Norðurljós og fegurð næturinnar...

 

 

Norðurljós 2009

 

Undarleg tilfinning fylgir því að standa undir stjörnubjörtum himni fjarri ljósmengun þéttbýlisins. Þá finnur maður til smæðar sinnar og hugur fullorðna barnsins fer á flug... Hvað er þarna uppi? Er einhver þarna að horfa niður til okkar, eða þannig? Ætti ég að prófa að senda honum kveðjur og veifa?

 

Humm... hugsar maðurinn með barnshjartað agndofa þar sem hann stendur einn úti í nóttinni undir ægifögrum stjörnuhimninum.  Tekur það ekki kveðjuna nokkur ár að berast til næstu stjarna eins og Proxima Centauri í Mannfáknum, og enn lengri tíma til annarra stjarna?       Jamm..., við getum þó að minnsta hugsað hlýlega til þessara geimvera, enda erum við víst sjálf einnig geimverur...
 

Þarna uppi eru milljónir milljóna stjarna og umhverfis margar svífa reikistjörnur. Sumar með lífi, jafnvel vitsmunalífi eins og á okkar reikistjörnu sem við nefnum Jörð. Þarna uppi eru stjörnumerkin sem gefa himninum líf, eins og Stóri Björn eða Karlsvagninn sem sjá má efst á myndinni.

 

"Landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt", kvað Tómas. Eins er það með næturhimininn. Um leið og litli maðurinn lærir nöfn á nokkrum stjörnumerkjum öðlast himininn líf. Hann fer að verða vinur manns. Vinur sem alltaf er nærri á dimmum vetrarkvöldum.

 

Enn undarlegri verður tilfinningin þegar himininn logar í norðurljósum sem sýna okkur dans sem þeim einum er lagið. Norðurljósin koma frá okkar eigin stjörnu, hinnar einu sönnu dagstjörnu sem veitir okkur birtu og yl.  Eins konar himnasending sem sólvindurinn ber til hinna örsmáu jarðarbúa sem halda að þeir séu í miðju alheimsins...

 

 

Smella má tvisvar á myndina til að stækka.

Myndin er tekin síðastliðið haust nærri Geysi með Canon EOS 400D / 17-85mm.  


Norðurljósin og krúttlegir ísbirnir...

Ljósmengun í þéttbýli og dreifbýli...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aurora borealis. Falleg mynd. Húsavík sýnist mér.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 16:23

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ekki er þetta Húsavík Haukur .

Fjallið sem sést móta fyrir vinstra megin heitir Bjarnarfell, og Sandfell fyrir ofan Haukadalsskóg er hægra megin.  Ljósin eru frá Hótel Geysi.

Ágúst H Bjarnason, 7.2.2010 kl. 16:29

3 identicon

Flott mynd, er þetta tekið nýlega? Það er orðið svo langt síðan ég sá norðurljósin. Mér finnst eins og það hafi verið minna um þau í ár en oft áður?

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 20:31

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Segi eins og Haukur sveitungi minn að mér datt fyrst í hug Húsavík, en fjöllin eru ekki eins, falleg mynd.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.2.2010 kl. 20:32

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Rafn: Myndin er tekin 24. október síðastliðinn. Það er rétt, norðurljós hafa verið frekar sjaldséð undanfarna mánuði. Bæði er að á 11 ára fresti fer sólin í smá lægð og er þá yfirleitt minna um norðurljós. Auk þess var síðasta lægð í virkni sólar óvenju djúp og langvinn. Nú er sólin aftur á móti byrjuð að hressast aðeins, þannig að vonandi verður meira um norðurljós á næstu mánuðum og árum.

Ágúst H Bjarnason, 7.2.2010 kl. 21:11

6 identicon

Mikið er þetta falleg mynd hjá þér Ágúst af norðurljósunum og Karlsvagninum. Manstu hver lýsingartíminn var?

Sverrir Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 21:26

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Sverrir: EXIF myndarinnar gefur upp 15 sek,    f/5,6,  400  ISO,  17mm brennivídd (28mm jafngildi), 24.10.2009 kl. 20:13

Norðurljósin voru ekki mjög björt og skýjaslæða deyfði þau enn frekar.

Ágúst H Bjarnason, 7.2.2010 kl. 21:40

8 identicon

     Sæll Ágúst. Fegurð Himinsins á stjörnubjörtum nóttum verður varla lýst með orðum. Þegar horft er út í geimdjúpið með öllum sínum milljörðum stjörnuhverfa, þá efast maður ekki um að á óteljandi plánetum er líf á öllum þróunarstigum. alveg frá einfrumungum upp í háþróaðar vitsmunaverur. Vísindalega verður það líklega seint sannað en þessi pláneta okkar getur ekki verið sú einstaka undantekning, sem sannar regluna.

         Með kveðju.  Þorvaldur Ágústsson.

Þorvaldur Ágústsson (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 22:03

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Flott mynd.

Þú getur kannski frætt mig á því, Ágúst; er hægt að heyra í norðurljósum? Þegar ég var krakki þóttist ég heyra einhverskonar "hviss-hljóð" í logandi rafljósa himni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.2.2010 kl. 22:22

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hef reyndar ekki heyrt þetta, hvorki fyrr né síðar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.2.2010 kl. 22:23

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gunnar: Prófaðu að Googla aurora sound  

Það er töluvert fjallað um þetta mál, bæði með og á móti.  Sjá líka þessa síðu:

http://auroralsounds.tripod.com/

Ég hef sjálfur aldrei heyrt neitt :-)

Ágúst H Bjarnason, 7.2.2010 kl. 22:36

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hlustaði á tvo hljóð-fæla á síðunni sem þú vísar í og annar þeirra hljómar mjög líkt því sem ég heyrði árið 1970, þá 10 ára gamall.

E.t.v. er þetta oftast á tíðni sem við heyrum ekki?

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2010 kl. 07:14

13 identicon

svo falleg mynd

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 11:09

14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er rétt að fylgjast með norðurljósum næstu kvöld. Hver veit nema norðurljósin verði falleg, því óvenju stór sólblettur var að myndast um helgina. Hann sést líka á myndinni sem er á vinstri jaðar bloggsíðunnar. Smellið á þá mynd.

 

 http://spaceweather.com/images2010/08feb10/midi512_blank.gif?PHPSESSID=iuorc3e3euai8tu2qn7emb8mb2

Ágúst H Bjarnason, 8.2.2010 kl. 12:37

15 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mjög flott.

Marta B Helgadóttir, 9.2.2010 kl. 11:45

16 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Sólin hefur greinilega tekið við sér að undanförnu eins og Ágúst bendir á hér að ofan. Það má því kannski segja að sólsveifla 24 sé farin á fullt, eftir langa bið. Það hefur áhrif á blessuð norðurljósin.

Tilvitnun og mynd af heimsíðu Solarcycle24.com:

<blockquote>Solar Flux + Sunspot # - The solar flux reached a high of 95.5 with a daily average of 94 on Monday. This is a new record for Cycle 24. The sunspot number was 71. This is also a new record. </blockquote>

 

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.2.2010 kl. 22:31

17 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jæja, eitthvað fór myndin forgörðum, en tengillinn á síðuna er hér.

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.2.2010 kl. 22:33

18 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svatli. Nú kætast radíóamatörar því fjarskiptaskilyrðin á stuttbylgju eru háð sólvirkninni vegna jónahvolfsins sem endurkastar útvarpsbylgjum. Það er einmitt radíóamatör VE3EN sem heldur úti vefsíðunni  http://www.solarcycle24.com  og töluvert spjall um þau mál þar http://solarcycle24com.proboards.com/index.cgi?board=talk

Sjálfsagt eru íslenskir radíóáhugamenn líka spenntir: http://www.ira.is

Ágúst H Bjarnason, 10.2.2010 kl. 04:23

19 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það má bæta því við að á vinstri jaðar bloggsíðunnar er mynd sem uppfærist daglega. Myndin sýnir sólvirknina, mynd af sólinni með heiti sólbletta, magn CO2 og hitafrávik nýliðins mánaðar.

Ágúst H Bjarnason, 10.2.2010 kl. 06:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 762058

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband