Færsluflokkur: Evrópumál
Fimmtudagur, 7. janúar 2010
Ólafur Ragnar stóð sig vel hjá BBC í gær: Myndband...
Jeremy Paxman hjá BBC er þekktur fyrir að vera harðskeyttur. Hann komst þó varla að þegar hann mætti Ólafi Ragnari í gær. Ólafur lét Paxman ekki vaða yfir sig og stóð sig með prýði.
Svona kynning hefði auðvitað átt að koma miklu miklu fyrr frá stjórnvöldum. Það verður að segjast eins og er að þarna gerði forsetinn gagn, hvað sem manni finnst um atburðina fyrr í vikunni.
Sjá einnig þátt um Icesave, þ.e. fyrri hlutann, á Newsnight BBC 5. janúar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 6. janúar 2010
Ólafur Ragnar: "You ain't seen nothing yet"...
(Now we have seen it...)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 29. júlí 2009
Vanþekking almennings í Hollandi og Bretlandi á aðdraganda Icesave málsins...
Í dag kom í heimsókn til mín hollensk fjögurra manna fjölskylda sem er á viku ferðalagi um Suðurlandsundirlendið. Maðurinn er jarðeðlisfræðingur og konan hjúkrunarfræðingur. Með þeim voru í för tveir synir um ellefu og þrettán ára. Mjög viðfelldið fólk með góða menntun. Þau voru hér í fyrsta skipti, en eiginmaðurinn hafði verið víða um heim starfs síns vegna. Ég gæti því trúað að þetta fólk ætti að hafa betri upplýsingar um heimsmálin en margir aðrir útlendingar, enda skein það í gegn þegar spjallað var um heima og geima...
... Samtalið snérist smá stund að Icesave málinu. Í ljós kom að þau höfðu lagt allstóra fjárhæð, hluta af arfi, inn á Icesave reikning í Hollandi. Í fyrstu blasti ekki annað við en þessi verulega fjárhæð væri töpuð, en hollenska ríkisstjórnin hefur bætt þeim skaðann að fullu. Þetta viðfellda fólk bar því ekki neinn kala til Íslendinga, að því er ég gat skynjað. Og þó. Eitthvað lá í loftinu.
Í ljós kom að þau höfðu alla tíð staðið í þeirri meiningu að íslenska ríkið stæði að baki Icesave, þetta hefði jú verið sjálfur Landsbankinn = The National Bank of Iceland. Gamalgróinn banki stofnaður árið 1885. "Safe and secure", eins og stendur í auglýsingunni hér að ofan.
Ég sagði þeim í fáeinum orðum frá því hvernig í pottinn væri búið. Sagði þeim frá einkavæðingu bankanna árið 2003, eigendum bankanna og hvernig þeir hefðu gengið í sjóði bankanna og lánað sér og vildarvinum skefjalaust gegn ónýtum veðum. Sagði þeim frá því hvernig þessir sömu menn hefðu stofnað fjölmörg fyrirtæki hér á landi og erlendis, meðal annars í skattaskjólum. Sagði frá krosstengdri eignaaðild. Sagði þeim frá því að um 30 þekktir Íslendingar ættu nánast alla sök á fjármálahruninu á Íslandi.
Þetta ágæta vel menntaða fólk kom af fjöllum. Þessa hlið málsins hafði það aldrei heyrt um. Það stóð greinilega enn í þeirri trú að íslenska ríkið , og þar með íslenska þjóðin, ætti sök á Icesave hörmungunum. Nú vissu þau betur, en hvað um alla hina? Vita milljónir Hollendinga og Breta nokkuð um bakgrunn málsins?
Við skildum auðvitað mestu mátar, enda var umræðan um Icesave aðeins lítill hluti kaffispjallsins, en mér var brugðið. Eitthvað mikið var greinilega að.
Það er alveg kristaltært að Hollenskur og Breskur almenningur hefur ekki hugmynd um hvað gerðist á Íslandi. Það er mjög líklegt að sama gildi um þarlenda ráðamenn. Er það nokkur furða? Ég minnist þess ekki að hafa séð nokkrar upplýsingar ætlaðar útlendingum um bankahrunið á íslandi og aðdraganda þess. Það er örugglega ástæðan fyrir þessum mikla misskilningi um ábyrgð íslenska ríkisins. Þetta var jú sjálfur Landsbankinn - The National bank of Iceland sem stóð að Icesave.
Nú verður að eyða þessum misskilningi meðal útlendinga strax. Ekki seinna en strax. Það er nánast öruggt að misskilningurinn og vanþekkingin er ekki bundin við Englendinga og Hollendinga. Það þarf að koma réttum upplýsingum sem víðast. Það þarf að nota allar mögulegar fréttaveitur, og ekki síst netið. Það ætti að vera hægðarleikur að senda hæfilega langa fréttatilkynningu til helstu fréttastofa heimsins og stærstu fjölmiðla. Hafa fréttina þannig að fréttamenn geti birt hana óbreytta. Þetta er þó ekki nóg. Það þarf að nýta öll diplómatísk, persónuleg og viðskiptaleg sambönd til hins ýtrasta til að reyna að afla okkur skilnings og velvilja. Eyða misskilningi og vanþekkingu. Það þarf að gerast strax.
Mikilvægast af öllu er þó að fá hjól atvinnulífsins til að snúast. Það er forsenda þess að þjóðarskútan komist á flot. Mörg arðbær og mannaflsfrek verkefni bíða þess að traust alþjóðasamfélagsins á Íslendingum komist í lag, en nú er traustið á okkur ekkert. Jafnvel minna en ekkert. - Okkur er að blæða út.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Laugardagur, 18. apríl 2009
Evrópusambandið: Að hrökkva eða stökkva...
Benedikt Jóhannesson tryggingastærðfræðingur skrifaði mjög athyglisverða grein í Morgunblaðið 16. apríl. Bloggarinn telur þessa grein eiga brýnt erindi til allra og leyfir sér því að birta hana í heild hér fyrir neðan.
Í greininni kemur ótvírætt fram að nú sé mjög mikilvægt að vera fljótur að hugsa og taka ákvarðanir. Mikið er i húfi.
Benedikt spyr: "Hvað gerist ef þjóðin sækir ekki um aðild að Evrópusambandinu?"
... og svarar:
1. Stórfyrirtæki flytja höfuðstöðvar sínar úr landi
2. Útlendingar þora ekki að fjárfesta á Íslandi
3. Fáir vilja lána Íslendingum peninga
4. Þeir sem vilja lána þjóðinni gera það gegn okurvöxtum
5. Atvinnuleysi, vaxtaokur og gjaldþrot verða viðvarandi
6. Þjóðin missir af Evrópulestinni næstu tíu ár
7. Íslendingar verða áfram fátæk þjóð í hafti
Greinin er mjög vel skrifuð og rökföst og óþarfi að hafa um hana fleiri orð.
Vonandi verður grein Benedikts til þess að farið verði að ræða málin af alvöru. Það er ekki seinna vænna, hver sem niðurstaðan verður... Er svar Benedikts við spurningunni "Hvað gerist ef þjóðin sækir ekki um aðild að Evrópusambandinu?" rétt? Til þess að menn geti tekið afstöðu er nauðsynlegt að vita afdráttarlaust um kosti þess og galla að sækja um aðild.
(Leturbreytingar í greininni eru á ábyrgð bloggarans).
--- --- ---
Stefna stjórnmálaflokkarnir að nýju hruni?
EFTIR nokkra daga verður kosið til Alþingis. Því miður virðist sem stjórnmálaflokkarnir geri sér enga grein fyrir því, að ef ekki er gripið til ráðstafana nú þegar er líklegt að yfir þjóðina dynji annað stóráfall og þjóðin verði um langa framtíð föst í fátæktargildru.
Erlendir loddarar tala um að Íslendingar eigi að gefa skít í umheiminn og neita að borga skuldir sínar. Margir virðast telja að slík leið sé vænleg. Enginn stjórnmálamaður talar um það að landið hefur misst lánstraustið og mun ekki endurvinna það fyrr en við sýnum að okkur er alvara með því að vinna með samfélagi þjóðanna.
Fjárhættuspil
Forráðamenn og eigendur bankanna lögðu mikið undir í útrásarveðmálinu. Þjóðin var sett að veði án þess að nokkur bæði hana leyfis. Gagnrýnisraddir voru fáar og þeir sem vöruðu við hættunni voru nánast taldir landráðamenn eða kjánar. Árum saman var bent á það að með sjálfstæðum gjaldmiðli væri gífurleg áhætta tekin. Krónan hefur lengi verið rangt skráð. Á velmegunarárunum var hún svo sterk að hér fylltist allt af jeppum og flatskjám, nú er hún svo veik að Austur-Evrópumenn vilja ekki lengur vinna fyrir þau laun sem hér bjóðast.
Atvinnuleysi eykst dag frá degi, gengi krónunnar hrapar, vextir eru miklu hærri hér á landi en í samkeppnislöndum og bankarnir eru vanmegnugir. Ríkið þarf að taka mjög há lán og fyrirsjáanlegt er að vaxtagreiðslur verða stór hluti af útgjöldum þess næstu árin. Í ljósi alls þessa er mikilvægt að leitað verði allra leiða til þess að bæta hag íslenskra heimila og fyrirtækja og koma jafnframt í veg fyrir að ástandið versni enn frá því sem nú er.
Almenningur á erfitt með að skilja hvert stefnir. Peningar eru hagkerfinu jafnnauðsynlegir og súrefni líkamanum. Nú vilja fáir lána þjóðinni peninga og þeir peningar sem fást eru þá á afarkjörum. Hin einfalda aðgerð »að hætta að borga skuldir óreiðumanna« hefur lamað hagkerfið allt. Í fréttum hefur komið fram að sterkt fyrirtæki eins og Landsvirkjun þarf að endurfjármagna lán innan tveggja ára. Tekst sú endurfjármögnun og verður það á vöxtum sem fyrirtækið ræður við? Hvaða stjórnmálamaður vill stefna framtíð þessa fyrirtækis í hættu?
Þjóðin geldur nú fyrir það dýru verði að hafa haldið í gjaldmiðil sem komið hefur heimilum og fyrirtækjum landsins í glötun og leitt til einangrunar. Ráðamenn skelltu áður skollaeyrum við aðvörunum. Ætla þeir að endurtaka leikinn núna?
Evran og Evrópusambandið
Með því að Ísland láti reyna á umsókn um aðild að Evrópusambandinu er líklegt að trú umheimsins á landinu vaxi á ný. Nú eru víðtæk höft í gjaldeyrisviðskiptum. Lánstraust íslenskra aðila er mjög lítið.
Íslensk fyrirtæki fá ekki afgreiddar vörur erlendis nema gegn staðgreiðslu og erlendir aðilar vilja ekki koma að fjármögnun íslenskra framkvæmda. Allt er ótryggt varðandi endurfjármögnun erlendra lána, eins og margir Íslendingar hafa fengið að reyna að undanförnu. Stór íslensk fyrirtæki íhuga nú, eða hafa þegar ákveðið, að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi til þess að fá traustara rekstrarumhverfi. Ísland er nær vonlaus fjárfestingarkostur meðan ekki hefur verið mótuð nein framtíðarstefna í peningamálum og almennu efnahagsumhverfi. Þessu þarf að breyta og Íslendingar mega ekki hrekja bestu fyrirtæki landsins til útlanda. Nú er þörf á að fjölga störfum en ekki fækka.
Sveiflur á gengi krónunnar og hið mikla fall hennar hafa komið mjög illa við bæði almenning og fyrirtæki á Íslandi. Innganga í ES, þar sem stefnt yrði að þátttöku Íslands í evrópska myntsamstarfinu svo fljótt sem auðið er, myndi draga úr óvissu í efnahagsmálum.
Síðustu forvöð
Það er ekki bara fyrirsjáanlegt "seinna hrun" sem gerir það að verkum að brýnt er að sækja um aðild að ES. Mjög margt bendir til þess að ef ekki verður gengið til viðræðna þar um á næstu mánuðum geti þjóðin misst af lestinni í allmörg ár. Forsvarsmenn sambandsins hafa lýst því yfir að nú beri að hægja á stækkun þess. Þó er talið að Króatía eigi möguleika á því að komast inn í sambandið áður en lokað verður á inngöngu annarra um skeið og er talið líklegt að bærist umsókn frá Íslandi yrði hún afgreidd á sama tíma. Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að á seinni hluta árs 2009 verður Svíþjóð í forsvari í Evrópusambandinu, en líklegt verður að telja að Norðurlandaþjóð myndi styðja hratt umsóknarferli Íslands. Auk þess hefur stækkunarstjóri ES, Olli Rehn, lýst yfir miklum velvilja í garð Íslendinga og sagt að umsókn frá Íslandi yrði afgreidd hratt. Því er brýnt að hefja viðræður meðan viðmælendur hafa ríkan skilning á stöðu Íslands.
Sjávarútvegsstefna ES er til endurskoðunar og skal henni lokið fyrir árið 2012. Um leið og Íslendingar lýsa vilja til að hefja aðildarviðræður, verður þeim auðveldara að koma sjónarmiðum sínum um sjávarútvegsstefnuna að. Næsta endurskoðun verður ekki fyrr en árið 2022, þannig að stefnan sem nú verður mótuð mun gilda í 10 ár. Það er ábyrgðarhluti að Íslendingar sitji af sér tækifæri til þess að hafa áhrif í svo miklu hagsmunamáli.
Raunvextir á Íslandi eru nú 10-15% meðan nágrannalöndin hafa fikrað sig nær núllinu við hverja vaxtaákvörðun. Því er staða íslenskra fyrirtækja afar slæm gagnvart erlendum samkeppnisaðilum.
Skuldir ríkisins stefna nú í 1.500 milljarða króna. Hvert prósentustig í vöxtum jafngildir 15 milljörðum króna. Ef vaxtaálag lækkar um 3% við það að ganga í Evrópusambandið, eins og ráða má af kjörum lána til ES-ríkja sem eru nú í vanda, sparar það 45 milljarða króna vaxtagjöld á ári. Það er um það bil þriðjungur af fjárlagahalla þjóðarinnar. Hvort telja stjórnmálamenn skynsamlegra að taka upp evru og lækka vexti eða beita sársaukafullum niðurskurði ríkisútgjalda á enn fleiri sviðum en ella?
Ekki má gleyma því að í Evrópusambandinu eru okkar helstu bandalags- og vinaþjóðir sem Íslendingar hafa árum saman haft samstarf við innan Atlantshafsbandalagsins, EFTA og EES. Til samningaviðræðna við þessa aðila gengi þjóðin með fullri reisn, fullbúin að láta á það reyna hvað samningaviðræðurnar færðu henni. Það er ábyrgðarhluti að bíða með það, þegar við blasir að slíkt getur leitt til verri vaxtakjara, minni atvinnu, lakara lánstrausts og almennrar vantrúar á þjóðinni, einmitt á tímum þegar trausts er þörf.
Hvað gerist ef þjóðin sækir ekki um aðild að Evrópusambandinu?
1. Stórfyrirtæki flytja höfuðstöðvar sínar úr landi
2. Útlendingar þora ekki að fjárfesta á Íslandi
3. Fáir vilja lána Íslendingum peninga
4. Þeir sem vilja lána þjóðinni gera það gegn okurvöxtum
5. Atvinnuleysi, vaxtaokur og gjaldþrot verða viðvarandi
6. Þjóðin missir af Evrópulestinni næstu tíu ár
7. Íslendingar verða áfram fátæk þjóð í hafti
Samfylkingin er eini flokkurinn sem vill sækja um aðild að Evrópusambandinu án skilyrða. En loforð stjórnmálamanna hafa reynst haldlítil þegar á reynir. Aðrir flokkar draga lappirnar og setja þannig framtíð þjóðarinnar í stórhættu. Ólíklegt virðist að eftir kosningar verði sótt um aðild tafarlaust eins og þó er lífsnauðsyn.
Síðastliðið haust var aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eina haldreipi þjóðarinnar til skamms tíma. Sumir töldu að þjóðinni væri meiri sæmd að því að sökkva en grípa þann bjarghring. Sem betur fer var farið að viturra manna ráðum í því efni. Þeir sem hafna nú Evrópusambandsaðild hafa ekki bent á neina aðra leið úr rústum bankahrunsins.
Eina úrræði þjóðarinnar er að taka málin í sínar hendur og krefjast þess að stjórnmálamenn setji málið á dagskrá. Það geta menn gert með því að undirrita áskorun til stjórnvalda á vefsvæðinu www.sammala.is þar sem þeir taka saman höndum sem eru sammála um að ríkisstjórnin, sem tekur við völdum að loknum kosningum 25. apríl, eigi að hafa það eitt af sínum forgangsverkefnum að skilgreina samningsmarkmið og sækja um aðild að Evrópusambandinu.
>> Þeir sem hafna nú Evrópusambandsaðild hafa ekki bent á neina aðra leið úr rústum bankahrunsins.
--- --- ---
Dr. Benedikt Jóhannesson tryggingastærðfræðingur stofnaði Talnakönnun árið 1984 og hefur stjórnað fyrirtækinu síðan. Árið 1988 var Talnakönnun breytt í hlutafélag og árið 2000 var Útgáfufélagið Heimur hf. stofnað. Benedikt hefur starfað sem ráðgjafi, einkum í tölfræðilegum og tryggingafræðilegum verkefnum. Hann hefur stýrt Vísbendingu öðru hvoru allt frá árinu 1995. Hann hefur einnig verið ritstjóri blaðsins Issues and Images og Skýja (ásamt Jóni G. Haukssyni).
Leiðari Morgunblaðins um grein Benedikts er hér.
Evrópumál | Breytt 19.4.2009 kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Sunnudagur, 4. janúar 2009
Glöggt er gests augað: Áskorun þingmanns Evrópuþingsins til Íslendinga...
Bretinn Daniel Hannan er þingmaður á Evrópuþinginu. Hann hefur oft komið til Íslands síðastliðin 15 ár og þekkir vel til ESB. Það er því full ástæða til að hlusta á hvað þessi Íslandsvinur hefur til málanna að leggja varðandi Evrópusambandið.
Greinin birtist í Mbl. 3. janúar 2008, bls. 32. (Bloggarinn breytti lit í textanum til að gera hann auðlesnari á skjá).
Að sjálfsögðu þarf það sem hér fer á eftir ekki að vera skoðun bloggarans. Það er Daniel Hannan sem hefur orðið hér, en bloggarinn telur mjög mikilvægt að kynna sér sjónarmið manns sem gjörþekkir til innviða ESB. Sjálfsagt er að kynna sér allar hliðar þessa mikilvæga máls.
--- --- ---
KÆRU Íslendingar! Ég geri mér fulla grein fyrir því að þið standið nú frammi fyrir mjög erfiðum tímum - við stöndum raunar öll frammi fyrir mjög erfiðum tímum - en engir erfiðleikar eru svo miklir að aðild að Evrópusambandinu geti ekki gert þá verri. Ég skil vel að þið séuð í sárum og finnist þið standa ein á báti. Þið hafið fulla ástæðu til þess eftir ömurlega framkomu Gordons Browns í ykkar garð. En ef þið bregðist við með því að leggja niður lýðræðið ykkar og sjálfstæði þá festið þið ykkur í sömu vandamálum og þið eruð í núna um alla framtíð.
Innganga í ESB fæli í sér algera örvæntingu, rétt eins og raunin var í tilfelli okkar Breta. Við gerðumst aðilar að forvera sambandsins á hinum erfiðu árum þegar Edward Heath var forsætisráðherra, þegar verðbólga var í tveggja stafa tölu, allt logaði í verkföllum, lokað var reglulega fyrir orku til almennings og þjóðargjaldþrot blasti við. Það er erfitt að ímynda sér að við hefðum stutt aðild áratug áður eða þá áratug síðar. Það hefði einfaldlega ekki ríkt nógu mikil svartsýni og örvænting. Þegar komið var fram á 9. áratug síðustu aldar fór breskur almenningur að gera sér grein fyrir því hvað Evrópusamruninn væri í raun: kötturinn í sekknum. En þá varð einfaldlega ekki aftur snúið. Niðurnjörvaðir af reglugerðafargani frá Brussel glötuðum við samkeppnisforskoti okkar. Við gengum Evrópusamrunanum á hönd við erfiðar aðstæður og afleiðingin var sú að við festum þær aðstæður í sessi.
Ekki gera sömu mistökin og við gerðum. Þið þurfið þess ekki! Ég hef haft ómælda ánægju af því að ferðast reglulega til Íslands undanfarin 15 ár og á þeim tíma hef ég orðið vitni að ótrúlegum framförum. Slíkar breytingar eru oft augljósari í augum gesta sem annað slagið koma í heimsókn en þeirra sem hafa fasta búsetu á staðnum. Þegar ég kom fyrst til landsins höfðuð þið nýlega gerst aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu sem veitti ykkur fullan aðgang að innri markaði ESB án þess að þurfa að taka á ykkur þann mikla kostnað sem fylgir aðild að sambandinu sjálfu.
Ímyndið ykkur að í tímabundnu vonleysi tækjuð þið þá ákvörðun að ganga í ESB og taka upp evruna. Hvað myndi gerast? Í fyrsta lagi yrði gengi gjaldmiðilsins ykkar fest til frambúðar við evruna á því gengi sem þá væri í gildi. Endurskoðun á genginu með tilliti til umbóta í efnahagslífi ykkar væri útilokuð. Að sama skapi yrði ekki lengur hægt að bregðast við efnahagsvandræðum í framtíðinni í gegnum gengið eða stýrivexti. Þess í stað myndu slíkar aðstæður leiða til mikils samdráttar í framleiðslu og fjöldaatvinnuleysis.
Það næsta sem þið stæðuð frammi fyrir væri það að fyrir inngönguna í ESB yrði að greiða hátt verð, fiskimiðin ykkar. Þessi mikilvægasta endurnýjanlega náttúruauðlind ykkar yrði hluti af sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins.
Fljótlega mynduð þið þó átta ykkur á því að þið hefðuð afsalað ykkur einhverju margfalt dýrmætara en fiskimiðunum. Ykkar mesta auðlegð liggur nefnilega ekki í hafinu í kringum landið ykkar heldur í huga ykkar. Þið búið yfir einhverju best menntaða fólki í heiminum, frumkvöðlastarfsemi er mikil sem og öll framtakssemi. Þið hafið byggt árangur ykkar á minna regluverki, skattalækkunum og frjálsum viðskiptum. En þið mynduð reka ykkur á það að þið hefðuð gengið til liðs við fyrirbæri sem er fyrst og fremst skriffinnskubákn grundvallað á gríðarlegri miðstýringu á öllum sviðum og háum verndartollum í viðskiptum við ríki utan þess.
Ég get upplýst ykkur um þá sorglegu staðreynd að afstaðan til ykkar er ömurleg í Brussel. Það er litið niður á ykkur. Daginn sem það lá fyrir að allir bankarnir ykkar höfðu lent í erfiðleikum komu þrír Evrópusinnaðir þingmenn á Evrópuþinginu til mín glottandi hver í sínu lagi: "Jæja Hannan, Íslendingarnir þínir eru ekki beinlínis að gera það gott þessa dagana, ha? Þeir sem hafa viljað standa utan við ESB. Þeir hafa alltof lengi fengið að hafa hlutina eftir eigin höfði, þeir áttu þetta skilið!"
Tilvist ykkar ein og sér sem sjálfstæð og velmegandi þjóð hefur skapað öfund í Brussel. Ef 300 þúsund manna þjóðfélag norður við heimskautsbaug getur náð betri árangri en ESB þá er allur Evrópusamruninn í hættu að áliti ráðamanna sambandsins. Árangur ykkar gæti jafnvel orðið ríkjum sem þegar eru aðilar að ESB hvatning til þess að líta til ykkar sem fyrirmyndar. Það er fátt sem ráðamenn í Brussel vildu frekar en gleypa ykkur með húð og hári.
Þið hafið valið. Þið getið orðið útkjálki evrópsks stórríkis, minnsta héraðið innan þess, aðeins 0,002% af heildaríbúafjölda þess. Eða þið getið látið ykkar eigin drauma rætast, fylgt ykkar eigin markmiðum, skráð ykkar eigin sögu. Þið getið verið lifandi dæmi um þann árangur sem frjálst og dugandi fólk getur náð. Þið getið sýnt heiminum hvað það er að vera sjálfstæð þjóð, sjálfstæð í hugsun og athöfnum sem er það sem gerði ykkur kleift að ná þeim árangri sem þið hafið náð á undanförnum áratugum. Hugsið ykkur vandlega um áður en þið gefið það frá ykkur.
--- --- ---
Höfundurinn Daniel Hannan er þingmaður breska Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu. Hann er með bloggsíðu á vef Daily Telegraph hér. Hann hefur skrifað átta bækur um Evrópumál og talar auk móðurmálsins frönsku og spænsku. Hann er með próf í sagnfræði frá Oxford. Meira um hann á Wikipedia.
Greinin á vef Morgunblaðsins: Áskorun til Íslendinga
Í Morgunblaðinu er að hefjast greinaflokkurinn Fréttaskýringar um ESB, Kostir og gallar aðildar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 64
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði