Hafísinn og skaflinn í Gunnlaugsskarði...


 
474036_1246857.jpg
 
 
Skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni hefur ekki náð að bráðna í sumar, og ekki heldur árin 2011 og 2013. Hann náði þó að bráðna árin 2001 til 2010 og einnig 2012.  Veðrið hefur farið mildum höndum um okkur það sem af er þessari öld, en er nú að verða breyting á? Er snjóskaflinn frægi góð vísbending?
 
Hvernig skyldi hafísinn vera, en um þetta leyti er hann í lágmarki á norðurhveli og hámarki á suðurhveli.
 
Skoðum málið:
 
 
Norðurhvel:

arctic_sea_ice_extent_2014_day_269_1981-2010
 
 
 Hafísinn á norðurhveli er samkvæmt þessu með minna móti,
en þó meiri en árin 2008. 2010, 2011 og 2012.
Mæligögn hér.
 
 
 
 
 
 
Suðurhvel:
 
antarctic_sea_ice_extent_2014_day_269_1981-2010
 
Útbreiðsla hafíss á suðurhveli er samkvæmt þessari mynd
meiri en nokkru sinni síðan mælingar hófust.
Mæligögn hér.
 
 
 
 
 
Í frétt Morgunblaðsins stendur:

"Vís­bend­ing um kóln­andi veður"

"Skafl­inn í Gunn­laugs­skarði Esj­unn­ar hef­ur ekki bráðnað að fullu í sum­ar að sögn Páls Bergþórs­son­ar veður­fræðings og fyrr­ver­andi veður­stofu­stjóra. „Skafl­inn er orðinn ansi lít­ill en mér sýn­ist á öllu að það séu litl­ir mögu­leik­ar á því að hann muni hverfa,“ seg­ir Páll. „Það þarf þónokk­urn hita til og það er orðið svo áliðið að ég myndi trúa að hann lifði sum­arið af.

Skafl­inn hvarf á hverju ári frá 2001 til 2010, en það var í fyrsta sinn sem hann hvarf í svo lang­an tíma sam­fleytt. Að sögn Páls helst það í hend­ur við það að ára­tug­ur­inn hafi verið sá hlýj­asti sem mælst hef­ur hér á landi. Þá hvarf hann einnig árið 2012, en árin 2011 og 2013 bráðnaði hann ekki að fullu. Páll seg­ir veru skafls­ins síðustu tvö árin geta verið vís­bend­ingu um að það sé að kólna í veðri, þrátt fyr­ir að mæl­ing­ar sýni það ekki.

Fjallað var um það á mbl.is í sum­ar að lík­legt þætti að skafl­inn myndi hverfa þetta árið þar sem mik­il hlý­indi voru í haust og sér­stak­lega frá ára­mót­um.

Reglu­lega hef­ur verið fylgst með skafl­in­um í Gunn­laugs­skarði, sem er vest­an í Kistu­felli Esju, allt frá ár­inu 1909 og raun­ar benda heim­ild­ir til þess að skafl­inn hafi ekki horfið í ára­tugi fyr­ir árið 1929, að minnsta kosti frá 1863.

Skafl­inn, sem er í um 820 metra hæð yfir sjó, bráðnar al­farið í hlýj­um árum áður en snjór tek­ur að safn­ast þar fyr­ir aft­ur að hausti, en á köld­um tíma­bil­um helst hann allt árið. Páll seg­ir eng­ar heim­ild­ir um að þessi skafl hafi horfið fyr­ir 1930, þá hófst hlý­inda­skeið sem stóð í þrjá­tíu ár og hvarf skafl­inn þá af og til. Um miðjan sjö­unda ára­tug­inn hófst kulda­tíma­bil og hafði skafl­inn ekki horfði á því fyrr en 2001".

Myndin efst á síðunni fylgdi fréttinni.

 

 

Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni...

 

2009: Prófessor Henrik Svensmark: »Vi anbefaler vores venner at nyde den globale opvarmning, mens den varer«...

 


mbl.is Vísbending um kólnandi veður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 761791

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband