Færsluflokkur: Umhverfismál

Nýjar fréttir af Svensmark tilrauninni hjá CERN í Sviss...

 

Flestir kannast við kenningar danska vísindamannsins Dr. Henriks Svensmark prófessors varðandi hugsanleg áhrif geimgeisla á skýjafar og þar með áhrif á hitafar lofthjúpsins. Þessi kenning hefur vaðldið nokkrum titringi í vísindaheiminum. Hjá rannsóknarstofnuninni CERN eru menn á fullu að undirbúa rándýra tilraun þar sem reynt verður að komast að raun um hvort þessi kenning eigi við rök að styðjast. Tilraunin kallast CLOUD (Clouds Leaving OUtdoor Droplets).

Þær fréttir voru að berast að þokuhylkið stóra þar sem hægt verður að líkja eftir aðstæðum í lofthjúpnum er komið. Líkt verður eftir geimgeislum með orkumiklum öreindahraðli. Þessi tímamót eru áfangi eftir þriggja ára rannsóknar og þróunarstarf við undirbúning tilraunarinnar.

Sjá fróðlega umfjöllun um þennan áfanga á vefsíðu CERN: On Cloud nine. Þar er m.a. smá vídóklippa.

 

Fyrir fáeinum dögum hélt Jasper Kirkby hjá CERN erindi. Í kynningu erindisins segir:

 

The current understanding of climate change in the industrial age is that it
is predominantly caused by anthropogenic greenhouse gases, with
relatively small natural contributions due to solar irradiance and volcanoes.
However, palaeoclimatic reconstructions show that the climate has
frequently varied on 100-year time scales during the Holocene (last 10 kyr)
by amounts comparable to the present warming - and yet the mechanism or
mechanisms are not understood. Some of these reconstructions show clear
associations with solar variability, which is recorded in the light
radio-isotope archives that measure past variations of cosmic ray intensity.
However, despite the increasing evidence of its importance, solar-climate
variability is likely to remain controversial until a physical mechanism is
established.


Estimated changes of solar irradiance on these time scales appear to be too
small to account for the climate observations. This raises the question of
whether cosmic rays may directly affect the climate, providing an effective
indirect solar forcing mechanism. Indeed recent satellite observations -
although disputed - suggest that cosmic rays may affect clouds. This talk
presents an overview of the palaeoclimatic evidence for solar/cosmic ray
forcing of the climate, and reviews the possible physical mechanisms.
These will be investigated in the CLOUD experiment which begins to take
data at the CERN PS later this year.

 


Glærur sem Kirkby notaði eru hér. Það er að finna mjög mikinn fróðleik.

Hægt er að hlusta og horfa á erindið með því að smella hér.

Löng grein eftir Jasper Kirkby Cosmic Rays and Climate er hér.

Hér er lýsing á verkefninu. Þetta er m.a. listi yfir þær stofnanir sem koma að verkinu, tímaáætlun, kostnaðaráætlanir og áætlanir um fjölda starfsmanna sem vinna munu að verkefninu. Þetta skjal er  frá árinu 2006 þegar smíði tækjabúnaðins var að hefjast.

 

Nú eru hjólin greinilega farin að snúast. Hvað skyldi koma út ú þessari tilraun hjá CERN? Mun hún renna stoðum undir kenningar Svensmark?  Ef svo fer, mun það þá skekja vísindaheiminn svo um munar?

Það er auðvitað allt of snemmt að vera með einhverjar getgátur, en hugsanlega verðum við einhvers fróðari á næsta ári.

 

Úr viðtali við Kirkby:

"I think the evidence for a link between reconstructions of past climate change and solar activity is too strong to ignore," explains Jasper Kirkby, Spokesperson for the CLOUD experiment. "There are a lot of observations showing that variations of the sun seem to be affecting the climate, but we don’t yet know what the mechanism for this is."

 

"The aim of CLOUD is to understand whether or not cosmic rays can affect clouds and climate, by studying the microphysical interactions of cosmic rays with aerosols, cloud droplets and ice particles." This is one of the possible mechanisms for solar-climate variability since the solar wind – the stream of charged particles ejected from the sun – varies over time and affects the intensity of the cosmic rays that reach the Earth.

 

"The whole process is well understood except for whether or not cosmic rays do indeed affect clouds. If that process can be established then I think solar-climate variability will very rapidly change from being a controversial subject to one with a lot of respectability. If, on the other hand, we rule out the process then this will allow us to focus on other mechanisms that might be causing the link."

 

 

Sjá umfjöllun um kenninguna í bloggpistlinum frá 7. feb. 2007:

Byltingarkennd kenning dansks vísindamanns skekur vísindaheiminn.

 

Smella tvisvar á mynd til að stækka.

 

 

Þessir háskólar og stofnanir standa að verkefninu:

University of Aarhus, Institute of Physics and Astronomy, Aarhus, Denmark

University of Bergen, Institute of Physics, Bergen, Norway

California Institute of Technology, Division of Chemistry and Chemical Engineering, Pasadena, USA

CERN, Geneva, Switzerland

Danish National Space Center, Copenhagen, Denmark

Finnish Meteorological Institute, Helsinki, Finland

Helsinki Institute of Physics, Helsinki, Finland

University of Helsinki, Laboratory of Aerosol and Environmental Physics, Helsinki, Finland

University of Kuopio, Department of Applied Physics, Kuopio, Finland

Lebedev Physical Institute, Solar and Cosmic Ray Research Laboratory, Moscow, Russia

University of Leeds, School of Earth and Environment, Leeds, United Kingdom

Leibniz Institute for Tropospheric Research, Leipzig, Germany

University of Mainz, Institute for Atmospheric Physics, Mainz, Germany

Max-Planck Institute for Nuclear Physics (MPIK), Heidelberg, Germany

University of Missouri-Rolla, Cloud and Aerosol Sciences Laboratory, Rolla, USA

State University of New York at Albany, Atmospheric Sciences Research Center, New York, USA

Paul Scherrer Institute, Laboratory of Atmospheric Chemistry, Switzerland

University of Reading, Department of Meteorology, Reading, United Kingdom

Rutherford Appleton Laboratory, Space Science & Particle Physics Depts., Chilton, United Kingdom

Tampere University of Technology, Department of Physics, Tampere, Finland

University of Vienna, Institute for Experimental Physics, Vienna, Austria


 

 


Er mikil eða lítil fylgni milli koltvísýrings og lofthita jarðar? Hvers vegna var magn CO2 gríðarlegt áður fyrr?

 

Svarti ferillinn sýnir styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu síðastliðin 600 milljón ár. Eftirtektarvert er hve mikill hann hefur verið meirihluta tímans, þ.e. miklu meiri en í dag. Í dag er magnið um 380 ppm (um 4 mólekúl af hverjum 10.000), en fyrir um 550 milljón árum hefur styrkurinn verið um 20 sinnum meiri en fyrir upphaf iðnbyltingarinnar, en þá var styrkurinn um 280 ppm. Það má greina á ferlimum lengst til hægri.

Blái ferillinn sýnir hitastig lofthjúps jarðar.

 

Hvernig ætli standi á því að hitastigið er ekki í takt við magn koltvísýrings?

Hvers vegna rauk hitastig lofthjúpsins ekki upp úr öllu valdi?

Hvers vegna hefur styrkur  koltvísýrings (CO2) verið svona gríðarmikill?

Hvaða áhrif hafði þetta á lífríki jarðar?

 

 

Sjá þessa ritrýndu grein eftir Robert A Berner prófessor við Yale háskóla.

Geocarb III: A Revised Model of Atmospheric CO2 over Phanerozoic Time

http://earth.geology.yale.edu/~ajs/2001/Feb/qn020100182.pdf

http://www.ajsonline.org/cgi/content/abstract/301/2/182

Robert A. Berner and Zavareth Kothavala

Department of Geology and Geophysics, Yale University, New Haven, Connecticut 06520-8109

 AJS

 

 

Myndin hér fyrir neðan er úr greininni.

RCO2 á lóðrétta ásnum er hlutfallslegt magn CO2 miðað við það sem er nú. "RCO2=The ratio of mass of CO2 at time t to that at present (t=0)".  Semsagt, magn CO2 hefur í jarðsögunni náð yfir 20 sinnum meira en að undanförnu, og yfirleitt verið verulega meiri, a.m.k. miðað við síðastliðin 600 milljón ár.

 geocarbiii_co2_sensitivity.png

 

Hitaferillinn á efstu myndinni er samkvæmt Christopher R Scotese

---

 

Í fyrirsögn pistilsins spurði sá sem ekki veit:

Er mikil eða lítil fylgni milli koltvísýrings og lofthita jarðar? Hvers vegna var magn CO2 gríðarlegt áður fyrr?

 

 


Leyndardómur skýjanna í loftslagsbreytingum... Myndbönd.

 

inlab.png
 
"The Cloud Mystery is a scientific detective story".

 

Í þessari fróðlegu dönsku kvikmynd The Cloud Mystery er fjallað um hinar nýstárlegu kenningar Henriks Svensmark um mögulegar ástæður loftslagsbreytinga. Myndin er yfirleitt með ensku tali en dönskum texta. Stundum öfugt...  Myndin er frá árinu 2008.


Myndin er mjög vel gerð og auðskilin. Þeir sem ánægju hafa af undurfögrum myndum af himingeimnum verða ekki fyrir vonbrigðum. Smile

The Cloud Mystery er frá DR - Danmarks Radio. Sjá hér.

Í myndinni koma fram nokkrir þekktir vísindamenn. Sjá hér

Um kenninguna. Sjá hér

 

Um þessa merkilegu kenningu er fjallað í bloggpistlinum frá 20. feb. 2007 Byltingarkennd kenning dansks vísindamanns skekur vísindaheiminn.  Þar er kenningin útskýrð á einfaldan hátt í eins konar "5 mínútna námskeiði". Einnig var bloggað um málið 1. janúar 2007 í pistlinum Merkileg tilraun: Geimgeislar, ský og loftslagsbreytingar.  Bloggarinn skrifaði reyndar fyrst um þessa kenningu fyrir 11 árum eða árið 1998, sjá hér og hér.

 svensmark-clouds.gif

Hvað er eiginlega svona merkilegt við þessa "byltingarkenndu kenningu", spyr væntanlega einhver.

Skoðið myndina vinstra megin.

Rauði ferillin er geimgeislar, en styrkur þeirra mótast af breytilegri virkni sólar.

Blái ferillin er þéttleiki skýjahulunnar upp í 3,2 km hæð, skv. skýjamyndum úr gervihnöttum.

Takið eftir hve ótrúleg samsvörun er milli ferlanna.

Skýjahulan er breytileg eftir virkni sólar, og skýin virka sem gluggatjöld sem opnast örlítið þegar virkni sólar eykst, en lokast þegar virkni sólar minnkar.

Takið eftir hve mikil breyting í skýjahulu þetta er. Breytingin er um 2% sem getur breytt orkuinnstreymi sólar um 1,2 wött á fermetra, og það aðeins mælt yfir eina sólsveiflu, eða 11 ár. Nú þekkja menn nokkun vegin breytingu í styrk geimgeisla undanfarnar aldir. Hafi þeir haft viðlíka áhrif á skýjafar má  má áætla að það hafi breyst um 3% yfir frá lokum Litlu  ísaldar og orkuinnstreymið (forcing) um 2 W/m2 (wött á fermetra). Það væri í sjálfu sér nóg til að útskýra alla hækkun hitastigs frá Litlu ísöldinni til vorra daga. (Meira hér).

Að sjálfsögðu er þetta ennþá tilgáta, en samt ákveðnar vísbendingar.  Áhugavert í meira lagi Smile

Er það tilviljun að ferlarnir falla svona vel saman?    Kannski og kannski ekki...   

Auðvitað á eftir að sannreyna þessa kenningu, en margir eru bjartsýnir. Það er full ástæða til að fylgjast með.  Sumir vísindamenn telja að mikið geti verið til í Svensmark kenningunni, en aðrir ekki. Það gerir svosem ekkert til, "The great thing about science is that it's self correcting" er haft eftir Carl Sagan.  Tilraun (SKY) sem lofar góðu hefur staðið yfir um árabil í Danmörku. CERN  er að undirbúa mikla tilraun (CLOUD) og er jafnvel von á niðurstöðum á næsta ári. Síðast en ekki síst er náttúran sjálf að gera mikla tilraun þessi árin. Virkni sólar er nefnilega að minnka, styrkur sólvindsins að minnka og geimgeislar að aukast. Skyldi skýjafarið einnig aukast?

 

Myndin fjallar ekki um hin svokölluðu gróðurhúsaáhrif, heldur um náttúrulegar sveiflur.

 

Í kynningu Danmarks Radio segir:

 

The film that inconveniently could turn the climate debate upside down.


The Cloud Mystery is a scientific detective story
. It tells how a Danish scientist, Henrik Svensmark, through pioneering experiments in a basement in Copenhagen, solved the mystery of how supernova explosions in our Galaxy and variations in the Sun govern climate changes on the Earth.

Henrik Svensmark has discovered a new kind of aerial chemistry - triggered off by events in our galaxy - that determine the magnitude of clouds in our atmosphere. His discovery introduces a paradigm shift in meteorology. Now we have to re-evaluate the causes of global warming.


A film crew has for 10 years documented how Henrik Svensmark struggles the to find the physical evidence of a celestial climate driver. The film demonstrates that science can be a rough place to be if you are in opposition to the established “truth”.

The Cloud Mystery is aimed at a wide audience. Astonishing pictures from our Galaxy , the Sun and cloud formations are mixed with spectacular animations to simplify the science. Comments by astronomers, geologists and climate experts will convey their sense of adventure, and give scientific weight to the discoveries presented.

Lars Oxfeldt Mortensen has produced and directed a number of international acclaimed documentaries. He is the winner of numerous awards including CirCom Regional, Monte Carlo and Télé Science.

 

Góð vefsíða sem fjallar um myndina er: www.thecloudmystery.com
Þar er m.a fjallað um vísindamennina sem koma fram í myndinni.

 


 

( Hafi Sjónvarpið áhuga á þessari mynd frá Danmarks Radio þá er krækjan hér: DR International Sales.)

 

 Örstutt kynning á vísindamönnunum sem koma fram í myndinni. Nánar hér.
 
 
Dr. Henrik Svensmark prófessor er yfirmaður Centre for Sun-Climate Research, við DTU Space, Danmarks Tekniske Universitet. Hann er höfundur kenningarinnar um áhrif geimgeisla á hitafar jarðar, nokkuð sem kallast auðvitað Svensmark Effect.
Vefsíða: DTU Space.
 
 
Dr. Nir Shaviv prófessor við Hebrew University of Jerusalem. Hann er meðal annars þekktur fyrir kenningu sína varðandi ferðalag sólkerfis okkar um spíralarma Vetrarbrautarinnar og hugsanleg áhrif þess á hin miklu hlýskeið (hothouse) og kuldaskeið (icehouse) sem koma á um 150 milljón ára fresti.
Vefsíða: Hebrew University     Blogsíða: ScienceBits.com
 
 
Dr. Ján Veizer prófessor í  jarðfræði við University of Ottawa, Kanada. Hann er meðal fremstu vísindamanna á sínu sviði og gjörþekkir hina 4.500.000.000 ára sögu jarðarinnar.
 
 
Dr. Eigil Friis-Christensen prófessor við Danmarks Tekniske Universiyet er forstöðumaður DTU Space. Árið 1991 uppgötvaði hann ásamt  Knud Lassen samband milli lengdar sólsveiflunnar og hitastigs lofthjúps jarðar.
Vefsíða: DTU Space
 
 
 
 
Dr. Eugene Parker prófessor Emeritus í eðlisfræði og stjarneðlisfræði við University of Chicago. Hann er etv. þekktastur fyrir að hafa sagt fyrir um sólvindinn árið 1958.

 
 
 
Dr. Richard Turco prófessor í loftslagsfræðum við University of California Los Angeles (UCLA) og forstöðumaður umhverfsisstofnunar skólans. Hann hefur m.a. unnið við rannsóknir á skýjamyndun vegna flugumferðar

Vefsíða: UCLA

 

 

 
 
Dr. Paal Brekke er Norðmaður og stjarneðlisfræðingur sem m.a. unnið hefur á vegum SOHO verkefnis NASA. Auk þess starfar hann á vegum ESA, Evrópsku geimrannsóknarstofnunarinnar. Paal Brekke er  sérfræðingur í eðli okkar sönnu dagstjörnu, sólarinnar.

 
Vefsíða: Paal Brekke
 



Skoðaðu nú myndbandið vel og hlustaðu á hvað þessir virtu vísindamenn segja. Skrifaðu svo álit þitt í athugasemdirnar!

 Myndinni er skipt niður í 6 myndbönd þar sem YouTube á erfitt með að sýna hana í einu lagi. Það hentar ágætlega að skoða myndina í áföngum Wink.

 Smá brella: Ef myndbandið hnökrar vegna þess að sambandið er hægvirkt, þá er best að setja það af stað og stöðva strax. Þá ætti það að hlaðast inn. Myndbandið er sett aftur af stað þegar rauða strikið neðst í myndfletinum er orðið sæmilega langt...

Vilji maður skoða myndbandið í fullri stærð, þá þarf að fara á viðkomandi YouTube síðu með því að smella á myndflötinn. Eftir það er hægt að láta myndina fylla út í skjáinn með tákninu sem er neðst til hægri.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Álit þitt...?

 


Frétt NASA í dag: Sólin í djúpri lægð...

Í dag birtist greinin sem er hér fyrir neðan á vefsíðu NASA. Þar er fjallað um hegðun sólar sem hefur ekki sést í hartnær öld.  Á vefsíðunni segir:  "We're experiencing a very deep solar minimum" og "This is the quietest sun we've seen in almost a century"

Allar mælingar sýna það sama: Sólblettatalan, sólvindurinn, heildarútgeislun og útgeislun radíóbylgna sýna svo ekki verður um villst að sólin er komin í djúpa og óvenjulega lægð.

Í tölvupósti frá NASA í dag þar sem vefsíða þeirra er kynnt segir: NASA Science News for April 1, 2009: How low can it go? The Sun is plunging into the deepest solar minimum in nearly a century.

Um þessar breytingar er einnig fjallað í pistlinum 8. janúar: "2008 var næst-óvirkasta ár sólar síðan 1913"

Sjá frétt NASA frá í dag hér fyrir neðan, eða hlusta:

(Myndirnar má stækka með því að tví-smella á þær).

 --- --- ---

 NASA - National Aeronautics and Space Administration Science@NASA Web Site

http://science.nasa.gov/headlines/y2009/01apr_deepsolarminimum.htm?list1078000

Deep Solar Minimum

04.01.2009

+ Play Audio | + Download Audio | + Email to a friend | + Join mailing list

April 1, 2009: The sunspot cycle is behaving a little like the stock market. Just when you think it has hit bottom, it goes even lower.

2008 was a bear. There were no sunspots observed on 266 of the year's 366 days (73%). To find a year with more blank suns, you have to go all the way back to 1913, which had 311 spotless days: plot. Prompted by these numbers, some observers suggested that the solar cycle had hit bottom in 2008.

Maybe not. Sunspot counts for 2009 have dropped even lower. As of March 31st, there were no sunspots on 78 of the year's 90 days (87%).

It adds up to one inescapable conclusion: "We're experiencing a very deep solar minimum," says solar physicist Dean Pesnell of the Goddard Space Flight Center.

"This is the quietest sun we've seen in almost a century," agrees sunspot expert David Hathaway of the Marshall Space Flight Center.

see caption

Above: The sunspot cycle from 1995 to the present. The jagged curve traces actual sunspot counts. Smooth curves are fits to the data and one forecaster's predictions of future activity. Credit: David Hathaway, NASA/MSFC. [more]

Quiet suns come along every 11 years or so. It's a natural part of the sunspot cycle, discovered by German astronomer Heinrich Schwabe in the mid-1800s. Sunspots are planet-sized islands of magnetism on the surface of the sun; they are sources of solar flares, coronal mass ejections and intense UV radiation. Plotting sunspot counts, Schwabe saw that peaks of solar activity were always followed by valleys of relative calm—a clockwork pattern that has held true for more than 200 years: plot.

The current solar minimum is part of that pattern. In fact, it's right on time. "We're due for a bit of quiet—and here it is," says Pesnell.

But is it supposed to be this quiet? In 2008, the sun set the following records:

A 50-year low in solar wind pressure: Measurements by the Ulysses spacecraft reveal a 20% drop in solar wind pressure since the mid-1990s—the lowest point since such measurements began in the 1960s. The solar wind helps keep galactic cosmic rays out of the inner solar system. With the solar wind flagging, more cosmic rays are permitted to enter, resulting in increased health hazards for astronauts. Weaker solar wind also means fewer geomagnetic storms and auroras on Earth.

A 12-year low in solar "irradiance": Careful measurements by several NASA spacecraft show that the sun's brightness has dropped by 0.02% at visible wavelengths and a whopping 6% at extreme UV wavelengths since the solar minimum of 1996. These changes are not enough to reverse the course of global warming, but there are some other, noticeable side-effects: Earth's upper atmosphere is heated less by the sun and it is therefore less "puffed up." Satellites in low Earth orbit experience less atmospheric drag, extending their operational lifetimes. That's the good news. Unfortunately, space junk also remains longer in Earth orbit, increasing hazards to spacecraft and satellites.

see caption

Above: Space-age measurements of the total solar irradiance (brightness summed across all wavelengths). This plot, which comes from researcher C. Fröhlich, was shown by Dean Pesnell at the Fall 2008 AGU meeting during a lecture entitled "What is Solar Minimum and Why Should We Care?"

A 55-year low in solar radio emissions: After World War II, astronomers began keeping records of the sun's brightness at radio wavelengths. Records of 10.7 cm flux extend back all the way to the early 1950s. Radio telescopes are now recording the dimmest "radio sun" since 1955: plot. Some researchers believe that the lessening of radio emissions is an indication of weakness in the sun's global magnetic field. No one is certain, however, because the source of these long-monitored radio emissions is not fully understood.

All these lows have sparked a debate about whether the ongoing minimum is "weird", "extreme" or just an overdue "market correction" following a string of unusually intense solar maxima.

"Since the Space Age began in the 1950s, solar activity has been generally high," notes Hathaway. "Five of the ten most intense solar cycles on record have occurred in the last 50 years. We're just not used to this kind of deep calm."

Deep calm was fairly common a hundred years ago. The solar minima of 1901 and 1913, for instance, were even longer than the one we're experiencing now. To match those minima in terms of depth and longevity, the current minimum will have to last at least another year.

see captionIn a way, the calm is exciting, says Pesnell. "For the first time in history, we're getting to see what a deep solar minimum is really like." A fleet of spacecraft including the Solar and Heliospheric Observatory (SOHO), the twin STEREO probes, the five THEMIS probes, ACE, Wind, TRACE, AIM, TIMED, Geotail and others are studying the sun and its effects on Earth 24/7 using technology that didn't exist 100 years ago. Their measurements of solar wind, cosmic rays, irradiance and magnetic fields show that solar minimum is much more interesting and profound than anyone expected.

Above: An artist's concept of NASA's Solar Dynamics Observatory. Bristling with advanced sensors, "SDO" is slated to launch later this year--perfect timing to study the ongoing solar minimum. [more]

Modern technology cannot, however, predict what comes next. Competing models by dozens of top solar physicists disagree, sometimes sharply, on when this solar minimum will end and how big the next solar maximum will be. Pesnell has surveyed the scientific literature and prepared a "piano plot" showing the range of predictions. The great uncertainty stems from one simple fact: No one fully understands the underlying physics of the sunspot cycle.

Pesnell believes sunspot counts will pick up again soon, "possibly by the end of the year," to be followed by a solar maximum of below-average intensity in 2012 or 2013.

But like other forecasters, he knows he could be wrong. Bull or bear? Stay tuned for updates.


Ekkert hlýnað síðastliðin ár...

Humm...  Er ekki eitthvað athugavert við þessa frétt? "Hraði hlýnunar sögð meiri en talið var"  Halo

Skoðið hitaferilinn hér fyrir neðan. Hann sýnir hitabreytingar í lofthjúpnum síðastliðin 30 ár. Ferillinn nær frá árinu 1979 fram að síðustu mánaðamótum.

Hver hefur þróunin verið á undanförnum árum? Hvað finnst þér? Hefur jörðin hlýnað hratt á þessari öld? Hvar er þessi "hraði hlýnunar" sem á að hafa aukist samkvæmt fyrirsögn fréttarinnar?

 

uah_lt_since_1979_810359.jpg

 


Myndin hér fyrir ofan sýnir frávik í hitafari lofthjúps jarðar frá 1979 til loka febrúar síðastliðinn, samkvæmt gervitunglamælingum. Teiknaður hefur verið inn sveigður ferill sem er útreiknuð fjórðu gráðu margliða sem sýnir tilhneiginguna. Svokölluð "trend" lína. Á myndinni hafa verið afmörkuð fyrirbæri sem stafa að eldgosinu í Pinatubo (kólnun) árið 1991 og El-Nino (hitatoppur) í Kyrrahafinu árið 1998.

Myndin er frá vefsíðu Dr. Roy Spencer.

 

Ef einhver er ekki sáttur við hitamælingar gerðar með gervihnöttum, þá er rétt að skoða myndina hér fyrir neðan. Á henni má sjá hitaferla frá öllum helstu stofnunum sem sjá um hitamæligögn lofthjúps jarðar.

 

 

 

RSS MSU og  UAH MSU ferlarnir eru frá gervihnöttum.

NCDC, GISS og HadCRUT3 eru samkvæmt hefðbundnum mælingum á jörðu niðri.

Þessum ferlum ber nokkuð vel saman,

Myndin er frá vefsíðu prófessors Ole Humlum í Osló:  climate4you.com

 

Í fréttinni er verið að fjalla um hlýnun á síðustu árum. Hvar er þessi hlýnun ?   Bloggarinn á erfitt með að koma auga á hana. Undecided

 

Vissulega hlýnaði lofthjúpurinn á síðustu öld  eins og myndin hér fyrir neðan sýnir. En eftir aldamótin síðustu hefur þróunin snúist við. Hvað verður veit enginn. Þrír möguleikar eru í stöðunni:

- Lofthiti fari kólnandi á næst árum.
- Lofthiti standi meira og minna í stað.
- Aftur fari að hlýna eftir eitthvað hik.

 


Myndin er frá vefsíðu prófessors Ole Humlum í Osló:  climate4you.comMæligögnin eru frá hinni virtu stofnun The Hadley Centre.

Ferillinn sýnir hitabreytingar frá síðustu áratugum Litlu ísaldarinnar svokölluðu. Litlu ísöldinn var að ljúka um 1900 og þá fór að hlýna, enda varla við öðru að búast, eða hvað? Woundering

 

 

Tækni & vísindi | mbl.is | 12.3.2009 | 20:15

Hraði hlýnunar sögð meiri en talið var

Vísindamenn, sem eru samankomnir á alþjóðlegri loftlagsráðstefnu í Kaupmannahöfn í Danmörku, segja að nú þegar séu komin fram dæmi um alvarlegustu áhrifin af völdum loftlagsbreytinga, þ.e. skv. því sem Sameinuðu þjóðirnar hafa spáð að gæti gerst.

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að vísindamennirnir hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir vilja vekja athygli stjórnmálaleiðtoga heimsins á sex lykilþáttum. Þeir segja jafnframt að það sé aukin hætta á skyndilegum veðurfarbreytingum eða breytingum sem verður ekki snúið við.

Bent er á að jafnvel minniháttar hækkun á hitafari geti haft áhrif á milljónir jarðarbúa, sérstaklega í þróunarlöndunum.

Þá benda þeir á að flest tækin í baráttunni við gróðurhúsalofttegundir séu þegar til staðar

 

 "Svo gengur það til í heiminum, að sumir hjálpa erroribus á gang,
og aðrir leitast síðan við að útryðja aftur þeim sömu erroribus.
Hafa svo hvorirtveggju nokkuð að iðja"

                                                                                                          Árni Magnússon handritasafnari


mbl.is Jörðin hlýnar hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvenjuleg alþjóðleg ráðstefna um hnatthlýnun hefst í dag...

Í dag 8. mars hefst í New York ráðstefna um hnatthlýnun sem stendur í þrjá daga. Hún er um margt óvenjuleg. 

Meðal fyrirlesara verða Dr. Vaclav Klaus forseti Tékklands og Evrópusambandsins, Dr. Richard Lindzen heimsþekktur loftslagsfræðingur og prófessor við MIT, Dr. Harrison Schmitt geimfari sem gengið hefur um á tunglinu, Dr. Nir Shaviv stjarneðlisfræðingur og prófessor, Dr. Willie Soon stjarneðlisfræðingur við Harvard Smithsonian, Monckton lávarður, Dr. Roy Spencer loftslagsfræðingur sem sér um úrvinnslu hitamæligagna frá gervihnöttum, Dr. Fred Goldberg sem hélt erindi í Norræna húsinu í fyrra,  ásamt fjölmörgum öðrum sem allir eiga það sameiginlegt að vera efasemdarmenn varðandi hnatthlýnun.


Stuttan lista yfir fyrirlesarana, sem segðir verða yfir 70, má sjá hér. Þar á meðal eru fjölmargir þekktir vísindamenn.

 

Dagskrána ásamt nánari kynningu á fyrirlesurum má finna hér. Sjá bls. 13-28.  Meðal fyrirlesara eru loftslagsfræðingar, veðurfræðingar, stjarneðlisfræðingar, eðlisfræðingar, jarðfræðingar, umhverfisfræðingar, verkfræðingar, stærðfræðingar, hagfræðingar, lífeðlisfræðingur, haffræðingur, mannfræðingur, tunglfari, ...

Margir þessara manna eru með doktorspróf og sumir háskólaprófessorar. Enginn frýr þessum mönnum vits.

 

Vefsíða ráðstefnunnar er hér.

 

 

Það verður fróðlegt að fylgjast með hver niðurstaða þessarar óvenjuleg ráðstefnu verður.

 

 

Það er eiginlega merkilegt til þess að hugsa til þess að svona margir mætir menn skuli efast um hnatthlýnun af mannavöldum...  Að hugsa sér...  Hvað í ósköpunum eru þeir eiginlega að hugsa?
Er ekki bannað að efast? 
Halo  Woundering  Errm

 

 --- --- ---

 

 Umfjöllun um ráðstefnuna:

 

 International Herald Tribune

 

Skepticism on Climate Change

Þar segir m.a:

"...Skepticism and inquiry go to the essence of scientific progress. It is always legitimate to challenge the existing "consensus" with new data or an alternative hypothesis. Those who insist that dissent be silenced or even punished are not the allies of science, but something closer to religious fanatics.... In the Canadian province of Alberta, the Edmonton Journal found, 68 percent of climate scientists and engineers do not believe "the debate on the scientific causes of recent climate change is settled..."

 

 

Smella þrisvar á mynd til að stækka:

 

The 2009 International Conference on Climate Change

 

 


Hnatthlýnun í biðstöðu næstu 30 árin?

 

 

Ísilögð Thames árið 1677

 Ísilögð Thames 1695 þegar sólin var í mikilli lægð sem kallast Maunder Minimum
(Þrísmella á mynd til að stækka)

 

 

Greinin hér fyrir neðan birtist á Discovery vefnum 2. mars. Þar er vitnað í grein í ritrýnda vísindaritinu Geophysical Research Letters þar sem spáð er áratugalangri kólnun í kjölfar hnatthlýnunar. Þetta eru ekki ný tíðindi því þetta hefur verið í umræðunni undanfarinn áratug eða jafnvel lengur, eins og bloggarinn hefur áður fjallað um, m.a. í þessum pistli frá 30. júní síðastliðnum: Hnattkólnun í kjölfar hnatthlýnunar?

 

 

 

Global Warming: On Hold?

Michael Reilly, Discovery News
 
 
/* */
Warming, What Warming?
Warming, What Warming? | Discovery News Video
 

March 2, 2009 -- For those who have endured this winter's frigid temperatures and today's heavy snowstorm in the Northeast, the concept of global warming may seem, well, almost wishful.

But climate is known to be variable -- a cold winter, or a few strung together doesn't mean the planet is cooling. Still, according to a new study in Geophysical Research Letters, global warming may have hit a speed bump and could go into hiding for decades.

Earth's climate continues to confound scientists. Following a 30-year trend of warming, global temperatures have flatlined since 2001 despite rising greenhouse gas concentrations, and a heat surplus that should have cranked up the planetary thermostat.


"This is nothing like anything we've seen since 1950," Kyle Swanson of the University of Wisconsin-Milwaukee said. "Cooling events since then had firm causes, like eruptions or large-magnitude La Ninas. This current cooling doesn't have one."

Instead, Swanson and colleague Anastasios Tsonis think a series of climate processes have aligned, conspiring to chill the climate. In 1997 and 1998, the tropical Pacific Ocean warmed rapidly in what Swanson called a "super El Nino event." It sent a shock wave through the oceans and atmosphere, jarring their circulation patterns into unison.

How does this square with temperature records from 2005-2007, by some measurements among the warmest years on record? When added up with the other four years since 2001, Swanson said the overall trend is flat, even though temperatures should have gone up by 0.2 degrees Centigrade (0.36 degrees Fahrenheit) during that time.

The discrepancy gets to the heart of one of the toughest problems in climate science -- identifying the difference between natural variability (like the occasional March snowstorm) from human-induced change.

But just what's causing the cooling is a mystery. Sinking water currents in the north Atlantic Ocean could be sucking heat down into the depths. Or an overabundance of tropical clouds may be reflecting more of the sun's energy than usual back out into space.

"It is possible that a fraction of the most recent rapid warming since the 1970s was due to a free variation in climate," Isaac Held of the National Oceanic and Atmospheric Administration in Princeton, New Jersey wrote in an email to Discovery News. "Suggesting that the warming might possibly slow down or even stagnate for a few years before rapid warming commences again."

Swanson thinks the trend could continue for up to 30 years. But he warned that it's just a hiccup, and that humans' penchant for spewing greenhouse gases will certainly come back to haunt us.

"When the climate kicks back out of this state, we'll have explosive warming," Swanson said. "Thirty years of greenhouse gas radiative forcing will still be there and then bang, the warming will return and be very aggressive."

 

--- --- ---

 

Fyllist fjörvi
feigra manna,
rýður ragna sjöt
rauðum dreyra.
Svört verða sólskin
um sumur eftir,
veður öll válynd.
Vituð ér enn eða hvað?

 

Vituð ér enn eða hvað? Svo spyr völvan aftur og aftur í Völuspá. Er þetta erindi fyrsta langtímaveðurspá sögunnar?

En völvan segir síðar:

    Munu ósánir
    akrar vaxa,
    böls mun alls batna,
    ...
    Vituð ér enn  eða hvað?

 

 



Eitt er víst, hitafarið gengur í bylgjum. Sumar öldurnar eru stuttar og kallast þá veður, en aðrar eru lengri og kallast þá loftslagsbreytingar.

 



 

 

 

Þá vitum vér það...    eða þannig...

 


Er bráðnun jökla virkilega okkur mönnum að kenna? Spyr sá sem ekki veit...

 

 

Fréttabréf Jöklarannsóknafélagsins er alltaf áhugavert. Í síðasta fréttabréfinu er fróðleg grein eftir Odd Sigurðsson jarðfræðing. Þar segir meðan annars: 

"Jöklar styttust á 37 mælistöðvum, 5 gengu fram og 1 stóð í stað. Jafnt og þétt
gengur á jöklana og eru þeir nú vandfundnir sem standa framar en þeir gerðu
fyrir um 4 öldum. Hvarvetna birtist undan jöklunum land sem menn hafa ekki
séð síðan í kaþólskum sið".

Auðvitað vaknar áleitin spurning. Hvernig var Ísland í kaþólskum sið? Hvernig í heiðnum sið? Hvernig aldirnar áður en landið byggðist? 

Hvernig má það vera að jöklar hafi verið minni þá en í dag?

Við teljum okkur vita að losun manna á koltvísýringi (CO2) á síðustu árum nemi um 0,01%, þ.e. hafi valdið aukningu úr 0,028% í 0,038% eins og velþekkt er,  eða með öðrum orðum, að mennirnir hafi bætt við einni sameind af CO2 við hverjar 10.000 sameindir andrúmslofts. Ef þessi eina sameind af 10.000 hefur valdið bráðnun jökla á síðustu áratugum, hvað varð þess þá valdandi að jöklar voru fyrirferðalitlir á öldum áður?  Skil ekki ... Halo

 

Þeir sem eru sannfærðir um að bráðnun jökla á síðustu öld séu okkur að kenna vinsamlegast rétti upp hönd...  

Einnig eru þeir beðnir um að útskýra hvers vegna jöklar voru svona litlir í "kaþólskum sið".  Var það ef til vill trúarhiti manna sem bræddi jökulinn?  Wink   

Er hætta á að jöklar fari að stækka aftur eins og þeir fóru að gera um siðaskiptin? 

Bloggarinn er forvitinn og vill gjarnan fá skýringar á þessum málum.  Það er alltaf óþægilegt að vera ekki viss í sinni sök, eða þannig...  (Ekki er verið að spyrja um hverju menn trúa, heldur um beinharðar staðreyndir).  Orðið er laust!  Smile

 

 

 Sjá Árbók Landgræðslu ríkisins 1995-1997

 

 

Kortið efst á síðunni er frá árinu 1772. Sjá hér.  Þar er Vatnajökull enn nefndur sínu forna nafni Klofajökull.

 

 

Ítarefni

Bókin Jöklaveröld - Náttúra og mannlíf  kom út haustið 2004. Hér er um að ræða mikið ritverk í ritstjórn Helga Björnssonar jöklafræðings sem hefur verið lengi í smíðum og er skrifað af fjölmörgum fræðimönnum á ýmsum sviðum. Bókin skiptist í 11 kafla og er meginviðfangsefnið náttúra Vatnajökuls og mannlíf við rætur hans.

Í bókinni kemur m.a. fram hið mikla hlýskeið sem ríkti á jörðinni, þegar jöklar voru litlir sem engir á Íslandi fyrir 6000 árum, síðan mikið kuldaskeið er jöklar mynduðust og stækkuðu ört, hlýskeiðið á landnámsöld þegar jöklar voru mun minni en í dag og þjóðleið lá yfir Vatnajökul sem þá nefndist Klofajökull, litla ísöldin þegar jöklar gengu fram og óðu jafnvel yfir bújarðir nærri Vatnajökli, og síðan aftur hlýskeið sem hófst eftir 1890, þegar jöklar tóku að hopa á nýjan leik. Sannkallaðar öldur aldanna. Hvað veldur?

Þetta er ein áhugaverðasta bók sem komið hefur út í langan tíma. Fróðlegt er að lesa um breytilega stærð jökla, hafís við Ísland, gróðurfar, veðurfar, efnahag og mannlíf. Meira um bókina hér.

 

 

 

„Á landnámsöld og fram eftir öldum voru jöklar hér sem annars
staðar á landinu langtum minni en nú er. Jökulhetta var á
Hnappafelli, eins og Öræfajökull var nefndur í öndverðu, og
skriðjöklar teygðu sig þar eitthvað niður eftir hlíðum. Vatnajökull
var til en langtum minni en síðar varð, hugsanlega að mestu skorinn
sundur í tvo eða þrjá jökulskildi, enda lengst af kallaður
Klofajökull. Meginskriðjöklarnir frá honum voru litlir í samanburði
við það sem síðar varð. Það sem við köllum einu nafni
Breiðamerkurjökul voru þrjár skriðjökultungur sem óvíst er
hvort náðu að renna saman neðan við Mávabyggðir en sú nafngift
náði þá einnig yfir Esjufjöll. Jökuljaðarinn hefur þá legið allt
að 15 kílómetrum innar en nú er en utan við var slétta sem verið
hafði sjávarbotn í ísaldarlokin. Drjúgur hluti þessarar miklu
sléttu hefur verið gróinn og skógivaxinn á köflum eins og múlarnir
beggja vegna og þar var víða allþykkur jarðvegur.“

                Árbók Ferðafélags Íslands1993. Hjörleifur Guttormsson.

 

 

 Í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar, 8. tbl. 2004,  er fjallað um jarðir sem farið hafa undir jökul.

 

 Hlýindin fyrir árþúsundi: Medieval Warm Period Project.


Einn af yfirmönnum hinnar heimsþekktu rannsóknarstofu í loftslagsmálum The Hadley Centre varar við hræðsluáróðri ...

 

bbc_agw_neg-feedback

 

Smá útúrdúr fyrst í tilefni fréttar Morgunblaðsins: Á vef BBC er örstutt viðtal við vísindamanninn Chris Field hér, (uppfært 15/2: Búið að fjarlægja viðtalið) en þar snýr fréttamaðurinn öllu á hvolf þegar hann segir: "The fear is that increased global warming could set off what’s called negative feedback…..”     Sjálsagt hefur hann ætlað að segja positive feedback, en það sem orðið negative er miklu negatífara orð en positive verður honum á að segja negative, eða þannig... Grin  

Allir, sem hafa smá nasasjón af þessum málum, vita að "negative feedback" eða mótvirkni vinnur á móti loftslagshlýnun af mannavöldum. 

Sjálfsagt er þetta bull fréttamanni  BBC að kenna en ekki Dr. Chris Field sem er prófessor í líffræði hjá Stanford háskóla, sem minnir okkur á að það eru ekki allir vísindamenn IPCC loftslagsfræðingar. Dr. Chris Field er titlaður í frétt Mbl. sem "sem einn helsti sérfræðingur heims í loftslagsmálum". Fréttamenn BBC mættu gæta sín aðeins betur, því þeir eru gjarnir á að vera með nokkuð yfirdrifnar fréttir af hnatthlýnun.

Sjá einnig vef BBC hér.

Annars er rétt í þessu samhengi að vísa á  frétt sem birtist fyrir fáeinum dögum þar sem hin virta breska veðurstofa The Met Office varar vísindamenn beinlínis við að koma ítrekað fram með hamfaraspár (Apocalyptic predictions) eins og einmitt koma fram í frétt BBC.

Þar kveður við allt annan tón og er athyglisvert að lesa grein Dr. Vicky Pope sem er yfirmaður hjá hinni heimsþekktu og virtu rannsóknarstofnun í loftslagsmálum, The Hadley Centre sem heyrir undir  The Met Office.

Sjá grein í The Guardian hér 11. febrúar 2009: 


'Apocalyptic climate predictions' mislead the public, say experts.
Met Office scientists fear distorted climate change claims could undermine efforts to tackle carbon emissions.

 

"Experts at Britain's top climate research centre have launched a blistering attack on scientific colleagues and journalists who exaggerate the effects of global warming.

The Met Office Hadley Centre, one of the most prestigious research facilities in the world, says recent "apocalyptic predictions" about Arctic ice melt and soaring temperatures are as bad as claims that global warming does not exist. Such statements, however well-intentioned, distort the science and could undermine efforts to tackle carbon emissions, it says.

In an article published on the Guardian website, Dr Vicky Pope, head of climate change advice at the Met Office, calls on scientists and journalists to stop misleading the public with "claim and counter-claim...."  [meira á vef The Guardian].

 

og grein Dr. Vicky Pope er hér:


Scientists must rein in misleading climate change claims.
Overplaying natural variations in the weather diverts attention from the real issues.

 

 

News headlines vie for attention and it is easy for scientists to grab this attention by linking climate change to the latest extreme weather event or apocalyptic prediction. But in doing so, the public perception of climate change can be distorted. The reality is that extreme events arise when natural variations in the weather and climate combine with long-term climate change. This message is more difficult to get heard. Scientists and journalists need to find ways to help to make this clear without the wider audience switching off.

Recent headlines have proclaimed that Arctic summer sea ice has decreased so much in the past few years that it has reached a tipping point and will disappear very quickly. The truth is that there is little evidence to support this. Indeed, the record-breaking losses in the past couple of years could easily be due to natural fluctuations in the weather, with summer sea ice increasing again over the next few years. This diverts attention from the real, longer-term issues. For example, recent results from the Met Office do show that there is a detectable human impact in the long-term decline in sea ice over the past 30 years, and all the evidence points to a complete loss of summer sea ice much later this century.

This is just one example where scientific evidence has been selectively chosen to support a cause. In the 1990s, global temperatures increased more quickly than in earlier decades, leading to claims that global warming had accelerated. In the past 10 years the temperature rise has slowed, leading to opposing claims. Again, neither claim is true, since natural variations always occur on this timescale. For example, 1998 was a record-breaking warm year as long-term man-made warming combined with a naturally occurring strong El Niño. In contrast, 2008 was slightly cooler than previous years partly because of a La Niña. Despite this, it was still the 10th warmest on record.

The most recent example of this sequence of claim and counter-claim focused on the Greenland ice sheet. The melting of ice around south-east Greenland accelerated in the early part of this decade, leading to reports that scientists had underestimated the speed of warming in this region. Recent measurements, reported in Science magazine last week, show that the speed-up has stopped across the region. This has been picked up on the climate sceptics' websites. Again, natural variability has been ignored in order to support a particular point of view, with climate change advocates leaping on the acceleration to further their cause and the climate change sceptics now using the slowing down to their own benefit. Neither group is right and all that is achieved is greater confusion among the public. What is true is that there will always be natural variability in the amount of ice around Greenland and that as our climate continues to warm, the long-term reduction in the ice sheet is inevitable.

For climate scientists, having to continually rein in extraordinary claims that the latest extreme is all due to climate change is, at best, hugely frustrating and, at worst, enormously distracting. Overplaying natural variations in the weather as climate change is just as much a distortion of the science as underplaying them to claim that climate change has stopped or is not happening. Both undermine the basic facts that the implications of climate change are profound and will be severe if greenhouse gas emissions are not cut drastically and swiftly over the coming decades.

When climate scientists like me explain to people what we do for a living we are increasingly asked whether we "believe in climate change". Quite simply it is not a matter of belief. Our concerns about climate change arise from the scientific evidence that humanity's activities are leading to changes in our climate. The scientific evidence is overwhelming.

Dr Vicky Pope is the head of climate change advice at the Met Office Hadley Centre"

 

 ... Svo mörg voru þau orð hins virta vísindamanns.

  --- --- ---

 

Þróun lofthita undanfarinna 30 ára samkvæmt öllum helstu mælingum, bæði með gervihnöttum og á jörðu niðri, þar til um síðustu mánaðamót má sjá á myndinni hér fyrir neðan.

Frétt Mbl. fjallar um þróun lofthita á síðustu árum og í framtíðinni. Þar segir m.a: "Sérfræðingur í loftslagsrannsóknum segir, að hlýnun andrúmsloftsins sé mun meiri og hraðari en til þessa hafi verið talið og ljóst, sé að hitastig á jörðinni verði mun hærra í framtíðinni en áður var spáð. Ástæðan sé að losun gróðurhúsalofttegunda á árunum 2000-2007 var mun meiri en áður var talið." Á myndinni má sjá hvað raunverulega hefur átt sér stað frá aldmótum.

Græni ferillinn er frá The Hadley Centre sem fjallað var um hér fyrir ofan, en bláu og svörtu ferlarnir eru gervihnattamælingar.

Myndin er frá vefsíðunni Climate4you sem  prófessor Ole Humlum heldur úti.

(Smella tvisvar á mynd til að sjá stærri).

 

 

 

 

 Veðurfræðingurinn Antony Watts hefur ýmislegt um frétt BBC að segja á bloggsíðu sinni. Sjá hér.


mbl.is Hlýnun jarðar vanmetin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu lítið eða mikið er af CO2 í andrúmsloftinu? Umfjöllun um þetta og fleira á mannamáli, ef það er á annað borð hægt...

 

 

 

Hvað merkir það á mannamáli að styrkur CO2 í andrúmsloftinu sé 385 ppm?

Skilur einhver þá stærð? Er það mikið eða lítið? Líklega gera fáir sér grein fyrir hvað þetta þýðir á mannamáli. Tilgangur pistilsins er að reyna að skýra málið aðeins, svo og fáein önnur atriði.

(Gróðurhúsakenningin er algjört aukaatriði í þessum pistli, enda yfirgripsmikið mál.  Hér erum við að skoða almennt nokkra eiginleika þessarar frægu lofttegundar CO2 sem einnig gengur undir nafninu koltvísýringur eða jafnvel kolsýra. Sumt eru atriði sem ekki eru í daglegri umræðu).  

Vissulega virðist 385 ppm vera stór tala, en getur verið að hún sé örsmá?

385 ppm þýðir 385 milljónustu hlutar en það er aðeins 0,0385 %, eða því sem næst 0,039 %. Það eru heil 10.000 ppm í 1%.  Skammstöfunin ppm stendur fyrir "parts per million".

Með öðrum orðum: Aðeins 39 sameindir af hverjum 100.000 sameindum andrúmloftsins er CO2. 

Miðað við núverandi hraða á losun manna á CO2 tekur það um þrjú ár að bæta við einni sameind af 100.000, þannig að eftir þrjú ár verða væntanlega um 40 sameindir af hverjum 100.000 koltvísýringur.

Magn CO2 hefur aukist frá 0,0280 % í 0,0385 % frá því menn fóru að brenna kolum og olíu eftir að iðnbyltingin hófst fyrir um 250 árum.

Þar sem það er auðveldara að segja og skrifa 385 ppm en 0,0385 % er venjan að nota fyrri framsetninguna.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hvernig styrkur CO2 í andrúmsloftinu hefur aukist síðan reglulegar mælingar hófust. (Smella tvisvar á mynd til að sjá stærri og læsilegri). Takið eftir að lóðrétti skalinn er frá 0 til 600 ppm eða 0,06%.

 

 

Mauna Loa CO2


Myndin hér fyrir neðan er alveg eins rétt og myndin hér fyrir ofan. Samt virðist aukning CO2 vera miklu meiri. Hvers vegna? Jú, það er vegna þess að lóðrétti ásinn platar okkur. Myndin er þanin út eins og hægt er. Efri myndin gefur því réttari mynd þrátt fyrir allt, er það ekki?

co2-data-noaa.gif

 Hér virkar aukningin miklu meiri en á efri myndinni.

 

--- --- ---

 

Hve mikilli hækkun hitastigs veldur þessi örlitla viðbót CO2 í andrúmsloftinu?

Um það eru menn ekki sammála. Fræðilega veldur tvöföldun á CO2, t.d. úr 280 ppm í 560 ppm aðeins um 1°C hækkun hitastigs, ef ekkert annað kæmi til. Hvað er þetta "annað"?  Menn greinir á um hvort náttúran sé meðvirk, mótvirk eða hlutlaus. Þetta kallast "feedback" eða afturverkun.

Flestir virðast telja að náttúran sé meðvirk og magni  þessa hækkun hitastigs, þannig að tvöföldun CO2 gæti valdið t.d. 3°C hækkun hitastigs í stað 1°C. Sumir vísindamenn telja aftur á móti að náttúran sé mótvirk, þannig að hækkun hitastigs yrði minni en 1°C fyrir tvöföldun CO2.

Hér stendur hnífurinn í kúnni. Menn vita því miður ekkert um þetta í dag. Engar tilraunir eru til sem sýna fram á hvað er rétt. Þess vegna deila menn endalaust.

Dæmi um meðvirkni eða "positive feedback": Lofthiti hækkar aðeins -> Meiri uppgufun úr höfunum -> Meiri raki í loftinu en loftraki er öflug gróðurhúsalofttegund -> Enn meiri lofthiti ->Enn meiri uppgufun -> O.s.frv...

Dæmi um mótvirkni eða "negative feedback": Lofthiti hækkar aðeins -> Meiri uppgufun úr höfunum -> Meiri raki í loftinu sem veldur aukinni skýjamyndun -> Skýin valda minni inngeislun sólar -> Lofthitinn lækkar aðeins -> Lofthitinn finnur nýtt jafnvægi...

Málið er ótrúlega flókið eins og sjá má á myndinni sem er hér, og engin furða að það valdi endalausum deilum. Sum áhrif af þessum fjölmörgu sem sjást á myndinni vinna með, önnur á móti, en hver eru heildaráhrifin?

Meðvirkni?  Halo  Mótvirkni?

 

y18_confused.jpg

 

--- --- --- 

 

Ef tvöföldun CO2 veldur 1°C hækkun hvernig má það vera að fjórföldun veldur aðeins 2°C hækkun og áttföldun 3°C hækkun?

Þetta segir IPCC (Nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar) á vefsíðu sinni hér: Equilibrium GCM 2 x CO2 experiments commonly assume a radiative forcing equivalent to a doubling of CO2 concentration (for example from 300 ppmv to 600 ppmv). In fact the absolute concentrations are not especially important, as the temperature response to increasing CO2 concentration is logarithmic - a doubling from 500 to 1000 ppmv would have approximately the same climatic effect.

Ástæðan er sú að sambandið milli hitafars lofthjúpsins og styrks CO2 er logarithmiskt.  Á myndinni hér fyrir neðan sést þetta greinilega.  Takið eftir að fyrstu 20 ppm af CO2 hafa jafnmikil áhrif á hitastigið og öll hækkun CO2 frá 20 ppm upp í 300 ppm!

Það skiptir ekki máli hver hækkun hitastigsins fyrir tvöföldun CO2  er. Logaritmiska sambandið gildir alltaf eins og ferlarnir þrír sýna. Hækkunin er alltaf sú sama fyrir hverja tvöföldun í styrk CO2.

300 ppm -> 600 ppm, hækkun um 1°C      (Plús [eða mínus] áhrif vegna "feedback")
600 ppm -> 1200 ppm, hækkun um 1°C    (--"--)
1200 ppm -> 2400 ppm, hækkun um 1°C  (--"--)

 

 

Logarithmic CO2

(Á myndinni hér fyrir ofan eru þrír ferlar. Meðaltal hækkunar hitastigs við tvöföldun CO2 er um 1°C án "feedbacks". Það sem er áhugavert er hve ólínulegur ferillinn er og að áhrifin af hækkandi magni CO2 fara hlutfallslega síminnkandi. Ferlarnir byrja að breikka þar sem magnið er orðið 280 ppm (upphaf iðnbyltingar) og á breiði hluti ferlanna að sýna viðbótarhlýnun af mannavöldum, án nokkurrar afturverkunar (feedback).  Í dag er magnið 380 ppm, en yrði 560 ppm við tvöföldun). (Smella tvisvar á mynd til að sjá stærri og læsilegri).

 

 --- --- ---

 

Hvað valda náttúruleg gróðurhúsaáhrif mikilli hækkun hitastigs og hve mikil gæti hækkun hitastigs viðbótar gróðurhúsaáhrifum af mannavöldum verið?

Sem betur fer eru náttúrulegu gróðurhúsaáhrifin veruleg, því án þeirra væri ekkert líf á jörðinni. Hin náttúrulegu gróðurhúsaáhrif ná að hækka meðalhita jarðar um því sem næst 33°C, eða úr mínus 18° í plús 15 gráður.  Þar á vatnsgufan eða rakinn í andrúmsloftinu líklega mestan þátt, því vatnsgufan veldur 70-90% gróðurhúsaáhrifanna.

Það eru viðbótar gróðurhúsaáhrifin sem margir hafa áhyggjur af og stafa af losun manna á CO2 og öðrum gróðurhúsalofttegundum. Þessi viðbóta gróðurhúsaáhrif valda að hámarki 0,7°C hækkun hitastigs, en í reynd allnokkuð minni hækkun þegar náttúrulegar sveiflur hafa verið dregnar frá. Gróðurhúsaáhrif af mannavöldum valda því um 1 til 2% hækkun hitastigs umfram það sem hin náttúrulegu gróðurhúsaáhrif valda.  

Án hinna góðu gróðurhúsaáhrifa væri fimbulkuldi á jörðinni og lítið lífsmark Pinch.

 

 --- --- ---

 

Hvaða áhrif hefur aukið magn CO2 á gróður jarðar?

Áhrifin eru þau að gróðurinn vex hraðar og uppskera bænda verður meiri. Þetta eru hin jávæðu áhrif aukins magns CO2 í andrúmsloftinu. Myndin hér fyrir neðan er tekin fyrir utan gróðurhús á Íslandi, en bændur hleypa CO2 inn í gróðurhúsin til að ná meiri uppskeru. Plönturnar nota sólarljósið (eða raflýsinguna í gróðurhúsum) til að losa súrefnið (O) frá kolefninu (C). Þær hafa engar áhuga á súrefninu, en nýta kolefnið til að framleiða mjölvi og sykur Aukið magn CO2 í andrúmsloftinu hefur því góð áhrif á gróðurfar jarðar og ættu þess að sjást merki.

 

greenhouse-2.jpg

 

 --- --- ---

 

Er CO2 notað í matvælaiðnaði?

Vissulega. Brauð hefast eða lyftist vegna gerjunar á sykri og mjölvi, en við það myndast CO2 sem þenur deigið út. CO2 er að sjálfsögðu ómissandi í brauð, gosdrykki, bjór og kampavín  Smile. 

 

champagnecruiselarge.jpg

 

Í þessum pistli var almennt fjallað um eiginleika koltvísýrings. Ekki var hjá því komist að minnast aðeins almennum orðum á gróðurhúsaáhrifin, bæði þau náttúrulegu og af mannavöldum.  Það væri þó efni í annan pistil að fjalla meira um þau áhugaverðu og flóknu mál.

 

Ítarefni:

Wikipedia: Carbon Dioxide

Hvert væri hitastig jarðar án gróðurhúsaáhrifa? Sjá útreikninga hér á Wikipedia.

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 766352

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband