Ađ vera engill í eigin tré...

 

 

 

plontubakkar_edited-1.jpg

 

Hvers vegna er mađur ađ eyđa tíma og ţreki í ađ pota litlum trjáplöntum í jörđ og gefa ungviđinu áburđ? 

Fyrir skömmu var ég kominn snemma út í móann til ađ lífga ađeins upp á hann dágóđan spöl frá kofanum, vopnađur plöntustaf, bökkum međ skógarplöntum og áburđarfötu. Hitinn var mátulegur fyrir útivinnu, um 13 gráđur en nokkuđ stífur norđanvindur sem náđi ađ ţeyta nokkrum regndropum yfir hálendiđ og vćta mig ađeins. Hálf hryssingslegt veđur um tíma, en nokkru síđar kom sólin međ sína heitu geisla. 

Hvers vegna var ég ađ standa í ţessu, spurđi ég sjálfan mig. Ţetta verđur varla skógur fyrr en ég er löngu dauđur... Í mínum hugskotssjónum sá ég ţó fyrir mér fallegan skógarlund, og kannski var ţađ ţessi sýn sem dreif mig út snemma morguns.

 

hakonadalsteinssonHákon Ađalsteinsson orti snilldarlega um ţessa framtíđarsýn skógrćktarmannsins. Kvćđi hans hljómađi í eyrum mínum međan vindurinn gnauđađi og spóinn í móanum söng af hjartans lyst. Í kvćđinu er skógarbóndinn horfinn yfir móđuna miklu, en nýtur fegurđar skógarins sem hann skóp međ eigin hendi.


Ţađ hlýtur ađ vera í lagi ađ láta sig dreyma, međan mađur er ađ skapa skóg, ađ verđa einhvern tíman engill í eigin tré, eins og segir í kvćđinu.

  

engill_i_eigin_tre.jpg
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hákon Ađalsteinsson skáld og skógarbóndi á Húsum í Fljótsdal lést áriđ 2009.
Hann var landsţekktur hagyrđingur.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sćll, Ágúst;

Ţađ má láta sig dreyma um engilstilveru eftir ţessa jarđvist,  en gróđursetning kemst nálćgt engilstilveru hérna megin.  Ég geri ráđ fyrir, ađ ţú hafir fyrir löngu séđ árangur erfiđis ţíns í formi myndarlegs skógarlundar.  Viđ hjónin gróđursettum međ góđra manna hjálp vćnan lund og girtum af áriđ 1977.  Ţar eru tré nú 25 m há, og lundurinn býđur upp á grisjunarvinnu, ţegar hugurinn girnist.  Niđurstađan af ţessum ţönkum er, ađ vinnan veiti hamingju hér á jörđu, ţ.e. vinna ánćgjunnar vegna, en ekki endilega til ađ eiga fyrir salti í grautinn.  Skjóliđ, sem lundir og skógar veita, er ómetanlegt.  Um ţetta gildir ţó einnig, ađ allt orkar tvímćlis, ţá gert er.  Fuglalíf og gróđurfar breytist viđ skógrćktina, en ţá ber ađ líta til ţess, ađ mađurinn eyddi skógum á Íslandi í neyđ sinni.  Viđ erum ađ bćta fyrir ţetta.

Međ góđri kveđju /

Bjarni Jónsson, 10.8.2013 kl. 12:32

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Einhvern tíma var mér sagt ađ eftirfarandi vćri kínversk speki: "Trén vaxa međan mennirnir sofa".

Mér finnst ţetta dálítiđ djúpt, eins og margt fleira, ţađan sem keisarans hallir skína. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.8.2013 kl. 13:54

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sćll Bjarni.

Mér ţykir ólíklegt ađ Hákon Ađalsteinsson hafi trúađ á engla frekar en ég, en kvćđiđ ţykir mér snjallt og vel gert, og ţví birti ég ţađ       

Landiđ eignuđumst viđ  ekki fyrr en um aldamótin síđustu, en vissulega sé ég mikinn mun. Hef plantađ um 8000 plöntum í landiđ sem var ađ mestu ófrjór ofbeittur lyngmói og skjól lítiđ.  Afföll ţví vćntanlega frekar mikil, en töluvert lifir samt...  

Fyrir rúmlega hálfri öld plantađi ég einhverjum tugţúsundum ţarna skammt frá í Haukadalsskógi og ţar er auđvitađ ţéttur og fallegur skógur.  Ţađ veitir manni ánćgju ađ eiga smá ţátt í ţeim skógi. 

Á ţesssum áratug sem ég hef dundađ mér til mikillar ánćgju viđ ađ bćta landiđ međ trjáplöntum og grćđa upp moldarflög hefur orđiđ mikil og ánćgjuleg breyting á fuglalífi. Hér hefur vafalítiđ verđiđ fallegur skógur á öldum áđur og gott skjól, og ţannig verđur ţađ vonandi aftur.

Ágúst H Bjarnason, 10.8.2013 kl. 14:21

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sćll Gunnar

"Trén vaxa međan mennirnir sofa" er góđ speki.

Ágúst H Bjarnason, 10.8.2013 kl. 15:45

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, kennir okkur ađ viđ ţurfum ekki ađ bíđa

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.8.2013 kl. 16:03

6 Smámynd: Bjarni Jónsson

Ég kynntist Hákoni Ađalsteinssyni lítiđ, en segja má, ađ hann hafi veriđ eins konar gođsögn í lifanda lífi í ýmsum sveitum Austurlands.  Ţó sigldi ég eitt sinn međ honum á Ormi Lagarfljóts áđur en fljótiđ var "fordjarfađ" međ forađinu Jöklu.  Ţar fór hann á kostum, og hafi hann veriđ ţar međ englavćngi, voru ţeir anzi sviđnir.  Hann hefur ţó dreypt á miđinum úr Aski Yggdrasils og var sérlega orđhagur mađur.  Skógrćktina má nota í kolefnisbókhaldinu samkvćmt Kyoto-samkomulaginu.  Austur á Hérađi hafa fariđ fram merkilegar mćlingar á framleiđni skóga í ţessa veru, ţ.e. upptöku koltvíildis, á vegum Skógrćktar ríkisins.  Ekki vćnti ég, ađ ţú hafir komiđ ađ ţróun ţeirrar mćlitćkni, eđa hvađ ? 

Bjarni Jónsson, 10.8.2013 kl. 17:42

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Fallega sagt hjá ukkur báđum frćndi

Halldór Jónsson, 10.8.2013 kl. 18:06

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sćll aftur Bjarni

Ţú spyrđ hvort ég hafi komiđ ađ ţessari mćlitćkni, en svariđ er nei.

Hákon hef ég ţekkt lengi af afspurn, en var ţó međ honum í hópi ferđamanna á Ítalíu fyrir rúmum aldarfjórđungi. Hann var mjög sérstakur mađur og er mikiđ til í ađ hann hafi veriđ gođsögn í lifanda lífi.

Ágúst H Bjarnason, 12.8.2013 kl. 15:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggiđ

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverđ

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverđiđ í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 762058

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband