Er hægt að ímynda sér nokkuð yndislegra en að vera utanhúss í kolsvarta myrkri...?

 

Andromeda vetrarbrautin


 

 
... Það er að segja undir tindrandi stjönnuhimni við jaðar hálendisins þar sem ljósmengun nútíma menningar er lítil og Vetrarbrautin okkar er eins og slæða yfir himininn. Hálfur himingeimurinn galopinn fyrir ofan. Stjörnuhrap. Gervitungl á sveimi....  Þetta er eins mögnuð upplifun og hægt er að hugsa sér. Maður fellur bókstaflega í stafi... Sæmilega hlýtt úti og algert logn. Alltaf er hægt að klæða af sér kuldann, en sama gildir ekki um hitann.  Þess vegna er gott að búa á Íslandi.  

Að vera einn í miðpunkti alheimsins og horfa upp... Með góða handsjónaukanum blasir önnur vetrarbraut við, við nefnum hana Andrómedu. Þar eru milljarðar sólstjarna og vafalaust milljónir reikistjarna með lífi. Vafalítið er þar víða líf sem er miklu þróaðra en hér niðri, hugsa ég. Meðan enginn sér til vinka ég feimnislega upp til vina minna sem eru einhvers staðar í hinni þokukenndu, fögru og dularfullu Andromedu. Kannski vinka þeir niður til mín núna...? Hver veit? - Undir tindrandi stjörnunum í kolsvörtu myrkrinu vaknar barnssálin í mér. Ég yngist upp. Verð ekki samur aftur. Hef tengst eilífðinni...

Hvað finnst þér?  Hefur þú upplifað ómengaðan svartan tindrandi stjörnuhimin?  Hefur þú séð Vetrarbrautina okkar? Hefur þú fallið í stafi af hrifningu? 

 -

Að vera einn með sjálfum sér og stjörnunum í góðu veðri þar sem engin er ljósmengunin, er einfaldlega ólýsanleg upplifun. Því miður hafa margir, ef til vill flestir, farið á mis við það. Svo mikil er mengunin af ljósum stórborganna. Sumarhúsaeigendur eru jafnvel farnir að flytja borgarljósin í sveitina. Kannski eru margir hræddir við myrkrið? Hver veit? Ekki veit ég og ekki óttast ég fegurð næturinnar.

 

 

Myrkurgæði á Íslandi.  Greinargerð starfshóps um myrkurgæði og ljósmengun ásamt tillögum um úrbætur og frekari athugun,

International Dark-Sky Association. Alþjóðasamtök gegn ljósmengun,

Hefur þú séð Andromedu...? Hægt er að sjá hana með handsjónauka þar sem ljósmengun er lítil,

Ljósmengun í þéttbýli og dreifbýli...    Auðlind sem er að hverfa,


 

 

nordurljos_10_okt_2011.jpg

 

Stjörnur, landslag í tunglskini, norðurljós og smá ljósmengun frá gróðurhúsum 


Bloggfærslur 27. október 2013

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 8
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 121
  • Frá upphafi: 768279

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband