Varúð. Ekki fyrir flughrædda.

 

 

Flughræddum er eindregið ráðlagt að horfa ekki á myndbandið. Crying

Airbus A320 var að reyna lendingu í stífum hliðarvindi í Hamborg síðastliðinn laugardag. Ekki munaði miklu að illa færi. 

Snarræði flugmannsins forðaði stórslysi. Vængendinn (vænglingurinn eða winglet) skemmdist þegar vængurinn snerti brautina, svo greinilegt er að þarna munaði aðeins hársbreidd.

Stækkið myndirna hér fyrir ofan með því að smella á hana tvisvar. Hún opanst þá stór í nýjum glugga. 

Vindhraðinn var 35 hnútar (18m/s) með gustum í 55 hnúta (28m/s). Hámarks hliðarvindur fyrir A320 er 33 hnútar (17m/s) með gustum í 38 hnúta (20 m/s). 

 


 
Betra myndskeið hér
  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Greinilega sterk og góð vél. 
Eins gott að hún sló ekki vinstri vængnum í jörðina.
Svona á að gera þetta: Sjá hlekk.

Júlíus Valsson, 3.3.2008 kl. 13:02

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Úfff...eins gott að ég var ekki farþegi. Ég hugsa ég hefði dáið.

Rúna Guðfinnsdóttir, 3.3.2008 kl. 14:12

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þegar ég les svona viðvörun horfi ég einmitt alltaf þó ég sé flughræddur. Og var ekki leikurinn einmitt til þess gerður?

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.3.2008 kl. 14:21

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þetta er svakaleg mynd hér að ofan.  Var ekki svona atvik fyrir ári síðan á Keflavíkurflugvelli? Alla veganna var frændi minn farþegi í Flugleiðavél sem kom svona inn og hann sagði að það hefðu verið nokkrir sentímetrar í völlinn frá vængnum.  Flugstjórinn reif vélina upp og þurfti að gera aðra tilraun.

Marinó Már Marinósson, 3.3.2008 kl. 15:51

5 identicon

Er ekki ástæða fyrir því að flugbrautir eru lagðar í kross...til að forðast að þurfa að lenda í hliðarvindi?

Einar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 16:06

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Um borð í flugi LH 044 voru 131 farþegar sem sjálfsagt hefur brugið verulega.   Hér  og hér er fjallað um atvikið á þýsku. 

Ágúst H Bjarnason, 3.3.2008 kl. 16:39

7 Smámynd: Sævar Helgason

Var ekki í raun ófært að lenda og tekur flugstjórinn ekki gífurlega áhættu ?

Ég sé ekki að það sé hægt að hæla honum mikið fyrir fifldirfskuna 

Sævar Helgason, 3.3.2008 kl. 21:11

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sá þetta í kvöld, þvílíkt og annað eins. Frábærir flugmenn.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.3.2008 kl. 23:03

9 Smámynd: Aron Smári

Ég spyr bara hvar kjarkurinn hafi verið til að hætta við áður en þetta gerist, það er svo ótrúlega margt sem þeir gera vitlaust áður en þetta gerist og á endanum misstu þeir vélina. En næs save eftir að hafa komið sér í nett djúpan skít, allavega eitthvað gott í þessu hjá þeim...

Aron Smári, 4.3.2008 kl. 13:13

10 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Úff, ég held ég láti þessar myndir duga.

Mér er aldrei vel við að fljúga innanlands svo mikið er víst. Það skárra að fara milli landa.

En svo er þetta náttúrulega þrælöruggur ferðamáti. 

Kolbrún Baldursdóttir, 4.3.2008 kl. 22:55

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Mynd af vængendanum sem snerti brautina:

 

Ágúst H Bjarnason, 5.3.2008 kl. 08:06

12 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Vandamálið við flugið að það þýðir yfirleitt ekkert fyrir flugmenn að læra af eigin mistökum.  

Marinó Már Marinósson, 5.3.2008 kl. 11:21

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Marinó. Það er ein gerð flugmanna sem getur lært af eigin mistökum. Það eru þeir sem fljúga flugvélum eins og sjást hér.

Ágúst H Bjarnason, 5.3.2008 kl. 11:30

14 Smámynd: gudni.is

Í flugnámi var mér margoft kennt að það þýddi ekkert að ætla bara að læra af eigin mistökum. Flugmenn lifa ekki nógu lengi til að læra bara af sínum mistökum. Þeir þurfa því líka að læra af mistökum annara...   = Lesa og kynna sér skýrslur og rannsóknir um flugatvik og flugslys. Það er mikilvægt fyrir flugmenn að gera slíkt til að læra hvað fór úrskeiðis og koma í veg fyrir að slys endurtaki sig.

Góður punktur samt hjá þér Ágúst með Módel-Flugmenn   Þeir mega gera nóg af mistökum.

gudni.is, 5.3.2008 kl. 12:15

15 Smámynd: Einar Þór Strand

Frábærir flugmenn!!!!!  eða!!!   Eftir að hefa horft á myndbandið þá er ég sammála því að það er flugmanninum tekst vel upp og er heppinn eftir eftir að þetta er orðið klúður.  En hann getur mest sjálfum sér um kennt að þetta fer svona því miðað við aðflugið þá átti að hætta við mun fyrr þar sem hiliðarvindur (crosswind component) var of mikill fyrir vélina.

Einar Þór Strand, 6.3.2008 kl. 08:34

16 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Flugmaðurinn var 24 ára gömul stúlka segir í frétt Vísis hér.

Í frétt Vísis segir:

"Milljónir manna út um allan heim sáu myndir af frækilegu afreki flugmanns á flugvellinum í Hamburg í vikunni. Nú hefur komið í ljós að það var aðstoðarflugmaðurinn sem var við stjórnvölinn.

137 manneskjur sluppu eftir snarræði flugstjórans og var hinn 37 ára gamli Oliver A. talinn hafa unnið mikið afrek. Hann virtist hafa afstýrt stórslysi á síðustu stundu. „Aðflugið var skelfilegt en í lendingunni vorum við með allt á hreinu,"

Aðstoðarflugmaðurinn var hinsvegar undir stýri en það var hin 24 ára gamla Maxi J.

Því er réttara að eigna henni heiðurinn af afrekinu frekar en Oliver, sem þó stóð sig vel í flugferðinni.

Sjá myndbandið hér."

Ágúst H Bjarnason, 6.3.2008 kl. 15:46

17 identicon

Úff

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 137
  • Frá upphafi: 762051

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 95
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband