Sunnudagur, 31. október 2010
Góð grein Styrmis í Sunnudagsblaði Moggans: "Við búum í sjúku samfélagi"...
Styrmir Gunnarsson skrifar einstaklega góða grein í Sunnudagsblað Morgunblaðsins í dag 31. október. Ég er svo hjartanlega sammála, að ég tek mér bessaleyfi og birti hana alla hér fyrir neðan. Vona að mér fyrirgefist að biðja ekki um leyfi. Ábyrgðarmaður þessa pistils þakkar Styrmi fyrir góða grein sem full ástæða er til að vekja athygli á. Ekki síst á greinin erindi til okkar sem skrifa bloggpistla. Leturbreytingar eru á ábyrgð bloggarans og eru gerðar til að auðvelda lestur af skjá og um leið leggja áherslu á það sem bloggaranum finnst rauði þráðurinn í greininni. Áður hefur verið fjallað hér um grein Kolbrúnar Bergþórsdóttur sem nefnist "Ætlarðu að segja af þér". Að sumu leyti er þar fjallað um hliðstætt efni og í grein Styrmis. Sjá hér. Greinin Styrmis er hér á bls. 26 í Morgunblaðinu 31. október 2010 (Sunnudagsmogganum).
Við búum í sjúku samfélagi Viðbrögð í Færeyjum við samkynhneigð vöktu athygli hér á Íslandi síðla sumars og spurningar um hvers konar samfélag hefði orðið til í því fámenni og einangrun, sem Færeyingar hafa lengst af búið við. Viðbrögðin bentu til lokaðs samfélags, þar sem umtalsverð þröngsýni ríkti. Síðar hef ég heyrt á förnum vegi, að mörgum ungum Færeyingum þyki erfitt að búa í því samfélagi og fylgja þeim óskráðu reglum, sem þar eru um samskipti fólks. Sumir þeirra leiti gjarnan á brott. Við Íslendingar horfum til Færeyja úr fjarlægð og sjáum þess vegna kannski betur en þeir sjálfir styrkleika þeirra og veikleika. Viðbrögð Færeyinga við hruninu á Íslandi gleymast aldrei, alla vega ekki núlifandi kynslóðum Íslendinga. Slíkur var drengskapur þeirra. En um leið er það áleitin spurning, hvort við sjáum ekki sjálf okkur með einhverjum hætti í færeysku samfélagi. Við erum líka fá, þótt við séum fleiri en Færeyingar. Við höfum líka lengst af búið við mikla einangrun, þótt hún hafi verið rofin hér eins og þar á seinni áratugum. Viðbrögðin í Færeyjum við samkynhneigð nú voru þau sömu og á Íslandi fyrir hálfri öld. Sú spurning hefur leitað á mig undanfarin misseri, þegar ég hef fylgzt með umræðum hér á Íslandi um okkar eigin málefni, hvort við búum í sjúku samfélagi, hvort fámennið og sú hugmyndalega einangrun, sem við búum enn við þrátt fyrir öll samskipti út og suður, hafi sýkt samskipti fólks með svo alvarlegum hætti, að erfitt verði að brjótast út úr því. Stundum fæ ég bréf frá fólki, sem ég þekki ekki, vegna skrifa minna hér í Morgunblaðið og að nokkru leyti einnig vegna skrifa á lítinn vefmiðil, sem við Björn Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, höldum úti um málefni Íslands og Evrópusambandsins og nefnist evrópuvaktin.is. Þegar ég hóf skrif þessa pistils á fimmtudagsmorgni fékk ég bréf frá einum lesanda Evrópuvaktarinnar, sem kallaði mig og mína skoðanabræður í ESB-málum nánast »hyski«. Ég svaraði bréfinu kurteislega, kvaðst tilbúinn til skoðanaskipta og rökræðna um ESB og Ísland en það væri óneitanlega erfitt ef bréfritari liti á mig sem »hyski«, sem ætti að hafa sig á brott frá Íslandi. Til baka kom kurteislegt svar, sem sýndi að bréfritaranum var ofboðið vegna ástandsins í því samfélagi, sem við búum í, og átti erfitt með að sjá einhverja útleið og gerði sér alveg grein fyrir að eðlilegt væri að við töluðum saman á annan hátt, þótt skoðanamunur væri til staðar um Evrópumál. Umræðuvenjur okkar Íslendinga eru vísbending um, að við búum í sjúku samfélagi. Við stöndum ekki úti í miðjum drullupolli, ef þá er einhvers staðar að finna, og köstum drullu í vegfarendur. En við gerum það ef við setjumst niður og skrifum greinar í blöð eða á vefmiðla, tölvupóst eða nýtum aðra þá samskiptatækni, sem nútíminn býður upp á. Af hverju þetta stöðuga skítkast í annað fólk? Af hverju er ekki hægt að ræða um sameiginleg málefni lands og þjóðar án þess að hafa uppi persónulegar svívirðingar um nafngreinda einstaklinga? Vinsælasta fréttaefnið er um meintar ávirðingar einhverra einstaklinga. Vilji menn ná eyrum ljósvakamiðla sérstaklega en dagblöð ekki undanskilin er eina örugga leiðin til þess að nota nógu sterk orð um náungann. Bloggskrif eru kapítuli út af fyrir sig að ekki sé talað um nafnlaus bloggskrif. Þeir sem gera tilraun til að ræða um málefni út frá efnislegum forsendum en ekki á persónulegum nótum ná sjaldnast athygli. Það er sennilega rangt hjá mér að telja umræðuhætti okkar vísbendingu um að við búum í sjúku samfélagi. Líklegra er að sá sjúkdómur sé staðreynd. Hann hefur búið um sig, vaxið og dafnað í fámenninu og myrkri hugans og brýzt fram með þeim hætti að það er einungis þriggja kosta völ: vaða út í drullupollinn og taka þátt í skítkastinu, draga sig í hlé og loka sig inni í eigin músarholu eða flytja af landi brott eins og margir ungir Færeyingar og Íslendingar vilja helzt gera. Hér er um að ræða sálrænt vandamál heillar þjóðar. Þegar einstaklingur á við alvarleg sálræn vandamál að stríða hefur það áhrif á líðan hans og hegðun. Þegar heil þjóð á við slíkan vanda að etja hefur það sömu áhrif. Fólki líður illa og skeytir skapi sínu á náunganum og þjóðin sem slík kemst ekkert áfram, að ekki sé talað um að vinna sig upp úr öldudal af einhverjum krafti. Það er orðið tímabært að við sem þjóð og samfélag ræðum þetta vandamál opið og af hreinskilni. Og gerum tilraun til að rífa okkur upp úr þeim farvegi, sem við erum í. Við getum hneykslast á þröngsýni og lokuðum heimi nokkurra Færeyinga varðandi samkynhneigð en það mundi skila meiri árangri ef við reyndum að gera okkur grein fyrir því að við höfum sjálf lokað okkur inni í lokuðum og þröngum heimi, sem er ekki frýnilegur þegar litið er inn í hann utan frá. Gamall samstarfsmaður minn á Morgunblaðinu, Matthías Johannessen, sagði stundum að það yrði að stinga á kýlinu og hleypa greftrinum út. Það þarf íslenzkt samfélag að gera, stinga á kýlinu og láta gröftinn vella út. Það er haft orð á þessu hér vegna þess, að sálræn hreinsun af þessu tagi er forsenda fyrir því að þjóðin nái sér á strik eftir hrun. Getur RÚV ekki tekið upp vikulegan þátt, þar sem fjallað er um sálræn vandamál hins íslenzka samfélags, umræðuhætti þjóðarinnar og aðra ósiði og sjá, hvort slík umfjöllun getur ekki leitt okkur af braut sundrungar og mannorðsmorða til sátta og samstöðu?
|
--- --- ---
Aðeins málefnalegar athugasemdir sem skrifaðar eru án skætings og undir fullu nafni verða birtar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Vísindi og fræði, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 16:31 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.12.): 13
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 764772
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Og hverjur skyldu svo hafa gefið tóinn fyrir þessari hnignun og virðingarleysi. Mér finnst ansi holur hljómur í þessu, heyrandi þetta úr þessari átt. Kannski er þetta veikburða tilraun til sjálfsréttlætingar, hvað veit ég. Er ekki jafn mikill sálgreinir og Styrmir. Kannski er það hræsnin sem vekur það versta upp með fólki? Innantóm orð. Spuni og sjálfgæska? Hvað veit ég svosem...
Jón Steinar Ragnarsson, 31.10.2010 kl. 08:49
Ég er alveg sammála Styrmi með að samskipti fólksins í landinu er eitthvert versta vandamál okkar allra. Það eru allir upp á móti öllum í smærri málum sem eyðileggur fyrir því að menn nái samstöðu í þeim stóru.
J.Ö. Hvalfjörð, 31.10.2010 kl. 09:14
Hér eru höfð mörg orð um einföld lífssannindi. Þegar hætta steðjar að þjóð verður hún að þjappa sér saman. Menn verða að snúa bökum saman og berjast sameiginlega til sigurs. Í þessu sambandi skiptir það höfuðmáli fyrir þjóðina að losna í eitt skipti fyrir öll við háaðalinn og sjálftökuhyskið sem hefur kollriðið þessari þjóð. Styrmir var aumur útsendari þessara myrkraafla um langt árabil og þjónaði Hringabandalaginu, LÍÚ-mafíunni og bankaelítunni dyggilega. Mönnum er svo alltaf frjálst að fá bakþanka á gamalsaldri.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 12:47
Ég er algjörlega sammála þessari skoðun.
Þessi umræðuhefð og vanvirðing gagnvart öðrum einstaklingum er smánarblettur.
Því miður gengur blaðið hans Styrmis ekki fram með góðu fordæmi undir nafni "Staksteina".
Jenný Stefanía Jensdóttir, 31.10.2010 kl. 17:36
Kæri Ágúst.
Bestu þakkir fyrir að birta ágæta grein/hugvekju Styrmis, sem eru orð í tíma sögð.
Því miður birtast í athugasemdunum hér að ofan ljót orð og ásaknir, sem ekki er uppbyggilegt og leiðir ekki til árangursríkrar rökræðu.
Því miður er ég einn fjölmargra, sem ber takmarkaða virðingu fyrir Alþingi og er hluti ástæðunnar umræðuhefðin nú um stundir á Alþingi. Fúkyrði, hefndarþorsti, "umkenningarræður" og illt umtal, sem nú gegnsýrir samfélagið og Alþingi er ekki til þess fallið að uppbyggileg rökræða náist til lausnar vandans.
Ástæða er til að vitna til fleygra orða Geirs H Haarde, Guð blessi Ísland.
Kærar kveðjur,
Albert
Albert Albertsson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 19:06
Sæll Albert
Takk fyrir innlegg þitt.
Í lok pistilsins vísaði ég á þær reglur sem ég setti mér fyrir nokkrum mánuðum og má finna hér.
Í pistlinum áréttaði ég þær með "Aðeins málefnalegar athugasemdir sem skrifaðar eru án skætings og undir fullu nafni verða birtar". Ég tók eftir því í ahugasemdum hér að ofan að ekki höfðu allir tekið tillit til þess sem ég skrifaði. Ég samþykkti athugasemdirnar þó með semingi eftir nokkra stund þar sem menn skrifuðu þó undir fullu nafni. Ég er samt ekki alveg sáttur við þá ákvörðun mína, því ég vil ekki að þetta bloggsvæði sem mér er treyst fyrir verði notað sem drullusvað. Takk fyrir ábendingu þína hvað þetta varðar.
Auðvitað verða allir að taka höndum saman svo umræður verði uppbyggilegar og leiði til lausna vandans. Þar ætti Alþingi auðvitað að vera okkur fyrirmynd, en því miður er svo ekki.
Ágúst H Bjarnason, 31.10.2010 kl. 19:46
Borist hafa athugasemdir sem ekki verða birtar þar sem umfjöllunin er ekki málefnaleg og án skætings, eða þá að þar koma fram ásakanir eða notkun óviðfeldinna orða.
Það þýðir ekkert að reyna að senda inn slíkar athugasemdir því þeim verður hafnað.
Jafnframt vil ég biðjast afsökunar á að hafa hleypt áfram athugasemdum þar sem óviðurkvæmilegt orðalag er notað um menn og málefni.
Hér gilda hliðstæðar reglur og hjá ritstjórn blaða; aðeins athugasemdir sem sá sem er ábyrgur fyrir þessu bloggsvæði telur málefnalegar og eiga erindi verða birtar.
Ágúst H Bjarnason, 31.10.2010 kl. 20:51
Ég gæti tínt út úr pistlinum og skeytt við svarpistilinn til að undirstrika það sem persónulegar skoðanir mínar eru með eða á móti en það hefur í raun engan tilgang. Vandamálið er að staðan í þjóðfélaginu í dag er sú að þessi skítlegaeðlisveira er farin að dreifa sér hratt og vel. Engin bóluefni til og verða ekki til.
Útsæðið kemur frá kjósendum sjálfum og því þurfa þeir hinir sömu að taka sig saman í andlitinu og líta í eigin barm. Framtíðinn verður einfaldlega ekki stýrt með fortíðinni að leiðarljósi. Allra síst þegar hluti hennar er siðferðislega... brenglaður, rangur eða eins og gæti átt við nú, hliðraður um nokkur bil.
Þ.a.l. tek ég heilshugar undir að það þurfi að setja í gang siðferðislega hreinsun. Hún á ekki að ná til fyrrverandi þetta og hitt ásamt núverandi þessa og hins, heldur þarf venjulegt fólk að hefja sig upp úr skotgröfinni sem pólitíkin kom því í. Vísvitandi eða með alræmdri fávisku sinni.
Þegar staðan er orðin þannig að engu er að treysta varðandi morgundaginn þá er ekki nema von að stigið sé ofur varlega til jarðar og staðan ígrunduð í hverju spori. Trúlega er það ástæðan fyrir því að margir haldi á lofti að betur sé á brott farið en heima setið.
Sindri Karl Sigurðsson, 31.10.2010 kl. 22:51
Búandi erlendis get ég ekki sagt að ég hlakki til að flytja til Íslands í því andrúmslofti sem þar ríkir. Samt ætla ég að gera það, ég elska þetta land, er Íslendingur og mun alltaf verða það.
En ég hef áhyggjur af því hvað orðið "Íslendingur" stendur fyrir. Ekki vegna Icesave, ekki vegna þessa eða hins sem að kemur fyrir á erlendri grundu, heldur vegna þess hvernig Íslendingar koma fram við sjálfa sig.
Ég er skíthræddur, hreint út sagt.
Heimir Tómasson, 1.11.2010 kl. 07:05
Alltaf uppbyggjandi að koma í heimsókn á bloggið þitt Ágúst.
Tek einnig undir skrif Styrmis.
En verð að fá að skjóta inn að mér finnst brosvekjandi að sjá yfirlýsingu Jennýar hér ofar sem greinilega hefur reglulegan aðgang að Staksteinadálkinum. Ég verð að segja að Staksteinar er það fyrsta sem ég gái að þegar ég les mitt eintak. Alltaf athyglsivert og oft mjög ánægjuvekjandi dálkur.
Ojæja. Ég sit nú í lestinni á leið frá einum vinnustað til annars í Suður Svíþjóð. Hér er svo sem gott að vera en alltaf finnst mér nú best að vera Íslendingur. Það á sína kosti og galla.
Um stjórnmálaástandið heima þá rifjast upp fyrir mér gamalt spakmæli sem lagt var Tony Soprano í munn en var örugglega ekki fundið upp í því handriti. Þetta er til í mörgum útgáfum, hér er ein:
"More opportunities are lost to indecision than to wrong decision"
Keep'em coming Ágúst.
Björn Geir Leifsson (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 18:11
Takk fyrir póstinn frá Svíaríki Börn Geir. Það er orðið langt síðan ég ferðaðist með Statens Järnvägar.
Staksteina les ég á hverjum degi með kaffibolla í hönd. Svona rétt til að vakna. Oft sér maður á milli línanna hver heldur á stílvopninu.
...Best að fara að drífa sig að berja Sbach 342 augum. Má ekki missa af því .
Ágúst H Bjarnason, 4.11.2010 kl. 18:24
Alltaf uppbyggjandi að koma í heimsókn á bloggið þitt Ágúst.
Tek einnig undir skrif Styrmis.
En verð að fá að skjóta inn að mér finnst brosvekjandi að sjá yfirlýsingu Jennýar hér ofar sem greinilega hefur reglulegan aðgang að Staksteinadálkinum. Ég verð að segja að Staksteinar er það fyrsta sem ég gái að þegar ég les mitt eintak. Alltaf athyglsivert og oft mjög ánægjuvekjandi dálkur.
Ojæja. Ég sit nú í lestinni á leið frá einum vinnustað til annars í Suður Svíþjóð. Hér er svo sem gott að vera en alltaf finnst mér nú best að vera Íslendingur. Það á sína kosti og galla.
Um stjórnmálaástandið heima þá rifjast upp fyrir mér gamalt spakmæli sem lagt var Tony Soprano í munn en var örugglega ekki fundið upp í því handriti. Þetta er til í mörgum útgáfum, hér er ein:
"More opportunities are lost to indecision than to wrong decision"
Keep'em coming Ágúst.
Björn Geir Leifsson (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.