Sjörnuhimininn snemma að morgni ...

 Satúrnus séður frá Cassini geimfarinu

 Satúrnus í návígi

 

 

Þrálát úrkoma og leiðinda veður sunnanlands hefur komið í veg fyrir að hægt hafi verið að njóta fegurðar stjörnuhiminsins að nokkru marki. Það er eiginlega synd því þessa dagana prýða þrjár reikistjörnur himininn snemma dags. Þetta eru Venus, Satúrnus og Mars. Ein þeirra er lang skærust á suð-austur himninum og fer ekki fram hjá neinum. Það er auðvitað Venus. Þar skammt frá, dálítið til hægri, er Satúrnus, en Mars er nánast í hásuðri. Það er vel þess virði að líta upp í himininn snemma morguns og reyna að koma auga á þessar reikistjörnur eða plánetur.

Á stjörnukortinu hér fyrir neðan má sjá þessa þrjá nágranna okkar.  Stærra og skýrara kort má sækja hér.    Kortið er tölvuteiknað með SkyMapPro9 og gildir fyrir nokkra næstu daga. Þó svo að kortið sé teiknað fyrir stjörnuhimininn yfir Reykjavík, þá gildir það nokkurn vegin fyrir allt landið. (Eftir að kortið hefur verið opnað þarf hugsanlega að smella á það til að sjá kortið í fullri stærð. Einnig má hægrismella á krækjuna og nota Save-As til að vista kortið á diskinn).

Fallega myndin hér fyrir ofan er af Satúrnusi.  Myndin er tekin frá Cassini geimfarinu í maí s.l. Litirnir eru því sem næst réttir.  Myndin prýðir Astronomy Picture of the Day í dag 23/10. (Hér eftir daginn í dag). Þar stendur eftirfarandi:

Explanation: Saturn never shows a crescent phase -- from Earth. But when viewed from beyond, the majestic giant planet can show an unfamiliar diminutive sliver. This image of crescent Saturn in natural color was taken by the robotic Cassini spacecraft in May. The image captures Saturn's majestic rings from the side of the ring plane opposite the Sun -- the unilluminated side -- another vista not visible from Earth. Pictured are many of Saturn's photogenic wonders, including the subtle colors of cloud bands, the complex shadows of the rings on the planet, the shadow of the planet on the rings, and the moons Mimas (2 o'clock), Janus (4 o'clock), and Pandora (8 o'clock). As Saturn moves towards equinox in 2009, the ring shadows are becoming smaller and moving toward the equator. During equinox, the rings will be nearly invisible from Earth and project only an extremely thin shadow line onto the planet.

 

Bloggarinn minnsist með ánægju þegar hann  smíðaði sér lítinn stjörnusjónauka um það leyti sem Sputnik var skotið á loft 1957. Ekki var hann flókinn; meters langur pappahólkur, sjónglerið var gleraugnalinsa með 100 cm brennivídd og augnglerið lítið stækkunargler með 2ja cm brennivídd. Hann stækkaði 50 sinnum sem var nóg til að skoða tunglin sem snúast umhverfis Júpiter og gígana á tunglinu okkar.

Á þeim tíma var ljósmengun í Reykjavík miklu minni en í dag. Því miður er nú svo komið, að stjörnuhimininn yfir höfuðborginni er nánast horfinn í glýju. Aðeins björtustu stjörnurnar sjást. Sjá grein bloggarans um ljósmengun hér.

 

Myndina sem er efst á síðunni má sjá í gríðarmikilli upplausn með því að smella hér.  Myndin er miklu stærri en skjárinn, þannig að það getur verið nauðsynlegt að smella á hana til að hún birtist í öllu sínu veldi.

 

Ítarefni:

Stjörnufræðivefurinn

Astronomy Picture of the Day (APOD) skjáhvíla sem sjálfvirkt birtir mynd dagsins frá APOD vefnum.  Mjög áhugavert.

Ljósmengun

 

Stjörnukort-október 2007-minna

 

(Norður er upp og austur vinstra megin).

Stærra og skýrara kort má sækja hér.  

Kortið er miðað við stjörnuhimininn í vikulokin. Vonandi verður farið að stytta upp þá. 

(Eftir að kortið hefur verið opnað þarf hugsanlega að smella á það til að sjá kortið í fullri stærð. Einnig má hægrismella á krækjuna og nota Save-As til að vista kortið á diskinn).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta finnst mér merkilegt.  Mig dreymdi svo sérkennilegan draum í nótt. Í honum var jörðin, sólin, tunglið og svo risastór stjarna sem ég taldi vera Merkúr. Það sem var svo skrítið var stærð stjarnanna og hvað þær voru nærri jörðinni. Ég fylltist af rosalega ójafnvægi og svimaði rosalega og þorði ekki að horfa, heldur tók myndir og það sem var svo skrítið var að sólin gekk til viðar og slokknaði á kvöldin og þá kom önnur í staðin, náði rosalega flottum myndum, en þær voru ekki í vélinni minni í morgun   skil ekki svona drauma.Langaði bara að deila þessu með einhverjum

Ásdís Sigurðardóttir, 23.10.2007 kl. 18:52

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta er merkileg tilviljun Ásdís. Svo er ég með þennan risastóra hnött efst á síðunni    Þetta hefur greinilega verið óvenjulegur og sérstakur draumur, en verst af öllu er að engar myndir voru í myndavélinni í morgun

Annars er mjög gaman að ferðast um himingeiminn með hjálp netsins. Þar er að finna margar ótrúlega skýrar myndir sem hafa verið teknar með hjálp Hubble sjónaukans sem er á braut um jörðu, og mannlausra geimskipa sem hafa verið á siglingu um sólkerfið. Það getur svo sannarlega kynnt undir ímyndunaraflið að skoða slíkar myndir.

Mér er minnisstætt þegar ég sá fyrst hringa Satúrnusar með litla sjónaukanum mínum (mynd hér). Man vel eftir hrifningunni sem ég fann fyrir, og því hve nálægur mér fannst hnötturinn vera þó ég vissi vel hve óralangt hann væri í burtu, eða í um 1500 milljón km fjarlægð. Samt var hann eitthvað svo nálægur í huganum.


Ágúst H Bjarnason, 23.10.2007 kl. 20:41

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Takk fyrir þetta - að horfa til stjarnanna fyllir mig lotningu og um leið depurð - finnst einsog ég hafi verið skilinn eftir í skammarkróknum...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 23.10.2007 kl. 22:02

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég man eftir slíkum draum þegar ég var unglingur. Þá hafði ég skoðað nýútkomna bók hjá mági mínum, um himingeiminn. Stórkostlegar myndir hvernig um væri að litast ef ég  stæði á t.d. Júpíter eða Venus o.s.frv. Ég varð fyrir svo miklum áhrifum að mig dreymdi hnetti og tungl allt í kringum mig alla nóttina. Þetta er dásamlegt hugðarefni, jafnframt því að vera hræðilega ergjandi vegna ófullkomleika okkar í að þekkja óendanleika alheimsins.

Rúna Guðfinnsdóttir, 25.10.2007 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 11
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 84
  • Frá upphafi: 761784

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband