Færsluflokkur: Umhverfismál
Fimmtudagur, 8. janúar 2009
2008 var næst-óvirkasta ár sólar síðan 1913...
Eins og margir vita þá hefur sólin verið einstaklega óvirk undanfarna mánuði. Árið 2008 voru dagarnir sem engir sólblettir sáust samtals 266. Dagarnir hafa ekki verið fleiri síðan 1913 en þá voru þeir 311. Þetta er bara einn mælikvarði af mörgum um virkni sólar, en ekki sá nákvæmasti.
Það er lítið spennandi að fylgjast með sólinni þessa dagana eins og myndin hér að ofan ber með sér. Svo er líka lítið er um norðurljós eins og venjulega þegar sólin er óvirk...
Marga undanfarna mánuði hefur sólin verið nánast sviplaus. Enginn sólblettur. Fátt sem bendir til að sólsveifla 24 sé að hefjast en sólsveiflu 23 er að ljúka. Margir eru farnir að verða langþreyttir á biðinni.
Sólsveifla 22 stóð aðeins yfir í 9,8 ár en í nóvember síðastliðnum var sólsveifla 23 þegar orðin meira en 12,5 ár að lengd. Er sólsveifla 24 ótvírætt byrjuð? Sjá hér frá NASA í nóvember s.l: "I think solar minimum is behind us," says sunspot forecaster David Hathaway of the NASA Marshall Space Flight Center". Ekki eru alir sannfærðir um að svo sé.
Sem sagt: Sólsveifla 23 er þegar orðin 2,5 árum lengri en næstsíðasta sveifla sem bendir til hratt minnkandi virkni sólar. Það er greinilegt að sólin er nú þegar orðin löt. Hvers vegna? Það veit líklega enginn. En það er alls ekkert óeðlilegt við svona breytingar, í reynd bara eðlilegt. Stundum er sólin fjörug og vel virk, þess á milli róleg og óvirk. Það er því ekkert óeðlilegt við svona langa sólsveiflu, bara óvenjulegt.
Skin sólarinnar hefur aldrei verið stöðugt, því sólin er breytistjarna (variable star). Þekktar sveiflur eru a.m.k. fimm: 1) 11 ára Schwabe, 2) 22 ára Hale, 3) 90 ára Gleissberg, 4) 200 ára Suess, 5) 2300 ára Hallstatt. Þar sem þetta eru nokkuð reglulegar sveiflur ætti að vera hægt að nota þær til að spá fyrir um virkni sólarinnar í framtíðinni. Það hefur samt vafist nokkuð fyrir mönnum. Þó svo að stysta sveiflan sé oft nefnd 11-ára sveiflan er hún í reynd 9,5-13 ár. Svipaður breytileiki er á öðrum sveiflum þannig að erfitt er að spá nákvæmlega.
Sólin er breytistjarna eins og sést á myndinni hér fyrir neðan sem tekin er árlega yfir heila sólsveiflu. Myndin er tekin í útfjólubláu ljósi, og sést vel hve ásýnd sólar breytist gríðarlega á fáum árum. Í sýnilegu ljósi er munurinn miklu minni.
Nú getur verið fróðlegt að skoða síðustu upplýsingar um virkni sólarinnar. Hvernig er staðan í dag og við hverju má búast? Skoðum fáeinar myndir:
Myndin hér fyrir neðan sýnir fjölda sólblettalausra daga á ári síðan árið 1913. Árið 2008 lendir við hliðina á árinu 1913.
Fjöldi daga án sólbletta eftir síðasta hámark sólsveiflunnar er orðinn 510. Sólsveiflan númer 23 sem er að syngja sitt síðasta er sú lengsta síðan 1848. Verði sólin óvirk nokkra mánuði í viðbót gæti farið svo að metið frá 1790 verði slegið, en sú sólsveifla var undanfari Dalton lágmarksins svokallaða í virkni sólar. Sjá myndina hér fyrir neðan sem sýnir hvernið sólsveiflurnar frá 1760 hafa verið mislangar. Síðasta sólsveifla er lengst til hægri. Almennt gildir að löng sólsveifla fylgir lítilli virkni sólar.
Á næstu mynd má sjá sólblettafjöldann eins og hann er núna (blátt), og spá vísindamanna um næstu sólsveiflu (rautt). Takið eftir hvernig ferlarnir standast ekki lengur á. Það er harla ólíklegt að virkni sólar hrökkvi skyndilega af stað og nái rauða ferlinum á næstu mánuðum. Ferillinn er af vefsíðu NOAA/Space Weather Prediction Center.
Segulsvið sólar í sólkerfinu (Ap planetary index) hefur farið hratt minnkandi sem bendir til minnkandi virkni sólar. (Smella á mynd til að sjá stærri).
Geimgeislar hafa farið vaxandi samkvæmt mælingum hjá háskólanum í Oulu í Finnlandi. Við munum eftir kenningu Danans Dr. Henrik Svensmark sem bloggað var um hér. Henrik fylgist örugglega vel með þróun mála, enda er náttúran greinilega að gera tilraun sem vert er að fylgjast með.
Heildarútgeislun sólar hefur farið minnkandi. Myndin hér fyrir neðan er úr nýlegum fyrirlestri hins þekkta sólar-vísindamanns Hathaway Solar Activity Cycles - Past and Future.
Sagan hefur kennt okkur að næsta sólsveifla eftir langa sveiflu verður yfirleitt veik. 12,5 ár jafngilda sólblettatölu um 80 samkvæmt myndinni hér fyrir neðan.
Sumir muna eftir pistlinum: NASA tilkynnti í dag: Sólvindurinn aldrei verið minni í 50 ár frá 23. september.
Nýjasta spá Davíðs Hathaway:
Að lokum...
Það virðist vera orðið ótvírætt að virkni sólar hefur farið hratt minnkandi undanfarið. Hve mikil áhrif það hefur á veðurfar skal ósagt látið, en rétt að vera við öllu búinn. Það ræðst mikið af framhaldinu. Hugsanlega verða áhrifin lítil, en ef til vill allnokkur. Við getum lítið annað gert en beðið róleg og fylgst með því sem verða vill...
Svo gildir það auðvitað að sólin á það til að koma mönnum á óvart. Það er ekkert óeðlilegt við hegðun sólar um þessar mundir, það mætti frekar orða það þannig að hegðun hennar sé óvenjuleg. Stundum er sólin hress og fjörug, en dauf og löt þess á milli. Eiginlega eins og mannfólkið.
Hve mikil hefur hlýnun andrúmsloftsins verið undanfarinn áratug og hve mikil hefur aukningin á losun koltvísýring verið? Hve góð er fylgnin? Skoðum það seinna ef áhugi er fyrir...
Ítarefni:
- Um sólina á Stjörnufræðivefnum
- D. Hathaway: Solar Activity Cycles - Past and Future
- Lund Space Weather Center: Prediction of Solar Cycle 24
- Year Without a Summer
- Myndir af sólinni í ham
- Bloggpistill: Hnattkólnun í kjölfar hnatthlýnunar?
- Solarcycle24.com
Umhverfismál | Breytt 9.1.2009 kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 29. desember 2008
Tíu bestu stjörnuljósmyndir ársins 2008
Stjörnufræðin er einstaklega myndræn vísindagrein. Á hverju ári eru þúsundir ljósmynda teknar af undrum alheimsins, hvort sem er af stjörnuáhugamönnum, stjörnufræðingum eða sendiherrum jarðarbúa úti í sólkerfinu. Margar þessara mynda eru í gullfallegar og verðskulda sannarlega að sem flestir fái að njóta þeirra.
Sjá Stjörnufræðivefinn www.stjornuskodun.is
Myndirnar sem þar eru valdar sem tíu bestu stjörnuljósmyndir ársins 2008 voru fyrst og fremst valdar út frá fegurðargildi, en ekki síður vísindalegu.
Við hverja mynd er lýsing á því sem fyrir augun ber, enda eru fyrirbærin ekki síður áhugaverð en myndirnar fallegar.
Myndin hér fyrir ofan er ein þessara frábæru mynda. Við myndina stendur þessi skýring Sævars Helga Bragasonar:
Þessa ótrúlegu mynd af rykstormi við gljúfrakerfi á Mars tók Mars Reconnaissance Orbiter geimfarið. Mars Reconnaissance Orbiter er útbúið gríðarlega öflugum myndavélum sem gegna því hlutverki að kortleggja yfirborðið mjög nákvæmlega svo unnt sé að draga upp sögu fljótandi vatns á yfirborðinu. MRO gegnir auk þess hlutverki veðurtungls sem fylgist stöðugt með veðurfarinu á Mars. Stundum sér geimfarið storma verða til á yfirborðinu, líkt og á myndinni hér fyrir ofan.
Rykstormar á Mars verða til þegar vindur lyftir rykögnum upp af yfirborðinu og hátt upp í lofthjúpinn. Vatnsís í lofthjúpnum þéttist á rykagnirnar og mynda ljósleit ský. Stundum breytast litlir staðbundnir rykstormar sem þessi í einn risavaxinn hnattrænan rykstorm sem hylur allt yfirborðið svo aðeins hæstu tindar eldfjallanna á Mars standa upp úr.
Á hverju degi verða talsverðar breytingar í lofthjúpi Mars. Þessar breytingar má að hluta rekja til þess að á Mars eru engin höf eins og á jörðinni. Á jörðinni geyma höfin mikinn varma svo hitasveiflur hér eru ekki ýkja miklar milli dags og nætur. Yfirborð Mars er ein eyðimörk sem hitnar fljótt á daginn en kólnar jafnsnöggt á næturnar, líkt og í eyðimörkum jarðar. Daglegar hitasveiflur upp á 100°C sem endurspeglast í breytileika lofthjúpsins.
Veðurfarið á Mars er óskaplega heillandi og lærdómsríkt fyrir okkur sem lifum á tímum loftslagsbreytinga á jörðinni. Mars Reconnaissance Orbiter er sendherra jarðarbúa á rauðu reikistjörnunni og er ætlað að afhjúpa leyndardóma hennar.
Mynd: NASA/JPL-Caltech/MSSS
Skoðið hinar níu myndirnar á vefsíðunni www.stjornuskodun.is.
Tíu bestu stjörnuljósmyndir ársins 2008
Þriðjudagur, 16. desember 2008
Hvaða loftslagshlýnun? Þannig spyr prófessor Ole Humlum...
Frétt Morgunblaðsins í dag, bls. 17.
Allt bendir til þess að árið sem er að líða verði það kaldasta á öldinni og ekkert hefur hlýnað síðastliðin 10 ár. Samt halda margir að hlýnun lofthjúps jarðar sé í fullum gangi. Er ástæða til að staldra aðeins við og íhuga málin? Það er einmitt það sem prófessor Ole Humlum er að gera.
Vissulega hlýnaði á síðustu áratugum síðustu aldar og enn sem komið er hefur lofthitinn haldist þokkalega hár. Hann hefur þú ekki haldið áfram að hækka í nokkurn tíma. Því verður ekki á móti mælt.
Myndin sýnir þróun lofthita síðastliðin 10 ár, mælt á tvennan hátt.
Blái ferillinn er mæling frá gervihnöttum og rauði ferillinn hefðbundnar mælingar á jörðu niðri.
Græni ferillinn sýnir aukningu koltvísýrings.
Ferillinn er frá miðju þessu ári og er því ekki með nýjustu gögnum, en þau má sjá á vefsíðu prófessors Ole Humlum sem fjallað er um í fréttinni hér að ofan, www.climate4you.com
Umfjöllun Ole Humlum om loftslagsbreytingar
Árið 2008 er kaldasta árið það sem af er öldinni. Blogg eftir Emil Hannes.
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 06:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Föstudagur, 5. desember 2008
Veiðimaðurinn Óríon eða Aurvandill er meðal fegurstu stjörnumerkjanna...
Eitt glæsilegasta stjörnumerki himinsins fer að verða meira og meira áberandi á kvöldhimninum á næstu vikum. Nú þegar er farið að glitta í kollinn á veiðimanninum á miðju kvöldi, en innan skamms mun Aurvandill gnæfa yfir landi og þjóð á suðurhimninum. (Smella þrisvar á mynd til að stækka).
Í grísku goðafræðinni var Óríon hinn mikli veiðimaður og sonur Póseidons og Eruyale drottningar. Að öllum líkindum er þetta stjörnumerkið sem fornmenn nefndu Aurvandil og kemur fyrir í Snorra-Eddu. Aurvandill er sá sem ferðast um með björtu skini.
Tvær stjörnur í Óríon bera af. Það eru Rígel og Betelgás. Skoðum myndina sem er efst á síðunni.
Neðst til hægri í Óríon er bláleita stjarnan Rígel, bjartasta stjarna merkisins. Hún er 60 þúsund sinnum bjartari en sólin okkar, hún er mun heitari en sólin og í 900 ljósára fjarlægð. Er Rigel Aurvandilstá sem getið er um í Snorra-Eddu?
Næst bjartasta stjarna merkisins er hin gyllta Betelgás, efst í horninu vinstra megin. Betelgás er svokallaður rauður risi og er í um 600 ljósára fjarlægð og er þvermál hennar um 1000 sinnum meira en þvermál sólar. Samt er hún ekki nema um 20 sinnum efnismeiri. Væri Betalgás stödd þar sem sólin er, þá næði hún út fyrir braut Mars. Jörðin væri sem sagt langt inni í iðrum hennar. Það er undarlegt til þess að hugsa að þéttleiki hennar er aðeins einn milljónasti þéttleika vatns. Ef við reyndum að snerta á henni yrðum við einskins vör!
Í miðju merkisins eru þrjár stjörnur sem mynda belti Óríons. Þetta eru stjörnurnar Alnítak, Alnílam og Mintaka og hafa þær verið nefndar fjósakonurnar þrjár.
Í sverði Óríons er Sverðþokan fræga sem á máli stjörnufræðinga kallast M42. Þessar stjörnur í sverðinu hafa verið nefndar fjósakarlarnir. Demanturinn í sverðinu leynir sér ekki á myndinni efst á síðunni. Þetta er auðvitað sverðþokan fræga og ægifagra. Sjá myndina hér til hliðar.
Vel má greina þessa stjörnuþoku með venjulegum handsjónauka, og með góðum vilja jafnvel með berum augum þegar skyggni er gott og ljósmengun lítil.
Það sakar ekki að smella þrisvar á myndirnar af sverðþokunni og Óríon til að stækka þær.
Úr skáldskaparmálum Snorra-Eddu:
Þórr fór heim til Þrúðvanga, ok stóð heinin í hôfði honum. Þá kom til vôlva sá, er Gróa hét, kona Aurvandils ins frækna. Hon gól galdra sína yfir Þór, til þess er heinin losnaði. En er Þórr fann þat ok þótti þá ván, at braut myndi ná heininni, þá vildi hann launa Gró lækninguna ok gera hana fegna, sagði henni þau tíðendi, at hann hafði vaðit norðan yfir Élivága ok hafði borit í meis á baki sér Aurvandil norðan úr Jôtunheimum, ok þat til jartegna, at ein rá hans hafði staðit úr meisinum, ok var sú frerin, svá at Þórr braut af ok kastaði upp á himin ok gerði af stjôrnu þá, er heitir Aurvandilstá. Þórr sagði, at eigi myndi langt til, at Aurvandill myndi heim koma, en Gróa varð svá fegin, at hon mundi enga galdra, ok varð heinin eigi lausari ok stendr enn í hôfði Þór, ok er þar boðit til varnanar at kasta hein of gólf þvert, því at þá hrærist heinin í hôfði Þór. Eftir þessi sôgu hefir ort Þjóðólfr hvinverski í Haustlông.
Næstu vikur skulum við fylgjast með veiðimanninum Óríon eða Aurvandli vini okkar á kvöldin. Fylgjast með hvernig hann ferðast yfir stjörnuhimininn. Þessa dagana er hann byrjaður að sjást á suðausturhimninum síðla kvölds, en eftir nokkrar vikur fer hann að sjást hærra og hærra á lofti á suðurhimninum. Þá verður hann tignarlegur í meira lagi. Hann verður í hásuðri um níuleytið á kvöldin um miðjan febrúar.
Það er einhvernvegin þannig að við njótum stjörnuhiminsins miklu betur ef við þekkjum hann aðeins.
Aurvandill?
Krækjur:
Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Óríon? Sævar Helgi Bragason á Vísindavefnum.
Viking Age Star and Constellation Names
Lifandi kort: Stjörnuhimininn yfir Íslandi þessa stundina
Kortið uppfærist sjálfvirkt í hvert sinn sem þessi síða er opnuð
Kortið hér fyrir neðan er fengið að láni hjá Stjörnufræðivefnum, www.stjornuskodun.is
Kortið er einnig hægt að finna hjá www.astroviewer.com
Austur er til vinstri og norður upp. Óríon fer að sjást á suð-austur hluta kortsins (neðarlega vinstra megin) á miðju kvöldi nú í byrjun desember. Síðan færist hann á suðurhimininn ... Muna eftir að smella á "Refresh" eða takkann F5 til að fá ferska útgáfu af kortinu. Dagsetning og tími sést efst til hægri.
"We are all in the gutter, but some of us are looking at the stars" - Oscar Wilde
Umhverfismál | Breytt 6.12.2008 kl. 07:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Brettum upp ermar með bros á vör. Komum þjóðarskútunni á flot með samstilltu átaki :-)
Allir verða að bretta upp ermarnar nú þegar efnahagsumrótið skekur heimsbyggðina og þjóðarskútan er komin yfir brimrótið og upp í fjöru. Situr þar sem fastast.
Með bjartsýnina að vopni og bros á vör munum við sigrast á öllum erfiðleikum. Hugsum eins og stelpurnar okkar í Kvennalandsliðinu í knattspyrnu þegar þær svifu brosandi yfir ísilagðan Laugardagsvöll, ákveðnar í að sigra Íra. Þær fóru létt með það. Þá var gaman að vera Íslendingur. Eins munum við sigrast á öllum okkar vandamálum. Það mun ganga mun betur ef við erum bjartsýn.
Það þarf þó snör handtök. Engan tíma má missa. Skútan er fljót að grafast niður í sandinn og þá verður allt erfiðara. Allir sem vettlingi geta valdið verða að mæta til leiks og taka þátt í björgunaraðgerðunum. Mikilvægt er að allir séu samstíga og virki hugmyndaflugið til að finna ráð. Hugi að öllu, bæði stóru og smáu. Það gerðu menn þegar Baldvini Þorsteinssyni var bjargað af strandstað árið 2004 eins og allir muna. Þá sýndu menn útsjónarsemi, dugnað og þor. Fyrst og fremst voru menn allan tímann bjartsýnir.
Eitt af vandamálunum er að olían hefur lekið af þjóðarskútunni og hún er því vélarvana. Án vélarafls kemst hún ekki á flot. Í þjóðfélagið vantar fjármagn til að koma lífi í atvinnugreinarnar og það strax. Fyrirtæki eru að gefast upp. Fólk er farið að missa vinnuna. Atgervisflóttinn er byrjaður. Vandamálið versnar dag frá degi ef við gerum ekkert. Snúum því vörn í sókn. Látum ekki skútuna grafast í sandinn.
Hvar fáum við nægilega olíu til að sigla þjóðarskútunni frá strandstað til að koma henni í viðgerð? Hvar fáum við það afl sem þarf til að sigla henni á brott og á ný og betri mið? Hvernig getum við tryggt áhöfninni vinnu næstu mánuði meðan það versta gengur yfir og skútan er í slipp þar sem verið er að lagfæra dældirnar og aðrar skemmdir?
Við þurfum fyrst og fremst að finna leið til að bjarga okkur næstu mánuði og ár. Koma eins og kostur er í í veg fyrir atvinnuleysi og atgervisflótta, því fátt er eins hættulegt þjóðinni og það að missa stóran hluta þjóðarinnar úr landi.
Hvað sem mönnum kann að finnast um stóriðjur, þá yrði álverið í Helguvík, ef að framkvæmdum verður á næstu mánuðum, sá olíudropi sem við þurfum á vél þjóðarskútunnar til að ná henni frá strandstaðnum. Það getur skipt sköpum ef hægt er að finna vinnu fyrir 3000 manns við þessar framkvæmdir á næstu mánuðum. Auðvitað munu enn fleiri njóta þess óbeint þegar peningarnir fara að streyma um æðar efnahagskerfisins. Þannig fáum við vonandi nauðsynlegt fjármagn til að virkja frumkvöðla til nýsköpunar, fjármagn til að styðja við menntakerfið, heilbrigðiskerfið, menningu og listir. Ekki veitir af.
Auðvitað megum við ekki treysta á að einhvejar stórframkvæmdir komi til með að bjarga okkur. Þær gætu vissulega hjálpað svo um munar. Krafturinn er fólginn í okkur sjálfum fyrst og fremst. Þess vegna verðum við öll að hefjast handa. Hver á sínu sviði. Uppbygging Nýja Íslands er hafin!
Brettum upp ermar með bros á vör. Losum þjóðarskútuna af strandstað! Nóg er til af vinnufúsum höndum. Aðalatriðið er að hefjast handa, jafnvel þó hægt gangi í fyrstu. Framhaldið kemur síðan af sjálfu sér...
Nú er líklega komið yfrið nóg af kreppubloggi og kominn tími til að fjalla um áhugaverðari mál ... Eitthvað uppbyggilegra ...
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
majab
-
ragu
-
amadeus
-
andres08
-
apalsson
-
asabjorg
-
askja
-
astromix
-
baldher
-
biggibraga
-
bjarkib
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
bjorn-geir
-
blindur
-
bofs
-
brandarar
-
daliaa
-
darwin
-
duddi9
-
ea
-
egillsv
-
einari
-
einarstrand
-
elinora
-
elvira
-
emilhannes
-
esv
-
eyjapeyji
-
fhg
-
finder
-
finnur
-
fjarki
-
flinston
-
frisk
-
gattin
-
geiragustsson
-
gillimann
-
gretaro
-
gthg
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
gummibraga
-
gun
-
gutti
-
haddi9001
-
halldorjonsson
-
halldors
-
hlini
-
hof
-
hordurhalldorsson
-
hreinsamviska
-
hronnsig
-
hugdettan
-
icekeiko
-
ingibjorgelsa
-
jakobbjornsson
-
jakobk
-
johannesthor
-
johnnyboy99
-
jonaa
-
jonasgunnar
-
jonmagnusson
-
jonpallv
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
karljg
-
katrinsnaeholm
-
kikka
-
kje
-
klarak
-
kolbrunb
-
krissiblo
-
ksh
-
kt
-
lehamzdr
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalea
-
lucas
-
maeglika
-
maggij
-
maggiraggi
-
marinomm
-
martasmarta
-
marzibil
-
mberg
-
midborg
-
minos
-
morgunbladid
-
mosi
-
mullis
-
naflaskodun
-
nimbus
-
nosejob
-
omarbjarki
-
ormurormur
-
palmig
-
perlaoghvolparnir
-
peturmikli
-
photo
-
possi
-
prakkarinn
-
raggibjarna
-
rattati
-
ravenyonaz
-
redlion
-
rs1600
-
rynir
-
saemi7
-
sesseljamaria
-
sigfus
-
sigurgeirorri
-
sjalfstaedi
-
sjerasigvaldi
-
skari60
-
skulablogg
-
sleggjudomarinn
-
stebbix
-
steinibriem
-
steinnhaf
-
stinajohanns
-
stjornuskodun
-
storibjor
-
straitjacket
-
summi
-
tannibowie
-
thil
-
thjodarskutan
-
throsturg
-
toro
-
tryggvigunnarhansen
-
valdimarjohannesson
-
valdinn
-
vefritid
-
vey
-
vidhorf
-
vig
-
visindin
-
vulkan
-
kristjan9
-
arkimedes
-
kliddi
-
eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði