Færsluflokkur: Bækur
Laugardagur, 26. janúar 2008
Leshringur@ og Viltu vinna milljarð? eftir Vikas Swarup
Frá stofnun Leshringsins á Moggablogginu hefur undirritaður verið virkur félagi og haft bæði gagn og gaman af. Leshringurinn tekur fyrir eina bók í senn, les hana í um mánuð, kemur síðan saman á vefnum og ræðir bókina frá ýmsum sjónarhornum. Eftirfarandi er byggt á umsögn bloggarans um bókina Viltu vinna milljarð eftir Vikas Swarup sem tekin var fyrir í nóvember s.l. Eiginlega má segja að þessar hugleiðingar fjalli bæði um þá bók og vinnubrögðin sem tíðkast í Leshringnum. Kynning á hvoru tveggja.
Það skemmtilega við Leshringinn er að maður les bækur sem manni kæmi sjálfsagt aldrei til hugar að opna. Sumar drepleiðinlegar, aðrar skemmtilegar eða áhugaverðar. Stundum reyfara eftir óþekkta höfunda og stundum bókmenntaverk eftir þekkta höfunda. Bækur sem maður gleymir strax að lestri loknum og bækur sem vekja mann til umhugsunar. Allt þar á milli. Fjölbreytnin er mikil. Þannig á það að vera. - Svo fer það auðvitað eftir hugarfarinu þegar maður nálgast nýja bók hvernig maður metur hana.
Að lestri loknum er mikilvægt er að gefa sér smá tíma til að melta bókina áður en umsögn er sett á blað og umræður á spjallrás Leshringsins hefjast. Hugleiða innihaldið, stílinn og bakgrunn sögunnar. Punkta hjá sér það sem kemur í hugann. Færa sjónarhólinn til og skoða betur. Oft öðlast maður meiri skilning þegar maður hefur haft næði til að íhuga efnið á þann hátt.
Stundum er maður búinn að kynna sér höfundinn og umsagnir áður en bókin er lesin, en það er ekki alltaf nóg. Maður skilur bókina betur meðan hún er lesin ef maður hefur kynnt sér höfundinn áður, en höfundinn betur eftir að hafa lesið bókina. Það er sem sagt um nóg að hugsa, áður en bókin er lesin, meðan hún er lesin og eftir að hún hefur verið lesin. Það eru einmitt svona pælingar sem gera svona lestur í leshring áhugaverðan
Bókin Viltu vinna milljarð? eftir indverska höfundin Vikas Swarup lýsir á átakanlegan hátt, en jafnframt skemmtilegan, uppvaxtarárum fátæks munaðarlauss drengs á Indlandi. Líf hans er að mörgu leyti ævintýri líkast þar sem hann vinnur milljarð í spurningakeppni, en inn í söguna fléttast frásögn af lífi hans sem sjaldnast er dans á rósum. Frásögnin er mjög lipur og nánast spennandi. Heldur manni vel við efnið. Mjög myndræn. Þýðing Helgu Þórarinsdóttur er mjög góð.
Við lestur bókarinnar lifir maður sig inn í indverskt samfélag, fyrst og fremst samfélag hinna efnaminni og lægst settu. Einhvern vegin náði bókin að heilla mig og ég fann fyrir samúð með söguhetjunni sem sýnir mikla sjálfsbjargarviðleitni. Það kom mér sífellt á óvart að Ram Mohammad Thomas er bara barn, en sýnir samt óvenju mikinn þroska. Það leiðir hugann að götubörnunum á Indlandi og víðar um heim, börn sem ganga meira og minna sjálfala og eiga oftar en ekki hvergi heima. Börn sem verða að sýna mikla útsjónarsemi til að komast af.
Sagan er svo myndræn að ég átti oft auðvelt að ímynda mér sögusviðið og var eiginlega á ferðalagi fram á aftur um Indland í samfylgd hinna fátæku. Ég er mikið búinn að flakka um Indland á netinu eftir lestur bókarinnar og komið víða við, m.a. í þjóðargerseminni Taj Mahal, og Dharavi stærsta fátækrarhverfi Asíu. Stöðum þar sem sagan gerist meðal annars. Indverskur matur hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Fann öll afbrigði kryddsins sem kitlar bragðlaukana meðan ég las. Maður bókstaflega finnur lyktina og heyrir indverska tónlist í fjarska.
Mörg atriði í bókinni koma manni skemmtilega á óvart. Maður fer að trúa því að örlaganornir hafi spunnið lífsþráð piltsins, allt þar til það kemur fram í bókarlok að lukkupemingurinn var ekki allur þar sem hann er séður. Þetta vekur mann svo sannarlega til umhugsunar um það hvernig það er fyrst og fremst maður sjálfur sem ræður sínum örlögum. En leyndarmál peningsins kemur ekki fram fyrr en á síðustu blaðsíðunni. Maður bókstaflega missir bókina úr höndum sér þá! Hvar voru vinkonurnar Urður, Verðandi og Skuld allan tímann? Eigi má sköpun renna, segir einhvers staðar. Er það endilega víst? Ég held ekki. Hver er sinnar gæfu smiður.
Sjálfsagt er hægt að njóta bókarinnar á fleiri en einn hátt. Hún er góð afþreying, en hún vekur mann einnig til umhugsunar örbirgð og lífsbaráttu hinna fjölmörgu munaðarlausu götubarna í heiminum.
Bókin hefur ef til vill ekki mikið bókmenntarlegt gildi. Hún er frumraun höfundarins og skrifuð er honum leiddist eitt sinn er hann var fjarri fjölskyldu sinni. Hugmyndin er góð og vel spilað úr henni. Ef til vill mætti flokka hana meðal spennusagna eða reyfara, en það gefur henni gildi að hún er óvenjuleg og gefur sérstaka sýn inn í framandi heim götubarnanna á Indlandi. Það er einnig áhugavert að kynnast höfundi frá þessum heimshluta. Hver veit nema Swarup eigi eftir að skrifa fleiri bækur. Frumraunin lofar góðu.
Stofnandi og ötull stjórnandi Leshringsins, Marta B Helgadóttir, á mikinn heiður skilinn fyrir framtak sitt hér á Moggablogginu. Frábær hugmynd að stofna leshring sem alfarið fer fram á vefnum. Líklega hefur það ekki verið gert áður.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 30. desember 2007
Himnaríki og helvíti
Ekki er ætlunin að fjalla um trúmál í þessum pistli, heldur bókina Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson. Bókina sem var kjörin besta íslenska skáldsagan árið 2007 af bóksölum.
Ég las bókina um jólin og er þetta ein allra magnaðasta bók sem ég hef lesið. Ég hef sjaldan lifað mig inn í skáldsögu eins og undanfarna daga. Bókin beinlínis dró mig inn á sögusviðið og leið mér stundum eins og ég væri viðstaddur. Jafnvel um borð í sexæringnum fann ég fyrir nístandi kuldanum. Þetta er bókin þar sem ljóð í Paradísarmissi er örlagavaldurinn mikli, og einn stakkur skilur milli lífs og dauða.
Textinn er einstaklega myndrænn og meitlaður. Persónulýsingar skýrar, og síðast en ekki síst er atburðarásin þannig að bókin heldur manni svo sannarlega við lesturinn. Bók sem vissulega er hægt að mæla með.
Í kynningu forlagsins segir:
"Sagan gerist fyrir meira en hundrað árum, fyrir vestan, inni í firði, á milli hárra fjalla, eiginlega á botni heimsins, þar sem sjórinn verður stundum svo gæfur að það er hægt að fara niður í fjöru til að strjúka honum.
Strákurinn og Bárður róa um nótt á sexæringi út á víðáttur Djúpsins að leggja lóðir. Þar bíða þeir fram á brothættan morgun eftir fiskinum sem hefur synt óbreyttur um hafið í 120 milljón ár. Þótt peysurnar séu vel þæfðar smýgur heimskautavindur auðveldlega í gegn. Það er stutt á milli lífs og dauða, eiginlega bara ein flík, einn stakkur.
Jón Kalman Stefánsson hefur þrisvar sinnum verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlanda: Fyrst fyrir bókina Sumarið bak við brekkuna, svo Ýmislegt um risafurur og tímann og nú síðast fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin, sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2005".
Bloggaranum fannst það ánægjulegt að langafi hans kom við sögu framarlega í bókinni, en á bls. 19 er minnst á kennslubók Jóns Ólafssonar í enskri tungu. Um enskukver Jóns "English made easy" og "Vesturfara túlkur" er fjallað aftarlega í grein Steinunnar Einarsdóttur "Þegar Íslendingar fóru að læra ensku". Svo er það spurning hvort "Lárus sýslumaður" sem kemur oftar en einu sinni fyrir í sögunni sé Lárus H. Bjarnason sem var um skeið bæjarfógeti og sýslumaður í Ísafjarðarsýslu, þ.e. afabróðir bloggarans, en þetta eru nú bara persónulegar hugrenningar sem vöknuðu við lestur þessarar ágætu bókar.
Á vefsíðu útgáfufyrirtækisins Bjarts er skýrt frá nýlegu bréfi Gallimard útgáfunnar:
Þar segir svo m.a. í lauslegri þýðingu (leturbreytingar eru mínar):
Það er mér mikil heiður, fyrirgefið mikil, mikill heiður, að geta loks sagt ykkur að við hjá Gallimard höfum ákveðið að kaupa þýðingarréttinn á bók Jóns Kalmans Stefanssonar, Himnaríki og helvíti. Jon Kalman er höfundur sem á heima á útgáfulista okkar. Hann er frábær viðbót fyrir okkur, fyrirtæki sem getur státað af að hafa gefið út helstu risa heimsbókmenntanna. Nú er komið að Jóni Kalman Stefánssyni. Þegar við hjá Gallimard tökum höfund um borð þá er það til að fara í langa og skemmtilega siglingu. Útgáfan okkar er eins og glæst listisnekkja. Við siglum ekki í höfn fyrr en við höfum látið alla lesandi borgara Frakklands og helst allan heiminn vita að Jon Kalman er eitt af stærstu nöfnum evrópskra nútímabókmenntanna.
Það er eitthvað mikið að gerast! Gaman verður að fylgjast með Jóni Kalman á næstu árum.
Hver veit nema Leshringurinn taki fyrir einhverja af bókum Jóns Kalman í framtíðinni? Það væri áhugavert.
Bækur | Breytt 2.1.2008 kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 14. október 2007
Doris Lessing hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels.
Viðtal við Doris Lessing í RÚV vakti svo sannarlega áhuga minn á að kynnast henni nánar, og varð til þess að ég fór að lesa mér til um höfundinn. Í viðtalinu kom hún fram sem einstaklega hógvær, greindarleg og elskuleg 87 ára kona, sem eiginlega virkaði mun yngri. Það var greinilega stutt í prakkarann. Önnur ástæða, og ekki síðri, er að ég hef tekið þátt í svokölluðum Leshring hér á blogginu en Leshringurinn, þar sem nokkrar umræður spunnust um Lessing, hefur náð að kveikja áhuga hjá mér og fleiri bloggurum á lestri góðra bóka. Nú á haustmánuðum hafa verið lesnar bækur eftir Milan Kundera, Þorvald Þorsteinsson og Braga Ólafsson.
Við lestur minn um viðburðarríkt líf Doris Lessing varð ég margs vísari. Nú skil ég betur hvað liggur að baki skrifum hennar og hvað hefur mótað hana í æsku.
Líf hennar hefur verið ævintýri líkast. Hún hefur búið í Persíu (nú Íran), Rhódesíu (nú Zimbabwe), Suður Afríku og London. Mikill bókaormur í æsku. Gekk tvisvar í kommúnistaflokk, bæði í Rhódesíu og London, en yfirgaf hann endanlega þegar hún sá hvernig hann var í reynd í Sovétríkjunum. Tvígift þriggja barna móðir sem hefur upplifað miklar breytingar í heimsmálunum. Höfundur um 50 titla.
Viðhorf hennar til lífsins og tilverunnar finnst mér mjög áhugavert og féll vel. Hún virðist eiga auðvelt með að hrista upp í fólki. Tilsvör hennar við spurningum oft hnyttin, og eru það enn þrátt fyrir háan aldur. Hún byrjar daginn á að fara á fætur klukkan fimm til að gefa fuglunum við tjörn sem er nærri húsi hennar áður en hún sest við skrifborðið klukkan níu. Á erfitt með að láta verk úr hendi falla.
Hún fæddist 1919 við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Faðirinn var var mikið fatlaður og bitur vegna stríðsins, en móðirin mjög drífandi og fluttist með fjölskylduna milli landa í þeirri von að skapa þeim tækifæri. Æska hennar var því mjög erfið á köflum, blanda af miklum sársauka og nokkurri ánægju, eins og segir á vefsíðu hennar. Móðir hennar var mjög ákveðin og setti börnum sínum strangar lífsreglur. Doris var sett í nokkurs konar trúboðsskóla þar sem nunnurnar hræddu hana með sögum um helvíti og fordæmingu. Hún hefur skýrt frá því að einsemdin á afskekktum bóndabænum hafi orðið til að auðga ímyndunaraflið. Þar var oft á tíðum lítið annað hægt að gera en að láta hugann reika. Hún segir að svo geti vel verið að góðir rithöfundar hafi margir einmitt átt hamingjusnauða æsku. Skáldsögur hennar eru sjálfsævisögulegar og byggja margar á reynslu hennar í Afríku. Það er ljóst að lífið þar hefur mótað æsku hennar verulega og ritstörf síðar á ævinni.
Hún segir einhversstaðar að hún hafi verið verið mjög þvermóðskufull í æsku og mest notað þrjú orð "I will not!". Hún var mikill bókaormur og las ýmsar bækur sem börn voru ekki vön að lesa, sumar nánast "fullorðinsbækur". Krókurinn beygðist snemma hjá henni, því hún skrifaði leikrit (einþáttung) aðeins 10 ára gömul þar sem söguhetjurnar voru konungar úr ritverkum Shakespears! Hún fluttist að heiman aðeins 15 ára gömul til að losna undan ströngum aga móðurinnar og byrjaði þá að skrifa sögur sem hún seldi tímariti í Suður Afríku. Skólagöngu hennar lauk þegar hún var 13 ára, en hún hefur viðað að sér gríðarlegum fróðleik með lestri og sjálfsnámi.
Vefsíðan http://www.dorislessing.org er mjög góð og auðvelt að gleyma bæði stað og stund þegar farið er þar inn. Þar má hlusta á viðtöl, hlusta á brot úr upplestri, lesa viðtöl í ýmsum tímaritum, lesa umsagnir um bækur o.fl. Vel þess virði að koma þar við.
Líklega hafa verið þýddar um 8 bækur eftir Doris Lessing á Íslensku.
Í Leshringnum, sem ég minntist á í upphafi pistilsins, lásum við bókina Lífið er annars staðar, eftir Milan Kundera. Ævi hans á yngri árum var mjög litrík og mótaði hann mjög sem rithöfund. Óneitanlega fór ég að bera Kundera og Lessing saman í huganum og þóttist skynja eitthvað sameiginlegt. Þó eru bækur þeirra ekkert líkar og fjalla um mjög ólík málefni. Samt er kannski eitthvað í eðli þeirra beggja sem mér hugnast vel, eitthvað sem erfitt er að koma orðum að. Líklega er það erfið og margslungin æska sem hefur mótað báða þessa höfunda á sérstakan hátt.
Krækjur:
Doris Lessing - A Retrospective. Mjög áhugaverður vefur helgaður skáldinu.
Viðtal við Doris Lessing í sjónvarpi RÚV.
"Doris Lessing Reflects on World Change" Viðtal í Washington Post.
"More is Lessing" Viðtal í The Standard.
"Flipping through her golden notebook At 86, Doris Lessing reflects on fiction, world war, feminism and the '60s" Viðtal í San Francisco Chronicle.
Bækur | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 4. október 2007
Upphaf geimaldar 1957. Spútnik 50 ára í dag 4. október
Fyrir réttum 50 árum, 4. október 1957, skutu Rússa á loft litlum gervihnetti sem þeir kölluðu Spútnik. Spútnik þýðir "ferðafélagi". Óhætt er að segja að þá hafi heimurinn breyst og aldrei orðið samur síðan. Kapphlaupið um geiminn var hafið. Geimskotið varð til þess að NASA var stofnað 1958.
Mikil skelfing greip um sig í Bandaríkjunum, en geimskotið kom öllum í opna skjöldu. Ljóst var að Rússar réðu yfir eldflaug sem borið gat kjarnorkusprengju heimsálfa á milli. Ekki er að undra að Bandaríkjamenn tóku atburðinn mjög alvarlega og lögðu mikið fé í rannsókir og tilraunir með eldflaugar.
Rússar höfðu ótvíræða forystu í geimferðum í mörg ár. Meðal annars sendu Þeir fyrsta geimfarann á braut um jörðu og fóru í fyrstu geimgönguna. Bandaríkjamenn fóru þó að saxa á forskotið. Kennedy hét því árið 1961 að maður yrði sendur til tunglsins áður en áratugurinn væri liðinn. Við þar var staðið eins og allir vita.
Ég man vel eftir þessum tíma og hve ég var spenntur. Fór út í garð eldsnemma morguns og sá Spútnik svifa yfir himininn eins og stjörnu sem var á fleygiferð beint fyrir ofan. Atburðurinn greyptist í minni stráksins unga. Man þetta nánast eins og það hefði gerst í gær.
Aðeins mánuði síðar sendu Rússar annan gervihnött á loft, Spútnik 2. Nú með hundinn Laiku innanborðs.
Krækjur:
Vefsíða NASA í tilefni afmælisins
Spútnik 50 ára, grein eftir Óla Tynes
Sonur Krústjoffs rifjar upp atburðinn
Svona hljómaði útsendingin frá Spútnik
The True Story of Laika the Dog
Sergey Korolyov, aðalhönnuður geimferðaáætlunar Sovétríkjanna
Bækur | Breytt s.d. kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 28. september 2007
Búrma: Hvar er alþjóðasamfélagið? Hvar eru Sameinuðu þjóðirnar?
Umheimurinn fylgist nú með því hvernig herforingjastjórn í Búrma (Myanmar) beitir valdi til að fangelsa, berja og drepa varnarlaust fólk.
Hvers vegna gerum við vesturlandabúar ekki neitt? Nákvæmlega ekki neitt? Eru atburðirnir of langt í burtu? Kemur þetta okkur ekkert við? Er okkur nákvæmlega sama þar sem við eigum engra hagsmuna að gæta í Búrma?
Við eigum ekki að horfa aðgerðarlaus á það þegar þröngsýnir herforingjar beita illmennsku og hervaldi til að drepa og limlesta samlanda sína.
Nú berast fréttir af því að búið sé að loka netsambandi við landið. Er eitthvað hræðilegt að fara að gerast á næstu dögum?
Sýnum samstöðu! Gerum eitthvað í málinu!
Eitt sem hver og einn getur gert er að vekja athygli á málinu. Hugsanlega ýtir það við þeim emættismönnum okkar sem hafa möguleika á að þrýsta á t.d. Sameinuðu þjóðirnar. Margt smátt gerir eitt stórt. Hver munkur í Búrma hefur lítil áhrif, en þegar þeir koma saman og eru samstíga, þá gerist eitthvað mikið eins og dæmin sanna. Höfum þá sem fyrirmynd.
Þessi síða er tileinkuð hinum hugrökku munkum í Búrma, þess vegna er hún í lit þeirra.
Netsamband við Myanmar rofið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 764863
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði