Jón Ólafsson ritstjóri, skáld, alţingis- og ćvintýramađur 160 ára í dag...

 • Hvađa íslendingur flúđi til Noregs tvítugur vegna magnađs kveđskapar, Íslendingabrags?
 • Hver orti „Máninn hátt á himni skín" 21 árs gamall?
 • Hver var ţađ sem varđ ađ flýja land fyrir skrif sín 23 ára ađ aldri, og nú til Bandaríkjanna?
 • Hvađa höfđingjadjarfi Íslendingur var ţađ sem Ulysses Grant Bandaríkjaforseti sendi međ herskipi í rannsóknaleiđangur til Alaska, og lenti síđan á kendiríi međ forsetanum, nú 24 ára?
 • Hver hafđi áform um ađ stofna ríki Íslendinga í Alaska?
 • Hver hefur veriđ kallađur fađir nútíma blađamennsku á Íslandi?
 • Hver var fćddur 20. mars 1850, fyrir nákvćmlega 160 árum?

Auđvitađ var ţetta Jón Ólafsson, sem bćđi fyrr og síđar fékkst međal annars viđ ritstjórn fjölmargra blađa og sat á Alţingi um árabil.  Hann segir af sér ţingmennsku ţrisvar og í eitt skipti gefur hann ţá skýringu ađ ţađ sé fyrir neđan hans virđinu ađ sitja á Alţingi međ jafn heimskum mönnum og ţar vćru í meirihluta!  Svei mér ţá, ef ég skil hann ekki vel Wink

Jón vakti snemma athygli fyrir óvenjulega ritleikni og tilţrif í rćđumennsku. Hann ţótti ljóngáfađur og hafđi óbilandi traust á sjálfum sér. Höfđingjadjarfur međ afbrigđum og skáld gott. Líklega hefur hann veriđ ritstjóri fleiri blađa og tímarita en nokkur annar íslendingur fyrr og síđar, en hann hóf blađamannsferil sinn sextán ára í Latínuskólanum. Fyrstu bók sína; Hefndina, gefur hann út 17 ára og gefur ţá einnig út blađiđ Baldur...

Um Jón hafa veriđ skrifađar tvćr mjög áhugaverđar bćkur sem notađar voru sem heimild:

Hjörtur Pálsson: Alaskaför Jóns Ólafssonar 1874. Bókaútgáfa Menningarsjóđs 1975.

Gils Guđmundsson: Ćvintýramađur - Jón Ólafsson ritstjóri. Vaka-Helgafell 1987.

Ţađ er vćri auđvitađ gjörsamlega út í hött ađ ćtla sér ađ gera ćvi Jóns einhver skil í stuttu afmćlisspjalli, og ţví verđur ţessi umfjöllun mjög yfirborđskennd. Einungis örstutt spjall á léttum nótum, enda ekki annađ viđeigandi á afmćlisdegi. 

Jón var varla tvítugur ţegar hann varpađi sprengju inn í samfélagiđ međ kvćđi sínu Íslendingabrag. Kvćđiđ birtist í Baldri 19. mars 1870, daginn fyrir tvítugsafmćli hans. Nótusett yfir heila síđu. Íslendingabragur var ortur undir sjálfum baráttusöng frönsku byltingarinnar, Marseilleansinum. Ţađ dugđi ekkert minna. (Ţrísmella á mynd).

Sjaldan hefur meiri skruggu slegiđ niđur á voru landi en ţegar Íslendingabragur kom á prent", skrifađi tengdasonur Jóns í ritgerđ um hann. „Fyrst urđu menn alveg orđlausir, klumsa, ađ nokkur skyldi ţora ađ yrkja og tala svona! En svo hljóp kvćđiđ eins og eldur í sinu um endilangt Ísland og vakti mönnum hug og djörfung. Ţađ varđ ţví kvćđi ađ ţakka, segja kunnugir menn, ađ stjórnarbótin varđ ađ áhugamáli almennings"....  "Íslendingabragur fór um landiđ eins og eldibrandur, og Jón var ofsóttur fyrir. Aldrei hefur hann líklega átt sökóttara á ćvi sinni".

Ţađ er skemmst frá ţví ađ segja, ađ útgáfa Baldurs var stöđvuđ, sakamál var höfđađ ţar sem Jón varđi sig sjálfur.  Ţurfti auđvitađ ekki hjálp annarra.  Jón var dćmdur í undirrétti í 50 ríkisdala sekt, máliđ fór fyrir landsyfirrétt ţar sem Jón fékk vćgan dóm, en stiftamtmađur áfrýjađi tafarlaust til hćstaréttar. Ţar voru gleraugu dómaranna aldönsk og Jóni leist ekki á blikuna og flýđi til Noregs 15. október. Hann dvaldi ţar í rúmt ár og kynntist ţar fremstu andans mönnum Norđmanna eins og Björnstjerne Björnson...

 

Íslendingabragur

Vakniđ! vakiđ! verka til kveđur

váleg yđur nú skelfinga tíđ!

Vakniđ ódeigum Ýmishug međur:

ánauđ búin er frjálsbornum lýđ!

Ţjóđin hin arma, hamingju horfna

heillum og frelsi vill stela oss frá

og níđingvaldi hyggst oss hrjá,

hyggur okkur til ţrćlkunar borna.

Án vopna viđnám enn

ţó veitum, frjálsir menn!

og ristum Dönum naprast níđ,

sem nokkur ţekkir tíđ.

 

En ţeir fólar, sem frelsi vort svíkja

og flýja í liđ međ níđingafans,

sem af útlendum upphefđ sér sníkja,

eru svívirđa og pest föđurlands.

Bölvi ţeim ćttjörđ á deyjanda degi,

daprasta formćling ýli ţeim strá,

en brimrót, fossar, fjöllin há

veiti friđ stundar-langan ţeim eigi.

Frjáls ţví ađ Íslands ţjóđ

hún ţekkir heims um slóđ

ei djöfullegra dáđlaust ţing

en danskan Íslending.

 

Lúta hljótum vér lćgra í haldi,

lýtur gott mál, ţví ofbeldi er rammt!

En ţótt lútum vér lyddanna valdi,

lútum ađeins nauđugir samt!

Frelsisins sjálfir ei flettum oss klćđum,

frjálsir vér samţykkjum aldregi rangt!

Ţví víst oss hefnt ţess verđur strangt!

Von um uppreisn oss brenni í ćđum!

Ţađ ţussa ţjóđ er geymt,

sem ţeygi oss er gleymt!

Ţví ristum Dönum naprast níđ,

sem nokkur ţekki tíđ.

 

---

 

Um ţađ leyti sem Jón fer til Bandaríkjanna 23 ára gamall og landflótta í annađ sinn, nú vegna greinarinnar „Landshöfđingja-hneyksliđ"  í Göngu-Hrólfi, voru vesturferđir Íslendinga nýhafnar. Litla ísöldin réđi enn ríkjum og veđráttan var ómild á Íslandi.  Jón gerist einn af leiđtogum Íslendinga í Vesturheimi og vildi ađ ţeir stofnuđu voldugt ríki í Alaska. Bandaríkjaforseta var skrifađ bréf, Jón fór ásamt öđrum ţvert yfir Bandaríkin ţar sem herskipiđ Portsmouth beiđ Jóns og félaga hans, sem skráđir voru sjóliđar í hernum, ađ undirlagi Bandaríkjaforseta og flutti ţá norđur til Alaska  á 24 dögum ţar sem ţeir skođuđu landkosti og leist vel á. Siglt var sömu leiđ til baka, haldiđ ţvert yfir Bandaríkin ţar sem ítarleg skýrsla var skrifuđ í New York. Bćđi á íslensku og ensku. Jón gekk á fund Ulysses Grant Bandaríkjaforseta og afhenti skýrsluna...

Myndin af Jóni sem er hér fyrir ofan er tekin í Alaskaförinni og er Jón ţar í einkennisbúningi bandaríska flotans.

 

ulysses-grant.jpgBróđursonur Jóns, Björn Pálsson (Ólafssonar skálds) Kalman (sá hinn sami og gćti hafa veriđ fyrirmynd austuríska snillingsins Stefan Zweig í sögunni Manntafl), sagđi frćnda sínum, Hákoni Bjarnasyni skógrćktarstjóra, og hafđi ţađ eftir afa hans, Jóni Ólafssyni , ađ Grant forseti og Jón hefđu sest ađ sumbli, eftir ađ Jón afhenti forsetanum skýrslu Alaskafaranna. Vel fór á međ ţeim. Og kom ţar brátt ađ ţeim ţótti fullţröngt um sig í Hvíta húsinu og lögđu leiđ sína á helstu knćpur Washingtonborgar. Ţegar ţeim tók ađ leiđast, héldu ţeir aftur heimleiđis, og fylgdi Jón forsetanum ađ dyrum Hvíta hússins.  Grant vildi ţá halda áfram, en Jón kvađst vera orđinn of syfjađur og slćptur og hafnađi bođinu.  Grant sagđist ţá myndu blóta Bakkus einn, en hafđi orđ á ţví ađ sér vćri fjár vant. Jóni fannst hćgur vandi ađ bćta úr ţví  og sagđi Bandaríkjaforseta ađ hann skyldi lána honum hálfan silfurdal sem hann vćri međ á sér. Ţví tók Grant fegins hendi, enda orđinn ţurrbrjósta. Viđ svo búiđ kvöddust ţeir, og er óvíst međ öllu ađ ţeir hafi sést eftir ţađ. Auđvitađ var talađ um ţađ ađ hinn íslenski lánadrottinn vitjađi fjárins viđ hentugleika, en ţađ fórst fyrir, svo ađ ţađan í frá gat Jón Ólafsson spaugađ međ ţađ, ţegar honum sýndist, ađ hann teldi til skuldar hjá Bandaríkjaforseta.  Afkomendur Jóns telja sig nú eiga tilkall til silfurdalsins hálfa og munu vćntanlega innheimta hann viđ fyrstu hentugleika ţegar ţeir eiga leiđ um Washingtonborg ... Halo

 

-

Ekkert varđ ţó úr landnámi Íslendinga í Alaska og Jón sneri aftur til Íslands 1875. Síđan fór hann aftur til Vesturheims og gerđist ritstjóri Lögbergs og síđan Heimskringlu. Jón var ađalhvatamađur ađ  Íslendingadags-hátíđinni í Winnipeg sem haldin hefur veriđ óslitiđ síđan 1890. Áriđ 1893 gaf Jón út mánađarritiđ Öldina, sem var afbragđsgott menningarrit og birti úrvals skáldskap, frćđsluefni og menningarumrćđu. Stephan G. orti mikiđ í Öldina. Jón sneri aftur til Íslands og sat m.a. á ţingi um skeiđ. Jón var allgott skáld og hann hefđi gjarnan viljađ rćkta ţá gáfu betur. En hann var ákafur athafnamađur og hafđi ţví lítiđ tóm til yrkinga. Á Alţingisvefnum má lesa ćviágrip Jóns.

 

-


Jćja, ţađ er ástćđulaust ađ ţreyta afmćlisgesti á meira rausi um Jón. Bćkling hans um Alaska, Lýsing á landi og lands-kostum, ásamt skýrslu innar íslensku sendinefndar um stofnun íslenskrar nýlendu" má lesa međ ţví ađ smella hér.  Ţar er allt lesmáliđ ađ finna ásamt nokkrum myndum sem nappađ var úr bókunum sem minnst er á hér ađ ofan. Ţađ er gaman ađ sjá hve vönduđ og ítarleg ţessi skýrsla er. Bćklingurinn er m.a. varđveittur á bókasafni Bandaríkjaţings, Library of Congress.

Ţess má ađ lokum geta ađ Jón Ólafsson var langafi tveggja sem sést hafa á Moggablogginu;  Ţess sem ţessar línur ritar og Halldórs Jónssonar. Líklega hefur Jón Ólafsson veriđ einn mesti bloggari sem Ísland hefur aliđ, ţó svo ađ hann hafi ekki haft yfir öđru stílvopni ađ ráđa en sjálfblekungi sem hann mundađi óspart. Hann ţurfti hvorki tölvu né Internet til ađ koma sínum hugmyndum á framfćri...

Til hamingju međ daginn ágćti langafi Wizard

--- --- ---

Svo vill til, ađ hinn ágćti útvarpsmađur  Guđmundur Andri Thorsson hefur undanfarin fjögur sunnudagskvöld fjallađ um Jón Ólafsson í ţáttum sínum Andrarímum. Hlusta má á ţćttina á vef RÚV, t.d. međ ţví ađ hlađa niđur mp3 skrám. Best er ađ hlađa ţeim niđur međ ţví ađ hćgrismella á ţćr (Save link as), og nota síđan t.d. Windows Media Player til ađ hlusta á ţćr.  Smella hér.

Eđa smella hér beint á skrárnar: 2010.02.21.mp32010.02.28.mp32010.03.07.mp32010.03.14.mp3

Athugiđ ađ umfjöllunin um Jón er frekar aftarlega í hljóđskránum, en auđvelt er ađ fara fram og aftur í tíma međ sleđanum sem er í forritinu sem nptađ er til ađ hlusta...


 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

Fróđlegur og góđur pistill.

Anna, 20.3.2010 kl. 10:36

2 Smámynd: Anna

....og til hamingju međ langafann.

Anna, 20.3.2010 kl. 10:56

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Magnađur karl - til hamingju međ Langafa

Höskuldur Búi Jónsson, 20.3.2010 kl. 11:48

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Til hamingju međ karlinn hann langafa ţinn

Sveinn Atli Gunnarsson, 20.3.2010 kl. 13:06

5 identicon

Veit ekki betur en ađ hann sé langalangaafi minn

Pálmi (IP-tala skráđ) 20.3.2010 kl. 17:36

6 identicon

Hann er einn af mínum uppáhaldshetjum,hann Jón Ólafsson Ćvintýramađur.Í bók Gils Guđmundssonar,(Ćvintýramađur) er fariđ skemmtilega yfir ćviferil hans,og ţvílíkur dugnađarforkur sem hann hefir veriđ.Ţá er ekki síđur skemmtilegt ađ lesa bók Hjartar Pálssonar um Alaskaför Jóns Ólafssonar 1874.Hallsteinn ehf gaf út bókina:60 kvćđi:eftir Jón Ólafsson áriđ 1996,sem Gils Guđmundsson kom ađ.Ţar segir frá ţví er taliđ var síđasta ljóđ hans,en ţá átti hann leiđ niđur í pósthús og hitti kunningja sinn,er spurđi Jón hvernig hann hefđi ţađ,ţá mun Jón hafa svarađ svo.........

Höndin skelfur,heyrnin ţver

helst ţó sálarkraftur,

sjónin líka ágćt er

og aldrei bilar kjaftur.

Sólarhring seinna kvaddi Jón Ólafsson,(bókin 60 kvćđi)Íslenska ţjóđin stendur í mikilli ţakkarskuld viđ göfugmenniđ Jón Ólafsson,hann var einn af okkar hörđustu lýđrćđissinnum og bar Jón Sigurđsson mikla virđingu fyrir ţessum unga manni er Jón var ţá. Ţćttirnir Međ Guđmundi Andra voru stórfínir,Ágúst hann var frábćr og góđur sonur ţjóđar sinnar hann langafi ţinn.

Númi (IP-tala skráđ) 20.3.2010 kl. 22:28

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Komdu mragblessađur frćndi og hafđu mínar ţakkir fyrir ţessa stórmerkilegu afmćlisminningu Jóns. karlinn var aldeilis magnađur, gaf út stafrófskver í 16000 eintökum og kenndi kynslóđum Íslendinga ađ lesa. Ţar í eru ótal ţjóđvísur sem hann orti og margir kunna án ţess ađ ţekkja höfundinn.

Hann smíđađi nýyrđiđ lindarpenni fyrir sjálfblekung en hann seldi held ég Parker penna međ svona blekgeymi á einhverju skeiđi.

Svona kall var náttúrlega umsetinn af kvenfólki og hann eignađist börn međ hjákonu sinni í Vesturheimi. Ţau kölluđu sig Austmann. Kristján Austmann var lćknir og ţjónađi í fyrri heimstyrjöld og hef ég séđ hans getiđ í hermannatali. Um ţetta fólk vitum viđ frćndfólkiđ of lítiđ. Ég reyndi ađ hringja í Austmann sem eru margir í Winnipeg ţegar ég var ţar en enginn svarađi. Í Riverston hitti ég kall yfir sextugt í kaupfélaginu sem talađi lýtalausa íslensku án ţess ađ hafa komiđ til Íslands. Hann hét Austmann en ekki tókst okkur ađ rekja okkur saman.

Mér finnst ađ viđ ćttum ađ sinna ţjóđrćknisfélaginu meir Íslendingar ţegar viđ eigum ađra ţjóđ jafnstóra fyrir vestan haf og nú situr á Íslandi.

Ennú og aftur, takk fyrir ađ minnast langafa okkar svona skemmtilega Ágúst.

Halldór Jónsson

Halldór Jónsson, 22.3.2010 kl. 22:06

9 identicon

Sćll Ágúst og til hamingja međ stór-afmćli langafa Jóns Ólafssonar,

Enn gleymdu ekki ađ ektakvinnan hans, Helga Eiríksdóttir frá Karlskála í Reyđarfirđi  (og langamma ţín) vćri 150 ára, og hún stóđ međ honum í gegnum 'thick or thin' eins og vinir okkar á Bretlandi mundi orđa ţađ. Sennilega var oft nokkuđ 'thin' í ţessu hjónabandi! Stór afmćli eru fleiri í ţinni ćtt ţví ađ langalangafi ţinn Eiríkur Björnsson, bóndi á Karlskála (og tengdafađir Jóns Ólafssonar) hafđi veriđ 180 ára í sumar.

Kveđja Ţórsi Ben

Ţórarinn Benedikz (IP-tala skráđ) 23.3.2010 kl. 21:40

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skemmtilegur og fróđlegur pistill.

"sem af útlendum upphefđ sér sníkja,

eru svívirđa og pest föđurlands. "

Íslendingabragur er ađ sumu leyti tímalaus og getur átt jafn vel viđ í dag.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.3.2010 kl. 14:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggiđ

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverđ

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverđiđ í dag:

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.4.): 4
 • Sl. sólarhring: 12
 • Sl. viku: 82
 • Frá upphafi: 762058

Annađ

 • Innlit í dag: 3
 • Innlit sl. viku: 57
 • Gestir í dag: 3
 • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband