dr. Ulrike Friedrich: Ferðaþjón­usta gæti eyðilagst vegna of margra ferðamanna - Munu ferðamenn leita annað...?

 


 

p1060064-1-2.jpg

 

 

"Dr. Ulrike Friedrich, verkefnastjóri hjá þýsku geimvísindastofnuninni hefur miklar áhyggjur af þróun ferðaþjónustunnar á Íslandi Hefur komið tíu sinnum til Íslands Segir fjölgun ferðamanna geta fælt aðra frá. Hún íhugar Grænlandsferð næst." 

Þannig hefst viðtal Morgunblaðsins í dag við þennan Íslandsvin. Sjá frétt hér.

 

Meðal annars stendur í viðtalinu:

"..."Ég ætla ekkert að fara að segja Íslendingum fyrir verkum en sem almennur ferðamaður sem elskar Ísland hef ég fullan rétt til að segja mitt álit. Ef ég væri Íslendingur myndi ég hafa ástæðu til að hafa áhyggjur og koma þeim á framfæri við stjórnvöld. Hvert vilja Íslendingar stefna? Það þarf að vera einhver stefna til staðar þannig að ferðaþjónustan fái ekki að vaxa algjörlega stjórnlaust. Að öðrum kosti eyðileggst hún og ferðamenn munu fara eitthvað annað í leit að fallegu og rólegu umhverfi og náttúru", segir Ulrike, sem er alvarlega að íhuga að ferðast næst til staða eins og Grænlands eða Svalbarða. Hún muni þó að sjálfsögðu koma aftur til Íslands en eigi ekki eins auðvelt með að mæla með Íslandsferð við vini sína, að minnsta kosti muni hún segja þeim að koma ekki hingað yfir hásumarið, frekar að vori eða hausti til"

"...Ég hef allan þennan tíma mælt eindregið með því við vini mína og samstarfsfélaga hérna í Þýskalandi að ferðast til Íslands og skoða þar villta náttúru og dásamlegt landslag. Ísland er mjög vel þróað samfélag með sterkum innviðum og loftslagið þægilegt og heilnæmt. Byggðirnar eru dreifðar og umferðin ekki verið svo mikil. Núna hafa breytingarnar verið svo miklar að þær eyðileggja eða takmarka þessa upplifun ferðamannsins, að mínu mati. Á helstu ferðamannastöðum er alltof mikið af fólki".

 

Kannski var það gosið í Eyjafjallajökli sem vakti athygli útlendinga á Íslenskri náttúru þannig að þeir hafa undanfarna mánuði flykkst hingað í hópum.    Hvaða fréttir hafa þeir að færa eftir Íslandsförina? Eru þær endilega jákvæðar?  Gæti Ísland fallið úr tísku innan skamms? Hættan á því og hruni ferðaiðnaðarins er raunveruleg. Hvað gerum við þá?

Vinur er sá er til vamms segir. Við verðum að taka þessi varnaðarorð dr. Ulrike alvarlega.

Þetta kemur reyndar þeim er þessar línur ritar ekki á óvart, því hann hefur einnig haft af þessu nokkrar áhyggjur. Sums staðar verður ekki þverfótað fyrir erlendum ferðamönnum, náttúruperlur eru orðnar útjaskaðar og sóðalegar, græðgin allsráðandi og friðurinn úti.  Jafnvel margir Íslendingar hafa fengið nóg af ónæðinu og er farið að bera á óþoli.

"Hvert vilja Íslendingar stefna? Það þarf að vera einhver stefna til staðar þannig að ferðaþjónustan fái ekki að vaxa algjörlega stjórnlaust. Að öðrum kosti eyðileggst hún og ferðamenn munu fara eitthvað annað í leit að fallegu og rólegu umhverfi og náttúru", segir Ulrike.

Nú er verið að reisa hótel á hverju götuhorni, eða breyta húsnæði sem áður hýsti fyrirtæki í hótel. Hvað verður um alla þessa fjárfestingu ef ferðamenn hætta að koma til landsins? 

Humm...?

 

 

 

 

Myndina efst á síðunni tók höfundur pistilsins fyrir nokkrum dögum í Brúarárskörðum. Þar var sem betur fer friður og óspillt náttúra.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.8.2014 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 764458

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband