Sunnudagur, 7. desember 2014
"Myrkurstundum á vökutíma fjölgar um 131 til 190 klukkustundir eða 5 til 8 sólarhringa ef klukkunni verður seinkað"...
Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hefur séð um útgáfu Almanaks Háskólans í áratugi og reiknað út hinar margbreytilegu töflur sem þar eru, en það er mikil nákvæmnisvinna. Hann er því manna fróðastur um tímatal og klukkuna. Þorsteinn var um áratugaskeið deildarstjóri Háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands.
Þorsteinn sagði í viðtali við Morgunblaðið 1. desember:
Stilling klukkunnar alltaf málamiðlun Ingileif Friðriksdóttir Dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur hjá Ég hef miklar efasemdir um neikvæð heilsufarsleg áhrif af fljótri klukku. Í því sambandi er athyglisvert að svefnhöfgi unglinga virðist engu minna vandamál í þeim löndum þar sem klukkunni er seinkað að vetri til, segir Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur. Hann segir það klukkuna fremur en dagsbirtuna sem ræður því hvenær unglingar fara að sofa á kvöldin. Sums staðar erlendis hafi það gefist vel að hefja skólahald seinna að morgni, og slíkt hafi t.a.m. tíðkast í Egilsstaðaskóla síðustu ár. Mbl.is fjallaði í síðustu viku um fyrirlestur Bjargar Þorleifsdóttur, lektors við Læknadeild Háskóla Íslands, um klukkuþreytu á meðal Íslendinga. Þar sagði hún það mjög brýnt lýðheilsumál að seinka klukkunni um eina klukkustund. Íslendingar væru að skapa sér vanda með núverandi fyrirkomulagi sem hefur meðal annars slæmar afleiðinfar fyrir heilsu fólks. Ég hef litla trú á því að þetta sé heilsufræðilegt heimsvandamál, segir Þorsteinn í samtali við mbl.is. Hann segist jafnframt hafa þá athugasemd að Björg, ásamt mörgum öðrum, einblíni á eina afleiðingu þess að seinka klukkunni í stað þess að skoða málið frá öllum hliðum. Hverri tilhögun fylgja kostir og ókostirStilling klukkunnar verður alltaf málamiðlun því að sérhverri tilhögun fylgja bæði kostir og ókostir, segir Þorsteinn, en bendir á að þegar núgildandi lög um tímareikning voru sett árið 1968 hafi meginástæðan verið óánægja fólks með það sem kallað var hringlið með klukkuna. Í pistli sínum um seinkun klukkunnar segir hann markmiðið með lagasetningunni það ár hafa fyrst og fremst verið það að koma á föstum tíma allt árið. Skoðanakönnun leiddi í ljós að mun fleiri vildu hafa flýtta klukku (sumartíma) en óbreytta (vetrartíma). Varð því niðurstaðan sú að klukkur skyldu stilltar eftir miðtíma Greenwich. Raddir komið fram síðustu ár sem kalla á breytinguEftir breytinguna má segja að friður hafi ríkt um tímareikninginn í aldarfjórðung. Það er ekki fyrr en á síðustu árum að komið hafa fram raddir sem kalla á breytingu á ný. Má þar nefna þingsályktunartillögu árið 1994, frumvarp árið 1995 (endurflutt 1998 og 2000), og þingsályktunartillögur árin 2006, 2010, 2013 og nú síðast árið 2014. Spyrja má hvers vegna breytinga sé óskað eftir svo langa sátt um núgildandi fyrirkomulag. Þar kemur tvennt til greina. Í fyrsta lagi er vaxin upp ný kynslóð sem man ekki það fyrirkomulag sem áður gilti og þekkir ekki af eigin raun kosti þess eða ókosti. Í öðru lagi hafa skapast ný viðhorf vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu, nýrrar tækni og nýrra sjónarmiða. Hvort tveggja þarf að hafa í huga áður en ákvörðun er tekin um lagasetningu sem óhjákvæmilega snertir hvern einasta Íslending að meira eða minna leyti. Bjartari morgnar dýrkeyptirÞá bendir hann á að seinkun klukkunnar hefði þau áhrif að bjartara yrði á morgnanna og það sé tvímælalaust sterkasta röksemd þeirra sem vilja fara þessa leið. Á hinn bóginn eru bjartari morgnar keyptir því verði að fyrr dimmir síðdegis þegar umferð er meiri og börn á leið úr skóla. Menn getur greint á um það hvort þeir kjósi fremur bjartari morgna eða bjartara síðdegi. En umferðarþunginn bendir til þess að menn nýti almennt síðdegið fremur en morgnana til að sinna erindum sínum. Það virðist gilda að sumri ekki síður en vetri og stjórnast því ekki af birtunni einni saman. Óumdeilt er, að flestir kjósa flýtta klukku á sumrin, því að lengri tími gefst þá til útivistar. Falsvonir um batnandi líðan við að seinka klukkunniÞorsteinn bendir jafnframt á að í þingsályktunartillögunni sé horft framhjá þeirri staðreynd að raflýsing hefur áhrif á líkamsklukkuna ekki síður en sólarljósið og raskar því hinni náttúrulegu sveiflu. Í þjóðfélagi nútímans ræður sólarljósið ekki stillingu líkamsklukkunnar nema að takmörkuðu leyti. Því ætti ekki að vekja mönnum falsvonir um að líðan þeirra muni batna til muna við það að seinka klukkunni. Þá segist hann hræddur um að mörgum myndi bregða í brún þegar þeir yrðu varir við það að myrkrið skylli á klukkustund fyrr síðdegis, eins og myndi gerast ef klukkunni væri seinkað. Dóttir mín bjó í Lundi í Svíþjóð í haust þegar klukkunni var breytt þar frá sumartíma yfir á vetrartíma. Hún orðaði það svo að breytingin síðdegis hefði verið afar óþægileg. Ég hef heyrt svipaða sögu frá fleirum, bæði austanhafs og vestanhafs, segir Þorsteinn. Loks segir hann rétt að vekja athygli á því að mikill fjöldi fólks í heiminum býr við fljóta klukku allt árið. Þetta sjáist vel ef tímakort Almanaks Háskólans er skoðað.
--- --- ---
Dr. Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur, núverandi deildarstjóri Háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands, skrifaði 1. desember 2014 á visir.is: Myrkur í heygarðshorninu
--- --- ---
Þetta er skoðun þeirra tveggja manna sem best þekkja útreikning tímatals og klukkunnar á Íslandi. Á mínum vinnustað mætir starfsfólkið til vinnu á tímabilinu 7 til 9. Þeir árrisulu mæta snemma og geta því einnig farið snemma heim í lok vinnudags. Flestir mæta um klukkan átta, en allnokkrir ekki fyrr en um níuleytið. Allir eru ánægðir og klukkan ekkert vandamál.
|
Svona dimmir með breyttri klukku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.1.2019 kl. 17:54 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Innilega sammála þessu og ég hef mjög lengi verið þeirrar skoðunar að síðdegissólin sé eftirsóknarverðari en morgunsólin . Hér á Reyðarfirði skýn sólin á sumarkvöldum þegar best lætur til ca. 18.30
Vil ég að hún setjist kl 17? Nei takk!
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2014 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.