Er hægt að ímynda sér nokkuð yndislegra en að vera utanhúss í kolsvarta myrkri...?

 

Andromeda vetrarbrautin


 

 
... Það er að segja undir tindrandi stjönnuhimni við jaðar hálendisins þar sem ljósmengun nútíma menningar er lítil og Vetrarbrautin okkar er eins og slæða yfir himininn. Hálfur himingeimurinn galopinn fyrir ofan. Stjörnuhrap. Gervitungl á sveimi....  Þetta er eins mögnuð upplifun og hægt er að hugsa sér. Maður fellur bókstaflega í stafi... Sæmilega hlýtt úti og algert logn. Alltaf er hægt að klæða af sér kuldann, en sama gildir ekki um hitann.  Þess vegna er gott að búa á Íslandi.  

Að vera einn í miðpunkti alheimsins og horfa upp... Með góða handsjónaukanum blasir önnur vetrarbraut við, við nefnum hana Andrómedu. Þar eru milljarðar sólstjarna og vafalaust milljónir reikistjarna með lífi. Vafalítið er þar víða líf sem er miklu þróaðra en hér niðri, hugsa ég. Meðan enginn sér til vinka ég feimnislega upp til vina minna sem eru einhvers staðar í hinni þokukenndu, fögru og dularfullu Andromedu. Kannski vinka þeir niður til mín núna...? Hver veit? - Undir tindrandi stjörnunum í kolsvörtu myrkrinu vaknar barnssálin í mér. Ég yngist upp. Verð ekki samur aftur. Hef tengst eilífðinni...

Hvað finnst þér?  Hefur þú upplifað ómengaðan svartan tindrandi stjörnuhimin?  Hefur þú séð Vetrarbrautina okkar? Hefur þú fallið í stafi af hrifningu? 

 -

Að vera einn með sjálfum sér og stjörnunum í góðu veðri þar sem engin er ljósmengunin, er einfaldlega ólýsanleg upplifun. Því miður hafa margir, ef til vill flestir, farið á mis við það. Svo mikil er mengunin af ljósum stórborganna. Sumarhúsaeigendur eru jafnvel farnir að flytja borgarljósin í sveitina. Kannski eru margir hræddir við myrkrið? Hver veit? Ekki veit ég og ekki óttast ég fegurð næturinnar.

 

 

Myrkurgæði á Íslandi.  Greinargerð starfshóps um myrkurgæði og ljósmengun ásamt tillögum um úrbætur og frekari athugun,

International Dark-Sky Association. Alþjóðasamtök gegn ljósmengun,

Hefur þú séð Andromedu...? Hægt er að sjá hana með handsjónauka þar sem ljósmengun er lítil,

Ljósmengun í þéttbýli og dreifbýli...    Auðlind sem er að hverfa,


 

 

nordurljos_10_okt_2011.jpg

 

Stjörnur, landslag í tunglskini, norðurljós og smá ljósmengun frá gróðurhúsum 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Íslendingar eru býsna lýsingaglaðir. Ljóshönnun er ekki gamalt hugtak hjá okkur. T.d litlir göngustíga ljósastaurar lýsa í allar áttir   ekki bara beint niður  á göngustíginn sjálfan .

Hörður Halldórsson, 27.10.2013 kl. 17:37

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ágúst, gaman að sjá þessar hugleiðingar og ábendinguna rökstudda með myndum um það mikla sjónarspil sem við missum af vegna raflýsingar. Eins tek ég heilshugar undir með Herði að götulýsingum er oft illa fyrir komið þar sem þær ekki einungis lýsa á það sem þeim er ætlað, heldur byrgja einnig sýn á annað að óþörfu vegna þess að lýsingunni virðist hafa verið fyrir komið í hugsunarleysi.

Mannsaugað virkar sjálfsagt svipað og ljósopið á myndavél, sem tekur mið af því sem bjartast er. Þetta má vel sjá á vefmyndavélum. Þannig er að ég fylgist með veðri í gegnum yr og þar eru yfirleitt fjórar vefmyndavélar gefnar við hvern stað. Hérna í Noregi fer ég á fætur þegar kl. er á milli 4-5 á Íslandi og tek yr veðrið á mínum heimaslóðum.

Það sem birtist á vefmyndavélum er oft sláandi ef heiðskírt er og tungl fullt.  Það eru ca. 5 km á milli þessara vefmyndavéla, þar sem engin raflýsing hefur áhrif á aðra þeirra. Það er því stundum þannig að raflýsing býr hreinlega til myrkur.

134238~1

131012~1

 

Magnús Sigurðsson, 27.10.2013 kl. 18:34

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Fyrir utan húsið hjá mér eru tiltölulega lágir ljósastaurar með keilulaga ljósum sem lýsa í allar áttir. Ég held að sumir kalli þessa gerð kínahatta.  Birtan er einstaklega óþægileg og veldur þessi lýsing mikilli glýju sem dregur úr ljósnæmi augans, alveg eins og á myndunum úr vefmyndavélunum.

Annað sem pirrar mig mikið er sú árátta sumarhúsaeigenda að láta síloga á útiljósunum.  Svona lýsing getur truflað nágrannana verulega. Sumir hafa jafnvel kveikt á þeim þegar enginn er við.  Svo eru sérvitringar eins og undirritaður sem slökkva útiljósin á kofanum um leið og komið er inn og kveikja ekki aftur nema þörf sé á til að rata.

Ágúst H Bjarnason, 27.10.2013 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 762150

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband