"Undarleg" hegðun hafíssins þessa dagana...

 

 

Hafís norðurhveli

 

Myndin efst á síðunni breytist daglega. Takið eftir svarta ferlinum sem færist til hægri.
Úrklippan hér fyrir neðan sýnir stöðuna 19. júlí og breytist ekki.

Myndin er frá Dönsku veðurstofunni í dag. (Centre for Ocean and Ice  -  Danish Meteorological Institute. Beintengd mynd. Sjá hér). Takið eftir því hvernig hafísinn á norðurslóðum hefur hagað sér í ár, en það er svarti ferillinn. Í apríl er ísinn meiri en nokkru sinni a.m.k. frá árinu 2005, minnkar síðan óvenju hratt þannig að um skeið var hafísinn lítill að flatarmáli, en ferillinn tekur síðan krappa beygju fyrir skömmu þannig að í dag vantar lítið upp á að hann verði aftur meiri en undanfarin ár.

Þetta sést betur ef við klippum út hluta myndarinnar, stækkum og litum svæðið sem sýnir þróunina undanfarið. Svarti ferillinn er fyrir 2010 og sýnir stöðuna 19. júlí. Hann hefur snarbeygt til hægri og er nú farinn að nálgast rauða ferilinn. Undarlegt eða bara eðlilegt? Kannski eru þetta bara vindar sem eru að blása ísnum til og frá? Að minnsta kosti er ómögulegt að spá nokkru um framhaldið:

 

hafis19july2010.gif

 

Þetta var hafísinn á norðurslóðum, en hvað er að gerast á suðurhveli jarðar? Nú er það rauði ferillinn sem gildir. (Sjá hér)Hafísinn á suðurhveli jarðar er meiri en nokkru sinni áður frá árinu 2003 og meiri en meðaltal áranna frá 1973.

 

Hafís á suðurhveli

 

En hvað þá um samanlagðan hafís á norðurhveli + suðurhveli? Nú er það rauði ferillinn sem best er að skoða, en hann sýnir frávikið frá meðaltalinu. (Sjá hér. Stærri mynd hér). Eins og við sjáum þá er ekkert óvenjulegt á seyði. Hafísinn er rétt við meðaltalið.

 


 

 

 

Þá er það spurningin... Hvað er svona undarlegt við þetta? 

Er hegðun hafíssins nokkuð undarleg, er þetta ekki allt í besta lagi? Stundum er hafísinn minni en venjulega á norðurslóðum, en þá er hann yfirleitt meiri á suðurhvelinu, og síðan öfugt. Heildarhafísmagn jarðar hefur verið meira og minna stöðugt síðan a.m.k. 1979 og er í augnablikinu við meðaltalið, eða jafnvel rétt fyrir ofan það ef við tökum upp stækkunarglerið. Hafísinn á norðurhveli er því sem næst eðlilegur og sama er að segja um ísinn á suðurhveli. Þetta er þrátt fyrir hlýnun sem varð sérstaklega á síðustu áratugum síðustu aldar, en það sem af er þessari öld hefur hitinn meira og minna staðið í stað ef ekki er tekið tillit til El-Nino/La-Nina og þess háttar náttúrulegra sveiflna...

Höfum við ekki bara verið að deila um keisarans skegg undanfarið?

Þurfum við nokkuð að hafa áhyggjur af hafísnum meðan hann gerist ekki nærgöngull við strendur landsins?

 

(Allar myndirnar nema stækkaða úrklippan eru beintengdar og því breytilegar dag frá degi. Þess vegna má búast við að textinn passi ekki við myndirnar þegar frá líður).

 

 

Fjöldinn allur af beintengdum hafís-ferlum og myndum er hér.

 

 --- --- ---

 

alfred_e_neuman.jpg
 
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Útbreiðsla hafíss gefur okkur ákveðnar upplýsingar um ástand hafíss, en það er þó takmörkunum háð. Útbreiðslan segir okkur hvert ástandið er í yfirborði sjávar, en ekki meir en það. Mun betri upplýsingar fást með því að mæla heildar magn hafíss – þ.e. rúmmál hans. Gervihnattagögn þar sem mælt er yfirborð hafíss með radarmælingum (Giles 2008) og með hjálp leysigeisla (Kwok 2009), sýna að hafís Norðurskautsins hefur verið að þynnast, jafnvel árin eftir lágmarkið 2007, þegar útbreiðslan segir okkur að hafísinn hafi verið smátt og smátt að aukast. Þannig að þótt sumir haldi því fram að hafísinn á Norðurskautinu sé að jafna sig eftir 2007, þá var heildarrúmmál hafíssins árið 2008 og 2009 það lægsta frá því mælingar hófust (Maslowski 2010, Tschudi 2010).

Sjá nánar, Er hafís Norðurskautsins að jafna sig?

Fyrir utan svo, að síðustu ár hefur hafís útbreiðsla verið undir meðaltali áranna 1979-2000 svo marktækt er. Þannig að það er nú væntanlega ekki rétt að orða það þannig að hafísútbreiðsla sé nærri meðallagi núna, sjá t.d. http://nsidc.org/data/seaice_index/images/daily_images/N_stddev_timeseries.png

Sveinn Atli Gunnarsson, 19.7.2010 kl. 09:36

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Væntanlega er bráðnun hafíssins svipuð því sem hefur verið á sama tíma og undanfarin ár. Útbreiðslan hefur hinsvegar sýnt óvenjulega hegðun frá því í vetur og ýmist verið minni eða meiri en síðustu ár. Lægð við norðurskautið hefur verið að dreifa ísnum í stað þess að pakka honum saman, það getur síðan þýtt gisnari ísbreiðu sem ætti þá að vera viðkvæmari fyrir bráðnun þegar líður á sumarið.

Emil Hannes Valgeirsson, 19.7.2010 kl. 10:09

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Já, það er eitthvað undarlegt í gangi á norðurslóðum - mjög sveiflukennt frá því í vetur og þar til nú. Ég hallast að sömu skýringu og Emil og býst við að lágmarkið í haust verði sambærilegt við það sem það var 2007.

En svo er eitthvað allt annað í gangi á Suðurskautinu, sjá Er ís á Suðurskautinu að minnka eða aukast?

Höskuldur Búi Jónsson, 19.7.2010 kl. 10:34

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ágúst H Bjarnason, 19.7.2010 kl. 11:25

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Meei, þetta eru eig góð vísindaleg vinnubrögð.

Epli - banani.

Það eru allt aðrar aðstæðu kringum S-pól og N-pól varðandi sjó ís.

Í fysrsta lagi hverfur sjóísinn, nánast, á hverju sumri á s-pól.

Það að það sé meira núna þar en oft áður gæti bent til að losun sé úr landmassanum vegna hlýnunar jarðar af mannavöldum.

Hlýnunin af mannavöldum er að eyða sjóísnum kringum n-pól.  Það er óumdeilt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.7.2010 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 762142

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband