Spjall um segultruflanir sólar sem benda til minnkandi virkni - - - og kvćđiđ um samlíkingu sólarinnar...

 

 

 sun-earth-b.jpg


 

 Hvađ er betra en sólarsýn
ţá sveimar hún yfir stjörnurann?
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleđur mann.
                                                                                      Bjarni Gissurarson 1621 - 1712.

 

 

 

Skammtímabreytingar af völdum rafagnastrauma frá sólinni hafa veriđ skráđar í áratugi. Međal annars í á vegum Háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskólans. Ţessar breytingar geta jafnvel veriđ ţađ miklar ađ ţćr birtist sem flökt í stefnu  áttavita.

Ţetta segulflökt sem sólvindurinn ber međ sér er einn af mćlikvörđunum á virkni sólar.

Á vefsíđu Háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskólans stendur eftirfarandi m.a.:

 "Háloftadeild rekur segulmćlingastöđ í Leirvogi í Mosfellssveit. Stöđinni var komiđ á fót áriđ 1957 og er hún hin eina sinnar tegundar hér á landi. Ţar eru skráđar breytingar á segulsviđi jarđar, bćđi skammtímabreytingar af völdum rafagnastrauma frá sólu og hćgfara breytingar sem stafa af hrćringum í kjarna jarđar. Breytingarnar hafa međal annars áhrif á stefnu áttavitanála, og langtímamćlingar í Leirvogi eru ţví notađar til ađ leiđrétta kort fyrir siglingar og flug. Niđurstöđur mćlinga sem skráđar eru á 10 sekúndna fresti eru sendar daglega til gagnamiđstöđvar í Kyoto í Japan og mánađarlega til Boulder í Colorado.

Háloftadeildin sér einnig um rekstur tveggja stöđva til norđurljósarannsókna, en stöđvarnar eru í eigu Pólrannsóknastofnunar Japans. Önnur ţeirra er á Augastöđum í Borgarfirđi, en hin á Mánárbakka á Tjörnesi. Stöđvum ţessum var komiđ upp 1983, en tćkjabúnađur ţeirra er í stöđugri ţróun. Hiđ sama er ađ segja um segulmćlingastöđina í Leirvogi.

Ţá sér Háloftadeildin um rekstur tveggja ratsjárstöđva til rannsókna á rafhvolfi jarđar. Önnur ţeirra er  viđ Stokkseyri en hin viđ Ţykkvabć. Fyrrnefnda stöđin var sett upp áriđ 1993 og er í eigu franskra rannsóknastofnana en sú síđarnefnda, sem tók til starfa 1995, er í eigu háskólans í Leicester í Englandi. Ţessar stöđvar eru mikilvćgur hlekkur í keđju slíkra stöđva sem nćr bćđi til norđur- og suđurhvels jarđar. Markmiđiđ međ keđjunni er ađ kortleggja áhrif sólar á rafhvolfiđ".

Sá sem ţennan pistil ritar vann á námsárunum sem sumarmađur á Háloftadeildinni, og kom ţví oft í Segulmćlingastöđina í Leirvogi. Á ţeim áratugum sem síđan eru liđnir hef ég komiđ ţangađ nokkrum sinnum, síđast líklega fyrir um fimm árum. Dr. Ţorsteinn Sćmundsson var deildarstjóri Háloftadeildar lengst af, en nú rćđur Dr. Gunnlaugur Björnsson ţar ríkjum.

Mér er minnisstćtt hve mikiđ alúđ hefur alla tíđ veriđ lögđ viđ stöđina og úrvinnslu gagna. Ţarna fékk ég ađ kynnast vísindalegum vinnubrögđum Ţorsteins sem ávallt hafa veriđ í hćsta gćđaflokki. Aldrei mátti vera neinn vafi á ađ mćligögn vćru eins rétt og nokkur kostur vćri á, og ef grunur var um ađ ţau vćru ţađ ekki, ţá var ekki hćtt ađ leita ađ skýringum fyrr en ţćr lágu fyrir. Ţarna kom ég ađ viđhaldi tćkjabúnađar, gagnaúrvinnslu og jafnvel framköllun á kvikmyndafilmu úr norđurljósamyndavél. Ţarna var međal annars veriđ ađ framkvćma óbeinar mćlingar á sólinni, ţ.e. breytingum á segulsviđi jarđar og jónahvolfinu. Ţarna voru notuđ mćlitćki sem voru einstök í heiminum, m.a róteinda-segulsviđsmćlirinn Móđi sem Ţorbjörn Sigurgeirsson prófessor smíđađi ásamt samstarfsmönnum sínum. Mörg tćkjanna í segulmćlingastöđinni, e.t.v. flest, voru smíđuđ á Íslandi. 

Ţorbjörn Sigurgeirsson prófessor í eđlisfrćđi viđ HÍ hóf stafrćkslu síritandi mćlistöđvar í Leirvogi á alţjóđa jarđeđlisfrćđiárinu 1957, ţannig ađ ţar hafa nú veriđ gerđar mćlingar samfellt í meira en hálfa öld. Um Ţorbjörn má lesa í einkar fróđlegri samantekt Leós Kristjánssonar sem finna má hérŢorbjörn var einstakur mađur, jafnvígur á frćđilega eđlisfrćđi, tilraunaeđlisfrćđi, rafeindatćkni, o.m.fl. Einstakt ljúfmenni og góđur kennari, en ég var svo heppinn ađ hafa hann sem kennara í rafsegulfrćđi á sínum tíma fyrir margt löngu.

 

Jćja, nóg komiđ af útúrdúrum, en skođum ađeins hver áhrif sólin hefur haft á segulflökt jarđar síđastliđna hálfa ađra öld, ţ.e. skammtímabreytingar af völdum rafagnastrauma frá sólu, sem minnst er á á vef Háloftadeildar.

 ---

Ferillinn hér fyrir neđan uppfćrist sjálfkrafa og sýnir hann breytingar í Average Planetary Magnetic Index (Ap) síđan um síđustu aldamót, eđa í rúman áratug (2000 til janúar 2011).  Athygli vekur hve lágt gildiđ hefur veriđ undanfarin tvö ár eđa svo, en Ap stuđullunn hefur veriđ ađ dóla kringum gildiđ 5, og jafnvel ađeins neđar.

 

                                           http://www.swpc.noaa.gov/SolarCycle/Ap.gif

 

En hvernig hefur Ap stuđullinn veriđ ţau síđastliđin 80 ár sem góđ gögn eru til um. Ţađ sýnir nćsta mynd sem nćr frá 1932 til 2008.

Örvarnar neđst á myndinni merkja lágmörk í sólsveiflunni. Lárétta línan er viđ Ap=6. Kuldatímabiđiđ um 1970 ("hafísárin") hefur veriđ merkt inn. Ţađ er ljóst ađ undanfarin tvö ár hefur Ap stuđullinn veriđ sá lćgsti sem mćlst hefur síđan 1932.

 

ap-index-1932-2008-b_1056197.png

 

 

 Myndin hér fyrir neđan sýnir breytingar alla leiđ aftur til ársins 1884 til dagsins í dag, en myndin er fengin á vefsíđu Dr Leif Svalgaard.  Sést nokkurs stađar lćgra gildi en mćlist um ţessar mundir?

Ath ađ ferlarnir á ţessum myndum er ekki endilega alveg sambćrilegir.  Međaltaliđ er ekki alls stađar tekiđ yfir jafn langan tíma, ţannig ađ smávćgilegur munur getur veriđ á útliti ţeirra..  

 

ap-monthly-averages-1844-now.png

 Stćkka má mynd međ ţví ađ tvísmella á hana.

 

 

Niđurstađan er sú ađ skammtímatruflanir á segulsviđi jarđar eru óvenju litlar um ţessar mundir. Vćntanlega kemur ţađ líka fram á mćlunum í Leirvogi á svipađan hátt og hér.

 

 

 ---

 

www.spaceweather.com

NOAA: Geomagnetic Kp and ap indices.

NOAA: Currrent solar data.

NOAA: Solar Cycle Progression

Vefsíđa međ fjölmörgum beintengdum upplýsingum um sólina:
Solar Images and Data Page


 

 


 

 

 

 

Kvćđi um samlíking sólarinnar

Hvađ er betra en sólar sýn,
ţá sveimar hún yfir stjörnu rann?
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleđur mann.


Ţegar ađ fögur heims um hlíđir
heilög sólin loftiđ prýđir,
lifnar hauđur, vötn og víđir,
voldug er hennar sýn.
Hún vermir, hún skín
Međ hćstu virđing herrans lýđir
horfi á lampa ţann.
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleđur mann.

Á fjöllunum hennar geislar glóa,
gropnar ís í vötn og flóa,
drýpur vörm í dalina mjóa
dýrđar gufan eins og vín.
Hún vermir, hún skín
Allskyns fögur eplin gróa
út um veraldar rann.
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleđur mann.

Öll náttúran brosandi breiđir
blíđan fađm og sig til reiđir,
ţegar ađ veldis hringinn heiđir
og hennar ljóma augnabrýn.
Hún vermir, hún skín
Elds brennandi lofts um leiđir
lýjast aldrei kann.
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleđur mann.

Orđiđ herrans helgidóma
hreinferđugrar kvinnu blóma
samlíkir viđ sólarljóma,
ţá situr hún kyrr ađ verkum sín.
Hún vermir, hún skín
Um hennar dyggđir, hefđ og sóma
hljómurinn víđa rann.
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleđur mann.

                                                 

 

Bjarni Gissurarson 1621 – 1712, höfudur kvćđisins um samlíking sólarinnar, var skáld og prestur í Ţingmúla í Skriđdal, fćđingarstađ sínum. Bjarni var gáfumađur, gleđimađur og gamansamur. Hann er í tölu helstu skálda síns tíma og mjög mikilvirkur, orti trúarljóđ og veraldleg kvćđi af ýmsum toga, einkum ádeilur, skemmtibragi og ljóđabréf, einnig vikivakakvćđi.


 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skemmtileg fćrsla, ţó ég hafi reyndar skautađ ađ mestu yfir línuritin og "frćđin". Rafmagn er sem gríska fyrir mér.   ţú ert góđur penni, Ágúst, ţú gćtir veriđ sagnfrćđingur í hjáverkum. Ţú glćđir fróđleiksmolana áhugaverđu lífi fyrir leikmenn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.2.2011 kl. 02:44

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir innlitiđ Gunnar.

Ágúst H Bjarnason, 1.2.2011 kl. 06:49

3 Smámynd: Einar Ţór Strand

Alltaf gaman ađ lesa bloggiđ hjá ţér vel skrifađ og frćđandi.

Einar Ţór Strand, 2.2.2011 kl. 18:08

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk Einar Ţór.

Ágúst H Bjarnason, 2.2.2011 kl. 22:39

5 identicon

Sćll Ágúst,  ég ćtla ađ fara ađeins á hliđ viđ efniđ sem ţú ert ađ tala um. Ţannig var ađ ég rakts á grein um daginn hvernig sem fjallađi um geislavirk samsćta af frumefninu Berylium getur orđiđ til ţegar háorku-utanjarđar öreindir ( geimgeislar )  fara í gengnum gufuhvolfiđ  okkar og rekast á  köfnunarefnisatom ( eđa mólekúl öllu heldur), og kljúfa frá ţví nokkrar 4 kjarnaeindir ( prótónur / neutónur) svo úr verđur Berylium samsćta sem kallast stundum Be-10  eđa 10Be  ( samsćtan er geislavirk međ einhvern 1,5 milljón ára helmingunartíma. Ferliđ er á ensku kallađ "spallation" eđa "cosmic spallation" sem ég veit ekki almennilega hvernig á ađ ţýđa). Ţetta Berylium afbrigđi berst svo međ rigningu eđa annari ofankomu til jarđar , fellur út vega alkaliáhrifa og sest í jarđveg eđa annađ yfirborđsefni, svo sem í yfirborđ jökla og svo frv.  

Ţađ hefur veriđ stungiđ upp á ţví ađ ţađ mćtti hugsanlega nota magnmćlingar á á ţessari samsćtu í  ískjörnum úr borunarverkefnunum á Grćnlandi og Suđurskautinu sem mćlikvarđa á styrk sólvinda/sólvirkni fyrr á árum sem , á ţann hátt ađ magn ţess í yfirborđi standi í réttu hlutfalli viđ styrk geimgeisla sem ná inn í gufuhvolfiđ á gefnum tíma og ţar eđ mikil sólvirkni dregur úr áhrifum geimgeisla ţá  megi líta svo á ađ meta megi sólvirkini á sama tíma í öfugu hlutfalli viđ styr Be-10 í ískjarna sem er aldurákvarđuađur frá ţeim tíma. 

Mér ţótti ţetta forvitnilegt og fór ađ leita ađ gögnum af  mćlingum á Be-10 fann  eitthvađ af slíku frá greiningu úr Gisp2 borkjörnunum , greiningingin nćr yfir tímabiliđ frá ţví fyrir c.a 2000 f.Kr.  aftur til 38000 f.Kr. fleyđi ţeim inn í excel og útbjó línurit fyrir Be-10  styrkinn , og gerđi mér einnig annađ línurit (í sama tímaskala ) yfir hitastigsmat ( temperature reconstruction )  á Grćnlandsjökli fyrir sama tímabil í ,mestmegnis vegna ţess ađ mig langađi ađ sjá hvort einhver samsvörun vćri merkjanleg.

Ţađ sem út kom má sjá á  mynd sem krćkjan hér ađ neđan vísar í

http://i55.tinypic.com/2d7vbc7.gif

Efra grafiđ er yfir styrk Be-10 mćlt í fjölda atóma í milligrammi , neđra grafiđ sýnir áćtlađan međalhita á miđjum Grćnlandsjökl í gráđum á celsíus á sama tímabili.

Ég veit eiginlega ekki hvađ ég á ađ segja um ţetta annađ en , ja hvur andsk..., efra grafiđ nánast spegilmynd af ţví neđra.         

Bjössi (IP-tala skráđ) 2.2.2011 kl. 23:16

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sćll Björn

Takk fyrir innlegg ţitt. Ferillinn sem ţú bjóst til er merkilegur, en hann sýnir ađ eitthvađ samband virđist vera milli hitafars á Grćnlandsjökli og sólvirkni í ca 40 ţúsund ár. Ţetta sćist vćntanlega betur ef  ferlarnir vćru plottađir á sama blađ og annar speglađur um lárétta ásinn.

Ég ćtla ađ reyna ađ birta smćkkađa mynd af merkilega ferlinum ţínum hér fyrir neđan, en hann er í fullri stćrđ ţar sem ţú vistar hann. Ţar sést betur textinn á myndinni:

http://i55.tinypic.com/2d7vbc7.gif

 http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/bjossi-beryllium-greenland-500w.jpg

Ágúst H Bjarnason, 3.2.2011 kl. 05:49

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Smá viđbót:

Ţađ rifjađist upp ađ einhvern tíman skrifađi einhver einhverja grein í Lesbók Moggans ţar sem minnst er á Beryllium-10 og sólvindinn.

Greinin er hér myndalaus í gagnasafni Moggans, en međ myndum hér.

Ágúst H Bjarnason, 3.2.2011 kl. 06:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggiđ

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverđ

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverđiđ í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 762155

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband