Í dag er vorjafndægur - Egg sem standa upp á endann...

 

 

thrju_egg_1230626.jpg

 

 

Í dag er jafndægur að vori. Dagur og nótt eru jafn löng og á morgun verður dagurinn lengri en nóttin.

Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu segir um vorið að það sé frá jafndægri til fardaga, en þá taki við sumar til jafndægris á hausti. Samkvæmt því lauk vetrinum í gær.


Með orðinu jafndægur er átt er við þá stund þegar sól er beint yfir miðbaug jarðar, sem í fornu máli hét jafndægrishringur, og dagur og nótt eru jafnlöng um alla jörðina. Þetta gerist tvisvar á ári, á vorjafndægri á tímabilinu 19.-21. mars og á haustjafndægri 21.-24. september. Um þetta leyti er dagurinn um það bil jafnlangur nóttinni hvar sem er á jörðinni, og af því er nafnið dregið.

 

 Úr skáldskaparmálum Snorra-Eddu:

,,Frá jafndægri er haust, til þess er sól sezt í eykðarstað. Þá er vetr til jafndægris. Þá er vár til fardaga. Þá er sumar til jafndægris. Haustmánuðr heitir inn næsti fyrir vetr, fyrstr í vetri heitir gormánuðr, þá er frermánuðr, þá er hrútmánuðr, þá er þorri, þá gói, þá einmánuðr, þá gaukmánuðr ok sáðtíð, þá eggtíð ok stekktíð, þá er sólmánuðr ok selmánuðr, þá eru heyannir, þá er kornskurðarmánuðr."

 

Sumir trúa því að tvisvar á ári sé hægt að láta egg standa upp á endann, þ.e. þegar jafndægur er á vori og á hausti.  Nú er bara að prófa!

Sjálfur gat ég ekki staðist freistinuna og prófað með fallegum brúnum íslenskum eggjum.  Á myndinni efst standa þrjú egg á rennisléttri keramik eldavélarhellunni.   Nú er komið að þér að prófa, lesandi góður!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 762632

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband