Rýrnun jökla; kólnun eða hlýnun framundan...?

RSS hitastig juli 2015

 

Stórt er spurt í fyrirsögn pistilsins og svarið er einfalt: Veit ekki.

Það er þó áhugavert að velta þessu aðeins fyrir sér, sérstaklega þar sem hitastig jarðar hefur staðið meira og minna í stað í fjölda ára. Menn eru þó að deila um hvort eitt árið sé hlýrra eða kaldara en annað, en þá er munurinn oftar en ekki tölfræðilega ómarktækur því hann er innan mælióvissu. Hugsanlega gæti árið í ár orðið í hlýrra lagi með hjálp El Niño sem er í gerjun núna í Kyrrahafinu.

Ekki verður tekið þátt í þessum metingi hér um mishlý ár, en þar sem bloggarinn er vinur vors og blóma stendur honum þó nokkur uggur af hugsanlegri kólnun eftir góðærin undanfarið.

Myndin efst á síðunni:  Samkvæmt mælingum með gervihnöttum (RSS-MSU) hefur engin hækkun í lofthita jarðar orðið síðan í janúar 1997. Notuð er aðferð minnstu kvaðrata til að finna bestu aðhvarfslínu (regression line). Smella á mynd til að stækka og sjá betur.  Ferillinn nær til loka júlí 2015.  Hann er fenginn af vefsíðu Ole Humlum prófessors við Oslóarháskóla (www.climate4you.com), en sá er þessar línur ritar teiknaði inn á hann.



Hafi einhver áhuga á smá grúski um þessi mál, þá má benda á pistil sem ritstjóri þessarar síðu dundaði sér við um helgina, en pistillinn fjallar um aðra frétt sem nýlega var í fjölmiðlum, þ.e. um áhrif sólar á veðurfar. Sjá pistilinn: Leiðrétt sólblettagögn - Sólin hefur enn áhrif.

 




11878975_10207837021626423_5834415388739750727_o

 


mbl.is Rýrnun jökla endar mögulega í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.12.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 764772

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband