Tunglmyrkvinn aðfararnótt fimmtudagsins 21. febrúar

Tunglmyrkvi
 
 Ótrúleg litadýrð.
Takið eftir hvernig tunglið er greinilega hnattlaga en ekki bara flöt skífa eins og venjulega. Það virðist svífa um meðal stjarnanna sem ekki sjást að jafnaði vegna glýju.
 
 
Nú styttist í almyrkva á tungli, en þann 21. febrúar verður tunglmyrkvi sem mun sjást um miðja nótt frá Íslandi.
 
Almyrkvinn verður á milli kl. 3:01 og 3:51 aðfararnótt fimmtudagsins, eða "mjög seint á miðvikudagskvöld". Tunglið byrjar að ganga inn í alskugga jarðar kl. 1:43 og hefst þá deildarmyrkvi. Smám saman breytist deildarmyrkvinn í almyrkva eins og sést á myndinni neðst á síðunni.
 
Almyrkvi á tungli getur verið mikið sjónarspil ef vel viðrar. Með hefðbundnum handsjónauka nýtur maður hans mun betur en með berum augum, en hann getur verið mjög tilkomumikill jafnvel þó maður hafi ekki sjónauka við hendina.
 
Við almyrkvann tekur tunglið á sig undarlegan roða. Litbrigðin geta verið undurfögur, og ásýnd mánans virðist breytast frá því að vera hringlaga flöt skífa á himninum yfir í þrívíða dimmrauða kúlu sem svífur á milli stjarnanna. Stjörnur, sem áður voru ósýnilegar vegna glýju frá tunglinu, koma í ljós og tindra umhverfis fylgihnött jarðar sem skartar sínu fegusta og svífur um himinfestinguna í allri sinni dýrð.  Myndin hér fyrir ofan gefur vonandi hugmynd um hvað í vændum er.
 
Hugsum okkur að við verðum stödd á tunglinu aðfaranótt fimmtudagsins. Þar eru engin ský sem geta byrgt útsýnið og þar er engin ljósmengun. Hvernig myndum við þá upplifa myrkvann?  Það sést á neðri myndinni, sem er reyndar samsett úr mynd sem tekin var af jörðinni frá tunglinu og mynd af sólmyrkva. Auðvitað er þetta sólmyrkvi sem karlinn í tunglinu sér ásamt okkur ef við værum í fylgd hans, því jörðin skyggir á sólina. Meira um þessa mynd á vefsiðunni Astronomical Picture of the Day.

 

Solmyrkvi_a_tunglinu
 
Karlinn í tunglinu sér ægifagran sólmyrkva sem líkist demantshring.
Það er ljósbrotið í lofthjúp jarðar, sem myndar krans umhverfis jörðina, sem lýsir upp tunglið meðan á almyrkvanum stendur. Það má því segja að það sé baðað í geislum sólar sem er undir sjóndeildarhringnum.
En hvers vegna er hann rauður? Svarið kemur á óvart: Rauði litur mánans stafar af því að allir morgunroðar og kvöldroðar jarðar lýsa hann upp samtímis !   Rómantískara gæti það ekki verið
InLove
 
Þegar rétt sést í sólina, eins og á myndinni, er talað um demantshring. Svona undurfagran demantshring er bara hægt að sjá þegar sólmyrkvi er, en ekki tunglmyrkvi. Nánar hér.
 
 TLE2008Feb21-GMT copy
 
  Hér má sjá hvernig tunglið gengur inn í skugga jarðar
 
  • Deildarmyrkvi hefst: 1:43

  • Almyrkvi hefst: 3:01

  • Miður myrkvi: 3:26

  • Almyrkva lýkur: 3:51

  • Deildarmyrkva lýkur: 5:09

 
Meira um tunglmyrkvann: 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Takk fyrir þetta - veðurspáin er ekki glæsileg fyrir þennan tímann en maður stillir vekjaraklukkuna samt!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 17.2.2008 kl. 11:11

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Mig minnir að það hafi verið í október 2004 þegar veðurspáin var ekki góð og von á tunglmyrkva. Ég hafði gefið upp alla von en þurfti að fara í uppsveitir Árnessýslu. Kvöldið byrjaði ekki vel, en skyndilega varð himininn nánast heiðskír. Liturinn á tunglinu var eins og á myndinni, þ.e. appelsínurauður. Mjög óvenjuleg og falleg sjón. Litbrigðin eiginlega ólýsanleg þegar skugginn færðist yfir mánann. Ég hafði auðvitað skilið myndavélina eftir heima þannig að ég varð að láta nægja að horfa og njóta...

Sem sagt, stundum rofar til þrátt fyrir slæma veðurspá.

Ágúst H Bjarnason, 17.2.2008 kl. 11:44

3 identicon

Ótrúlega flottar myndir.

Man alltaf eftir því þegar ég heyrði fyrst um sólmyrkva, þegar ég var stelpa. Það var í tinnabók, þar sem Tinni bjargaði sér frá því að vera brenndur til dauða, með því að velja "aftökutímann" einmitt þegar hann vissi að væri von á sólmyrkva. Svo gabbaði hann óvininn með því að telja þeim trú um að hann gæti slökkt á sólinni og þeir urðu svo skelkaðir að þeir slepptu honum. Mér fannst þetta svo merkilegt að ég fór að leita í fjölfræðibókum til að fá skýringar á þessu fyrirbæri. Man ekki eftir að hafa séð tunglmyrkva, en sá einu sinni sólmyrkva (þessa tegund, þegar sólin hverfur að hluta, ekki almyrkva). Það var á Íslandi sumarið 1999.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 12:30

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Æ, mig langar allt í einu svo til tunglsins.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.2.2008 kl. 15:31

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Miðað við veðurspá, ætli fólk á norður og austurlandi eigi ekki mesta möguleika á að sjá tunglmyrkvann að þessu sinni. Annars finnst mér tunglið á myndinni gefa diskókúlunni í auglýsingunni lítið eftir hvað flottheit varðar!

Emil Hannes Valgeirsson, 17.2.2008 kl. 19:01

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Flottar myndir og takk fyrir upplýsingarnar. Kannski maður stilli klukkuna ef himinn verður heiður.

Sigrún Óskars, 17.2.2008 kl. 20:00

7 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég veit ekki hvort ég álpist til að vakna. Ætli maður sjái nokkuð hvort sem er?? Myndirnar eru voðalega glæsilegar og flottar.

Rúna Guðfinnsdóttir, 17.2.2008 kl. 20:22

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æðislegar myndir að vanda. Ég ætla að fylgjast með veðurspánni og stilla svo á mig klukku ef vel viðrar. Takk fyrir og kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.2.2008 kl. 23:14

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jiiii en spennandi..ÉG ELSKA TÚLLIÐ!!!!!!! Hef eytt svo mörgum stundum að tara upp og bara horfa á tunglið....

Takk fyrir frábærar upplýsingar alltaf!! Les oft en kvitta of sjaldan. Og já ..takk fyrir síðast

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.2.2008 kl. 23:52

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Flottar myndir. Takk fyrir þessar fínu upplýsingar.

Marta B Helgadóttir, 18.2.2008 kl. 21:37

11 Smámynd: Finnur Jóhannsson Malmquist

Nei, þetta lítur ekki vel út fyrir okkur hérna á suðvestur horninu. Maður heldur þó í vonina.

Kveðjur,

Finnur M. - Um almyrkvann

Finnur Jóhannsson Malmquist, 18.2.2008 kl. 21:51

12 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Alltaf svo gaman að lesa það sem þú skrifar hérna, Ágúst.    Fullt af fróðleik.

Marinó Már Marinósson, 19.2.2008 kl. 13:30

13 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Nú er kominn valkostur fyrir þá sem vilja vera lausir við auglýsingar á bloggsíðum sínum. Sjá hér

Marta B Helgadóttir, 19.2.2008 kl. 17:05

14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir þessar fréttir Marta.   Það er þess virði að greiða aðeins fyrir notkunina á blogginu og vera laus við auglýsingarnar.

Ágúst H Bjarnason, 19.2.2008 kl. 17:16

15 Smámynd: Ragnar Ágústsson

Ég þarf að muna að stilla vekjaraklukkuna í kvöld!

Ragnar Ágústsson, 20.2.2008 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.12.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 764725

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband