Dúndur jólastress...!

 

 

Starfsmenn verkfræðistofunnar Verkís  taka þátt í Áheitasöfnun Geðveikra Jóla með frábæru jólalagi í ár. Hægt er að sjá hér þeirra framlag og einnig kjósa lagið þeirra og styrkja gott málefni.

Heimsækið vefsíðu Einstakra barna, en einstök börn þjást af erfiðum og sjaldgæfum sjúkdómum: www.einstokborn.is
 
 
 

Hægt er að heita á lag VERKÍS inni á www.gedveikjol.is eða með því að senda sms til að gefa 1.000 – 5.000 kr. Áheitin renna til stuðningsfélags Einstakra barna.

Sendið textann „1007“ í númerið 900 9501 – til að gefa 1.000 kr.
Sendið textann „1007“ í númerið 900 9503 – til að gefa 3.000 kr.
Sendið textann „1007“ í númerið 900 9505 – til að gefa 5.000 kr

 

 anchristmastree_390336

 

Syngið með:

Dúndur jólastress

 

JÓL

Æ þarf að gera allt þó bráðum komi jól?
Við getum líka tekið því með ró!

Skrifa jólakortin, skreyt’og pakka inn.
Eða má, sleppa því í þetta sinn?

Baka, versla inn og þrífa hátt og lágt?
Er það nú ekki full mikið í lagt?

Því þó að allt sé eftir nú,
eigum ég og þú, saman geðveik jól.

JÓL JÓL

Finnst þér, enn að, allt verð´að vera spik & span?
Nei ég er ekki sáputusku-fan.

Ef mútta kæm´ í heimsókn og allt í drasli hér.
Hún kennir mér um, það allt hvort eð er.
Allt sem hún sér og miður fer

Ég er að missa´ða, með jólakvíða hnút.
Æ elsku besta ekki fríka út.

Því þó að allt sé eftir nú,
eigum ég og þú, saman geðveik jól.

Við dembum okkur kát og hress
JÓL
Í dúndur jólastress
JÓL

Þó að allt sé eftir nú,
eigum ég og þú, saman geðveik jól.

Svo þramm, þramm, þramma ég, allt Þorláksmessukvöld,
þeytist um, leit´a að jólagjöf.
Það er spenn, spenn, spennandi, að spæn´ um allan bæ,
og spá í allt sem ég get gefið þér.

Í geð, geð, geðveikum, spanjólagír,
svo gaman er að vera til.

Við dembum okkur kát og hress
JÓL
Í dúndur jólastress
JÓL

Þó að allt sé eftir nú
eigum ég og þú, saman geðveik jól

Við dembum okkur kát og hress
JÓL
Í dúndur jólastress
JÓL

Þó að allt sé eftir nú
eigum ég og þú saman geðveik jól.
Þó að allt sé eftir nú
eigum ég og þú saman geðveik jól.

www.gedveikjol.is

 

 

logo-upphleypt-standandi_1250719.png

 

www.verkis.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.12.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 764772

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband