Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar - Möguleg lausn...?

 

 

n_hgc5h1h175_large.jpg

 

 

Það er gríðarlega dýrt að halda úti þyrlusveit og nægilegum fjölda manna til að sinna þeim og fljúga. Þyrlur eru mjög flókin og viðhaldsfrek tæki þannig að yfirleitt er ekki nema hluti þyrluflotans tiltækur. Ekki bætir úr skák, að af illri nauðsyn er helmingur starfsemi Landhelgisgslunnar erlendis við ýmiss konar verkefni.

Landhelgisgæslan ræður nú yfir tveim þyrlum af gerðinni Aerospatiale Super Puma. Það er allt of lítið, því þær þyrftu að vera fjórar.  Því miður höfum við ekki að efni á að reka svo margar þyrlur, þó svo að þörfin sé brýn.

Íslensku þyrlurnar sinna  öryggismálum á landi og legi. Þær sinna öryggisgæslu og björgunarstörfum á hafinu umhverfis Ísland og aðstoða bæði íslenska og erlenda sjófarendur. þær eru til taks ef flugvél þarf að nauðlenda á hafinu umhverfis Ísland. Þær sinna einnig hliðstæðum störfum á landi.

Litla þyrlusveitin á Íslandi og tiltölulega fáir starfsmenn sinna björgunarstörfum á stórum hluta Atlantshafsins þar sem erlend skipa- og flugumferð fer um. Þess vegna er með ólíkindum að ætla lítilli þjóð eins og Íslendingum að standa undir kostnaði við rekstur þyrlusveitar sem sinnir þessum störfum.

Það liggur beint við að fleiri þjóðir þyrftu að koma að rekstri þyrlusveitarinnar, það er að segja taka þátt í kostnaðinum. Fyrir milljónaþjóðir eru þetta smáaurar.  Landhelgisgæslan sæi eftir sem áður um daglegan rekstur, en t.d. EB eða NATO stæðu að mestu undir kostnaðinum. Það hlýtur að vera skilningur á þessum málum meðal þeirra þjóða sem hafa hagsmuni af því að öryggis- og björgunarstörfum sé sinnt á hafinu umhverfis landið.

Hefur þessi möguleiki ekki verið skoðaður? Eitthvað verðum við að gera, því mannslíf eru í húfi, en við erum staurblönk.

Hvaða aðra möguleika höfum við til að efla þyrlusveitina?

 

Myndin er fengin að láni hér á Sunnlendingur.is 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

norðmenn hafa 5 þyrlur til taks hverju sinni.. í margfalt stærra hafsvæði en ísland hefur..

http://www.norskluftambulanse.no/Artikkel.aspx?m=70&amid=2099

Óskar Þorkelsson, 28.7.2010 kl. 12:59

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Óskar.

Við höfum bara 2 þyrlur. Þyrlur þurfa mjög mikið viðhald þannig að mjög oft er aðeins ein til taks.  Ef hún bilar, eða er að sinna útkalli, þá höfum við enga til taks.

Í Noregi er það Norsk Luftambulanse AS sem hefur þessar fimm þyrlur tiltækar.  Auk þess hefur norski herinn væntanlega til umráða öflugar þyrlur, og auk þess er ekki langt til Svíþjóðar ef mikið liggur við. Í Noregi eru t.d. 12 Westland Sea King þyrlur. Sá hér.

Ágúst H Bjarnason, 28.7.2010 kl. 13:17

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég var ekki að gera lítið úr þörfinni heima, enda er hafsvæðið stórt á íslandi.. norsk luftambulanse hefur 9 þyrlur til umráða síðast þegar ég vissi og af þeim eru alltaf 5 til taks.. eða sirka helmingur..  Síðan hafa olíufélögin hér hvert yfir að ráða þyrlum.. samt ekki viss um að þær séu sérútbúnar til björgunar..

Norski sjóherinn hefur sínar öldruðu westlandþyrlur og eru víst í viðræðum um endurnýjun á þeim.. það er eflaust sá samningur sem landhelgisgæslan vill fá að vera með í..

Óskar Þorkelsson, 28.7.2010 kl. 13:32

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Við erum sammála um að ástandið hjá okkur sé ekki nógu gott, því ekkert má út af bera. Það er ekkert grín að senda þyrlu á haf út til að sinna neyðartilviki vitandi að engin önnur þyrla sé til taks ef bilun verður og nauðsynlegt að nauðlenda fjarri landi.

Annars er tilefni pistilsins það að mér finnst það mjög ósanngjarnt af nágrannaþjóðunum að ætlast til þess af okkur að við höldum úti þyrlusveit á okkar kostnað, þ.e. þyrlum og mannskap sem komið getur m.a erlendri skipa- og flugumferð til aðstoðar í neyðartilvikum.  Mér þykir ekki ólíklegt að það sé möguleiki á að fá stuðning erlendis frá við þetta verkefni okkar.

Ágúst H Bjarnason, 28.7.2010 kl. 15:01

5 Smámynd: Dingli

Þessari umræðu þarf að halda opinni sem viðleitni í að grafalvarlegt mál verði leyst sem allra fyrst. Ég er því ekki sammála að við höfum ekki efni á að eiga og reka fjórar stórar björgunarþyrlur. Aftur á móti höfum við ekki efni á því að gera það ekki! Hverju ætla menn að svara ef slík þyrla þarf að nauðlenda á hafinu (sem alltaf er smá hætta á eins og dæmin sanna) og ekki verður hægt að bjarga áhöfninni vegna tækjaskorts og "sparnaðar"?.

Að sjálfsögðu reynum við af fremsta megni að fá aðrar þjóðir til að taka þátt í kostnaðnum, en þangað til VERÐUM við að gera þetta sjálfir.

Dingli, 29.7.2010 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 10
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 761783

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband