and its climate.

 
The sunspot forecast

Although sunspots are making a belated comeback after the protracted solar minimum, the signs are that all is not well. For decades, William Livingston at the National Solar Observatory in Tucson, Arizona, has been measuring the strength of the magnetic fields which puncture the sun's surface and cause the spots to develop. Last year, he and colleague Matt Penn pointed out that the average strength of sunspot magnetic fields has been sliding dramatically since 1995.

If the trend continues, in just five years the field will have slipped below the threshold magnetic field needed for sunspots to form.

How likely is this to happen? Mike Lockwood at the University of Reading, UK, has scoured historical data to look for similar periods of solar inactivity, which show up as increases in the occurrence of certain isotopes in ice cores and tree rings. He found 24 such instances in the last few thousand years. On two of those occasions, sunspots all but disappeared for decades. Lockwood puts the chance of this happening now at just 8 per cent.

Only on one occasion did the sunspot number bounce back to record levels. In the majority of cases, the sun continued producing spots albeit at significantly depressed levels. It seems that the sunspot bonanza of last century is over.

Stuart Clark's latest book is The Sun Kings (Princeton). He blogs at stuartclark.com

 

 

 

 

Úrklippa úr mynd National Geographic Storm Worlds - Cosmic Fire. Sjá hér.

 

Sjá nánar á vefsíðu Stuart Clark. Þar eru athyglisverðar videóklippur úr þætti
National Geographic um sólgos. www.stuartclark.com



Pistill frá janúar 2009:
Öflug sólgos geta haft afdrifaríkar afleiðingar á jörðu niðri...


Nýjar myndir af endursmíði DC4 Skymaster Loftleiða...



 

img_2852_edited-1.jpg

 

 

Í apríl 2008 birtist hér pistill um ótrúlega smíði Birgis Sigurðssonar á risastóru líkani af DC4 Skymaster flugvél Loftleiða. Pistillinn er birtur aftur í heild sinni hér fyrir neðan, en fyrst eru nokkrar splunkunýjar myndir af gripnum sem er til sýnis þessa dagana á 2. hæð Brimborgar Bíldshöfða 6-8. 

Ég heimsótti Birgi kunningja minn á vinnustað hans Brimborg og tók nokkrar myndir. Því miður gleymdi ég flassinu góða heima og líða myndirnar aðeins fyrir það. Smellið samt þrisvar á myndirnar til að sjá stærri.

Það verður gaman að sjá þessa flugvél fljúga eftir fáein ár.

 

Sjá frétt og myndir af flugvélinni á vefsíðu Brimborgar.  Þar er góð lýsing á þessu einstaka verkefni Birgis Sigurðssonar. Verkefni sem taka mun þúsundir vinnustunda.

 

img_2837_edited-1.jpg

 

Flugvélin er engin smásmíði. Birgir Sigurðsson er vinstra megin.

 

 

img_2844_edited-2.jpg

 Nefhjól.

 

img_2846_edited-1.jpg

 
Ásgeir Long smíðaði hjólastellin nánast nákvæmlega eftir fyrirmyndinni.
Það tók um 900 klukkustundir. Hjólin eru uppdraganleg með glussakerfi alveg eins og í fyrirmyndinni, enda verður vökvakerfi um borð með dælum, ventlum og öllu sem því tilheyrir.

 

img_2856_edited-1.jpg

 

Fjöldinn allur af rafmótorum verður um borð til að hreyfa stýrifletina og stjórna hreyflunum. Hér má sjá örlítið sýnishorn.

 

 ---

 --- --- ---

---

 

Pistillinn frá mars 2009:

Sunnudagur, 29. mars 2009.

 

Ótrúlegt: Douglas DC4 Skymaster Loftleiða endursmíðaður á Íslandi...!

 

 

 

 

Sumir búa yfir meiri vilja en meðbræður þeirra og þora að takast á við ótrúleg verkefni í frítíma sínum. Eiginlega verður maður agndofa þegar maður sér hvað Birgir Sigurðsson hefur færst í fang í bílskúrnum heima hjá sér ásamt vini sínum Jóni V. PéturssyniBirgir er að smíða risastóra eftirlíkingu af fyrstu áætlunarflugvél Loftleiða sem flaug sitt fyrsta áætlunarflug 26. ágúst 1948. Reyndar segir Jón að smíðavinnan sé alfarið unnin af Birgi sem eigi fáa sína líka í dugnaði og áræðni.  Hann er ekki að smíða módel til að hafa til sýnis uppi á hillu, heldur flugvél sem er svo stór að hún kemst varla fyrir í bílskúrnum. Flugvél sem á eftir að fljúga um loftin blá!

Verkefnið hófst árið 2003, en þá byrjaði Birgir að teikna smíðateikningar eftir lítilli málsettri mynd af fyrirmyndinni sem hann fann í tímariti. Það þurfti að teikna hvern einasta hlut í réttum mælikvarða, en til þess þurfti að byrja á að teikna ótal sniðmyndir af skrokknum og vængjum. Drjúgur tími fór í þennan undirbúning. Ekki er fjarri lagi að Birgir hafi notað nánast hvert kvöld og hverja helgi við smíðar undanfarin 5-6 ár. Þúsundir klukkustunda eru að baki og sjálfsagt þúsund eftir.

Hjólastellið er nánast kafli út af fyrir sig. Þúsundþjalasmiðurinn Ásgeir Long á heiðurinn af smíði þess og þar hafa nokkur hundruð klukkustundir verið notaðar við þá nákvæmnissmíð. Hjólastellið er nákvæm eftirmynd af fyrirmyndinni. Hjólin verða að sjálfsögðu uppdraganleg og til þess veða notaðir glussatjakkar, en um borð í flugvélinni verður vélbúnaður til að halda uppi olíuþrýstingi.

Flugvélin verður væntanlega  knúin með fjórum bensínhreyflum. Líkleg stærð er 30cc. 

Til að stjórna stýriflötum á vængjum, hæðarstýri, hliðarstýri, o.fl. verða um 18 rafmagnsmótorar, svokölluð servó. Þ.e. 4 stk. í vængjum, 3 stk. í stéli, 4 stk. við bensíngjöf mótora, 3 stk. fyrir uppdraganleg hjólastell, 3 stk. fyrir hjólalúgur og 1 stk. fyrir stýranlegt nefhjól.

Í venjulegri fjarstýrðri flugvél er sjaldnast meira en eitt viðtæki til að taka á móti merkjum frá fjarstýringu flugmannsins. Í þessari verða þeir líklega þrír, meðal annars til að tryggja öryggi.

Bráðlega verður hafist handa við að klæða módelið með þunnum álplötum og mála. Þá mun það líta út nánast eins og fyrirmyndin, m.a verður hver hnoðnagli í klæðningunni sýnilegur.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af gripnum sem teknar voru nýlega. Sumar þeirra má stækka með því að þrísmella á þær.

 

Hér sést inn í bílskúrinn hans Birgis.

Vænghaf flugvélarinnar er 4,6 metrar, lengdin 3,6 metrar og fullsmíðuð mun hún væntanlega vega um 50 kg.  Stærðarhlutföllin eru 1:8.

 

 

Hér sést flugvélin frá hlið. Rétt má greina í Birgi bak við gripinn.

 

 

Hægt er að taka vélina í sundur til að auðvelda flutning.

 

 


 Séð aftur eftir flugvélinni innanverðri.

 

 

 Jón V. Pétursson á drjúgan þátt í smíðinni.

 

 

 Hjólastellið eins og það leit út árið 2007.

 

Hvernig mun DC4 Skymasterinn líta út fullsmíðaður? Myndin hér fyrir neðan gefur smá hugmynd um það.  Þetta er DC3, litli bróðir DC4, þ.e. hin fræga tveggja hreyfla flugvél Loftleiða Jökull sem Skjöldur Sigurðsson smíðaði.  Hér er verið að búa hana undir fyrsta flug á Tungubökkum.

 

DC3 
Jökull

Jökull, DC3 flugvél flugleiða.
Vélahlífarnar voru teknar af meðan verið var að stilla hreyflana.

 

 

 

 Svona mun Skymasterinn hans Birgis Sigurðssonar væntanlega líta út á flugi.

 

 

 

 

           Vísir, 26. ágúst. 2008 16:15

Áætlunarflug til Bandaríkjanna 60 ára

 
Douglas DC-4 Skymaster Mynd:flugsafn.is
 

Í dag eru 60 ár síðan reglulegt áætlunarflug á vegum Icelandair hófst milli Íslands og Bandaríkjanna. Fyrsta flugið var farið 26. ágúst 1948. Það var á vegum Loftleiða Icelandic, eins af forverum Icelandair og var flogið á Geysi, hinni sögufrægu Skymaster vél félagsins, til New York.


Áður hafði verið flogið stopult milli Íslands og Bandaríkjanna en fyrir réttum sextíu árum fengu Loftleiðir leyfi til áætlunarflugs milli landanna og hófu það strax.

Koma Íslendinga til New York vakti mikla athygli á sínum tíma. Helstu dagblöð vestra greindu frá viðburðinum. Til gamans má geta þess að Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var meðal farþega um borð, þá ungur námsmaður.

Í tilefni dagsins verður farþegum á flugi Icelandair til vesturheims í dag, þ.e. til New York, Boston, Toronto og Minneapolis, boðnar léttar veitingar.

 

 --- --- ---

 

Flugsýning

Frést hefur að í tilefni þess að Flugmódelfélagið Þytur er 40 ára um þessar mundir muni verða boðið upp á afmælisflugsýningu á flugvellinum Tungubökkum í Mosfellsbæ laugardaginn 10. júlí.  (11. júlí til vara ef veðrið verður óhagstætt á laugardeginum).

Væntanlega verða þar til sýnis flugvélar af öllum gerðum, og flestum flogið. Auðvitað mest flugvélar sem ekki sjást daglega á flugi hér á landi, t.d. flugvélar frá fyrri heimsstyrjöldinni.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar þeirra flugvéla sem munu fljúga á flugsýningunni. Allar eru teknar á Tungubökkum.  Neðst er nýjasta einkaþota Sverris Gunnlaugssonar í aðflugi að Tungubökkum. Það er ekki á hverjum degi sem maður sér þríþekjur og tvíþekjur í 33% mælikvarða, eða þá nýtísku herþotur með alvöru þotu-túrbínum sem snúast 100.000 snúninga á mínútu og ganga auðvitað fyrir ekta þotueldsneyti. Þannig verður það á Tungubökkum. ...Og meira til!

Myndunum var nappað hér.

 

1275858146_1001265.jpg

 

1276647195.jpg

 

 img_2710.jpg

 


Alveg makalaust: Tönn dregin út með eldflaug... :-)

 

Ýmislegt dettur mönnum í hug LoL


Á Íslandi tíðkast ekki að skjóta upp eldflaugum á þjóðhátíðardaginn, hvað þá nota þær við tannútdrátt, en er þetta eitthvað sem tannlæknar geta notfært sér? Eða bara við? 
Frown

 

 

 

 


 


Er hnatthlýnunin ógurlega bara hjóm eitt...?

 

 

smiling-sun_997222.gif

 

 

Hve mikil er hækkun hitastigs frá síðustu árum Litlu ísaldarinnar?

Meðalhiti jarðar er um 15 gráður. Svipað og dæmigerður sumardagur á Íslandi. Hitamælirinn merkilegi hér fyrir neðan gæti verið að sýna hækkun hitastigs lofthjúps jarðar frá 1860 til dagsins í dag. Svarið við spuringunni má finna með því að lesa af þessum sannkallaða töframæli.

 

Er þessi hækkun mikil eða lítil?   Það fer eftir því hvernig á málið er litið. Um það deila menn endalaust og hitnar þá oft hressilega í hamsi. Hlýnunin kann að virðast lítil í samanburði við sumt, en mikil miðað við annað. Er hlýnunin bara hjóm eitt?  Þannig er spurt í fyrirsögn pistilsins.  Því kann bloggarinn ekki svar við. Látum svarið því liggja milli hluta.  Það er svo annað mál, að hér á landi hefur hækkun hitastigs, þó lítil sé, haft mjög jákvæð áhrif á gróðurfar. Það er óumdeilt.

 

Hvernig stendur á þessari breytingu í hitastigi, þ.e. um 0,8 gráður á 150 árum?

Ekki veit bloggarinn það.   Helmingur hækkunarinnar gæti stafað af völdum náttúrulegra breytinga og helmingur vegna losunar manna á koltvísýringi.  Hugtakið "helmingur" er hér mjög loðið og gæti þýtt nánast hvað sem er.    Látum það svar nægja.


Takið eftir því að mælirinn hér fyrir neðan sýnir ýmist meðalhita dagsins í dag og meðalhitann fyrir 150 árum. Þetta er óneitanlega merkilegur mælir sem sýnir okkur hve mikil þessi breyting er miðað við eitthvað sem við skiljum betur er einhverjar torskiljanlegar kúrfur og ferla...

 

http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/global-warming-thermometer--50_996980.gif

 
Hækkun lofthita jarðar undanfarin 150 ár er um 0,7 til 0,8 gráður.

Meðalhiti lofthjúpsins er um 15 gráður.

Hreyfimyndin sýnir þessa breytingu síðastliðinna 150 ára.

 

Finnst einhverjum þessi breyting sem fram kemur á hitamælinum hér fyrir ofan vera ótrúlega lítil?     Ef svo er, þá er rétt að taka fram stækkunarglerið og skoða myndina hér fyrir neðan, en hún er frá IPCC. Takið sérstaklega eftir lóðrétta ásnum hægra megin og berið hann saman við hitamælinn góða hér fyrir ofan:

 

hnatthlynun-umhverfisraduneytid-2008.jpg

 

Hér sést sama hækkun undanfarinna 150 ára.
Eiginlega virðist þetta miklu meiri hækkun en á hitamælinum.
Samt er þetta sama hækkun um því sem næst 0,8°C.


Maður verður að gæta þess vel að láta svona útþanda hitaferla ekki villa sér sýn, en hætt er við að mörgum finnist þeir ógnvekjandi. Átta sig ekki á hve sviðið á lóðrétta ásnum er lítið.

(Einhver hugsar: Það er engu líkara en mýfluga hafi orðið að úlfalda, eða þannig...  Og svo hefur einhver verið að leggja einhverja planka á myndina, og gætt þess vandlega að láta þá byrja í lægðum svo hallinn virðist enn meiri. Uss... svona hugsa menn ekki. Þetta eru jú verk til þess gerðra vísidamanna sem kunna til verka...).

Myndin er upphaflega úr skýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC), en þessi útgáfa var fengin að láni úr  Skýrslu vísindanefndar um hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi - Umhverfisráðuneytið 2008. Stækka má mynd með því að smella nokkrum sinnum á hana.

 

Við gætum haldið áfram að spyrja: Hvers vegna var svona hlýtt á Steinöld? Hvers vegna kólnaði þá aftur? Hvers vegna var svona hlýtt á Rómverskum tíma? Hvers vegna kólnaði aftur eftir það? Hvers vegna var svona hlýtt á Landnámsöld? Hvers vegna var svona óttalega kalt á Litlu ísöld? Hvers vegna er svona notalega hlýtt nú? Síðasta spurningin er auðveld. Það er nefnilega samdóma álit vísindamanna að það sé mannfóklinu að kenna. Á fínni útlensku kallast það scientific concensus.  Það er þó ekki álit allra, því sumir óttast að það muni kólna aftur innan skamms. Af gömlum vana náttúrunnar...  Er það ekki óþarfa ótti? Um það má þó ekki ræða upphátt og því skulum við þegja núna...  Annars koma einhverjir og slá á putta okkar óvitanna í athugasemdunum hér á eftir...   Hverjir skyldu þessir einhverjir vera...   Er það kannski Jón Narr? Varla... Hverjir þá? 

 

Ítarefni:

Litla ísöldin   -   veðurfar á spjöldum sögunnar
Erla Dóra Vogler

 

 

magnifying-glass.gif

Er það ekki annars dálítð merkilegt hve smávægileg breyting í lofthita jarðar
getur valdið  miklum hita í umræðum og skrifum manna?
Það er örugglega verðugt og styrkhæft rannsóknarefni...

 

 

Sett á vefinn laugardaginn 5. júní Anno Domini 2010 klukkan 08:20


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband