Mamma, af hverju er himinninn blár...?

 

questioning-shadow.jpg

Mamma, af hverju er himinninn blár? Þannig spurði Ari litli í hugljúfu kvæði Stefáns Jónssonar, Aravísur, en hvað prýðir góða vísindamenn? Hvers konar vísindamenn eru það sem ekki sætta sig við "samdóma álit vísindamanna" og halda áfram að spyrja spurninga? Þora að ganga á móti straumnum.  Hvers vegna verða sumir brautryðjendur í sinni grein og bylta hinu samdóma áliti?  Breyta heiminum, oft svo um munar.

Hvernig hugsa sannir vísindamenn? Þeir halda áfram að spyrja spurninga og leita svara. Þeir eru aldrei ánægðir með svörin, heldur alltaf haldnir ákveðnum efa. Kannski er það þess vegna sem sumir vilja kalla þá efasemdarmenn, en það er einmitt aðall sannra vísindamanna.

The important thing is not to stop questioning. Curiosity has its own reason for existing.
One cannot help but be in awe when he contemplates the mysteries of eternity, of life, of the marvelous structure of reality. It is enough if one tries merely to comprehend a little of this mystery every day. Never lose a holy curiosity.  -
Albert Einstein.

 

Hann Ari litli hefði örugglega orðið góður vísindamaður. Kannski varð hann einmitt slíkur, hver veit?

 

Hann Ari er lítill,
hann er átta ára trítill
með augu mjög falleg og skær.
Hann er bara sætur
jafnvel eins er hann grætur
og hugljúfur þegar hann hlær.
En spurningum Ara
er ei auðvelt að svara.
Mamma, af hverju er himinninn blár?
Sendir Guð okkur jólin?
Hve gömul er sólin?
Pabbi, hví hafa hundarnir hár?

   
Bæði pabba og mömmu
og afa og ömmu
þreytir endalaust spurninga suð.
Hvar er sólin um nætur?
Hví er sykurinn sætur?
Afi, gegndu, hver skapaði Guð?
Hvar er heimsendir, amma?
Hvað er eilífðin, mamma?
Pabbi, af hverju vex á þér skegg?
Hví er afi svo feitur?
Hví er eldurinn heitur?
Hví eiga ekki hanarnir egg?


Það þykknar í Ara
ef þau ekki svara
og þá verður hann ekki rór.
Svo heldur en þegja
þau svara og segja:
“Þú veist það er verðurðu stór”.
Fyrst hik er á svari
þá hugsar hann Ari
og hallar þá kannski undir flatt
og litla stund þegir,
að lokum hann segir:
“Þið eigið að segja mér satt”.

                                                      Stefán Jónsson

 

Víst er það, Ari hefur örugglega verið gott efni í vísindamann. Hann kunni nefnilega að spyrja spurninga og var óhræddur við að varpa þeim fram. Það er þó ekki alltaf vel liðið þegar fullorðnir vísindamenn spyrja óþægilegra spurninga eins og Einstein minnti okkur á:

 

Great spirits have always encountered violent opposition from mediocre minds. The mediocre mind is incapable of understanding the man who refuses to bow blindly to conventional prejudices and chooses instead to express his opinions courageously and honestly-

 

 

 
Ég óska ykkur góðrar Hvítasunnuhelgar, og fyrir alla muni svarið börnum ykkar og barnabörnum betur en fullorðna fólkið svaraði Ara litla forðum. Varðveitið einnig barnið í hjörtum ykkar sjálfra og hættið ekki að spyrja spurninga... Hættið ekki að efast.

 

 

Einstein,  Bohr, Darwin, Pasteur, Freud, Galileo, Lavosier, Kepler, Copernicus, Faraday, Maxwell, Bernard, Boas, Heisenberg, Pauling, Schrödinger, Rutherford, Dirac, TycoBrahe, Boltzman, MarieCurie, Herchel, Laplace, Wegener, Euclid, Archimeds, ...
... ... ...
...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband