Hin ófrýnilega ertuygla sem étur næstum allt...

 

 

ertuygla-lirfur.jpg

 


Ertuyglan er einstaklega hvimleið, eða öllu heldur lirfa hennar.  Fiðrildið er allstórt og helst á ferli fyrrihluta sumars, og er ekkert sérstakt augnayndi. Lirfur ertuyglunnar klekjast út síðsumars og birtast þá í milljónavís, sérstaklega á Suðurlandi.  Þær gera sér flestar plöntur að góðu, en tegundir af ertublómaætt  eru í mestu uppáhaldi og af því dregur tegundin nafnið.  Lirfan er með gulum og svörtum röndum og risastór miðað við "venjulegan" grasmaðk.

Það er með ólíkindum hve þær eru gráðugar og fljótar að vaxa. Á undraskömmum tíma eru þær búnar að hreinsa nánast öll lauf af gróðrinum sem þær ráðast á, og fara sem logi yfir akur. Þessar lirfur eru einstaklega óvelkominn gestur.

Líklega er þessi skrautlega lirfa bragðvond, því fuglarnir virðast ekki hafa neinn áhuga á henni. Hún á því fáa óvini í lífríkinu, enda er hún ekkert að reyna að fela sig.

Myndina tók ég um síðustu helgi. Lirfurnar höfðu þarna komið sér fyrir í rifsberjarunna og voru langt komnar með að hreinsa allt lauf af honum. Runninn var bókstaflega iðandi í þessum kvikindum. Ekki beinlínis geðslegt. Maðkarnir létu þó gómsætu berin mín í friði :-)

Þarna mátti sjá maðkinn í hvönn, öspi, hlyn, víði..., en af einhverjum ástæðum létu þær fáeinar lúpínur sem þarna voru á árbakka í hundrað metra fjarlægð i friði . Kannski þær hafi ætlað sér að hafa þjóðarblómið í ábæti.

 

 Sjá grein um Ertuygluna (Melanchra pisi) á vef Náttúrufræðistofnunar.

 

 

 

Njóta má maðksins í réttri stærð á skjánum með því að þrísmella á myndina.
Er þessi "ágenga framandi lífvera" ekki bara falleg greyið?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 139
  • Frá upphafi: 754431

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 95
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2023
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband