Alison Balsom trompetleikari með Sinfóníuhljómsveitinni

 

Alison Balsom

 

Í gærkvöld fórum við hjónin á mjög skemmtilega tónleika  hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hljómsveitarstjóri var Esa Heikkilä og einleikari Alison Balsom trompetleikari. Hljómsveitin var mjög fjölskipuð með um 85 hljóðfæraleikurum, en þar á meðal var dóttir okkar Helga Björg Ágústsdóttir sellóleikari.

Á efnisskránni voru fjölmargar sígildar perlur, hver annarri fallegri:

Gioacchino Rossini: Rakarinn frá Sevilla, forleikur
Bedrich Smetana: Þrír dansar úr Seldu brúðinni
Joseph Haydn: Trompetkonsert, 3. þáttur
Sergej Rakhmanínov: Vocalise
Hugo Alfvén: Midsommarvaka
Gustav Holst: Jupiter úr Plánetunum
Richard Wagner: Tannhäuser, forleikur
Wolfgang Amadeus Mozart: Rondo alla turca
Astor Piazzolla: Oblivion
Jean Sibelius: Finlandia

Hápunkturinn var þó trompetleikarinn Alison Balsom. Leikur hennar var töfrum líkastur, svo mikið vald hefur hún á hljóðfærinu, enda talin vera ein af rísandi stjörnum hins klassíska tónlistarheims. 

Myndbandið hér fyrir neðan gefur nokkra hugmynd um snilli þessarar ungu konu.  Á myndbandinu leikur Alison Balsom    Paganini Caprice No.24

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Váá, þetta hefur verið magnað.  Góða helgi.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.10.2007 kl. 15:37

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Víst var þetta magnað Ásdís!    Sömuleiðis góða helgi.

Ágúst H Bjarnason, 26.10.2007 kl. 15:45

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll frændi,

Af því þú veist allt um tölvur og blogg. 

Hvernig getur maður fengið svona flott dálk til hliðar við forsíðuna sem sýnir heimsóknir td.fyrir ofan blo

ggvinina ?

 Annað :

Ég setti myndir úr múslímaheimi á síðuna hjá mér. Myndirnar sáust í einn dag eða svo, nús sjást þær ekki . Hversvegna ? Gamlar myndir sem ég setti inn sjást ennþá. Er eitthvað hægt að gera sem ég kann ekki

Já og trompetleikarinn er flott og svo er hún fegurðardís líka. Hvernig getur maður sett svona Youtube mynd á síðuna sína ?

Halldór Jónsson, 26.10.2007 kl. 20:28

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Aaaa ég sé núna að það er svona teljari hjá mér líka þannig að það er leyst. En hitt er ekki leyst.

Halldór Jónsson, 26.10.2007 kl. 20:42

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Halldór.

Ekki skil ég hvers vegna myndirnar hurfu eftir einn dag. Ég myndi prófa  að fara í stjórnborðið, opna færsluna, og setja myndirnar aftur inn. Þetta hýtur að vera eitthvað tilfallandi.

Varðand YouTube video á bloggsíðu. Ég tók um daginn saman lýsingu um það. Ég er búinn að senda þér afrit með mail.

Ágúst H Bjarnason, 26.10.2007 kl. 23:12

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þetta er flottur Trompetleikari....þetta með youtube máttu alveg senda mér ..........saxi@centrum.is

Einar Bragi Bragason., 27.10.2007 kl. 01:11

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Músik og veðrið er það sem gefur lífinu gildi!

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.10.2007 kl. 01:16

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Einar. Búinn að senda þér póst. 

Ágúst H Bjarnason, 27.10.2007 kl. 08:45

9 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta er bara sérdeilis flottur trompetleikari  Þú hlýtur að  vera afar hreykinn af dótturinni? Til hamingju með hana.

Þú mátt nú alveg senda mér þetta You Tube dæmi. Kunni það en hef gleymt, svona  eins og gengur.

Rúna Guðfinnsdóttir, 28.10.2007 kl. 20:44

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Jæja nú þarf að lesa nýjasta nýtt á minni síðu.

Marta B Helgadóttir, 28.10.2007 kl. 20:54

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Rúna:    Ég er búinn að senda þér leiðbeiningarnar. Vona að þær berist með skilum.

Marta: Mér líst mjög vel á þetta

Ágúst H Bjarnason, 28.10.2007 kl. 21:26

12 Smámynd: Ragnar Ágústsson

Hér er svo önnur fegurðardrottning að spila á trompet, það er ekki alveg jafn flott...

http://www.youtube.com/watch?v=Wffwg7pA0t8 

Ragnar Ágústsson, 31.10.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband