Jólastjarnan í ár er Mars. Eins og gyllt jólakúla.

 

Mars

 Mars - (Smella þrisvar á mynd til að sjá stóra)

Mars er í dag 18. desember næst jörðu, en á aðfangadagskvöld 24. desember verður Mars nákvæmlega andspænis sólu miðað við jörðina og bjartasta stjarnan á kvöldhimninum.  Bjartari en Síríus.  Sannkölluð jólastjarna.

 

Auðvelt er að koma auga á Mars. Reikistjarnan er mjög björt og falleg á norð-austur himninum snemma á kvöldin. Nánast eins og gulllituð jólakúla. Bjartasta kvöldstjarnan með birtustig mínus 1,6.  Aðeins í 88 milljón kílómetra fjarlægð í dag. Það verður ekki fyrr en árið 2016 sem Mars verður jafn nálægur.  Venus er aftur á móti lang bjartasta stjarnan að morgni dags með birtustig mínus 4,1.   

 

Gleymið ekki að líta til himins þessa dagana ef vel viðrar til stjörnuskoðunar.  Stríðsguðinn Mars er þar í öllu sínu veldi á kvöldin, en ástargyðjan Venus er fallegust að morgni.  Skyldi Mars vera genginn til náða þegar Venus vaknar? Reynið að finna skötuhjúin saman snemma morguns. Hvað ætli þau séu að bralla? Hvað er Satúrnus guð landbúnaðarins að gera mitt á milli þeirra á himinhvelfingunni?  Undir fallegum stjörnuhimni fer hugurinn oft á flug, enda er fátt fegurra en stjörnur himinsins þegar borgarljósin byrgja ekki sýn.

 

 

 
 
 
ares_m
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þessar upplýsingar. Alltaf gaman að horfa á stjörnurnar og pæla í fjarlægð ofl. Hafðu það gott minn kæri.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.12.2007 kl. 00:53

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Ástargyðjan fallegust að morgni".

Ekki var það nú óbrigðul reynsla hérna í denn

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.12.2007 kl. 05:29

3 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

~ Meiriháttar sýning ~ Takk fyrir þetta.

Vilborg Eggertsdóttir, 18.12.2007 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 137
  • Frá upphafi: 762051

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 95
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband