Niðurstaða mælinga: Árið 2016 var hlýtt á heimsvísu, en ekki tölfræðilega hlýrra en árið 1998...

 

 

UAH hitaferill til loka 2016-B

 

 

Í dag voru birtar niðurstöður hitamælinga frá gervihnöttum til loka desembermánaðar 2016. Samkvæmt þeim var árið 2016 hlýtt, en munurinn á árunum 1998 og 2016 er ekki tölfræðilega marktækur, eða 0,02°C.

Þessi hitatoppur árin 1998 og 2015/2016 stafaði af fyrirbæri í Kyrrahafinu sem kallast El-Niño, eða jólabarnið. Heitur sjór losar varma í lofthjúpinn, hann hlýnar en sjórinn kólnar. Yfirleitt tekur við fyrirbæri sem kallast La-Niña þegar kaldari sjór kælir loftið. Áhrifanna gætti víða um heim og veðráttan var víða mjög óvenjuleg. Lofthitinn náði hámarki um áramótin 2015/2016 en fór síðan hratt fallandi. Samkvæmt þessum mælingum var hitafallið á árinu nálægt 0,6 gráðum. Það munar svo sannarlega um minna.

Þetta er mikil einföldun á fyrirbærunum El-Niño og La-Niña. Sjá góðar skýringar Trausta Jónssonar á fyrirbærinu hér.

Verður árið 2017 hlýtt á heimsvísu?  Við skulum ekki fullyrða neitt, en brjóstvitið segir okkur að svo muni ekki verða. Enn síður árið 2018.  Það er nefnilega svo að svala fyrirbærið La-Liña fylgir oft í kjölfar hins hlýja El-Niño.  Takið t.d. eftir ferlinum árið 2000, þ.e. um tveim árum eftir hið öfluga El-Niño árið 1998. Sjórinn dempar allar svona hitasveiflur, ekki síst hjá okkur sem lifum í nábýli við hann. Við skulum því sjá til hvað gerist hér á landi eftir svo sem fáeina mánuði.



Sjá nánar á vefsíðu Dr. Roy Spencer með því að smella á krækjuna: 

Global Satellites: 2016 not Statistically Warmer than 1998

Strong December Cooling Leads to 2016 Being Statistically Indistinguishable from 1998

January 3rd, 2017 by Roy W. Spencer, Ph. D.

 

 

Hvað tekur svo við eftir að La-Nina lýkur?

 - Hækkandi hiti?
 - Lækkandi hiti?
 - Kyrrstaða?

Enginn veit svarið. Sumir telja að það muni halda áfram að hlýna hægt og rólega vegna aukins styrks koltvísýrings í loftinu, aðrir að nú muni taka að kólna vegna minnkandi sólvirkni og sveiflna í hafinu, og enn aðrir gera ráð fyrir meira og minna kyrrstöðu...    Kannski það verði bara sambland af þessu öllu?  

 

Hafi einhverjum ekki litist á blikuna þegar hitinn hækkaði hratt fyrir rúmu hálfu ári, þá getur hinn sami andað rólega núna.  Að minnsta kosti í fáein ár ef að líkum lætur :-) 

 

Myndin efst á siðunni:

Hnattrænn lofthiti til loka desembermánaðar samkvæmt gervihnattamælingum og úrvinnslu UAH.

Heimild: Dr. Roy Spencer.

Blái ferillinn er mánaðagildi.   Rauði ferillinn er 13 mánaða meðaltal. (Meðaltalsferillinn sýnir meðaltalsgildi fyrir tímann fyrir aftan og fyrir framan hvern punkt á ferlinum, svo að hann nær ekki alveg til endanna. "Centered average").

Mælingar á hitastigi lofthjúpsins með hjálp gervihnatta hófust árið 1979. 

 

 

 

nino3_4

  

Yfirborðshiti sjávar í Kyrrahafinu þar sem El-Niño átt sér stað nýlega.

Beintengdur ferill frá Áströlsku veðurstofunni.  Sjá hér

 

 

Rétt er að minna á að þessi pistill fjallar ekki um hnatthlýnun af mannavöldum, heldur eðlilegar sveiflur í náttúrunni. 

 

 

 

--- --- ---

Til unhugsunar:

Skalinn á venjulegum heimilishitamæli, sem við annað hvort erum með fyrir utan gluggann eða innanhúss, er þannig gerður að hver gráða jafngildir um 1 millímetra. Auðvitað ekki nákvæmlega, en því sem næst.  Þessi munur á árunum 1998 og 2016 (0,02°C) kæmi þá fram sem 0,02 mm.   Samkvæmt upplýsingum á netinu er þvermál mannshárs 0,02 til 0,2mm.

Munur aranna

Allur lóðrétti skalinn á þessari mynd nær yfir 0,8 gráður. Munur (0,02°) milli áranna 1998 og 2016 er örlítill, miklu minni en óvissumörk mælinganna sem gætu verið  +/- 0,1 gráða.

 

Þessar upplýsingar koma að gagni ef einhverjir fara að deila um keisarans skegg cool

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband