Almyrkvi tunglsins á vetrarsólstöðum 2010 og Bergþór í Bláfelli...

 

 

tofranott.jpg

 

Vonandi verður veður hagstætt á íslandi til að njóta tunglmyrkvans sem verður í hámarki klukkan 8:17 í fyrramálið.  Almyrkvinn stendur þó yfir milli klukkan 7:40 og 8:54, eiginlega á þeim tíma sem landsmenn fara til vinnu.

Í þetta sinn er almyrkvinn merkilegur atburður, því almyrkva á tungli hefur ekki borð upp á vetrarsólstöður síðan árið 1638, og næst verður það ekki fyrr en árið 2094. Hvað sem því líður, þá eru vetrarsólstöður einn merkilegasti tími ársins, því þá fer daginn að lengja aftur og  í hjörtum okkar fer að birta á nýjan leik. Við förum jafnvel að láta okkur dreyma um vorið...

Eiginlega er þessi mynd eins konar fjólublár draumur. Hún er tekin sunnudaginn 19. desember 2010, þ.e. tveim dögum fyrir vetrarsólstöður. Klukkan var ekki nema hálf fjögur, en samt var sólin ný gengin við viðar. Máninn var mættur til leiks.

Birtan var einstök og var bloggarinn nánast bergnuminn þar sem hann stóð við fossinn Faxa í Tungufljóti.  Litadýrðin var með ólíkindum, en erfitt er að ná slíkum töfraljóma á mynd.

Blái bjarminn er skuggi jarðar, en fjólublái eða bleiki liturinn ofar á himninum birta sólar sem var nýgengin til viðar.  Á myndinni faðmast dagurinn og nóttin og renna saman í eitt.

Var einhver á sveimi í töfrabirtunni þegar dagur og nótt runnu saman?
 
Í bakgrunni rís snævi þakið fjallið Bláfell. Þegar kristni fór að breiðast út um landið, bjó risinn Bergþór í Bláfelli ásamt konu sinni Hrefnu sem hvatti bónda sinn til að flytjast brott frá þessum óþolandi hávaða í kirkjuklukkunum niðri í byggðinni.  Hann fór hvergi en hún færði sig norður fyrir Hvítárvatn þar sem heitir Hrefnubúðir. 
 
Bergþór gerði sér dælt við byggðamenn og fór stundum suður í sveit til að nálgast nausynjar.  Eitt sinn á heimleið bað hann bóndann á Bergstöðum að gefa sér að drekka.  Bóndi fór heim og sótti drykkinn en Bergþór hjó með staf sínum holu í berg við túnfótinn.  Bergþór drakk nægju sína og þakkaði.  Sagði hann bónda að geyma jafnan sýru í holunni, ella hlytist verra af, og mundi hún þar hvorki frjósa né blandast vatni. Æ síðan hefur verið geymd sýra í kerinu og skipt um árlega. Verði misbrestur þar á verða landeigendur fyrir óhöppum.  Síðast gerðist það árið 1960 og missti þá bóndinn allar kýr sínar.
 
Þegar aldurinn færðist yfir Bergþór fór hann eitt sinn niður að Haukadal og bað bóndann um að tryggja sér legstað þar sem heyrðist klukknahljóð og árniður, og bað hann að flytja sig dauðan í Haukadal.

Til merkis um að hann væri dauður yrði göngustafur hans við bæjardyrnar í Haukadal.  Þá skyldi bóndi vitja hans í hellinum í Bláfelli og hafa að launum það, sem hann fyndi í kistli hans.  Bóndi fór eftir þessum tilmælum og fann ekkert annað en þurr lauf í kistlinum og lét þau vera.  Vinnumaður hans fyllti vasa sína af laufum og þegar þeir voru komnir niður í Haukadal með líkið, voru þau orðin að gulli.  Bóndinn lét jarða Bergþór norðan kirkjunnar þar sem er aflangur hryggur og bratt niður að Beiná.  Þar heitir nú Bergþórsleiði.  Hringurinn, sem var á göngustaf Bergþórs, er sagður prýða kirkjuhurðina.
 
Bergstaðir eru örskammt frá fossinum Faxa, handan Tungufljóts. Bergþór er enn þann dag í dag á sveimi á þessum slóðum og á marga vini. Þar á meðal þann sem þessar línur ritar þegar lengsta nótt ársins er rétt að hefjast...
 
Í fyrramálið mun tunglið svo klæðast sínum fegursta skrúða...
 
 
 
tunglmyrkvi2.jpg

 
 
 Stækka má myndir með því að smella tvisvar á þær.
---


Gamlir pistlar skrifaðir af svipuðu tilefni:

Laugardagur, 22. desember 2007 Vetrarsólstöður, hænufetið, tíminn og jólakveðja

Laugardagur, 20. desember 2008 Vetrarsólstöður 21/12: Bein útsending frá 5000 ára gömlu grafhýsi á Írlandi...

 

Gleðileg Jól


Bloggfærslur 20. desember 2010

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 766361

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband