Stórar og litlar flugvélar af ýmsum gerðum... Og litlar stórar flugvélar !

Frá Cosford 2005

Hvað eru menn að bralla í sínum tómstundum? Sumir spila golf, aðrir safna frímerkjum, en ....

Tæknibylting undanfarinna áratuga hefur sett mark sitt á þá þróun sem orðið hefur á þeim rafeinda- og tæknibúnaði sem notaður er til að knýja og stýra smáflugvélum þeim sem í daglegu tali eru kallaðar flugmódel.   Smáflugvélum?   Sum flugmódel eru æði stór eins og sést á myndinni hér til hliðar. (Smella tvisvar á myndina til að sjá hana í fullri stærð). Nánast alvöru flugvélar í smækkaðri mynd. Þessi þróun hefur haft það í för með sér að það er nú á hvers manns færi að iðka þessa íþrótt, þ.e.a.s., hafi menn næga þolinmæði og áhuga.

Flug með fjarstýrðum flugvélum lýtur sömu lögmálum og flug á mannbærum flugvélum. Fjarstýrt flug er því aðeins ein tegund flugs, þar sem flugmaðurinn stendur á jörðu niðri og er einnig áhorfandi. Flugið krefst stundum gríðarmikillar einbeitingar, því það er ekkert einfalt mál að fljúga grip eins og á myndinni og vera staddur hundruð metra frá stjórnklefanum. Miklu erfiðara en að sitja inni í stjórnklefanum segja þeir sem þekkja hvort tveggja. Adrenalínið streymir um æðar, enda er mikið í húfi.

Flugmódel eru af ýmsum gerðum, allt frá litlum svifflugum til stórra vélfluga í mælikvarða 1:3 eða jafnvel 1:2, þ.e. allt að 50% af stærð fyrirmyndarinnar. Algeng stærð er um 1:5 eða um 20%. Vænghaf fjarstýrðra flugvéla á Íslandi er allt að 5 metrar og mótorar eru allt að 20 hestöfl. Erlendis mun stærri.  Þetta eru sem sagt svifflugur, vélflugur, þotur og þyrlur.
Mótorar eru af ýmsum gerðum; bensínmótorar, rafmótorar og jafnvel þotuhreyflar. 

Módelflug hentar Íslendingum afar vel. Hér er bjart um sumarnætur til flugs og útiveru í góðra vina hópi, og fátt annað fær dimm og drungaleg vertarkvöld til að líða með leifturhraða  eins og að sitja við smíðar á óskaflugvélinni.

Það sem gerir þetta sport áhugavert er hve margbreytilegt og víðfeðmt það er.  Menn þurfa að kunna skil á flugi, flugeðlisfræði, mótorum, radíófjarstýringum, smíði úr tré, málmi, koltrefjum, osfrv. Sífellt er verið að læra eitthvað nýtt. Oft reynir á þolinmæði og úthald, því smíði getur tekið hundruðir klukkustunda, jafnvel þúsundir í einstaka tilvikum.  Stundum  verða óhöpp þegar fjarstýrðum flugvélum er flogið, en þá er bara að byrja aftur...

Í sportinu endast ekki aðrir en þeir sem hafa í ríkum mæli þolinmæði og jafnaðargeð.  Svo er það spennan sem fylgir því að gangsetja smíðagripinn í fyrsta skipti og fljúga um loftin blá. Eiginlega eins og að kasta fjöreggi á loft. 

Sjón er sögu ríkari. Hér fyrir neðan eru allmargar myndir af stórum og litlum fjarstýrðum flugvélum. Þó aðallega stórum litlum flugvélum. Sumar myndanna eru teknar hér á landi, en aðrar erlendis.

 

Vestfirdingur-600w
 
Katalína - Vestfirðingur 
 
 
Jokull-600w

 DC3 - Jökull

Varðveisla flugsögunnar er mikilvægur þáttur flugmódelsportsins. Hér má sjá stór módel af þekktum flugvélum; Vestfirðingi og Jökli. Bæði módelin eru að öllu leyti smíðuð af Sturlu Snorrasyni og Skildi Sigurðssyni. Þetta er einstök smíði. Takið eftir að hver einasti hnoðnagli er sýnilegur í álklæðningunni á Jökli, en ef horft er inn í farþegarýmið blasið við ótrúleg sjón. Blátt áklæði er á öllum sætum, hvítur dúkur á hnakkapúðum, o.s.frv.
 
 
 
DeHavillandComet-600w

 

Sumarið 2003 heimsóttu tveir þekktustu módelflugmenn Bretlands Hamranesflugvöll, þeir Steve Holland og Richard Rawle. 
Sharon Styles ljósmyndari var með þeim í för umhverfis landið.
Þeir höfðu með sér nokkur gríðarstór módel, m.a. Zlin Acrobat, De Haviland Comet og Spitfire. Flugvélarnar á myndinni eru 50% af fullri stærð, en Spitfire, sem ekki sést hér, er í 33% skala.

 
 
Cosford1-600w
 
Sama flugvél og efst til vinstri á síðunni.  Cosford 2005.

 

 Cosford2-600w

Vulcan herþotan sást lengi vel ekki á flugi  öðruvísi en sem módel, en í dag er búið að gera eina fullskala Vulcan flughæfa í Bretlandi. Myndin er frá Cosford 2005.

 

 Cosford3-600w

 Flestar flugvélanna sem flogið er árlega á Cosford herflugvellinum eru völundarsmíð.
Íslenskir módelflugmenn eru tíðir gestir á Cosford og vel þekktir, en Skjöldur Sigurðsson og Guðjón Ólafsson hafa farið með einstaklega vel smíðuð módel á flugkomuna.

 

 Cosford5-600w

Concord flýgur ekki lengur nema sem flugmódel. Þessi er auðvitað með alvöru þotuhreyflum. Hér brunar Concord í lágflugi með hjólin uppi og nefið niðri. Takið efitr hitamistrinu frá þotuhreyflunum.

Bloggarinn heimsótti flugsýninguna í Cosford sumarið 2005. Hér eru fjölmargar myndir.

 

Tungubakkar2006-600w

Myndin er tekin á Tungubökkum í Mosfellsbæ sumarið 2007. 
Hér eru fleiri myndir þaðan og víðar.

 

Eftirbrennari-600w

Hér er Norðmaður að tilkeyra þotumótor með eftirbrennara. 

 

 Hugsanleag er þetta toppurinn. Þetta risamódel af B52 er knúið með 8 litlum þotuhreyflum.
Hér er það í reynsluflugi, en nokkru síðar hrapaði módelið í jörðina með miklum dynk.
 
 
 
 
 En hvað segja menn um B29 sem ber X1 með eldflaugamótor í háloftin?
 
 
 
Vonandi hafa strákar og stelpur á öllum aldri haft nokkra ánægju af þessum myndum. Það er ljóst að Hinrik Hinrikssson flugkappi frá Iðu blundar í mörgum okkar Wink    Eitt er víst, þessir menn kunna svo sannarlega að leika sér og hafa gaman af lífinu Wizard
 
(Reyndar benda nýjustu rannsókir til að Hinrik Hinriksson hafi í reynd verið  Hemingur Hemingsson fæddur í Árnessýslu 1688. Sjá athugasemd #29 í pistlinum um flugkappann).
 
 
Ítarefni:
 
Myndir: 
 
Félög:
 
Frétta- og umræðuvefur:
 
 longflight

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Stórskemmtilegar myndir Gústi. Gaman að sjá hvað menn hafa náð góðum tökum á þessu sporti. Takk fyrir.

Haukur Nikulásson, 15.12.2007 kl. 10:53

2 identicon

Flott samantekt :)

Sverrir (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 13:24

3 Smámynd: Ragnar Ágústsson

Skemmtileg grein, ég hef ekki séð Katalínuna fyrr, meistarasmíð enda ekki við öðru að búast af þeim félögum. Ert þú með eitthvað í smíðum?

Ragnar Ágústsson, 15.12.2007 kl. 15:52

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Katalínan sem Sturla smíðaði er frábær. Knúin með tveim bensínmótorum, líklega 38cc Zenoah. Sturla hannaði og teiknaði módelið að öllu leyti sjálfur, smíðaði sjálfur uppdraganlega hjólastellið og drifið fyrir uppdraganlegu flotholtin á vængendum. Allt smíðað í skala eftir fyrirmyndinni. Flugmaðurinn veifar hendi í kveðjuskyni fyrir flugtak, þannig að smáatriðin vantar ekki. Sturla hefur tekið þátt í útrásinni. því hann selur teikningar sínar á alþjóðamarkaði.

Smíðaborðið? Maule

Ágúst H Bjarnason, 15.12.2007 kl. 16:04

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þetta er bara snilld.   Alltaf gaman að sjá svona sýningar.  Ég sá Bretanna árið 2003 þegar þeir komu hingað og það var rosalega gaman að hjá hvað þeir gátu gert.    Áttu bara eftir að láta vélarnar tala.     Prófaði einu sinni þegar ég var ungur.  Eyddi heilum vetri við smíðina en braut vélina í öðru eða þriðja flugi.    Enda enga hjálpa að hafa í þá daga útí á landi.  En gaman var þetta samt.

Marinó Már Marinósson, 15.12.2007 kl. 18:11

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir frábæra skemmtun frændi. Rosalega eru þessir menn miklir snillingar. Skjöldur og Sturla ættu að fá fálkaorðuna finnst mér.

Halldór Jónsson, 15.12.2007 kl. 18:54

7 identicon

Þessa slóð fann ég í gær, og sýnist hún koma sér vel hér . Góða skemmtun .

http://www.businessballs.com/airtrafficcontrollersfunnyquotes.htm

conwoy (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 19:09

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég tók eitt sinn mynd inni í DC3 módelinu af Jökli sem Skjöldur smíðaði. Mér tókst að stinga myndavélinni inn um hliðardyr og smella af.  Ótrúlegt en satt. Þetta er eins og inni í alvöru DC3, jafnvel hvítur dúkur á hnakkapúðum sætanna sem eru með bláu áklæði, ljós í lofti og hólf fyrir handfarangur. Í fjarska sést inn í flugstjórnarklefann.

                 

Ágúst H Bjarnason, 15.12.2007 kl. 21:00

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Önnur nærmynd af þristinum:

         
 

Ágúst H Bjarnason, 15.12.2007 kl. 21:03

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábært, takk fyrir     Pilot 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.12.2007 kl. 22:19

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Flott flugvél Ásdís !

Ágúst H Bjarnason, 15.12.2007 kl. 22:25

12 identicon

Hva, fáum við ekki eina eða tvær myndir af Maule á spjallið yfir vetrartímann :)

Sverrir (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 00:07

13 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Veistu hvað góður startpakki kostar í dag?

Marinó Már Marinósson, 16.12.2007 kl. 14:46

14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Marinó. Þú ættir að hafa samband við Þröst hjá www.flugmodel.com . Þröstur er mjög virkur módelflugmaður og einnig atvinnuflugmaður. Hann kann því að ráða mönnum heilt.  Ég hef grun um að hann selji byrjendapakka á tæplega 60 þús. Svo er sjálfsagt að byrja á að fjárfesta í góðum módel flughermi, t.d. Aerofly Pro Deluxe (AFPD) eða Reflex. Það marg borgar sig.

Góðar umræður eru á http://frettavefur.net/Forum     Sjá t.d. þennan þráð: http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=1671

Ágúst H Bjarnason, 16.12.2007 kl. 14:59

15 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Takk fyrir þetta Ágúst.    Hef verið að dunda mér við smá flugpanel heima en ætla að skoða þetta.

Marinó Már Marinósson, 16.12.2007 kl. 15:28

16 Smámynd: gudni.is

Þetta er alveg snilldarflott grein hjá þér Ágúst, mjög gaman að sjá svona! 

Hérna er tengill yfir á nokkrar myndir sem ég tók 17. ágúst 2003 á Tungubökkum þegar Bretarnir og aðrir voru að fljúga stórum vélum - Flugmódeldagur á Tungubökkum

Ég á til mikið fleiri myndir frá þessum viðburði og jafnvel eitthvað fleira. Ég var einmitt í dag hjá Einari Páli á Tungubökkum og var að ræða um þessa grein þína o.fl. Ég ætla að safna saman þeim flugmódelmyndum sem ég á og láta hann fá á CD.

Ég hef lengi verið flugmódel áhugamaður og flaug talsvert módelum sem unglingur á árunum 1990-1994. En nú á seinni árum hef ég mikið og eingöngu flogið "full-size" einkaflugvélum. Ég er alveg dottinn úr módelflug-þjálfun, en hefur langað að byrja aftur að prófa. Nú á sl. 2-3 árum er ég því búinn að vera að koma mér upp nokkrum skemmtilegum vélum og öllu tilheyrandi og til stendur að læra að fljúga þeim fyrr en seinna...

Ég á núna m.a.
Nýja Extra 300 með OS-90 FourStroke mótor,
Nýja Citabriu Super Dechatlon með OS-70 FourStroke,
CAP 232 með Saito 150 FourStroke mótor (sem ég keypti notaða af Reyni flugmanni og módelstrák)
Og svo tvo aðra gamla trainera síðan í gamla daga.

gudni.is, 17.12.2007 kl. 19:55

17 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Guðni.

Þakka þér fyrir fróðleikinn. Það var gaman að skoða myndirnar frá Tungubökkum, þær eru virkilega góðar. Ég sé að þú átt heilan flota af áhugaverðum flugvélum. Nú er bara að drífa sig í loftið

Ágúst H Bjarnason, 17.12.2007 kl. 21:15

18 identicon

Frábært! - Var að velta fyrir mér í sambandi við B17, "Flying Fortress" voru margar undirtypur til af þessum vélum? Minnir að einhverjar þeirra hafi verið með "byssubúr" til hliðar á skrokknum (fuselage) aftan við væng? Er þetta kannski bara bull í mér? - Takk fyrir þetta allt saman.

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 10:28

19 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Sammála.  Flott.   Þú ert mikill grúskari Ágúst.   Svo kemur Guðni hér og segir eiga flugflota.  Þetta er bara gaman.  Heimur fullorðinna í leikjadeildinni.    Prófaði þetta hér áður fyrr og oft langað að prófa aftur.    Núna er ég að dunda mér við að smíða lítinn flugklefa heima.  Hvenær hann klárast er aftur á móti góð spurning.  

Marinó Már Marinósson, 21.12.2007 kl. 01:35

20 identicon

B-17 týpurnar voru um 15 eftir því hvernig þú telur.

Sverrir (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 762634

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband