Ótrúlegt: Nýr GSM les hugsanir. Mállausir fá rödd. Sjá myndband.

Við lifum á ótrúlegum tímum. Nú er verið að þróa hálsband sem nemur taugaboð úr höfðinu og breytir í tal. Myndbandið sýnir hvernig hægt er að tala í gemsann án þess að nokkur verið þess var, og það án þess að hreyfa varirnar. Maður gæti haldið að þetta væri gabb, en svo er ekki.

Allir kannast við hvað það er kjánalegt að sjá mann standa einan í hrókasamræðum. Annað hvort er hann eitthvað skrítinn og er að tala við sjálfan sig, eða að hann er með blátönn í eyranu og er að tala í gemsann. Væri það ekki miklu snjallara ef maðurinn gæti látið nægja að hugsa orðin og þau bærust beint úr taugaboðsnemanum í gemsann?  Þá væri enginn sem héldi að maður væri í hrókasamræðum við sjálfan sig Shocking

Sumir eiga erfitt með að tala vegna sjúkdóms eða fötlunar. Þeir munu geta tjáð sig. Aðrir eiga við hreyfihömlun að stríða. Með hugsuninni einni munu þeir geta stjórnað t.d. hjólastól sínum.

 

Hugsið ykkur. Með svona búnaði gæti maður verið beintengdur við internetið alla daga og spurt Goooogle ráða þegar maður veit ekki svarið, og það án þess að nokkur yrði þess var. Verið í hugsanasambandi við vini og kunningja. Stóri bróðir gæti líka fylgst með okkur og gætt þess að við hugsum ekkert ljótt.  Þegar búið er að samtengja fólk á þennan hátt, verður þá hægt að tala um hópsál, þjóðarsál eða jafnvel alheimssál? Jæja, hættum þessu bulli... Smile

Þetta er lyginni líkast, en búið er að þróa búnað sem virkar. Myndbandið frá Texas Instruments sýnir frumgerðina. Skrúfið hjóðstyrkinn vel upp og takið eftir að það tekur smá tíma að "tala" á þennan hátt, ...enn sem komið er. Takið eftir að hvorki varir né barkakýli þess er talar hreyfist. Meira á www.theaudeo.com

 

Updated Processing Overview1small2c
 

Sjón er sögu ríkari: 

 
Fleiri myndbönd um undratækið eru hér. 
 
Er þá ekki ráð að reyna að hugsa bara í myndum en ekki orðum? Nei, ekki aldeilis. Vísindamenn við Kaliforníuháskóla hafa fundið ráð við því. Sjá hér.  
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert alveg á réttri leið með "bullið" þitt, sjá blogg mitt um sama efni "Má bjóða þér flögu?".

Gullvagninn (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 08:37

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekkert tæki mun bjóða upp á aðra eins misnotkun. Hugsið ykkur svona tæki í Guantanamo.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.3.2008 kl. 09:56

3 Smámynd: Fjarki

Og ég get ekki einu sinni fengið Símann(fyrirtækið) til að hjálpa mér með raddstýringu á GSM síma, sem þeir seldu með þeim formerkjum að hægt væri að nota hann án mannshandarinnar!

 Vona bara að þeir eigi ekki eftir að verða umboðsmenn fyrir svona búnað

Fjarki , 17.3.2008 kl. 11:56

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Gefum stjórnmálamönnum svona síma. 

Marinó Már Marinósson, 17.3.2008 kl. 12:28

5 identicon

Sko ef bloggið gæti lesið hugsanir mínar þá væri ég löngu kominn í steininn ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 12:33

6 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Maður ólst upp við það að mál- og heyrnarlausir gætu ekki notað síma, allavega þýddi ekkert að hringja í þá. Gemsinn hefur breytt þessu öllu - á því áttaði ég mig víst seint, ekki fyrr en í síðustu viku er ég sá mann halda gsm-síma á lofti á járnbrautarstöð í Frakklandi og hamaðst með fingramál fyrir framan hann. Sá hefur væntanlega verið að taka upp myndband sem hann hefur svo sent viðkomandi að "samtali" loknu. Frábært alveg.

Ágúst Ásgeirsson, 17.3.2008 kl. 14:22

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég hélt fyrst að þetta hlyti að vera gabb, en svo er víst ekki. Alveg makalaus tækni finnst mér.

Ágúst H Bjarnason, 17.3.2008 kl. 22:44

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er ótrúlegt, en það er endalaust hvað maðurinn getur fundið upp  Kisses  Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 18.3.2008 kl. 22:23

9 Smámynd: Ragnar Ágústsson

Er þetta kannski næsta stökkbreyting mannkyns, óendanlegt minni, gríðarleg reiknigeta og fróðleikur í sálinni.

Án gríns, það sem hefur vantað í tölvur hingað til er ímyndunarafl sem er undirstaða skapandi hugsunar, þetta opnar nýjar víddir.

Erum við að opna kistil Pandoru?

Ragnar Ágústsson, 23.3.2008 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 765066

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband