BBC: Hefur sólin sofnað? - er kuldatímabil framundan...?

 

 

 

warming2.jpg


Has the Sun gone to sleep? nefnist frétt sem var í fyrradag 17. janúar á BBC.  Þar er rætt við nokkra vísindamenn um þá staðreynd að sólvirknin hefur fallið mjög hratt undanfarið og telja ýmsir vísindamann að það geti haft í för með sér kólnun á næstu árum, hugsanlega svo um munar.

 

Hlustum á hvað vísindamennirnir hafa að segja í þessu myndbandi.  Fréttina má lesa á vef BBC hér.

 

            

                  Why has the Sun gone to sleep?   BBC News.
                      (Fjarlægja auglýsingu sem birtist neðst á myndfletinum með því að smella á X)

 

 

Í gær 18. janúar var svo aftur fjallað um málið á vef BBC.  Is our Sun falling silent? nefnist fréttin sem  er efnislega sama og og fram kom í myndbandinu. Lítil virkni sólar virðist hafa komið vísindamönnum á óvart og rifja þeir upp tímabil þegar sólvirknin var einstaklega lítil á 17. öld og frosthörkur miklar. Maunder lágmarkið nefnist það tímabil.

silent_sun.jpg

Fréttina, sem er fróðleg, er sjálfsagt að lesa vel hér.

 

Við getum ekki annað en vonað að mikil kólnun sé ekki framundan, því afleiðingarnar gætu orðið hrikalegar.  Nú hefur ekki hlýnað í hálfan annan áratug. Í nýlegri frétt í hinu virta tímariti Nature stendur í undirfyrirsögn „Sixteen years into the mysterious "global-warming hiatus", scientists are piecing together an explanation", en þar er horft til breytinga í hafinu.  Ef Nature talar um 16 ára hik í fyrirsögn, þá hlýtur eitthvað að vera til í því.

 

nature_the_pause.png

„Sixteen years into the mysterious "global-warming hiatus..."
 

Hefur hlýnunin sem varð í lok síðustu aldar náð hámarki? Hvað er framundan? Menn leita skýringa og horfa meðal annars til sólar þaðan sem allur hitinn sem vermir okkur kemur
.

 

 

Maunder lágmarkið

 Maunder lágmarkið á 17. öld. Núverandi sólsveifla er lengst til hægri, en hún er sú minnsta í 100 ár, eða kannski 200 ár?
Shér.

 

 

thames-5-b_527654

Is á ánni Thames í London árið 1677.

 

Ef í ljós kemur á næstu árum að lítil sólvirkni hefur í för með sér kólnun, er þá ekki rökrétt að mikil sólvirkni í lok síðustu aldar hafi haft í för með sér hlýnun?

Málið er flókið, loðið og snúið. Vísindamenn klóra sér í höfðinu yfir hikinu í hnatthlýnun.  Því spáðu ekki tölvulíkönin flóknu og dýru.  Hvað veldur þessu hiki? Er um að kenna sólinni, breytingum í hafís, breytingum í hafinu eða breytingum í vindakerfum? Er hitinn kannski að fela sig í undirdjúpunum eins og einhver hefur haldið fram?

Getur ekki verið að um sé að ræða samspíl fyrirbæra, þar sem eitt togar í annað. Svona svipað og þegar Einbjörn togar í Tvíbjörn, Tvíbjörn í Þríbjörn, og svo framvegis?

Kannski er það ekki tilviljun að á undanförnum öldum hefur virkni sólar og lofthitinn haldist nokkurn vegin í hendur, ekki frekar en að það er varla tilviljun að hitinn í íbúðinni minni fylgir nokkurn vegin virkni ofnakerfisins.

                                                                                                  

Halo
 

 

 

 

 

 

cartoon-sun-hi.png

 

 Ítarefni:

Hvað skyldi Dr. Jasper Kirkby hjá CERN hafa um framtíðina að segja:

 

Þetta var bara úrklippa, en ef áhuginn hefur vaknað, þá er allt efnið hér:

 

 

 

 

 Að lokum sulum við rifja upp gamlan bloggpistil frá árinu 2009:

Prófessor Henrik Svensmark: »Vi anbefaler vores venner at nyde den globale opvarmning, mens den varer«...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka prýðilegan pistil ÁHB. Þessi frétt á visir.is frá föstudeginum 17. janúar ætti líka að vekja athygli:

> http://visir.is/umhverfisloggjof-gaeti-dregid-ur-hagvexti-um-tolf-prosentustig/article/2014140118912

"Kostnaður við það að halda rísandi hitastigi jarðar í skefjum gæti náð fjórum prósentum af samanlagðri vergri landsframleiðslu allra landa heims árið 2030...

...Í drögunum kemur fram að „líklega" muni markmiðið um að halda hækkun hitastigs innan tveggja gráða krefjast þess að hlutfalli gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu verði haldið innan við 480 ppm. Hlutfallið er 400 ppm í dag.

Það muni hinsvegar á sama tíma leiða til samdráttar í vergri landsframleiðslu á bilinu 1-4% árið 2030, 2-6% árið 2050 og allt að 12% árið 2100. Í drögunum kemur einnig fram að kostnaðurinn við að berjast gegn hnattrænni hlýnun gæti verið hærri en kostnaðurinn við að takast á við áhrif þess að gera það ekki."

Þarf að segja meira um hrunadans óðahlýnunartrúboðsins?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.1.2014 kl. 15:55

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hilmar. Þessi fréttapistill BBC fjallar reyndar bara um náttúruleg fyrirbæri og ég held ég hafi ekki fjallað um annað :-)

Ágúst H Bjarnason, 19.1.2014 kl. 19:00

3 identicon

Það er rétt, að það er sólin sem ræður öllu um hitastig á jörðinni. Örlítil aukning koltvíldis hefur ekkert að segja. En hundruð ef ekki þúsundir manns hafa hnattræna hlýnun af mannavöldum að lifibrauði auk ríkisstjórna sem hafa gert þetta að féþúfu og það lið gefst ekki upp svo auðveldlega. Jafnvel þótt kenning þeirra heldur ekki vatni. Né heldur rökfærslur þeirra.

Pétur D. (IP-tala skráð) 19.1.2014 kl. 19:26

4 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=YtevF4B4RtQ

GB (IP-tala skráð) 19.1.2014 kl. 19:59

5 identicon

Það er merkilegt hvað við vitum lítið um þessi náttúrufyrirbæri. Ef framundan er lítil ísöld" þá getur andrúmsloftið hreinsast mun hraðar en búist er við. Þá skal ekki gera lítið úr þeirri staðreynd að CO2 er í 25% meira magni í andrúmsloftinu en áður hefur mælst. Fróðlegt að fylgjast með vísindum, kenningum og samspilinu sem leiðir til "niðurstöðu" ásættanlega við fugarfar þeirra sem telja sig vita útkomuna.

k.kv

Snorri í Betel 

Snorri (IP-tala skráð) 19.1.2014 kl. 21:35

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er nú bara til að auka kvíðaköst loftslagsalarmistanna.

Er ekki ennþá voða heitt í Ástralíu?

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2014 kl. 22:19

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ætli fullyrðingar um kuldatímabil séu nú ekki ótímabær, enda lítið sem ekkert sem styður þannig staðhæfingar:

A grand solar minimum would barely make a dent in human-caused global warming

Research has shown that a grand solar minimum would offset no more than 0.3°C of global warming

Sveinn Atli Gunnarsson, 20.1.2014 kl. 00:29

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það veit enginn hve mikil áhrif þessi minnkandi sólvirkni muni hafa.  Það veit heldur enginn hve mikið sólvirknin muni minnka.  Það er er því margt sem við vitum ekki.

Sjálfum finnst mér ólíklegt að lágmark svipað og kallað er Maunder minimum sé yfirvofandi, frekar eitthvað í líkingu við Dalton lágmarkið á árunum 1790-1830. Það lágmark var alls ekki eins djúpt og Maunder lágmarkið. Svo var líka Gleissberg lágmarkið á árunum 1870-1910 þegar fjöldi  Íslendinga fluttu vestur um haf.  Nú, við sjáum einnig að smávægileg dýfa í sólvirkni var um 1970, þ.e. á tíma sem við Íslendingar köllum hafísárin eða kalárin.  

Hver sem áhrif minnkandi virkni verða, vonandi verða þau lítil, þá er víst að þekking manna á þessu fyrirbæri mun aukast verulega og við munum læra mikið. Nú þegar er sólin nánast í gjörgæslu og fjöldi gervihnatta fylgist með henni.

Ég við ítreka að þessi pistill fjallar eingöngu um minnkandi sólvirkni og hugsanleg áhrif á jörðina.
   Við skulum virða það í athugasemdunum og standast þá freistingu að fjalla um áhrif manna á hitafar.  Einbeitum okkur að sólinni og áhrifum hennar.

  

Ágúst H Bjarnason, 20.1.2014 kl. 06:23

9 Smámynd: Hrafn Arnarson

Ef við gefum okkur að kólnun eða veruleg kólnun sé framundan hvað verður þá um siglingar um Norðurpólinn? Hvernig myndi ástndið á Norðurslóðum breytast?

Hrafn Arnarson, 20.1.2014 kl. 07:52

10 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það er rétt að halda því til haga að þegar vísindamenn segja að við séum að fara í Maunder minimum aðstæður (eins og bæði í BBC fréttinni og myndbandinu) þá eru þeir að tala um sólvirknina (sólbletti, UV o.f.). Hins vegar eru vísindamenn flestir sammála um að áhrif sólvirkni sé hverfandi nú orðið við hnattrænan hita, þar sem aðrir þættir eru orðnir sterkari (sjá Hér). Hins vegar eru vísbendingar um að staðbundið geti áhrifin orðið sú að vetur verða kaldari - þá helst í norður Evrópu.

Höskuldur Búi Jónsson, 20.1.2014 kl. 08:50

11 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Ágúst, fínt blogg hjá þér. Ég tek eftir að þú talar um 1870-1910 og vesturfarir Íslendinga, þær voru víst ekki síður vegna eldgoss í Öskju 1875.

Annars er greinin sem þú vísar til orðin aðeins úrelt. Núverandi sólarhámark (nr. 24) stefndi vissulega í að vera talsvert í lægri kantinum, og síðasta lágmark var óvenju rólegt (t.d. engir sólblettir 2008-2009). Núna á síðustu vikum hafa hins vegar orðið minnst eitt risaeldgos og talsverð fjölgun sólbletta á sólinni sem bendir til þess að hámark 24 verið kannski ekki eins lágt og menn héldu - mér sýnist það þegar verið komið upp fyrir síðasta hámark.

Sjá http://www.almanac.com/sunspotupdate

Á línuriti á síðunni sem ég vísa til má vel sjá lágmarkið 1970 sem þú nefnir. En þar má einnig sjá að hámark sólvirkni virðist hafa verið náð um 1960. Ekki veit ég hvernig það fellur að mældri hlýnun eftir 1960, en ég þykist nú heldur ekki skilja allt.

Brynjólfur Þorvarðsson, 20.1.2014 kl. 10:39

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vissulega voru köld og hörð ár í lok 19.aldar með ísalögum landföstum mánuðum saman sem hægt er að sjá í annálum. En það var miklu fleira sem var orsök Vesturferða eða brottflutnings af landinu. Ein aðalorsökin, að mínu mati, var andúð bændasamfélagsins á búsetu við sjó og hægur vöxtur þéttbýlis. Svo seint sem um 1880 eru sett lög sem hamla þurrabúðarstofnun. Innbyggjar voru almennt mjög bændasinnaðir, þ.e. að það sem þeir kunnu fyrst og fremst var að vera með rollur. Þeir vildu helst stofna býli. Bæði var það gert erfitt tæknilega og jafnframt var dýrt að eignast jörð og leiguliðakerfið var í fullu gildi út öldina, má segja. Það sést svo að þegar landnemarnir komu vestur, þá stfndu þeir flestir á að reisa býli og hefja sauðfjárrækt alveg eins og þeir þekktu héðan. Ofansagður faktor er stórlega vanmetinn í orsakavöldum Vesturferða, að mínu mati. Fólk var ekki síst að flýgja stjórnarfarið sem elítan beitti.Og elítan var forverar framsóknarmanna og sjalla.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.1.2014 kl. 11:49

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir þær athugasemdir sem komnar eru.   

Ég bæti kannski einhverju við eftir vinnu.

Ágúst H Bjarnason, 20.1.2014 kl. 12:17

14 identicon

Þetta er sannarlega áhugaverð umræða ÁHB. Í fullu samræmi við ritstjórn síðuhaldara vil ég benda á merkilega grein í vísindaritinu "Pattern Recognition in Physics". Greinin nefnist "General conclusions regarding the planetary–solar–terrestrial interaction" og er að finna í fyrsta tölublaði vísindaritsins.

> http://www.pattern-recogn-phys.net/1/205/2013/prp-1-205-2013.pdf

Niðurstaða þeirra fjölmörgu alþjóðlegu vísindamanna sem rita greinina er:

"Conclusion 1

The solar activity varies with a number of characteristic time cycles. There are no solar theories able to explain this variability as driven and sustained by internal processes. We

present (in paper after paper) a spectrum of ideas, estimates, observations and calculations to demonstrate that the driving factor of solar variability must emerge from gravitational and inertial effects on the Sun from the planets and their satellites

Implication 1

We hope that by the arguments and facts presented in this volume we have lifted “the planetary hypothesis” to the level of a “planetary theory”, and we even foresee that it will lead to a new paradigm on planetary–solar–terrestrial interaction. We are well aware of the fact that there is much more to learn and improve, but we trust the theory is here to stay.

Implication 2

Several papers have addressed the question about the evolution of climate during the 21st century. Obviously, we are on our way into a new grand solar minimum. This sheds serious

doubts on the issue of a continued, even accelerated, warming as claimed by the IPCC project."

Niðurlagið er kýrskýrt:

"Obviously, we are on our way into a new grand solar minimum. This sheds serious

doubts on the issue of a continued, even accelerated, warming as claimed by the IPCC project."(!)

Eftirmáli:

Þessi lokaorð alþjóðlegs teymis vísindamanna vöktu slíka athygli að útgefandi þessa nýja og lofandi vísindatímarits sá sæng sína útbreidda og tilkynnti formlega að útgáfu tímaritsins væri hér með hætt!

Það eru daprir dagar í vísindaheiminum þegar pólitísk trúarbrögð yfirtaka mannlega skynsemi.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.1.2014 kl. 17:13

15 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Kannski ég leggi nokkur orð í belg... Ég vil þó taka fram að ég reyni að líta nokkuð hlutlaust á málið.  Það má ekki taka allt of bókstaflega þó ég vísi á eitthvað ítarefni, og alls ekki þar með sagt að ég sé því sammála.  Það er fyrst og fremst ánægjunnar vegna sem ég hef mest verið að pæla í áhrifum sólar.

En, ef menn hafa ánægju af hæfilegu bulli, þá er hér pistill frá árinu 2003 með einhverjum lagfæringum 2006. Hafa verður í huga að þetta var fyrir meira en áratug. Fyrri hlutinn er sæmilegur, en síðan er greinilega einhver þreyta farin að hrjá skrifarann, enda var þetta gert í einhverju stuði og mér til dundurs kvöldstund eina fyrir löngu: Öldur aldanna.

Svo er hér enn eldara bull, eða frá árinu 1998 (síðast lagað 2004). Þetta er á nokkrum samtengdum síðum:   Ekki er allt sem sýnist.

Krækjur eru meira og minna orðnar óvirkar í hvoru tveggja.

Sem sagt, nokkuð gamalt og fúið.

Ágúst H Bjarnason, 20.1.2014 kl. 19:38

16 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Varðandi sólbletattöluna, þá er það meðalgildi reiknað yfir mánuðinn sem gildir. Frá degi til dags eru sveiflur aftur á móti miklar.  Hér á síðu NASA er yfirlit frá 2. janúar http://solarscience.msfc.nasa.gov/predict.shtml

Með því að smella á myndina þar má sjá stærri og fallegri mynd.

Á þessari síðu er fjöldi beintengdra ferla, þar á meðal ferla sem sýna sólbletattöluna. Þeir eru neðarlega á síðunni.

Ágúst H Bjarnason, 20.1.2014 kl. 19:49

17 Smámynd: Ágúst H Bjarnason


Meðan heildarútgeislun sólar (TSI) breytist um ca 0,1% yfir sólsveifluna, þá breytist UV (extreme ultraviolet) þátturinn hlutfallslega miklu meira, eða um 1,5%.  (Aðeins hlutfallslega þar sem styrkur UV er minni en TSI).

Í BBC þættinum er minnst á þessa UV (eða EUV) geisla og áhrif þeirra á háloftavindabeltið og þar með hitastig á norðurhveli.

Forvitnilegt er að vita hvort áhrifa Litlu ísaldar og Maunder lágmarksins hafi gætt á suðurhveli.

Hér eru tvær greinar sem varpað gætu smá ljósi á málið:


An ikaite record of late Holocene climate at the Antarctic Peninsula
http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0012821X12000659

Hér kemur fram að meki um Litlu ísöldina ofl komi vel fram á Suðurskautslandinu. Sjá sjálfa greinina, þar stendur m.a: "...The LIA has been recognized in the AP region broadly between 700 and 150 yrs B.P. (--) in sediment cores and glacial advances. Our only ikaite crystal formed during LIA does indicate significant cooling relative to the MWP....".



Little Ice Age cold interval in West Antarctica: Evidence from borehole temperature at the West Antarctic Ice Sheet (WAIS) Divide
http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1029/2012GL051260/abstract

Eins og fram kemur í Abstract þá eru greinileg merki um Litlu ísöldina á Suðurskautslandinu:
 
"The largest climate anomaly of the last 1000 years in the Northern Hemisphere was the Little Ice Age (LIA) from 1400–1850 C.E., but little is known about the signature of this event in the Southern Hemisphere, especially in Antarctica. We present temperature data from a 300 m borehole at the West Antarctic Ice Sheet (WAIS) Divide.

Results show that WAIS Divide was colder than the last 1000-year average from 1300 to 1800 C.E. The temperature in the time period 1400–1800 C.E. was on average 0.52 ± 0.28°C colder than the last 100-year average. This amplitude is about half of that seen at Greenland Summit (GRIP). This result is consistent with the idea that the LIA was a global event, probably caused by a change in solar and volcanic forcing, and was not simply a seesaw-type redistribution of heat between the hemispheres as would be predicted by some ocean-circulation hypotheses. The difference in the magnitude of the LIA between Greenland and West Antarctica suggests that the feedbacks amplifying the radiative forcing may not operate in the same way in both regions."

 
Í báðum þessum greinum kemur fram að merki um Litlu ísöldina komi fram á Suðurskautslandinu.

Ágúst H Bjarnason, 20.1.2014 kl. 20:37

18 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svo er hér áhugavert efni frá NASA um áhrif sólar á ánna Níl í Egyptalandi:


NASA Finds Sun-Climate Connection in Old Nile Records
http://www.jpl.nasa.gov/news/news.php?feature=1319

Og greinin:

Does the Nile reflect solar variability? by Alexander Ruzmaikin, Joan Feynman and Yuk Yung 

(Joan Feynman er systir hins þekkta eðlisfræðings Richard Feynman Nóbelsverlaunahafa)


http://journals.cambridge.org/article_S1743921306002560%E2%80%8E

(Þarf að vera skráður hjá Cambridge. kostar ekkert)

Ágúst H Bjarnason, 20.1.2014 kl. 20:43

19 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Varðandi veðurfar og harðindi fyrr á tímum á Íslandi má benda á þetta:


Þór Jakobsson
Um hafís fyrir Suðurlandi - frá landnámi til þessa dags
http://www.vedur.is/hafis/frodleikur/nr/326


Vesturfarasetrið á Hofsósi
Árferðisannáll 1870-1914

http://www.hofsos.is/?c=webpage&id=82&lid=80&option=links


Saga íslensku þjóðarinnar endurspeglar stríðið við höfuðskepnurnar
Umfjöllun um fyrirlestra Sigurðar Þórarinssonar í Tímanum 1956
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1027684

Jæja, ætli þetta dugi ekki í bili

Ágúst H Bjarnason, 20.1.2014 kl. 21:03

22 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir tenglana og upplýsingarnar, Ágúst. Við fólkið í kuldajaðri heimsins erum náttúrulega viðkvæmust fyrir þessari sveiflu og ættum að ræða hana öllu betur, í hlutfalli við mikilvægi hennar á lífið á Íslandi.

Ívar Pálsson, 21.1.2014 kl. 00:36

23 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hólmsteinn. Takk fyrir að vísa á pistil Judith Curry prófessors.    

Ívar. Það er rétt, við hér á Íslandi erum mjög næm fyrir öllum svona sveiflum. Ekki þarf mikla kólnun til að hafís verði nærgöngull, kal í túnum, kartöfluuppskera, aflahrun,  ofl., allt sem við þekkjum frá smávægilegri kólnun á "hafísárunum".

Ágúst H Bjarnason, 21.1.2014 kl. 06:12

24 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Kannski ekki alveg í samræmi við efni pistilssins, en engu að síður áhugavert að sjá að smávægilegar kórónuskvettur geti haft svona áhrif á brautir gervihnatta:

Effects of Plasma Drag on Low Earth Orbiting Satellites due to Heating of Earth's Atmosphere by Coronal Mass Ejections
http://arxiv.org/abs/1305.0233

Ágúst H Bjarnason, 21.1.2014 kl. 06:26

26 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Hilmar, þetta er athyglisvert rit sem þú vísar í. Verst að ég fann ekki sjálfa greinina, aðeins samantektina. Greinarhöfundar sýna tölfræðilega fylgni milli sveiflna í virkni sólar og stöðu plánetanna miðað við sólina.

Menn hafa lengi áttað sig á því að umferðartími Júpíters og lengd sólarsveiflunnar eru mjög nærri hvor annarri (c.a. 11 ár). Einhverjir hafa svo tekið Satúrn með og fengið út enn betri nálgun við sveiflutíma sólar. Orsakasamband milli þessara tveggja sveiflna er hins vegar alls óljós - aðdráttaraflsáhrif jafnvel þessara tveggja stærstu pláneta á sólina eru svo hverfandi lítil miðað við stærð sólar og þá orku sem þar brýst um.

Mér sýnist að greinarhöfundar hafi fundið enn frekari fylgni milli lengri sveiflu og gangi allra plánetanna. Þannig sé t.d. Maunder og Dalton lágmörkin (og fleiri) tengd ákveðinni stöðu plánetanna (ef ég skil samantektina rétt). Enn er vandamálið þó að orsakasamhengi er ekki þekkt, nokkuð sem veikir niðurstöður. Ekki að þær séu rangar, en það er kannski vafasamt að fullyrða með þeim hætti sem greinarhöfundar gera.

Sveiflur í virkni sólar eru mjög litlar þegar heildar orkuflæði er mælt, þó áhrifa þeirra gæti vissulega. Þegar áhrifin eru borin saman við reiknuð áhrif af aukningu CO2 þá virðast þau ekki geta skýrt núverandi hlýnun út frá geislun einni saman (eins og margir hafa bent á). Þannig hefur t.d. verið reiknað út að minnkun á orkuflæði sólar í Maunder lágmarkinu hafi getað lækkað meðalhita á jörðinni beint um mun minni tölu en t.d. núverandi hlýnun.

Á meðfylgjandi línuriti má sjá að á tímum litlu ísaldarinnar lækkaði hitastig á norðurhveli (rauða línan) um c.a. 0,4 gráður að meðaltali á meðan græna línan sýnir hnöttinn allan (sjá nánari skýringar hér: http://en.wikipedia.org/wiki/File:2000_Year_Temperature_Comparison.png)

Rannsóknir hjá NASA benda víst til þess að sveiflan sé stærri í útfjólublárri geislun sólar, og að það geti haft mismunandi áhrif milli svæða, t.d. kólnun í Norður-Ameríku og Norður-Evrópu.

Allt í allt: Orsakasamhengi vantar milli gangs plánetna og sólblettavirkni, þó tölfræðilegt samhengi sé vissulega til staðar. Kólnunaráhrif jafnvel svæsinna lágmarka eins og Maunder lágmarksins eru talsverð, en þó mun minni en reiknuð hlýnunaráhrif af völdum aukningar á CO2.

Ef undirliggjandi hækkun hitastigs vegna CO2 er 0,2 gráður á áratug (sem sumir telja vanmetið) þá virðist lágmark á borð við Maunder geta seinkað hlýnun um tvo áratugi eða svo.

Brynjólfur Þorvarðsson, 21.1.2014 kl. 09:19

27 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Ágúst, í færslu 25 tengir þú við grein sem setur fram þá kenningu að þó sveiflur í sólvirkni séu litlar þá valdi endurvirkni því að hitasveiflurnar verði meiri.

Í stuttu máli sýnist mér greinarhöfundur segja að núverandi hlýnun eigi sér sömu eðlisfræðilegu orsakir og hitasveiflur ísaldarinnar (Milankovich sveiflan).

Sú orka sem jörðin fær frá sólu sveiflast með Milankovich sveiflum (sem ráðast af braut og halla jarðar, ekki geislun sólar). Þegar orkuflæðið eykst hitna heimshöfin og losa CO2 sem aftur veldur meiri hlýnun. Þannig verði sveiflurnar milli kulda- og hlýskeiða mun meiri en ella. Mér vitanlega er þetta óumdeilt.

Greinarhöfundur heldur því fram að svipað sé að gerast núna, og hafi endurtekið sig allt að 24 sinnum á núverandi hlýskeiði: Sveiflur í geislun sólar valdi hlýnun eða kólnun sem aftur veldur því að höfin losa eða taka til sín CO2. Núverandi aukning CO2 sé því til komin vegna mikillar sólarvirkni mestalla 20. öldina.

Nánar tiltekið bendlar greinarhöfundur CO2 losun við breytingar á El Nino/La Nina sveifluna, sem virðist rökrétt. En þá vaknar spurningin: Af hverju heldur CO2 áfram að aukast í sívaxandi mæli þrátt fyrir neikvæða ENSO sveiflu síðustu 15 árin?

Annað vandamál er að CO2 magn minnkaði ekkert að ráði í Maunder lágmarkinu, og virðist ekki hafa sveiflast neitt sem neinu nemur síðastliðin 1000 ár fyrr en á 20. öldinni. Til að kenningin haldi vatni þarf að skýra hina miklu aukningu á CO2 núna með verulegri hlýnun heimshafanna vegna verulega mikillar sólvirkni, langt umfram það sem sést hefur síðustu 1000 ár.

Auðvitað gæti það verið tilfellið - að sólin hafi verið langtum virkari á 20. öld en á öllu núverandi hlýskeiði. En þá vantar heimidlir fyrir og skýringu á þeirri staðreynd - og slíkt virðist hvergi að finna.

Höfin hafa vissulega hlýnað (og sýrustig þeirra lækkað) en langt frá nóg til að skýra aukningu á CO2 í andrúmslofti. Höfin innihalda gríðarlegt magn af CO2 og eru talsvert undir mettun, þ.a. núverandi hlýnun gæti í mesta falli minnkað lítillega það hlutfall af mannlosuðu CO2 magni sem höfin taka til sín (áætlað um 30%).

Þannig að allt í allt sýnist mér greinarhöfundur vera á villigötum, en ég verð þó að hrósa þér fyrir að koma með alvöru vísindagreinar inn í umræðuna. Áhrif sólar eru vissulega stór óvissuþáttur, og hér hafa komið fram mjög athyglisverðar upplýsingar um hugsanleg (og jafnvel líkleg) tengsl milli gang plánetna og sveiflna í sólvirkni. En allt í allt sé ég ekki að hægt sé að spá kólnun jafnvel þótt nýtt Maunder minimum skylli á.

Brynjólfur Þorvarðsson, 21.1.2014 kl. 09:43

28 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Ágúst, færsla 16 virðist vera svar við færslu 11 hjá mér. Það er vissulega rétt að núverandi sveifla stefnir í að vera mjög lág, hins vegar hefur verið talsvert aukin virkni frá fyrir jól og sérstaklega það sem af er janúar. En varla nóg til að hala heildartöluna upp að neinu verulegu leyti.

Allt í allt virðist vera gott samhengi milli veðurfarssveiflna og sólarvirkni, allt fram til 1970. Það sýnist mér benda til þess að eitthvað annað er að valda núverandi hlýnun og að sveiflur í sólarvirkni muni hafa takmörkuð áhrif í samanburði.

Hitt er svo annað að þetta er mjög athyglisvert og gaman að pæla í þessu. Samkvæmt ENSO spám þá eru vísbendingar um að sveiflan sé núna að komast út úr þeim neikvæða fasa sem hún hefur verið í síðastliðin 15 ár. Það verður spennandi að sjá hver áhrifin verða af því, lofthiti hefur jú hækkað mjög lítið í þessum neikvæða fasa, það má því búast við að hann taki stökk uppávið ef fasinn verður jákvæður.

Fyrir mér er þarna um miklu líklegri spá að ræða en að ný ísöld sé að hefjast vegna minnkandi sólarvirkni. En auðvitað er það framtíðin sem mun sýna hvaða spár reyndust réttar.

Brynjólfur Þorvarðsson, 21.1.2014 kl. 10:03

29 identicon

Brynjólfur Þorvarðsson kemst hér að gagnmerkri niðurstöðu:

"Ef undirliggjandi hækkun hitastigs vegna CO2 er 0,2 gráður á áratug (sem sumir telja vanmetið) þá virðist lágmark á borð við Maunder geta seinkað hlýnun um tvo áratugi eða svo."(sic)

Hvaða "hlýnun" BÞ? Jafnvel tímaritið Nature hefur viðurkennt að engin hnatthlýnun hafi átt sér stað síðustu 17 ár! Það þarf enga framtíð til að sýna fram á það

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.1.2014 kl. 11:51

30 Smámynd: Loftslag.is

Ný færsla um málið: Um yfirvofandi Litla Ísöld

Loftslag.is, 21.1.2014 kl. 13:18

31 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Hilmar, það er nú hægt að túlka málin á misjafnan hátt. En ekki veit ég hvort Nature hafi einhverja stefnu í þessum málum! Og ég held að þú hafir ekki neina grein í Nature sem segir að engin "hnatthlýnun" hafi orðið "síðustu 17 árin".

Til að komast að þinni niðurstöðu þarf í fyrsta lagi að skoða andrúmsloftið eingöngu, en eins og þú eflaust veist, Hilmar, þá taka höfin til sín yfir 90% af orku sólar. En byrjum á því að skoða bara andrúmsloftið, og eingöngu gervihnattamælingar NASA GISS (http://climate.nasa.gov/key_indicators#globalTemp).

Auðvitað er hægt að velja sér annað heitasta árið frá upphafi (1998) sem mig grunar að þú sért að gera og bera saman við 2013 sem er að vísu ekki að fullu "komið í hús" og sjá að 2013 var kaldara. En 5 ára meðaltal sýnir reyndar hlýnun upp á tæplega 0,2 gráður frá t.d. 1997 til 2009 (síðasta árið með "fullt" 5 ára meðaltal). Maður getur lengi valið sér upphafsár og lokaár og fengið undarlegar niðurstöður.

Ef maður ber saman áratugina 1991-2000 og 2001-2010 þá er síðari áratugurinn rúmlega 2 gráðum hlýrri en sá fyrri.

Eða ef við reiknum 17 ár til baka, eins og þú (og Nature?) gera frá 2013 þá hefur hitastig hækkað um ca 0,25 gráður frá 1996.

Hins vegar má sjá á línuritinu sem ég hlekkjaði í að 5 ára meðaltalið hefur verið nánast flatt frá 2003. Slíkar flatneskjur má einnig finna 1991-1994, 1967-1976 osfrv. Það má því segja að miðað við 5 ára meðaltal hefur andrúmsloft ekki hlýnað síðustu 10 ár samkvæmt GISS.

En þú segir "hnatthlýnun" og það er auðvitað rangt. Höfin hlýna hratt og hraði þeirrar hlýnunar hefur síst minnkað.

Loks er rétt að benda á að gervihnettir mæla ekki beint nokkuð stórt svæði kringum Norðurpólinn, heldur er hitastig þar reiknað út samkvæmt ákveðinni formúlu. Nýlega hefur verið bent á að þessi formúla vanmetur hitastigshækkun á norðurslóðum verulega - nokkuð sem aðrir eiga auðvitað eftir að rannsaka.

Brynjólfur Þorvarðsson, 21.1.2014 kl. 13:52

32 identicon

Enn og aftur er BÞ með vísindin á hreinu:

"Og ég held að þú hafir ekki neina grein í Nature sem segir að engin "hnatthlýnun" hafi orðið "síðustu 17 árin""(sic)

Þú hefur greinilega ekki lesið "Climate change: The case of the missing heat

Sixteen years into the mysterious ‘global-warming hiatus’, scientists are piecing together an explanation" - ítarlega samantekt sem birtist í NATURE 15. janúar 2014.

> http://www.nature.com/news/climate-change-the-case-of-the-missing-heat-1.14525

"But the pause has persisted, sparking a minor crisis of confidence in the field. Although there have been jumps and dips, average atmospheric temperatures have risen little since 1998, in seeming defiance of projections of climate models and the ever-increasing emissions of greenhouse gases."

"Now, as the global-warming hiatus enters its sixteenth year, scientists are at last making headway in the case of the missing heat. Some have pointed to the Sun, volcanoes and even pollution from China as potential culprits, but recent studies suggest that the oceans are key to explaining the anomaly. The latest suspect is the El Niño of 1997–98, which pumped prodigious quantities of heat out of the oceans and into the atmosphere — perhaps enough to tip the equatorial Pacific into a prolonged cold state that has suppressed global temperatures ever since."

"On a chart of global atmospheric temperatures, the hiatus stands in stark contrast to the rapid warming of the two decades that preceded it. Simulations conducted in advance of the 2013–14 assessment from the Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) suggest that the warming should have continued at an average rate of 0.21 °C per decade from 1998 to 2012. Instead, the observed warming during that period was just 0.04 °C per decade, as measured by the UK Met Office in Exeter and the Climatic Research Unit at the University of East Anglia in Norwich, UK."(!)

Þú fyrirgefur, BÞ, þótt ég haldi mig frekar við útreikninga og niðurstöður NATURE en greiningar heimasmíðuðu tölvulíkananna þinna ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.1.2014 kl. 14:15

33 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Hilmar, það reyndist rétt sem ég sagði. Greinin sem þú hlekkjar í (sem er reyndar ekki vísindagrein eins og ég bjóst við, en samt mjög góð samantekt) segir nefnilega alls ekki að engin "hnatthlýnun" hafi orðið "síðustu 17 árin" eins og þú hélst fram.

Þvert á móti fjallar hún um hlýnun andrúmslofts - ég er viss um að þú sjáir muninn á hlýnun andrúmslofts og hnatthlýnun - og bendir á að síðustu 16 árin (ekki 17) hafi meðalhiti hækkað mjög lítið.

Munurinn á "hnatthlýnun" og "hlýnun andrúmslofts" er svo langt í frá að vera einhver útúrsnúningur. Hlýnun andrúmsloftsins er innan við 10% af hnattrænni hlýnun. Spurning um 16 eða 17 ár er auðvitað útúrsnúningur, en þú ert svo fullyrðingaglaður að ég mátti til með að hanka þig á þessu líka.

Loks styður greinin engan veginn fullyrðingu þína sem lesa má út úr færslu 29, að hnattræn hlýnun hafi stöðvast. Þvert á móti útlistar greinin ágætlega hvernig skýra má hina litlu hækkun á hita andrúmslofts frá 1998 - og þessar skýringar gefa litla ástæðu til að halda að hlýnun andrúmslofts muni ekki halda áfram eins og spáð hefur verið.

Þvert á móti bendir greinin á þá vel þekktu staðreynd að ástand sjávar í Kyrrahafi ræður miklu um hlýnun andrúmslofts. Þegar ENSO er neikvæð stendur hlýnun í stað, þegar ENSO er jákvæð hlýnar hratt. ENSO er neikvæð sem stendur, en vísbendingar aukast um að hún stefni í jákvæða stöðu síðar á þessu ári (m.a. vegna mikils hæðarmunar milli austur- og vesturhluta Kyrrahafs).

Loks nefnir greinin athyglisverða kenningu Mark Cane við Columbia háskólann þess efnis að aukin hlýnun gæti leitt til lengri neikvæðra ENSO sveiflna. Ef rétt reynist (sem er umdeilt eins og greinin bendir á) þá mun hitafar framtíðarinnar einkennast af stuttum stökkum uppávið, en löngum flatneskjum á milli. Heildarhlýnun yrði einnig nokkuð minni.

Þar sem spár núna gera ráð fyrir allt að 4 til 6 gráðu hækkun fyrir 2100 miðað við "business as usual" CO2 losun (sem er auðvitað það eina sem mun gerast) þá held ég að talan 0,2 um meðalhækkun á áratug sé nú frekar varfærnisleg hjá mér.

Brynjólfur Þorvarðsson, 22.1.2014 kl. 13:19

34 identicon

Hvað á maður að segja við svona "röksemdafærslu" :)

1. BÞ fullyrðir "Ef undirliggjandi hækkun hitastigs vegna CO2 er 0,2 gráður á áratug (sem sumir telja vanmetið) þá virðist lágmark á borð við Maunder geta seinkað hlýnun um tvo áratugi eða svo."(sic)

2. Ég bendi BÞ á glænýja grein í NATURE: "Hvaða "hlýnun" BÞ? Jafnvel tímaritið Nature hefur viðurkennt að engin hnatthlýnun hafi átt sér stað síðustu 17 ár! Það þarf enga framtíð til að sýna fram á það." (enginn fullyrðing um "vísinda"grein - einungis g r e i n).

3. BÞ svarar: "Hilmar, það reyndist rétt sem ég sagði. Greinin sem þú hlekkjar í (sem er reyndar ekki vísindagrein eins og ég bjóst við, en samt mjög góð samantekt) segir nefnilega alls ekki að engin "hnatthlýnun" hafi orðið "síðustu 17 árin" eins og þú hélst fram."(sic)

Allir - a l l i r - sæmilega læsir menn geta lesið greinina, en þar stendur m.a.: "On a chart of global atmospheric temperatures, the hiatus stands in stark contrast to the rapid warming of the two decades that preceded it. Simulations conducted in advance of the 2013–14 assessment from the Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) suggest that the warming should have continued at an average rate of 0.21 °C per decade from 1998 to 2012. Instead, the observed warming during that period was just 0.04 °C per decade, as measured by the UK Met Office in Exeter and the Climatic Research Unit at the University of East Anglia in Norwich, UK."

Þetta er einfaldlega ekki hægt að skilja á annan veg en kemur fram í greininni, á íslensku:

"Tölvulíkön/hermilíkön í undanfara 2013 - 14 samantektar IPCC benda til þess að hlýnunin ætti að halda áfram með 0,21°C aukningu á áratug frá 1998 til 2012. Í stað þess sýnir raunhlýnun á tímabilinu einungis 0,04°C aukningu á áratug samkv. mælingum bresku veðurstofunnar í Exeter og loftslagsrannsóknarmiðstöðvarinnar við Háskólann í East Anglia í Norwich, Bretlandi."

Hlýnun sem mælist 0,04°C er svo smávægileg að hún flokkast undir suð/flökkt í mælum, þ.e. er ekki marktæk. Í áðurnefndri grein er enda skýrt tekið fram að um rof/gat/eyðu (hiatus) sé að ræða í hnattrænni hlýnun frá 1998 að telja!

En áfram þumbast BÞ í vörninni fyrir "stóra planinu" - hnatthlýnun af manna völdum skal það heita hvað sem raular og tautar. Tölum saman eftir 10 ár og sjáum þá hversu mikið stendur eftir af óskhyggjunni þinni :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 22.1.2014 kl. 18:42

35 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

trend

Helstu hitaferlar frá u.þ.b. 1997 og lengstu láréttu leitnilínur (summa minnstu kvaðrata)
sem sýna enga hækkun hitastigs viðkomandi ferils.  Vinstra megin á myndinni má sjá
hvað þessar leitnilínur ná yfir langt tímabil, þ.e. hve lengi hlýnunin hefur staðið í stað.
Hér má á einfaldan hátt leika sér að myndinni, t.d. breyta tímabilum ofl.
 

 Um vefsíðuna Wood for Trees:    www.woodfortrees.org

Ágúst H Bjarnason, 22.1.2014 kl. 18:55

36 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Hilmar, þú virðist ekki enn skilja muninn á hlýnun andrúmslofts og hnattrænni hlýnun. Greinin í Nature gefur ekki tilefni til að segja að hnatthlýnun hafi stöðvast.

Þú vitnar í Nature sem talar um "global atmospheric temperatures". En þú talar sífellt um hnattræna hlýnun eða hnatthlýnun. Hnattræn hlýnun skiptist c.a. 90% á höfin en 2% á andrúmsloft (afgangurinn er uppgufun og bráðnun íss). Höfin hlýna hratt þannig að hnattræn hlýnun er talsverð, en á sama tíma hlýnar andrúmsloftið mun hægar.

Svo ruglar þú saman því að blaðamaður Nature skrifi grein og að tímaritið Nature hafi "viðurkennt" eitthvað - sem þar að auki er ekki hægt að lesa út úr greininni.

Greinin talar ekki um hnatthlýnun - hún talar um hlýnun andrúmslofts. Og það sem stendur í greininni er ekkert öðruvísi en það sem mörg önnur vísindarit og vefsíður hafa verið að segja. Það er ekkert nýtt þarna, engin "viðurkenning" á neinu sem mælir gegn því sem ég sagði: að hlýnun andrúmslofts í komandi framtíð má (varlega) áætla 0,2 gráður á áratug.

Annars eru komnar nýjar tölur fyrir 2013, samkvæmt NOAA var þetta fjórða heitasta árið frá upphafi mælinga.

Greinin í Nature fjallar að verulegu leyti um þá skýringu á núverandi töf á hlýnun (sem er ekki 17 ár, frekar um 8 ár, allt eftir hvernig maður mælir) að undanfarið hafi ENSO verið í neikvæðri stöðu.

Þetta þýðir, fyrir alla sæmilega læsa menn, að þegar ENSO fer aftur í jákvæða stöðu mun hlýna hratt. Mig langar að vitna í grein um nýjustu tölur frá NOAA og NASA hjá San Fransisco Chronicle http://www.sfgate.com/default/article/NOAA-World-in-2013-was-4th-hottest-on-record-5162377.php:

"Usually the weather event called El Nino, a warming of the central Pacific, is responsible for boosting already warm years into the world's hottest years. But in 2013, there was no El Nino."

Í greininni í Nature er samspil ENSO og hlýnunar andrúmsloft sýnt mjög vel. Þannig einkenndist t.d. 1998 af mjög sterkum El Nino, en það ár var annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga. Hlýjasta árið, 2010, einkenndist af mjög veikum El Nino.

Aftur úr San Fransisco Chronicle:

"The fact that a year with no El Nino "was so hot tells me that the climate really is shifting," said Andrew Dessler, a Texas A&M University climate scientist, who was not part of either the NOAA or NASA teams."

Línuritið í Nature sýnir reyndar að núverandi kaldi fasi hefjist c.a. 2006/7. Aðrir vilja færa þessa tölu alveg aftur til 1999. Síðan þá hafa verið 8 ár með La Nina (kalt), 4 ár með El Nino (heitt), afgangurinn hlutlaust. Að meðaltali hefur staðan verið neikvæð frá 1999.

En þar sem hlýnun andrúmsloftsins hefur staðið í stað frá um 2005 passar línuritið hjá Nature ágætlega.

Á neikvæða hluta sveiflunnar færir Kyrrahafið stærri hluta þeirrar orku sem á það fellur niður í djúpið. Yfirborð er kalt vegna uppstreymis djúpsjávar, það hefur svo áhrif á hitastig andrúmslofts, lofthiti er lægri en ella. Í jákvæðum fasa er mun minni niðurfærsla á orku, yfirborðið nær að hlýna mun meira, sem aftur leiðir til hlýrra veðurfars en ella.

Hver þróunin í andrúmslofti verður fer að mjög miklu leyti eftir hegðun ENSO sveiflunnar í framtíðinni. Neikvæðar sveiflur munu draga úr hlýnun, jákvæðar sveiflur ýta undir hana.

Undanfarin 50 ár hefur hnötturinn hlýnað um 0,8 gráður, eða að jafnaði um 0,16 gráðu á áratug. Fyrri hluta þess timabils var hlýnunin c.a. 50/50 sólin og CO2. Á síðari hluta tímabilsins hefur sólin kólnað en hlýnunin aukist. CO2 magn í andrúmslofti fer mjög vaxandi og hlýnunaráhrif þess aukast að sama skapi. Verði næstu 50 árin svipuð hvað ENSO varðar má reikna með minnst 0,2 gráðu hækkun á áratug.

Og vel á minnst: Greinin í Nature efast ekki á nokkurn hátt um hlýnun andrúmslofts af manna völdum.

Brynjólfur Þorvarðsson, 23.1.2014 kl. 08:41

37 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Ágúst, þetta er nokkuð gott línurit hjá þér í færslu 35.

Mig langar til samanburðar að benda á þetta línurit:

Brynjólfur Þorvarðsson, 23.1.2014 kl. 08:47

38 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

 
 Þetta er líklega sama myndin.
 
Ef vídeóði opnast ekki þegar smellt er á það, þá má prófa að smella á:  Opna video.

Ágúst H Bjarnason, 23.1.2014 kl. 11:06

39 identicon

Þá byrjar BÞ auðvitað á þekktu áróðursbragði kolefnisklerka: "þú virðist ekki enn skilja...":)

Skilningur er nefnilega ekki skilningur í skilningi kolefnistrúarinnar nema hann komi heim og saman við skilning kolefnistrúarinnar - skilur þú það?

Tímaritið NATURE hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir að efast um meinta "hnatthlýnun af manna völdum". Það sætir því tíðindum að umrætt tímarit skuli opna nýtt ár á umfjöllun um týndu hnatthlýnunina.

BÞ tekur hefðbundnu flóttamannaleiðina á umræðuna með því að kafa ofan í undirdjúpin í leit að hlýnun. Vandamálið er bara að frá og með síðustu aldamótum hafa úthöfin verið að ... k ó l n a! ;)

En þá má nú alltaf vona að það hlýni "þegar ENSO fer aftur í jákvæða stöðu"! Eigum við bara ekki að taka þann snúning á umræðuna þá og ef það gerist BÞ? Er það ekki full bratt hjá menntamanninum að fara að teikna upp framtíðarfantasíu sem nútímasannleik?

Mér sýnist svo ÁHB svara ágætlega niðurlagi speglasjóna BÞ. :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 23.1.2014 kl. 13:42

40 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hér athyglisvert myndband: http://www.youtube.com/watch?v=C35pasCr6KI

Þarna kemur m.a. fram að vísindamenn veigri sér við því að standa opinberlega gegn global warming hysteríunni, vegna þess að það gæti staðið gegn starfsframa þeirra. Þess vegna er meðalaldur þeirra sem spyrja gagnrýnna spurninga um manngerða hnatthlýnun, mjög hár og ógnar því ekki lengur starfsframanum.

Því hefur ítrekað verið haldið fram af alarmistum, að 97% loftslagsvísindamanna sé sammála um manngerða hnatthlýnun. Það er rangt, en hvers vegna beita menn slíkum röksemdum?

Hér má sjá umfjöllun um "Climate consensus" : http://www.climaterealists.org.nz/sites/climaterealists.org.nz/files/Legatesetal13-Aug30-Agnotology%5B1%5D.pdf

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2014 kl. 16:08

41 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Gunnar.

Ég er sammála þessum þremenningum sem komu fram í myndbandinu sem þú vísaðir á http://www.youtube.com/watch?v=C35pasCr6KI

Varðandi síðasta atriðið sem frú Gillard varpaði fram og þremenningarnir svöruðu, þá er þetta ekki flókið mál, sérstaklega ef menn kunna að meðhöndla logarithmiskar tölur.

Sjá þetta myndband:   http://www.youtube.com/watch?v=Zw5Lda06iK0

Ágúst H Bjarnason, 23.1.2014 kl. 19:46

42 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Varðandi seinni tilvísun þína um "97% loftslagsvísindamannina"  http://www.climaterealists.org.nz/sites/climaterealists.org.nz/files/Legatesetal13-Aug30-Agnotology%5B1%5D.pdf   þá  þekki ég einn þátt málsins:


Maður er nefndur Dr Richard Tol. Hann er prófessor í hagfræði við háskólann í Sussex.    Ef ég klippi út smávegis um hann sem stendur á vefsíðu háskólans: 

"...He is ranked among the top 100 economists in the world, and has over 200 publications in learned journals (with 100+ co-authors), 3 books, 5 major reports, 37 book chapters, and many minor publications. He specialises in the economics of energy, environment, and climate, and is interested in integrated assessment modelling. He is an editor for Energy Economics, and an associate editor of economics the e-journal. He is advisor and referee of national and international policy and research. He is an author (contributing, lead, principal and convening) of Working Groups I, II and III of the Intergovernmental Panel on Climate Change, shared winner of the Nobel Peace Prize for 2007; an author and editor of the UNEP Handbook on Methods for Climate Change Impact Assessment and Adaptation Strategies; a GTAP Research Fellow; and a member of the Academia Europaea. He is actively involved in the European Climate Forum, the European Forum on Integrated Environmental Assessment, and the Energy Modeling Forum".

Eins og sjá má þá er hann algjör þungavigtarmaður í þessum fræðum og m.a. leiðandi höfundur skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna IPCC.

Dr. Richard Tol skrifaði Dr. Peter Høj forseta University of Queensland mjög harðort bréf vegna vinnubragða John Cook eins höfundar "97% vísindamanna" skýrslunnar og starfsmanns University of Queensland.

Þetta bréf verða allir, sem heyrt hafa vitnað til "97% loftslagsvísindamanna" að lesa og skilja. Þeir verða líka að vita hver það er sem skrifaði bréfið, þ.e. einn af aðalhöfundum (leading author) loftslagsskýrslu IPCC.

Bréfið má lesa í heild sinni hér: http://richardtol.blogspot.co.uk/2013/08/open-letter-to-vice-chancellor-of.html

Þetta er það merkilegt og miklivægt að ég tek mér bessaleyfi of afrita innihald þess hér fyrir neðan (þetta er "open letter" svo það ætti að vera í lagi):

--- --- ---

Richard Tol
Posted 27th August 2013 by Richard S J Tol

Open letter to the Vice-chancellor of the University of Queensland

Dear Professor Høj,

I was struck by a recent paper published in Environmental Research Letters with John Cook, a University of Queensland employee, as the lead author. The paper purports to estimate the degree of agreement in the literature on climate change. Consensus is not an argument, of course, but my attention was drawn to the fact that the headline conclusion had no confidence interval, that the main validity test was informal, and that the sample contained a very large number of irrelevant papers while simultaneously omitting many relevant papers.

My interest piqued, I wrote to Mr Cook asking for the underlying data and received 13% of the data by return email. I immediately requested the remainder, but to no avail.

I found that the consensus rate in the data differs from that reported in the paper. Further research showed that, contrary to what is said in the paper, the main validity test in fact invalidates the data. And the sample of papers does not represent the literature. That is, the main finding of the paper is incorrect, invalid and unrepresentative.

Furthermore, the data showed patterns that cannot be explained by either the data gathering process as described in the paper or by chance. This is documented at https://docs.google.com/file/d/0Bz17rNCpfuDNRllTUWlzb0ZJSm8/edit?usp=sharing

I asked Mr Cook again for the data so as to find a coherent explanation of what is wrong with the paper. As that was unsuccessful, also after a plea to Professor Ove Hoegh-Guldberg, the director of Mr Cook’s work place, I contacted Professor Max Lu, deputy vice-chancellor for research, and Professor Daniel Kammen, journal editor. Professors Lu and Kammen succeeded in convincing Mr Cook to release first another 2% and later another 28% of the data.

I also asked for the survey protocol but, violating all codes of practice, none seems to exist. The paper and data do hint at what was really done. There is no trace of a pre-test. Rating training was done during the first part of the survey, rather than prior to the survey. The survey instrument was altered during the survey, and abstracts were added. Scales were modified after the survey was completed. All this introduced inhomogeneities into the data that cannot be controlled for as they are undocumented.

The later data release reveals that what the paper describes as measurement error (in either direction) is in fact measurement bias (in one particular direction). Furthermore, there is drift in measurement over time. This makes a greater nonsense of the paper.


I went back to Professor Lu once again, asking for the remaining 57% of the data. Particularly, I asked for rater IDs and time stamps. Both may help to understand what went wrong.

Only 24 people took the survey. Of those, 12 quickly dropped out, so that the survey essentially relied on just 12 people. The results would be substantially different if only one of the 12 were biased in one way or the other. The paper does not report any test for rater bias, an astonishing oversight by authors and referees. If rater IDs are released, these tests can be done.

Because so few took the survey, these few answered on average more than 4,000 questions. The paper is silent on the average time taken to answer these questions and, more importantly, on the minimum time. Experience has that interviewees find it difficult to stay focused if a questionnaire is overly long. The questionnaire used in this paper may have set a record for length, yet neither the authors nor the referees thought it worthwhile to test for rater fatigue. If time stamps are released, these tests can be done.

Mr Cook, backed by Professor Hoegh-Guldberg and Lu, has blankly refused to release these data, arguing that a data release would violate confidentiality. This reasoning is bogus.

I don’t think confidentiality is relevant. The paper presents the survey as a survey of published abstracts, rather than as a survey of the raters. If these raters are indeed neutral and competent, as claimed by the paper, then tying ratings to raters would not reflect on the raters in any way.

If, on the other hand, this was a survey of the raters’ beliefs and skills, rather than a survey of the abstracts they rated, then Mr Cook is correct that their identity should remain confidential. But this undermines the entire paper: It is no longer a survey of the literature, but rather a survey of Mr Cook and his friends.

If need be, the association of ratings to raters can readily be kept secret by means of a standard confidentiality agreement. I have repeatedly stated that I am willing to sign an agreement that I would not reveal the identity of the raters and that I would not pass on the confidential data to a third party either on purpose or by negligence.

I first contacted Mr Cook on 31 May 2013, requesting data that should have been ready when the paper was submitted for peer review on 18 January 2013. His foot-dragging, condoned by senior university officials, does not reflect well on the University of Queensland’s attitude towards replication and openness. His refusal to release all data may indicate that more could be wrong with the paper.

Therefore, I hereby request, once again, that you release rater IDs and time stamps.

Yours sincerely,




Richard Tol
Posted 27th August 2013 by Richard S J Tol


Svo mörg voru þau orð.

 

Ágúst H Bjarnason, 23.1.2014 kl. 20:19

43 identicon

Þessi afhjúpun á svika- og blekkingaleik John C(r)ook, æðstaprests hjá skepticalscience.com er sannarlega áfellisdómur yfir þeim vinnubrögðum sem þessi boðberi trúarinnar á "hnatthlýnun af manna völdum" stundar.

Sú staðreynd beinir sjónum að íslenskum systurvef skepticalscience.com, loftslag.is, sem Veðurstofa Íslands þreytist seint á að lofsama.

Ritstjórar loftslag.is, Sveinn Atli Gunnarsson og Höskuldur Búi Jónsson, hafa einmitt hamrað á "rannsóknarniðurstöðum" um 97% samhug vísindamanna. Annar þessara manna, Höskuldur Búi, er menntaður jarðfræðingur frá HÍ!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 23.1.2014 kl. 20:58

44 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þetta voru nokkur orð af bloggsíðu Tol's, sem Ágúst vitnar til. Það er oft best að lesa svör þeirra sem er verið að gagnrýna beint, sjá tengil hér undir, þar sem m.a. kemur fram:

economist Richard Tol has made [comments] about our paper on his personal blog. He submitted those comments to the journal that published our paper, Environmental Research Letters, whose editor promptly rejected it. The editor noted that in addition to being "written in a rather opinionated style" and reading "more like a blog post than a scientific comment," "I do not see that the submission has identified any clear errors in the Cook et al. paper that would call its conclusions into question."

Sjá nánar, Debunking New Myths about the 97% Expert Consensus on Human-Caused Global Warming

Richard Tol er vísindamaður og einn höfunda IPCC skýrslnanna (einn af þúsundum) - hér má lesa eitthvað um kappann, m.a. eftirfarandi:

He was also among the US Senate Republican Party's "list of scientists disputing man-made global warming claims", which stated that Tol "dismissed the idea that mankind must act now to prevent catastrophic global warming"

En annars er ég hissa á að síðasta athugasemd Hilmars hafi sloppið í gegnum nálarauga ritstjórnar síðuhaldara, þar sem að athugasemdir eiga að vera "skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra" - bara vinsamleg ábending til síðuhaldara.

Takk fyrir að fá tækifæri til að koma minni athugasemd á framfæri.

Sveinn Atli Gunnarsson, 23.1.2014 kl. 23:15

45 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er magnað að lesa þetta í #42.

"Mr Cook, backed by Professor Hoegh-Guldberg and Lu, has blankly refused to release these data, arguing that a data release would violate confidentiality". Hvers vegna eru gögnin trúnaðarmál?

Dr. Tool svarar þessu ágætlega á kómískan hátt:

"If, on the other hand, this was a survey of the raters’ beliefs and skills, rather than a survey of the abstracts they rated, then Mr Cook is correct that their identity should remain confidential. But this undermines the entire paper: It is no longer a survey of the literature, but rather a survey of Mr Cook and his friends."

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.1.2014 kl. 03:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 81
  • Frá upphafi: 762075

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband