Norðurljós og fegurð næturinnar...

 

 

Norðurljós 2009

 

Undarleg tilfinning fylgir því að standa undir stjörnubjörtum himni fjarri ljósmengun þéttbýlisins. Þá finnur maður til smæðar sinnar og hugur fullorðna barnsins fer á flug... Hvað er þarna uppi? Er einhver þarna að horfa niður til okkar, eða þannig? Ætti ég að prófa að senda honum kveðjur og veifa?

 

Humm... hugsar maðurinn með barnshjartað agndofa þar sem hann stendur einn úti í nóttinni undir ægifögrum stjörnuhimninum.  Tekur það ekki kveðjuna nokkur ár að berast til næstu stjarna eins og Proxima Centauri í Mannfáknum, og enn lengri tíma til annarra stjarna?       Jamm..., við getum þó að minnsta hugsað hlýlega til þessara geimvera, enda erum við víst sjálf einnig geimverur...
 

Þarna uppi eru milljónir milljóna stjarna og umhverfis margar svífa reikistjörnur. Sumar með lífi, jafnvel vitsmunalífi eins og á okkar reikistjörnu sem við nefnum Jörð. Þarna uppi eru stjörnumerkin sem gefa himninum líf, eins og Stóri Björn eða Karlsvagninn sem sjá má efst á myndinni.

 

"Landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt", kvað Tómas. Eins er það með næturhimininn. Um leið og litli maðurinn lærir nöfn á nokkrum stjörnumerkjum öðlast himininn líf. Hann fer að verða vinur manns. Vinur sem alltaf er nærri á dimmum vetrarkvöldum.

 

Enn undarlegri verður tilfinningin þegar himininn logar í norðurljósum sem sýna okkur dans sem þeim einum er lagið. Norðurljósin koma frá okkar eigin stjörnu, hinnar einu sönnu dagstjörnu sem veitir okkur birtu og yl.  Eins konar himnasending sem sólvindurinn ber til hinna örsmáu jarðarbúa sem halda að þeir séu í miðju alheimsins...

 

 

Smella má tvisvar á myndina til að stækka.

Myndin er tekin síðastliðið haust nærri Geysi með Canon EOS 400D / 17-85mm.  


Norðurljósin og krúttlegir ísbirnir...

Ljósmengun í þéttbýli og dreifbýli...


Bloggfærslur 7. febrúar 2010

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 115
  • Frá upphafi: 766643

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband