Spá NASA um virkni sólar fellur enn...

 

 

 

 

Eins og hreyfimyndin hér fyrir ofan ber með sér þá  hefur spá NASA um hámark næstu sólsveiflu farið hratt lækkandi.  

Takið eftir textanum efst á myndinni með dagsetningu.

 

Eins og bloggað var um hér 7. október 2010 spáði NASA þá sólblettatölu 64. Í nýjustu spánni sem birt er hér er talan komin niður í 59. Sjá myndina hér fyrir neðan.

Í mars 2008 spáði NASA sólblettatölu 130-140, en nú er spáin komin niður í 59. Skyldi spáin eiga eftir að falla frekar?

 

"Current prediction for the next sunspot cycle maximum gives a smoothed
sunspot number maximum of about 59 in June/July of 2013.
We are currently two years into Cycle 24 and the predicted size continues to fall".

 

Þannig byrjar vefsíða NASA Solar Cycle Prediction.

        Það dregur greinilega nokkuð hratt úr virkni sólar...

 

 

ssn_predict_l--jan-2011.gif

 Myndin er af vefsíðu NASA. Takið eftir textanum efst á myndinni.

 

""The next sunspot cycle will be 30% to 50% stronger than the previous one,"
If correct, the years ahead could produce a burst of solar activity second only to
the historic Solar Max of 1958 ".

NASA 10 mars 2006 Smile

Hvað hefði þetta þýtt í sólblettatölu?

 

Sjá pistilinn frá 7. október 2010:   Spá NASA um virkni sólar fer lækkandi...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í augnablikinu lítur út eins eitthvað sé til í því sem Swensmark heldur fram, fallandi sólvirkni -- > kólnandi veðurfar, en auðvitað er alltof snemmt að fullyrða nokkuð í þá áttina ennþá.

Hinsvegar sagði ég í hálfkæringi einhvers staðar um daginn , þegar þessu að því er virðist fallandi sólvirkni barst í tal í kunningjahópi að sennilega endaði sólblettahámarkið á þessu skeiði í 42 og glotti út í annað um leið. Einn kunninginn fékk hláturskast mikið , en hinir störðu á hann í forundran, enda hefir enginn þeirra lesið stafkrók eftir Douglas Adams. og voru því ekki innvígðir í hvaða galdratala 42 er.  

Bjössi (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 02:04

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála Bjössi.

Eigum við ekki að veðja á 42?      Það er nefnilega mögnuð tala eins og þú segir.

 

Ágúst H Bjarnason, 19.1.2011 kl. 06:22

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það merkilega við þessa sveiflu í sólvirkni er að hnattrænt hitastig jarðar tekur varla eftir henni lengur - samanber að í fyrra var jafnheitast í heiminum og áður hefur verið síðan mælingar hófust (samkvæmt flestum ef ekki öllum hitaröðum).

Síðustu ár hefðu átt að sýna okkur kólnun miðað við þessa gríðarlegu niðursveiflu - svo hefur ekki orðið og hin undirliggjandi hnattræna hlýnun verður meira og meira áberandi. 

Höskuldur Búi Jónsson, 19.1.2011 kl. 07:57

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég minntist reyndar hvergi á lofthita í pistlinum. Pistillinn fjallar bara um ástand sólar.

-

Menn verða þó að hafa í huga að í svona kerfum er alltaf tímaseinkun, eða það sem kallast time lag. Tímaseinkunin í varmakerfinu sól-jörð gæti verið af stærðargráðunni 5-10 ár.  Svörunin kæmi því hægt og bítandi...

Ágúst H Bjarnason, 19.1.2011 kl. 08:33

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Umræðuefnið er:

Hverju spá menn um næstu sólsveiflu?

Hver verður sólblettatalan?

Sjálfur tók ég undir með Bjössa  með tilvísun í Douglas Adams og leyfi mér að giska á 42.  Það er eins góð tala og hver önnur. 

NASA hefur gert margar tilraunir til að spá, en þeir eru greinilega ekki spámannlega vaxnir. Það er því allt í lagi að reyna að spá eins og þeir.

Ágúst H Bjarnason, 19.1.2011 kl. 08:38

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Mín spá er í kringum 55 og hitastig mun ekki lækka neitt þrátt fyrir það og væntanlega halda áfram að hækka vegna aukina gróðurhúsaáhrifa - ég stóðst ekki mátið, enda var Bjössi búinn að koma inná loftslagstengd mál án þess að fá "skömm í hattinn" fyrir...enda virðist ekki alveg sama hver nefnir hvað hérna... ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 19.1.2011 kl. 08:49

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mér langar til að sýna þér þennan link sem kannski kemur þessu ekki beint við en þar er rætt um ris og fall rómar eftir árhringjum í trjám..

http://www.yr.no/nyheter/1.7466161

greinilegt að veður hafa verið mislynd í gegnum árþúsundirnar..

Óskar Þorkelsson, 19.1.2011 kl. 12:50

8 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

"WeatherAction forecasts are the only long-range forecasts with proven skill verified by independent academic statisticians with their findings published in scientific peer-reviewed literature, consistent winnings on weather bets over 12 years and independently audited reports from insurance industry monitors of world-wide extreme events (see Forecast Accuracy).

The web-based forecasts can be purchased on-line via the 'Buy Forecasts' tab. 30 day forecasts for each month are issued near the end of each preceeding month and are available from then through the month. 45day ahead forecasts are available from the mid of each preceding month.

WeatherAction also forecasts for certain extreme events around the world are made public in summary form each month at the WeatherAction Press conference held towards the end of each preceding month. The Audited results of WeatherAction extreme events forecasts show high skill - 85% success rate for the world and over 90% for USA on land - see reports under Forecast Accuracy button. The May 2009 Forecasts bulletin page 4 gives overall results estimates (via News archive, also see WANews2009 No 28) which under the final audit reports turn out as 85% level (63/74) for the world and over 90% (8.5/9) for N America land events.

Extreme events for 2010 are reported via News & events tab. See for example WANews210No19 for dramatic prediction of floods in USA & Azerbajan; or WAnews2010no31 - for successful prediction of jet stream shifts which ended the West Russian heatwave (also predicted by Piers Corbyn's Solar Lunar Action Technique) and ended the of Superflood deluges in Pakistan." 

100 ára spá Weather Action.

Georg P Sveinbjörnsson, 19.1.2011 kl. 18:06

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Um galdratöluna 42 sem Bjössi benti okkur á:
http://en.wikipedia.org/wiki/42_%28number%29 

Eða ef menn nenna, þá eru 1.600 000 krækjur hér.

 

Hver er summa talna í röðum eða dálkum?

Ágúst H Bjarnason, 19.1.2011 kl. 19:12

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þó svo að á NASA vefsíðunni sé spáð sólblettatölunni 59, þá spáir NOAA á sinni vefsiðu ennþá sólblettatölunni 90, en spáin hefur ekki verið uppfærð síðan í maí 2009.

Ágúst H Bjarnason, 20.1.2011 kl. 06:32

11 identicon

Águst af því við erum dottnir í 42 grínið, þá er hér smámoli, einhver staðar á síðunum  í Hitchiker Guide ... bókaröðinni sennilega í sama kafla og svarið við spurningunni um "the live universe and everything " er birt , er einhvers staðar stungið upp á  " look into the Pi" sem aðferð "til að finna svarið á  lífsgátunni". Einhvern tíman datt ég í inn á vefsíðu sem heitir Pi-Searcher, þar sem hægt er að leita að í hvar  einhverjar stafarunur koma fyrir í aukastafarunu Pi, og eins er hægt að fletta upp stafarunum  sem byrja í fyrirframgefnu sæti ( talið er frá fyrsta aukastaf heiltöluhlutiin ekki með ), ég stoppaði við og sló inn fyrirspurn um 6 tölu  stafarununu  sem byrjar í aukastaf nr 242424 ( 424242 lesið afturábak ) svarið var : 424242 . .

Bjössi (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 09:18

12 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ágúst: Það er skrítið að spá fyrir um eitthvað sem lítið er vitað um - en til að vera með þá spái ég að sólblettahámarkið verði um 60

Heyrðu, svo las ég nýlega greiningu á hitaferlum og náttúrulegum breytileika (þar á meðal sólvirkni) - þar sem áðaláhrif sólvirkni (tengt sólblettatölu) á hitastig virðast koma 2-3 mánuðum síðar - þannig að fullyrðing þín um að tímaseinkunin "...í varmakerfinu sól-jörð gæti verið af stærðargráðunni 5-10 ár" á sér líklega ekki stoð í raunveruleikanum.  Auðvitað geturðu sannfært mig um að svo sé, ef þú bendir mér á góðar heimildir þar um

Höskuldur Búi Jónsson, 20.1.2011 kl. 14:36

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Höski

Spáin okkar hér er auðvitað aðeins til gamans, enda tekur ekki nokkur heilvita maður nokkurt mark á okkur

-

Varðandi hvor tímaseinkunin sé í árum eða mánuðum þori ég ekkert að fullyrða um. Þykist þó hafa lesið um að hún sé í árum, en fullyrði ekkert... Við verðum aðeins að gæta okkur á að blanda ekki saman hugtökunum tímastuðull og tímaseinkun.  Það er oft frjálsleag farið með þau hugtök.   Ef við segjum til dæmis að tímastuðullinn sé 1 ár (eða mánuður mín vegna) þá tekur það fyrstu gráðu kerfi (sem varmaflutningskerfi eru) 1 ár (eða mánuð) að ná 63% af endanlegu gildi ef innmerkið er þrep, 2 ár (eða mánuði) að ná 86%, 3 ár (eða mánuði) að ná 95% og 4 ár (eða mánuði) að ná 98% af endanlegu gildi eða jafnvægisástandi. Praktískt talað tekur það kerfið 3-4 tímastuðla að ná endanlegu gildi. Sema sagt, tímastuðull er ekki endilega alveg sama og tímaseinkun.

-

Um svona kerfi má  sjá t.d í þessari bók sem ég notaði í nokkur ár við kennslu þar sem þessi fræði koma fyrir. Fyrstu 670 blaðsíðurnar af tæplega 1000 má sækja hér sem pdf. (Tekur nokkrar mínútur að hlaða niður 33Mb).

 Ég rakst áðan á bókina alla hjá Google Books. Miklu betra en að sækja hana sem pdf. Smella hér.

Í þessu samhengi er fróðlegt að lesa kaflann "3 Mathematical Modelling of Dynamic Systems" (bls 57) og
"4 Transient Response Analysis" bls 134).

Nú er breytingin í sólinni ekki þrep, frekar líkara sínusmerki eða jafnvel sívaxandi/-minnkandi merki (ramp). Skiptir í raun ekki öllu máli. T.d er Unit-ramp svörun á bls. 139.  Venjulega notar maður stöðluð test merki í útreikningum, svo sem þreplaga, þríhyrningslaga (ramp) eða impúls.

Eins og þú sér þá er "feedback" rauði þráðurinn í þessari bók, þ.e. í "closed loop systems". Til að greina svona kerfi þykir mér alltaf best að nota Root-Locus eða  aðferðina sem lýst er í kafla 6 bls 337 þar sem komplexa planið er notað til að staðsetja rótarheimkynni fyrir mismunandi mögnunarstuðla.  Það er þó einnig hægt að nota Frequency Response Analysis sem lýst er í kafla 8 bls 471. 

Nóg um það.  Alla vega þá er þetta mjög fróðlegt og þarna koma fyrir sömu hugtök og þegar verið er að fjalla um feedback, bæði pósitíft og negatíft, stærðfræðilíkön af kerfum, mögnunarstuðla, o.m.fl. í loftslagsvísindum. 

Kannski dálítið torf, en ég hef böðlast í gegn um þessa bók nokkrum sinnum svo það er vel hægt...

Ágúst H Bjarnason, 20.1.2011 kl. 16:45

14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Nú sé ég að krækjan hjá Google Books hér er aðeins sýnishorn. Vantar fjölda blaðsíða hér og þar. Einhver copyright vandræði. Stóra pdf skjalið hér er því skárra.

Ágúst H Bjarnason, 20.1.2011 kl. 16:52

15 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst, hver ætli tímastuðullinn sé varðandi hækkun hitastigs vegna gróðurhúsalofttegunda með þessari aðferðafræði? Annars virðist þessi bók þín vera ágætis fræðibók í verkfræði/stærðfræði og sjálfsagt fróðleg fyrir verkfræðinga o.fl., en hún hefur væntanlega ekki gerð til að útskýra loftslagsvísindi nútímans og þá þekkingu sem loftslagsvísindamenn búa yfir í dag og hafa sankað að sér á síðustu árum og áratugum.

Jæja, en hvað um það, þú hefur væntanlega lesið þetta á mbl.is í dag, 2010 heitasta ár sögunnar. Mér fannst eftirfarandi ansi fróðlega orðað hjá viðmælandanum sem vitnað er í:

„Sjálfskipaðir efasemdamenn um hlýnun jarðar gætu enn reynt að halda því fram að hlýnunin hafi hætt árið 1998 en þeir geta ekki útskýrt í burtu þá staðreynd að níu af tíu hlýjustu árum sem mælingar ná til hafi öll verið síðan 2000,“ sagði Bob Ward frá rannsóknarstofnun London School of Economics á veðurfarsbreytingum

Ég efast ekki um að sjálfskipaðir efasemdarmenn munu halda sínu striki þrátt fyrir að staðreyndirnar séu að fljækjast fyrir málflutningi þeirra... ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 20.1.2011 kl. 18:33

16 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svatli


Fyrsta spurningin er mjög undarleg. Að sjálfsögðu segir þessi aðferðafræði nákvæmlega ekkert um hvað "tímastuðullinn sé varðandi hækkun hitastigs vegna gróðurhúsalofttegunda". Þú ert greinilega að misskilja mikið. Reyndar ættir þú að þekkja þessa aðferðafæði, því mér skilst þú hafa lesið margar vísindageinar um loftslagsfræði.  Þessi aðferðafræði er einmitt mikið notuð þar og blasir við þeim sem þekkja til hennar.


Annar misskilningur, af sama meiði, er að þessi bók sé "ágætis fræðibók verkfræði/stærðfræði og sjálfsagt fróðleg fyrir verkfræðinga o.fl."
Reyndar er mikið sannleikskorn í   "o.fl.".    Þessi aðferðafræði er nefnilega mikið notuð í flestum vísindagreinum auk verkfræði.


Fáein dæmi:


Líffræði: Ótal reglunarlykkjur sem beita má þessum fræðum á, eru í öllum lífverum, stórum og smáum. Einfalt dæmi er hitareglirinn sem nær að halda htastiginu nánast stöðugu í 37°C þrátt fyrir mismunandi ytra áreiti.  Annað dæmi er efnafræðileg reglunarlykkja nær að halda insúlínmagninu réttu þrátt fyrir sykurát.


Eftir að líffræðingurinn hefur stillt upp stærðfræðilíkani fyrir fyrirbærið getur hann,  og  gerir, notað nákvæmlega þessa aðferðafræði sem kynnt er hér, hafi hann þekkingu til, eins og sumir þeirra hafa.


Hagfræði: Hagfræðingar geta stillt upp stærðfræðilíkönum fyrir hagkerfi. Síðan geta þeir beitt þessum sömu aðferðum og hér eru notuð á líkönin. Það hafa sumir þeirra gert.


Flugeðlisfræði: Nákvæmlega þessar aðferðir eru notaðar til að t.d. senda geimför að reikistjörnunum og jafnvel lenda þeim þar mjúklega.


Loftslagsfræði:
  Loftslagsfræðingar sem kunna sitt fag reyna að stilla upp yfirfærsluföllum fyrir lofthjúpinn, og síðan er hægt að beita sömu aðferðum. Þar er vandamálið auðvitað að kerfið er flókið, yfirfærsluföll mörg og tímastuðlar mismunandi. Auk þess þekkja menn ekki fyrirbærin vel til að ná að stilla upp réttum líkönum. Um leið og sæmilega rétt líkön liggja fyrir er hægt að beita þessari aðferðafræði. Í kennslubókinni er einmitt fjallað m.a. um flókin kerfi með mörgum mismunandi tímastuðlum o.þ.h, og hvernig unnið er með þannig kerfi.


(Tökum loftslagsfræðina sem dæmi varðandi tímastuðla. Við varmaflutninginn frá sólinni til lofthjúps jarðar má nefna nokkur einföld dæmi um yfirfærsluföll (transfer function) með mismunandi tímastuðlum: Aukin sólgeislun hitar upp hafið með beinni geislun, hafið hitnar hægt og bítandi. Minnkandi sólgeislun veldur því að hafið kólnar hægt við að losa varma í lofthjúpunn, langur tímastuðull. Sólgeislun hitar beint lofthjúpinn, stuttur tímastuðull. Sólgeislun hitar upp landsvæði sem aftur skila varma á t.d.  nóttunni yfir í lofthjúpinn; miðlungs tímastuðull.  Þetta er aðeins örlítið dæmi af tugum ef ekki hundruðum fyrirbæra sem fara sem þættir í stærðfræðilíkanið. Fyrir hvert og eitt þarf síðan að smíða yfirfærslufall og síðan sameina öll í stærðfræðilíkan. Það er ekki furða að þetta vefjist fyrir mönnum, ekki síst þegar þeir eru ekki einusinni sammála um hvort afturverkunin vinni með eða á móti í sumum veigamiklum tilvikum. Þegar aftur á móti stæðrðfræðimódelið liggur fyrir, hvort sem það er rétt eða ekki, þá er hægt að beita þessari aðferðafræði á þau. Það gera líka loftslagsfræðingar sem hafa þekkingu til).


Eini munurinn á notkun þessarar aðferðafræði í mismunandi greinum vísinda og tækni er sá að yfirfærsluföllin eru eilítið mismunandi, þó ekki eins ólík og maður gæti haldið, því þau eru flest af fyrstu gráðu eða annarar gráðu. Mismunandi aðferðir eru notaðar til að stilla þeim upp, eftir því hvort um er að ræða greinar líffræði,eðlisfræði, hagfræði, loftslagsfræði, o.s.frv. Nákvæmlega sama aðferðafræði er notuð á þau eða stærðfræðilíkönin eftir það. Kannski er það vegna þess að stærðfræðin gildir alltaf og náttúrulögmálin eru alltaf eins, a.m.k. þegar ekki þarf að taka tillit til lögmála skammtafræðinnar.


Þú skrifar:   "...en hún hefur væntanlega ekki gerð til að útskýra loftslagsvísindi nútímans og þá þekkingu sem loftslagsvísindamenn búa yfir í dag og hafa sankað að sér á síðustu árum og áratugum".   Ja hérna Svatli. Þetta er einmitt eitt aðal hjálpartæki alvöru loftslagsvísindamanna :-)   Það ættir þú að vita manna best eftir lestur fjölmargra vísindagreina um árabil.


Til þess að geta beitt þessari aðferðafræði, sem hefur skilað vísindum og tækni langt áleiðis, þarf þó nokkuð góða þekkingu í stærðfræði. Menn þurfa einnig að hafa góða þekkingu og skilning á sinni fræðigrein, hvort sem það er líffræði, efnafræði, hagfræði, flugeðlisfræði, eða loftslagsfræði, til að geta stillt upp réttum stærðfræðilíkönum sem hægt er að beita þessari aðferðafræði á.


Í tilefni af lokaorðum þínum: Stundum held ég að loftslagsfræðin séu í hugum sumra trúarbrögð. Sífellt er verið að kalla þá sem leyfa sér að hugsa á annan hátt en þeir efasemdarmenn.  Eiginlega alveg sama viðhorf og í sumum sértrúarsöfnuðum. Þessir hinir sömu vita ekki og skilja ekki, að ein mesta dyggð sanns vísindamanns er að kunna að efast og vera sífellt að spyrja spurninga.
-
Jæja Svatli, nú skalt þú reyna að setja sig dálítið inn í þessi mikilvægu fræði vísinda og tækni, þar með talið loftslagsvísinda, og síðan veita því athygli þegar þeim er beitt í loftslagsvísindum.

Ágúst H Bjarnason, 20.1.2011 kl. 20:54

17 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Tími umræðna hér í athugasemdum um blessaða sólina var runninn út, en Sveinn Atli sendi mér póst og bað mig um að opna augnablik fyrir athugasemdasvæðið svo hann gæti komið að athugasemd, líklega við þá sem ég skrifaði síðast. Það er mér bæði ljúft og skylt, enda er alltaf hressandi að eiga orðastað við hann, þó svo við reynum kannski báðir að fremsta megni að vera ósammála. Kannski virðist vera óþarfa harka í leiknum, en alla vega minni en sást í handboltaleiknum góða milli Íslandinga og Norðmanna þar sem náfrændur reyndu með sér J. Alla vega þá er þetta allt í góðu.

Að sjálfsögðu getur verið mjög hollt að skiptast á skoðunum og varpa fram spurningum, sem stundum eru þannig að það kostar umhugsun að svara þeim. Það skerpir hugann og eflir skilninginn á viðfangsefninu.  Eftir að Sveinn Atli (Svatli) hefur svara vil ég þó svara Höskuldi Búa (Höska Búa) félaga hans aðeins betur, en ég mundi ekki í augnablikinu hvers vegna ég taldi tímaseinkun upphitunar lofthjúps jarðar (og einnig við kólnun) mælast í árum og nefndi töluna 5-10 ár.  Það hefur nú rifjast upp.  Að öðru leyti  ætla ég að láta vera að halda þessu áhugaverða þrasi áfram og ekki að leggja meira orð í belg. Pistillinn fjallaði jú bara um breytistjörnuna sem við köllum Sól og vangaveltur manna um við hverju má búast á næstu árum varðandi hana.

Sjálfur hef ég nokkra ánægju af því sem ég eyddi mestu púðri í þegar ég skrifaði athugasemd #16 enda kenndi ég þau fræði í nokkur ár í gömlum skóla fyrir vestan læk og hef notað þau mikið í starfi í enn fleiri ár.

Sem sagt, gjörðu svo vel ágæti Sveinn Atli og takk fyrir áhuga þinn. (Þar sem umræðutíminn er í reynd runninn út verður eingöngu pláss hér fyrir svar þitt  og síðan það sem ég rifjaði upp varðandi  5-10 ára tímaseinkuninna).

Ágúst H Bjarnason, 22.1.2011 kl. 10:43

18 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kæri Ágúst

Það er akkúrat ekkert undarlegt við þessa spurningu mína, þó svo þú hafir ekki svar við henni, hvað þá ég :) Það er eitt af því sem heyrist í fræðunum að það hitastig hækki ekki strax þó svo gróðurhúsaáhrifin verði meiri, þ.e. að við eigum inni smá hækkun hitastigs eða að hækkun hitastigs sé ekki öll komin fram, þ.a.l. spurði ég spurningarinnar, en bjóst þó ekki við ákveðnu svari. Þessi spurning var ekki sett fram til að fá fram svar frá þér á henni (enda vart mögulegt), heldur til að velta upp því að þessi aðferðafræði gildir ekki bara sólina, heldur líka aðra þætti (eins og þú kemur inn á svarinu, þar sem þú veltir vöngum yfir tímastuðla fleiri þátta - merkilegar vangaveltur ef spurningin mín er svona undarleg). Ég hef svo sem aldrei útilokað það að sólin hafi áhrif á hitastig, heldur segi bara sem svo að aukin gróðurhúsaáhrif minnki þau áhrif sem sakir standa.

En bókin, sem þú vísar til Ágúst, er aftur á móti ekki gerð sem fræðibók í loftslagsfræðum og mun því ekki geta útskýrt þau per se, þó svo ég sé meðvitaður um að hægt sé að útskýra einhver atriði þeirra fræða með jöfnum sem koma fram í þessari bók og jafnvel í öðrum fræðigreinum, eins og þú kemur inn á - fróðlegt efni, takk fyrir það. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir að þetta eru aðferðir sem eru nothæfar til margs, en þó er þetta ekki bók sem útskýrir loftslagsfræðin sem slík og ber kannski ekki að vísa í sem slíka (ekki að þú hafir fullyrt um það Ágúst).

Hjálpartæki loftslagsvísindamanna (sem eru mörg), útskýra ekki fræðin eins og þau leggja sig, þó svo þau geti hjálpað þeim útreikninga á ákveðnum atriðum. Þú misskilur mína athugasemd í þinni athugasemd og reynir að jafnvel að gera lítið úr henni í svari þínu og það þykir mér miður (en það er nú stundum svo að erfitt er að sjá blæbrigði í athugasemdum á blogginu, það vitum við báðir - ég hef fyrirvara varðandi það ;).

En það er kannski erfitt fyrir fólk að sjá þá staðreynd í augu, að hitastig hefur ekkert lækkað, þó svo sólin hafi verið í lágdeyðu undanfarin ár, sem virðist ekki vera í takti við t.d. þínar hugmyndir og þ.a.l. ertu að leita útskýringa um eitthvað sem á að eiga sér stað í framtíðinni, þó svo rannsóknir styðji þær hugmyndir ekkert sérstaklega. Þú hefur síðan 1998 (í það minnsta) viðrað sólarhugmyndir þínar (og vísað í margskonar gögn þér til handa), þó svo gögn vísindamanna hlaðist upp og mælingar styðji kenningar um aukin gróðurhúsaáhrif af mannavöldum, þá heldur þú ótrauður áfram á þeim slóðum og gerir lítið úr áhrifum gróðurhúsalofttegunda (þó þú haldir opið fyrir það í stöku athugasemdum - þó ekki sjáist þess mikil merki í pistlunum þó).

Varðandi efasemdarmennina, þá tel ég sjálfan mig einmitt vera alvöru efasemdarmann, enda þori ég að setja spurningamerki við t.d. það að þessi bók sem þú vísar til sé góð til að útskýra hegðun lofthjúpsins og aukina gróðurhúsaáhrifa per se, þó svo hægt sé að skoða einstaka þætti kerfisins (ég hef ekki haldið öðru fram - og það er óþarfi hjá þér að mistúlka það eitthvað sérstaklega).

En hinir sjálfskipuðu efasemdarmenn um hlýnun jarðar af mannavöldum, eiga það til að leita útskýringa á ólíklegustu stöðum og líta fram hjá fullt af staðreyndum í leit sinni að gögnum sem eiga að styðja mál þeirra. Það þykir mér ekki vera í takt við það sem ekta efasemdarmenn myndu gera, heldur passar það við þá sem vilja finna rök sem passa við hugmyndafræði þeirra. En það er að mínu viti betra að skoða gögnin og rýna í hvað þau segja okkur á gagnrýnin hátt (t.d. um eðlisfræði gróðurhúsalofttegunda o.fl.), en að leita að fyrirfram ákveðnar útskýringar. Því þrátt fyrir efasemdir okkar, þá ber okkur líka að líta á staðreyndirnar, í stað þess að gera lítið úr þeim, það gera vaskekta efasemdarmenn og þeir setja líka spurningamerki við útskýringar sem ekki virðast ganga upp, eins og framtíðarkólnun sem ekki hefur enn dúkkað upp og sjálfskipaðir efasemdarmenn hafa beðið eftir í langa tíma núna, án árangurs.

Ég held Ágúst minn, að þú ættir að reyna að lesa þér nánar til um loftslagsfræðin í stað þess að koma með útúrsnúninga varðandi einstök atriði athugasemda minna. Þínar hugmyndir virðast á stundum byggja á einhverri tröllatrú til ákveðins hóps sem virðist hafna loftslagsvísindum að einhverju leiti og einnig misskilnings þíns varðandi mikilvægi einstakra þátta (allavega að mínu mati, þó að það séu væntanlega ekki allir sammála mér í því). Það finnst mér ekki hafa neitt með ekta efasemdir að gera - en það eru náttúrulega mínar eigin efasemdir á "efasemdum" þínum :)

Þetta er ritað með fyrirvara um að hægt er að misskilja einstök atriði og við erum ekki að ræða málin undir fjögur augu - heldur í athugasemdum á bloggkerfi, með öllum þeim skavönkum sem því fylgir :)

Takk fyrir að opna aftur fyrir athugasemdirnar Ágúst, ég met það mikils.

Sveinn Atli Gunnarsson, 22.1.2011 kl. 11:59

19 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Bestu þakkir fyrir athugasemdirnar Sveinn Atli.

Snúum okkur þá að tímaseinkuninni sem Höski benti mér á að hann hefði lesið um að væri 2-3 mánuðir, en ég fullyrti að væri 5-10 ár, en mundi ekki í svipinn hvar ég hefði séð það.

Áður en ég held áfram þá verður það að koma skýrt fram að þetta eru ekki endilega nein heilög sannindi.  Aðeins tilraun til að  átta sig á samhengi hlutanna. Samt góð vísbending.

Þegar menn kljást við svona hluti í raunveruleikanum er reynt að stilla upp stærðfræðilíkani sem lýsir fyrirbærinu. Við prófun kemur oftar en ekki í ljós að líkanið hagar sér ekki eins og raunveruleikinn; það þarf að fínstilla það svo það passi betur við raunveruleikann. Eftir að það hefur verið gert er hægt að fara að nota það...

Til að finna helstu stærðir sem vantar í líkanið reynum við að prófa kerfið sem líkanið á að líkja eftir, þ.e. fyrirmyndina. Stundum er hægt að setja truflun inn á fyrirmyndina og skoða svarið.  Oft er sett einfalt þreplaga merki inn (t.d. „unit step“) og þrepsvarið skoðað, en lögun þess gefur okkur góða hugmynd um ýmsa parametra, þar á meðal tímastuðla sem við getum sett í líkanið okkar. Þetta er oft auðvelt að gera, en hreint ekki alltaf.

Við getum til dæmis ekki sett inn þrepmerki í sólgeislunina. Ef við gætum til dæmis breytt sólgeisluninni um 5% þá væri auðvelt að greina þessa stærð og fleiri úr þrepsvarinu. Auðvitað er það ekki hægt.

En, - við erum svo heppin að sólin hefur verið að breytast nokkuð á undanförnum áratugum, og öldum. Heildarútgeislunin hefur breyst, en það eru ýmis önnur atriði sem hafa breyst jafnvel enn meira, t.d. sólvindurinn. Sólvindurinn birtist okkur oft sem falleg norðurljós, en einnig sem truflanir á segulsviði jarðar sem auðvelt er að mæla. Sveiflur í sólinni hafa einnig birst okkur sem verulegar breytingar í hörðum  útfjólubláum geislum hennar, og jafnvel í mislöngum tíma í „11 ára“ sveiflunni. Hver ástæðan er vitum við ekki alltaf, en það er bara þannig ;-)   Allt er þetta þó meira og minna í takt við sólblettafjöldann á hverjum tíma.

Nú virðist sem virkni sólar fari hratt fallandi. Það gefst því kærkomið tækifæri á næstu árum að rannsaka samspil breytinga í sólinni og breytinga í hitafari jarðar á næstu árum og jafnvel áratugum. Enginn veit neitt um það fyrirfram hvað er í vændum.  Þetta tækifæri verða vísindamenn að nýta sér vel.

-

1. myndin: Ef við berum saman þessar breytingar, til dæmis í  segulsviði jarðar (segulflöktið, mælikvarði á styrk sólvindsins) og hitafarið, þá fáum við eftirfarandi mynd, ef gögnunum er hliðrað til um 6 ár. Það kemur nefnilega í ljós að þá er samsvörunin mest, sem gefur til kynna að tímaseinkunin (ekki tímastuðullinn) sé af stærðargráðunni 6 ár. Samsvörin minnkar verulega ef hliðrað er um annan árafjölda en 6.

 http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/time-lag-6-years.jpg

 -

2. myndin: Í grein eftir Usoskin, Solanki o.fl. sem nefnist  „Solar Activity Over the Last 1150 Years: Does it Correlate with Climate?“ og birtist árið 2004 er m.a eftirfarandi mynd sem gefur til kynna um 10 ára tímaseinkun.  

http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/usoskin-time-lag--500w.jpg

 

 -

3. myndin: Í bloggpistli frá því síðastliðið sumar (hér) er eftirfarandi ferill sem teiknaður var eftir hliðstæðum ferli sem var í greininni: C. J. Butler & D. J. Johnston: A Provisional Long Mean Air Temperature Series for Armagh Observatory. 1996.   Við myndina stendur meðal annars í bloggpistlinum:

„Við stjörnuathugunarstöðina Armagh á Norður-Írlandi hefur lofthiti verið skráður samviskusamlega frá árinu 1796. Hin fræga 11 ára sólblettasveifla nær sjaldnast yfir 11 ár heldur er hún breytileg; hún er frá um 9,5 árum til 12,5 ára. Það er vel þekkt að sólin er virkari en venjulega þegar sólsveiflan er stutt en síður virk þegar hún er löng. Það er einnig vitað að lengd sólsveiflu er vísbending um hve virk næsta sólsveifla verður. Stjörnufræðingar við Armagh teiknuðu upphaflega línuritið en höfundur pistilsins endurteiknaði það og framlengdi til dagsins í dag. Lóðrétti ásinn er hitastig við Armagh, sá lárétti lengd sólsveiflunnar. Rauða línan er útreiknuð og sýnir eiginlega meðaltal legu punktanna (regression). Hver einstakur punktur á línuritinu sýnir lengd sólsveiflu og meðalhita meðan á næstu sólsveiflu stóð (áratug síðar)“.

Takið eftir að þessi samsvörun kemur fram ef meðalhiti meðan á „næstu sólsveiflu“ stóð, en það jafngildir um eins áratuga seinkun.

 http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/armagh-solarcycle-length-isl-feb2010--500w.jpg

-

Þetta eru meðal annars þær vísbendingar um „5-10 ár“ sem ég var með í huga þegar ég skrifaði athugasemd #16 hér að ofan.   Notuð hafa verið tímabil sem ná yfir um 130 ár, 1150 ár og 210 ár við gerð þessara þriggja ferla. Eins og fram kom í inngangi þessarar athugasemdar þá er þetta tilraun til að átta sig á málinu með hliðsjón af fortíðinni.  Nú er um að gera að fylgjast með þróun næstu ára og áratuga.

Toppurinn er breiður, enda „prufumerkið“ ekki einfalt þrep eins og rætt var um hér framar, heldur nánast lágtíðnisuða með tíðniþáttum eins og 1) 11 ára Schwabe, 2) 22 ára Hale, 3) 90 ára Gleissberg, 4) 200 ára Suess...   Breiður toppur getur einnig gefið til kynna að tímastuðlarnir séu fleiri en einn og fleiri en tveir, t.d. sól->haf, haf->loft, sól->land, land->loft, o.s.frv., eða þá að tímastuðlarnir séu mismunandi fyrir áhrifaþættina heildarútgeislun, UV útgeislun, sólvindinn, o.s.frv.  ...  Önnur  skýring gæti verið að hér er í einu tilvikinu verið að skoða tímabil sem nær yfir meira en 1000 ár og Beryllium samsætur notaðar sem óbeinn mælikvarði á virkni sólar.

Þessar þrjár aðferðir sem kynntar eru hér að ofan gefa þó til kynna tímaseinkun sem virðist vera  því sem næst 5-10 ár.

---

Nóg um það.

Smávegis um notkun aðferðarfræðarinnar sem púðrinu var eytt í hér að ofan í #16. Þá var mest verið að fjalla um sólina, en í þessari grein er fjallað um annað fyrirbæri sem er miklu smærra og miklu nær okkur:
„Multiple feedback loops are key to a robust dynamic performance of tryptophan regulation of Escherichia coli“. Sem sagt líffræði en ekki verkfræði. Sjá hér: http://dspace.library.iitb.ac.in/jspui/bitstream/10054/705/1/4938-1.pdf
Þarna má sjá yfirfærsluföll, þrepsvar og impúlssvar, eiginlega eins og við vorum að spjalla um hér að ofan.    Sama aðferðafræði og menn nota við hönnun t.d. vélbúnaðar  notuð í örsmáum heimi  þarmaflórunnar.

 


Ágúst H Bjarnason, 23.1.2011 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 762135

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband