Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 17. janúar 2014
Gömul tré binda meira og meira af koltvísýringi eftir því sem þau eldast...
"Gömul tré binda meira og meiraEkki virðist rétt að tré hætti að mestu að binda kolefni þegar þau eldast"Þannig hefst frétt á vefsíðu Skógræktar ríkisins í dag 17. janúar. Vitnað er til greinar í vísindatímaritinu Nature sem nefist "Rate of tree carbon accumulation increases continuously with tree size" og lesa má hér. Fréttin á vefsíðu skógræktarinnar heldur áfram: Vísindafólkið notaði rannsóknargögn frá sex heimsálfum og niðurstöður þess eru byggðar á mælingum á hátt í 700.000 einstökum trjám. Elstu mælingarnar voru gerðar fyrir meira en áttatíu árum. Rannsóknin hefði ekki verið möguleg nema vegna þess hversu víða eru til mælingar á trjávexti sem gerðar hafa verið á löngum tíma. Óvenjulega mikill vöxtur sumra trjátegunda er ekki bundinn við fáeinar tegundir risatrjáa eins og ástralskan tröllagúmvið (Eucalyptus regnans), eða rauðviðurinn stórvaxni (Sequoia sempervirens). Þvert á móti virðist hraður vöxtur gamalla trjáa vera reglan frekar en hitt hjá trjátegundum og stærstu tré geta þyngst um meira en 600 kíló á ári. Í greininni í Science er þessu líkt við það að vöxtur okkar mannanna héldi áfram að aukast eftir gelgjuskeiðið í stað þess að á honum hægði. Þá myndi meðalmanneskja vega hálft tonn um miðjan aldur og vel ríflega eitt tonn þegar hún færi á eftirlaun. Meðal rannsókna sem þessi stóra alþjóðlega rannsókn var byggð á eru nefndar athuganir sem ná allt aftur til áranna eftir 1930 og gerðar voru við Kyrrahafsströnd Norður-Ameríku. Þar var mældur vöxtur á tegundum eins og degli eða dögglingsvið, marþöll, sitkagreni, risalífvið og hvítþin. Annað dæmi er rannsókn sem gerð var í Kamerún árið 1996 þar sem mældur var vöxtur trjáa af tæplega 500 tegundum. Höfundar greinarinnar í Nature taka fram að jafnvel þótt þetta eigi við um sjálf trén þýði það ekki að vöxtur skógar aukist stöðugt eftir því sem skógurinn eldist. Á endanum taki tré að deyja sem sé hluti af eðlilegri hringrás byggingar- og næringarefna í skóginum. Við það hægir auðvitað á bindingu kolefnis. Nánar má lesa um þetta í tímaritinu Nature á slóðinni http://www.nature.com/nature/journal/vaop/ncurrent/full/nature12914.html Frétt um þetta birtist í vísindafréttaritinu Science Daily http://www.sciencedaily.com/releases/2014/01/140115132740.htm"
Fréttin á vefsíðu Skógræktar ríkisins www.skogur.is
Myndin er tekin í Richmond Park í úthverfi London síðastliðinn nóvember, en þar er einmitt gamall fallegur skógur á 955 hektara landi. Stækka má myndina með því að þrísmella á hana. |
Nature 16. janúar 2014
Bloggar | Breytt 18.1.2014 kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 21. desember 2013
Vetrarsólstöður og hafísinn...
Það hefur komið vísindamönnum á óvart að rúmmál hafíss í lok sumars í ár var 50% meira en á sama tíma í fyrra. Það er til viðbótar því að útbreiðsla íssins var rúmlega 50% meiri. Þetta er samkvæmt nýrri frétt á BBC. Hafísinn er því við þokkalega heilsu, en sem betur fer ekki mjög nærgöngull hér við land. Við skulum vona að svo verði áfram. |
Þykkt hafíss hefur verið mæld með Cryosat-2 gervihnettinum.
Það má auðvitað ekki gleyma því að hafísinn á norðurhveli (ekki suðurhveli) hefur minnkað mikið á undanförnum árum. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu mála á næstu árum. |
---
Í dag eru vetrarsólstöður og sólin lægst á lofti.
Á morgun fer daginn að lengja aftur, fyrst um eitt lítið hænufet,
svo verða hænufetin tvö, svo þrjú ...
... og áður en varir fer sólin að boða komu vorsins...
Mynd ÁHB
---
Þess má geta að hafís á suðurhveli hefur aldrei verið meiri frá upphafi mælinga, eins og hann mældist í september, og heildarmagn hafíss á jarðarkringlunni er nú nokkuð yfir meðaltali eins og sjá má á ferlunum hér neðar á síðunni. |
Útbreiðsla hafíss á norðurhveli um vetrarsólstöður.
Svarti ferillinn er fyrir árið 2013.
http://ocean.dmi.dk/arctic/plots/icecover/icecover_current.png
Útbreiðsla hafíss á suðurhveli um vetrarsólstöður.
Rauði ferillinn er fyrir árið 2013.
Heildarútbreiðsla hafíss samanlagt á norður- og suðurhveli.
Takið eftir rauða ferlinum í horninu neðst til hægri.
http://arctic.atmos.uiuc.edu/cryosphere/IMAGES/global.daily.ice.area.withtrend.jpg
Heildarflatarmál hafíss samanlagt á norður- og suðurhveli.
Árið sem er að líða er lengst til hægri.
Mesti hafís á hnattræna vísu síðan árið 1988.
http://arctic.atmos.uiuc.edu/cryosphere/timeseries.global.anom.1979-2008
Myndin efst á síðunni er fengin að láni hér.
Gleðileg Jól
Landsins forni fjandi:
"1695. Óvanalega miklir hafísar. Ís rak um veturinn upp að Norðurlandi og lá hann fram um þing,
norðanveður ráku ísinn austur fyrir og svo suður, var hann kominn fyrir Þorlákshöfn fyrir sumarmál
og sunnudaginn fyrstan í sumri (14. apríl) rak hann fyrir Reykjanes og Garð og inn á fiskileitir Seltirninga
og að lokum að Hvalseyjum og í Hítarós, fór hann inn á hverja vík. Hafði ís ei komið fyrir Suðurnes innan
80 ára, þótti því mörgum nýstárlegt og undrum gegna um komu hans. Þá mátti ganga á ísum af
Akranesi í Hólmakaupstað (Reykjavík) og var ísinn á Faxaflóa fram um vertíðarlok rúmlega, braut hann
skip undan 6 mönnum fyrir Garði, en þeir gengu allir til lands".
Þór Jakobsson: Um hafís fyrir Suðurlandi
|
Bloggar | Breytt 29.12.2013 kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 11. október 2013
Flugvöllur inni í miðri Washington-borg - og London...
Í sjálfri Washington-borg er einmitt flugvöllur steinsnar frá miðbænum Þetta er enginn lítill nettur völlur eins og Reykjavíkurflugvöllur, heldur stór flugvöllur, Ronald Reagan Washington National Airport. Af lengd flugbrautanna (norður-suður brautin er 2100 metrar) má marka hve stutt er frá flugvellinum að Hvíta húsinu. Árið 2011 fóru um 19 milljónir farþega um flugvöllinn. 288.000 flugtök og lendingar. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá flugvöllinn betur. Á flughlaðinu er fjöldi flugvéla, miklu fleiri en sjást á Keflavíkurflugvelli. (Smella tvisvar eða þrisvar á myndina til að stækka).
--- --- ---
Þetta var flugvöllurinn í Washington, en hve margir skyldu vita um London City Airport á bökkum Thames í miðbæ Lundúna? Á myndinni hér fyrir neðan má sjá glitta í Thames við vinstri jaðar og háhýsin í miðbænum fyrir miðri mynd.
Árið 2012 fóru um 3 milljónir farþega um London City Airport. Enginn smá flugvöllur í hjarta Lundúna, flugvöllur sem fáir vita um. Verið er að undirbúa stækkun miðað við 120.000 lendingar og flugtök á ári.
Þetta er kunnuglegt umhverfi.
|
Bloggar | Breytt 16.10.2013 kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (46)
Laugardagur, 5. október 2013
Neyðarkall frá bandarísku veðurþjónustunni falið í veðurskeyti...
Neyðakall var falið í veðurfréttum NOAA National Weather Service i gær 4. október, en eins og flestir vita þá fá margir ríkisstarfsmenn engin laun um þessar mundir í Bandaríkjunum... Prófið að lesa lóðrétt niður í rauða rammanum á myndinni. PLEASE PAY US stendur þar. Varla er þetta tilviljun. Hægt er að sjá allt skeytið hér:
|
http://governmentshutdown.noaa.gov
Bloggar | Breytt 11.10.2013 kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 20. september 2013
Er orðið "samheitalyf" rökrétt myndað? - Væri ekki "jafngildislyf" réttara...?
"Samheitalyf er lyf sem er jafngilt og frumlyfið sem það er borið saman við. Það hefur sama virka innihaldsefnið og í sama magni"
Þannig er þessum lyfjum lýst á vef Actavis. Líklega þekkja flestallir nafnið sem þessi lyf hafa, enda er maður nánast alltaf spurður í apótekinu hvort maður sætti sig við að fá samheitalyf í stað þess sem ávísað er.
Þetta eru sem sagt lyf sem hafa sömu virkni og frumlyfið, en heita ekki það sama. Hvernig er þá hægt að kalla þannig lyf samheitalyf? Það skil ég ekki. Samheitalyf um lyf sem alls ekki heita það sama? Humm...?
Væri ekki réttara að kalla þessa tegund lyfja til dæmis samvirknilyf, jafngildislyf, eða eitthvað í þeim dúr ...? Þetta eru jú lyf sem eru jafngild og hafa sömu virkni.
Skyldi ég vera einn um að finnast orðið "samheitalyf" undarlegt í þessu sambandi?
Skilgreining World Health Organization: "A generic drug is a pharmaceutical product, usually intended to be interchangeable with an innovator product, that is manufactured without a licence from the innovator company and marketed after the expiry date of the patent or other exclusive rights". "Generic drug" þýðir beinlínis "almennt lyf", en það segir ósköp lítið. |
Byggja fyrir 25 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 11.10.2013 kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 24. ágúst 2013
Þar sem gamli tíminn og nýi tíminn í fluginu renna saman í algleymi...
Einstaklega vandað myndband frá Euroflugtag 2013. Nauðsynlegt er að njóta í fullri skjástærð, HD upplausn og með hljóðið á. Það má gera með því að smella fyrst á YouTube neðst til hægri og opnast þá ný síða. Síðan á tannhjólið og velja HD og þar næst á ferhyrnda táknið til að velja fulla skjástærð.
Krækjur: Enn betri útgáfa hér fyrir neðan: |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 28. júní 2013
Ótrúleg heppni Breta opinberuð í gær...
"Eru Bretar að verða Saudi Arabía heimsins í gasvinnslu?" Þannig spyr The Spectator í gær eftir að British Geological Survey tilkynnti í gær að þeir áætluðu að magn setlagagass í Englandi nemi um 1330 trilljón rúmfetum (38 trilljón rúmmetrar). Jafn stórar gaslindir í setlögum hafa hvergi fundist. Til samanburðar má nefna N-Ameríku þar sem áætlað er að magnið sé 682 trilljón rúmfet, Argentína 774 trilljón rúmfet and Kína 1,275 trilljón rúmfet. Þetta eru stærstu setlaga-gaslindir sem fundist hafa, mun meira magn gæti fundist ef Suður England og Skotland væru tekin með, svo og hafsvæðið umhverfis Bretlandseyjar.
Sjá vefsíðu British Geologica Survey.
Þetta er miklar fréttir fyrir Breta. Í raun stórfréttir. Hér er tilvísun í nokkrar fréttir sem birst hafa í dag: Public Service Europe, 28. júní 2013
Nú vaknar ein lítil spurning: Skyldu Bretar hafa áhuga á að kaupa örlítið rafmagn frá okkur um sæstreng eftir þennan fund? |
1 milljón= 1.000.000
1 milljarður = amerísk billjón = 1.000.000.000
1 trilljón = 1.000.000.000.000
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 15. júní 2013
Flughæfni þessara þyrlna er með ólíkindum...
Þessar litlu þyrlur eru með fjórum rafmótorum og öflugri lítilli stjórntölvu sem tengist ýmiss konar skynjurum svo sem GPS staðsetningarðnema, fjölása hröðunarmælum og áttavita. Í stjórntölvunum sem eru um borð í þyrlunum er öflugur hugbúnaður sem reiknar flóknar eðlisfræðijöfnur í rauntíma og sendir boð til rafmótoranna fjögurra til að stjórna fluginu. Þessir útreikningar byggjast að miklu leyti á reglunarfræðinni (control theory) sem kemur víða við í tækni nútímans. Þar sem myndbandið er tekið innanhúss hefur staðsetningakerfi verið komið þar fyrir í stað hefðbundins GPS, en víða er farið er að nota þessar þyrlur, sem í daglegu tali hafa oft verið nefndar fjölþyrlur" sem þýðing á enska orðinu multicopter, utanhúss, og þá oftast til myndatöku. Algengast er að þyrlurnar séu með fjórum hreyflum og kallast þá á ensku quadcopter, en einnig eru til fjölþyrlur með þrem hreyflum (tricopter) sex hreyflum (hexacopter) eða átta hreyflum (octocopter). Í þessu tilviki er væntanlega einnig tenging við yfirstjórntölvu á jörðu niðri" sem samhæfir hreyfingu allra þyrlnanna. Rafmótorarnir eru þriggja fasa og stjórnað með rafeindabúnaði sem breytir jafnspennunni frá rafhlöðunni í riðspennu með breytilegri tíðni samkvæmt boðum frá stjórntölvunni. Í þessu verkefni er fléttað saman flugeðlisfræði, reglunarfræði, eðlisfræði, stærðfræði, rafmagnsfræði, tölvutækni, hugbúnaði og hugviti. Útkoman er vél með einstaka eiginleika. Með meiri gervigreind er hægt að láta svona búnað vinna flókin verkefni. Rafhlöðurnar (Lithium-Polymer) eru helsta takmörkunin í dag og takmarka flugtímann, jafnvel þó orkuinnihald þeirra sé mun betra en mögulegt var að ná fyrir fáeinum árum. Sjón er sögu ríkari. Það er vel þess virði að horfa á allt myndbandið og sjá hvers svona fjölþyrlur eru megnugar. Myndbandið er frá TED.
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 5. júní 2013
Uppvakningar frá Litlu ísöldinni...
Hópur vísindamanna við háskólann í Alberta undir stjórn Catherine La Farge hefur fundið gróður sem fór undir ís fyrir 400 árum meðan á Litlu ísöldinni stóð, og það sem merkilegra er, þeim hefur tekist að vekja gróðurinn til lífs eftir langan svefn. Sjá mynd. Þyrnirós svaf í eina öld og þótti mikið, en þessar plöntur í fjórar aldir. Um þetta er fjallað í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences, en fréttin hefur farið víða undanfarið, og má m.a. lesa um málið hér á vefsíðu PHYS.ORG.
Fyrir árþúsundi voru jöklar líklega minni en í dag. Ekki var það mannfólkinu að kenna og enginn kvartaði svo vitað sé. Mannlíf og menning blómstraði.... Svo fór að kólna, og kólna...
|
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 25. maí 2013
Hafísútbreiðslan í maí 2013...
Myndin hér að ofan sýnir útbreiðslu hafíss nú þegar líður að lokum maímánaðar. Greinilegt er að myndin nú er allt önnur en í september 2012 þegar útbreiðslan var í lágmarki. Ferillinn fyrir árið 2013 er rauður, en svartur fyrir árið 2012. Í augnablikinu er rauði ferillinn nærri meðaltali áranna 1979-2006 (punktalínan), en í september 2012 var útbreiðsla hafíss sú minnsta sem mælst hefur, a.m.k. síðan mælingar merð gervihnöttum hófust. Hafa verður í huga að myndin sýnir útbreiðslu hafíss en ekki magn, þ.e. ekki er tekið tillit til þykktar íssins.
Hvernig stóð á lítilli útbreiðslu hafíss í september 2012? Á vefsíðu NASA kemur fram að öflug heimskautalægð í ágúst 2012 hafi brotið upp ísinn þannig flýtt fyrir bráðnun hans, en hann var tiltölulega þunnur fyrir.
Smella hér til að sjá myndbandið á vef NASA. Sjá einnig frétt Reuters hér.
Stormurinn skall á 5. ágúst og strax 9. ágúst birtist á vef NASA frétt um storminn þar sem leiddar eru líkur að því að hann geti haft áhrif á útbreiðslu hafíss: "Arctic storms such as this one can have a large impact on the sea ice, causing it to melt rapidly through many mechanisms, such as tearing off large swaths of ice and pushing them to warmer sites, churning the ice and making it slushier, or lifting warmer waters from the depths of the Arctic Ocean". Þetta gekk eftir.
Myndin hér fyrir neðan ætti að uppfærast sjálfkrafa. Fylgist með rauða ferlinum. Það verður fróðlegt að fylgjast með hver þróunin verður í ár. Hver skyldi staðan vera næstkomandi september þegar útbreiðslan verður í lágmarki? Það kemur bara í ljós þegar þar að kemur, fæst orð hafa minnsta ábyrgð...
Stærri beintengd mynd hér.
Næsti ferill sýnir breytingu á heildarflatarmáli hafíss, á suðurhveli + norðurhveli, frá árinu 1979. Stærri beintengd mynd hérá hafíssvef háskólans í Illinois.
Að lokum er ferill sem sýnir stöðuna í dag á hafísnum við Suðurskautslandið. Greinilegt er að útbreiðsla hafíss er þar meiri en í fyrra og meiri en meðaltal áranna 1979-2000.
|
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 6
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 86
- Frá upphafi: 764926
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði