Geimskot Frakka á Íslandi ... Iceland Space Center ... Myndir

pening1-B-100pening2-B-100

 

 

 



 

Ţađ kemur mörgum á óvart ađ heyra ađ franskir vísindamenn hafi skotiđ fjórum eldflaugum út í geiminn frá Íslandi fyrir rúmlega fjórum áratugum. (Uppfćrt 2017: Fyrir rúmlega hálfri öld - pistillinn er frá árinu 2008). Út í geiminn? Já, og meira ađ segja í 440 km hćđ eđa um 100 kílómetrum hćrra en Alţjóđa geimstöđin (Internartional Space Station) svífur umhverfis jörđu. Eldflaugarnar féllu í hafiđ langt fyrir sunnan land.

Sumariđ 1964 settu frönsku vísindamennirnir frá CNES (Centre National d'Etudes Spatiales) upp búđir sínar á Mýrdalssandi á móts viđ Höfđabrekku og skutu upp tveim eldflaugum. Sumariđ 1965 settu ţeir upp búđir á Skógasandi og skutu aftur upp tveim eldflaugum. Höfundur vefsíđunnar, sem á ţessum árum var nemandi í MR, var ţarna á stađnum á vegum Almannavarna ríkisins, sem auđvitađ var bara yfirskin til ađ fá leyfi til ađ komast í návígi viđ ţennan einstćđa atburđ,  og hafđi tćkifćri til ađ njóta geimskotanna, enda vantađi ekki áhugann. Myndavélin var auđvitađ međ í för.

Tilgangur geimskotanna var ađ rannsaka Van Allen beltiđ, en ţar sem ţađ kemst nćst jörđu viđ heimskautin myndast oft norđurljós.   Rafagnir sólvindsins festast í Van Allen beltinu, ţjóta fram ag aftur milli segulskauta jarđar, og mynda norđurljós ţegar ţćr rekast á loftagnir í háloftunum, segir í flestum kennslubókum.  Nú á tímum er reyndar taliđ ađ atburđarásin sé töluvert flóknari. Ísland hentađi vel til ţessara rannsókna frönsku vísindamannanna vegna legu sinnar nćrri norđurljósabeltinu, og vćntanlega einnig vegna eyđisandanna á Suđurlandi og opna hafinu ţar fyrir sunnan.

 

sudav

 

 

Eldflaugarnar voru af Dragon-1 gerđ. Ţćr voru tveggja ţrepa. Neđra ţrepiđ kallađist Stromboli, en efra ţrepiđ Belier.

 

Helstu einkenni Dragon-1:

Mesta skothćđ: 475 km
Knýr viđ flugtak: 75 kN
Heildarţungi viđ flugtak: 1.157 kg
Ţvermál neđri hluta: 0,56 m
Vćnghaf: 1,23 m
Lengd: 7,10 m
Burđargeta: 60 kg.
Eldsneyti: Fast, 686 kg í fyrra ţrepi og 208 kg í síđara ţrepi.

Alls var skotiđ 55 Dragon flaugum víđs vegar um heim á árunum 1962-'73. Ţrjú skot misheppnuđust, en 52 tókust vel.

 

Eldflaugaskotin á Íslandi:

1. ágúst 1964, Mýrdalssandur.  Dragon D-10. Flughćđ 440 km.
7. ágúst 1964, Mýrdalssandur.  Dragon D-11. Flughćđ 420 km.

24. ágúst 1965, Skógasandur.  Dragon D-17. Flughćđ 440 km.
3. september 1965, Skógasandur.  Dragon D-18. Flughćđ 440 km.

 

Áriđ 1964 var skotpallurinn á sandinum á móts viđ Höfđabrekkuheiđi, en skammt austan Skóga áriđ 1965.

Gríđarstórir loftbelgir međ mćlitćkjum voru sendir á loft annađ slagiđ. Vísindamennirnir voru í stöđugu sambandi viđ Háloftadeild Raunvísindastofnunar Háskólans, sem um áratugaskeiđ hefur rekiđ Segulmćlingastöđina í Leirvogi, en skotiđ var ţegar mćlitćki gáfu til kynna ađ árangur af geimskotinu yrđi vćntanlega góđur. Ţorsteinn Sćmundsson stjörnufrćđingur stóđ vaktina í Reykjavík vegna fyrsta skotsins og fylgdist međ mćlingum frá forláta segulmćli sem nýlega hafđi veriđ ţróađur á Raunvísindastofnun. Á síritanum, sem var í Gömlu loftskeytastöđinni á Melunum, var ferill sem sýndi breytingar í segulsviđi jarđar. Ţessar breytingar voru mćlikvarđi á ţađ sem var ađ gerast í háloftunum. Ţegar Ţorsteinn sá verulegar breytingar lét hann vísindamennina á sandinum vita um talstöđvarsamband. Segja má ađ Ţorsteinn hafi nánast stjórnađ geimskotinu og sagt til hvenćr skyldi skjóta. Viđ nćstu skot notuđu Frakkarnir segulmćli sem Raunvísindastofnun lánađi ţeim.

 

Myndir:

Fyrstu myndirnar hér fyrir neđan tók höfundur vefsíđunnar áriđ 1964 ţegar hann var 19 ára. Myndir frá 1965 leynast vonandi enn einhvers stađar í kössum eđa kirnum, en verđa settar hér ef ţćr finnast. Neđst er skemmtileg mynd ásamt kynningu á helstu vísindamönnunum sem Ţorsteinn Sćmundsson tók sumariđ 1965.

 

Myndirnar hér fyrir neđan eru nokkurn vegin í tímaröđ.

 

 

 
Hjálmar Sveinsson ţungt hugsi í forgrunni, enda mikil spenna í loftinu síđla sumars áriđ 1964.          Ljósm. ©ÁHB

Dragon-1-B-600

Skotpallurinn undirbúinn           Ljósm. ©ÁHB

 

 Stćkkun úr myndinni hér ađ ofan. Hjálmar Sveinsson kemur gangandi.           Ljósm. ©ÁHB

 Dragon-7-B-600

Fyrsta flaugin Dragon D10. Eldflaugin er yfir 7 metra löng og 1100 kg ađ ţyngd.      Ljósm. ©ÁHB

 

Dragon-5-B-600
 

Hún er rennileg séđ frá ţessu sjónarhorni. Dr. Mozer er hćgra megin.           Ljósm. ©ÁHB

 

Dragon-12-B-600

Á spjaldinu sem lokar eldhólfinu stendur Stromboli. Dr. Forrest Mozer í bakgrunni.           Ljósm. ©ÁHB

 Dragon-13-B-600

Rigning. Frakkarnir međ sjóhatta.           Ljósm. ©ÁHB

 Dragon-3-B-600

Mýrdalssandur Space Center.

 

Takiđ eftir loftnetsspeglunum sem voru notađir til ađ taka á móti merkjum frá eldflauginni.           Ljósm. ©ÁHB

 Dragon-11-B-600

Lyft í skotstöđu           Ljósm. ©ÁHB

 

Dragon-15-B-600

Komin í skotstöđu. Ágúst Valfells fylgist međ.           Ljósm. ©ÁHB

 

Dragon-ahb-500w-crop 
Höfundur pistils viđ Dragon D-10 

 Dragon-4-B-512

Stefnt til himins           Ljósm. ©ÁHB

 Dragon-14-B-600

Sigurđur Ágústsson lögregluţjónn. Ţekktur sem Siggi Palestína, en hann var um skeiđ á vegum Sameinuđu ţjóđanna í Palestínu. Mikiđ ljúfmenni. Fulltrúi yfirvaldsins uppi á Höfđabrekkuheiđi. Fariđ var međ Harley Davidsson upp á topp vegna VHF talstöđvarinnar sem var á hjólinu. Ţađ var ekki auđvelt mál, en hafđist.  Gufunes burđastöđ í forgrunni. Svona stöđvar voru gemsar ţess tíma, en á Gufunesbylgjunni mátti tala yfir fjöll og firnindi međ endurkasti frá jónahvolfinu sem Frakkarnir voru ađ rannsaka.           Ljósm. ©ÁHB

 

 

 Dragon-6-B-600

Yfirmennirnir eru ađ taka ákvörđun hvort skjóta eigi. (Annars stađar hefur komiđ fram ađ eiginlega fór ákvörđunin fram í Reykjavík).  Nokkur óvissa var fyrir ţetta skot. Skyndilega birtust óvenjulega mikil norđurljós og ţá var ekki til setunnar bođiđ og skot undirbúiđ. Eldflaugin stefndi beint í miđju norđurljósakórónu. - Merkilegt hve undirritađur fékk ađ skođa sig um inni í stjórnstöđinni. Annađ hvort var hann ósýnilegur, eđa Frakkarnir svona einstaklega ljúfir.           Ljósm. ©ÁHB

 

 

Dragon-9-B-800

Eldflauginni skotiđ á loft. Linsan á myndavélinni var opin í nokkrar sekúndur. Ekki var notađur ţrífótur, en myndatökumađurinn notađi ţađ sem hendi var nćst af búnađi stöđvarinnar til ađ styđja myndavélina.  Linsan er 50 mm, og sést af ţví ađ myndin er tekin skammt frá skotstađ. Gríđarlegur hávađi !           Ljósm. ©ÁHB

 Dragon-10-B-600

Ánćgđir leiđangursmenn á leiđ heim í hótel seint ađ kvöldi eftir velheppnađ skot.           Ljósm. ©ÁHB

 

eldflaug-600

Ţessa mynd tók Dr. Ţorsteinn Sćmundsson áriđ 1965.             Ljósm. © Ţorsteinn Sćmundsson

 

Ţorsteinn segir svo frá:

"Á myndinni sjást (til vinstri) Forrest Mozer, síđar prófessor viđ Berkeley háskóla, og (fyrir miđju) prófessor Jacques-Emile Blamont, einn fremsti geimrannsóknamađur Frakka og sá sem stjórnađi ţessum leiđangri. Hann var ţá yfirmađur tćkni- og vísindadeildar frönsku geimrannsóknastofnunarinnar CNES (Centre National d'Études Spatiales). Mig minnir ađ hann hafi átt drýgstan ţátt í ađ Frakkar komu sér upp eldflaugaskotstöđ í Kourou í frönsku Gajana (Guiana)".

 

 

 

pening1-B-400

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Ţorsteinn Sćmundsson fékk ţennan pening til minningar um geimskotin

 

og í ţakklćtisskyni fyrir veitta ađstođ. Ártaliđ er 1964.

 

geimskot_frakka_peningur-1a_1234781.jpg geimskot_frakka_peningur-2a_1234782.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Höfundur pistilsins fékk ţennan pening til minningar um geimskotin.

 

Ártaliđ er 1965.

 

 

Nokkur minningarbrot:

 

Fyrra sumariđ var Ágúst Valfells kjarnorkuverkfrćđingur forstöđumađur Almannavarna, en síđara sumariđ Jóhann Jakobsson efnaverkfrćđingur. 

-

Á söndunum var auđvitađ eins konar mini-Frakkland og ríktu ţar franskar hefđir. Međal annars var auđvitađ drukkiđ rauđvín međ mat og ţegar tilefni var til. Yfirleitt virtu laganna verđir ţetta, en eitt sinn lenti íslenski túlkurinn í ţví ađ vera stöđvađur á ţjóđveginum eftir ađ hafa innbyrt fáein glös. Nú voru góđ ráđ dýr, eđa hvađ? Hann greip til ţess ráđs ađ ţykjast ekki skilja íslensku og talađi bara frönsku, enda nýbúinn ađ smyrja málbeiniđ međ franskri goggolíu. Laganna vörđur skildi ekki neitt, og til ađ forđast óţarfa vandrćđi gaf hann honör og kvaddi hinn frönskumćlandi mann međ virktum.
-

Ţarna voru ungir Frakkar sem voru miklir sjarmörar og auđvitađ margar bráđfallegar ungar ólofađar íslenskar stúlkur. Eftir á ađ hyggja stóđust ţćr freistinguna međ mikilli prýđi. Mér er til efs ađ íslenskir strákar hefđu stađiđ sig eins vel ef Frakkarnir hefđu veriđ af hinu svokallađa veikara kyni.

-

Gísli Gestsson ljósmyndari myndađi geimskotinn af fagmennsku. Hann fékk leyfi til ađ vera fáeina metra frá skotpallinum fram á síđustu stundu, en átti ađ forđa sér fáeinum sekúndum fyrir skot, ţegar ekki varđ aftur snúiđ. Öllum til mikillar hrellingar hreyfđist ekki hvíti fólksvagninn sem hann var á. Hafđi hann gleymt sér? Var hann í bráđri lífshćttu viđ skotpallinn? Margar hugsanir flugu um hug flestra sem voru í hćfilegri fjarlćgđ ađ eigin áliti. Skyndilega skýst VW-bjallan af stađ, og örskömmu síđar flaug eldflaugin upp í himinhvolfiđ. Vart mátti greina hver fćri hrađar. Síđar kom í ljós ađ Gísli var á bílaleigubíl sem var međ ađskildum svisslykli og startara sem var takki í mćlaborđinu. Gísli áttađi sig ekki á ţessum fornaldarbúnađi á öld tćkni og geimferđa og varđ ţví heldur seinn fyrir. (Kanski eru ţetta smá ýkjur sem ég vona ađ Gísli fyrirgefi).

-

Á skrifstofu sýslumannsins í Vík var komiđ upp stjórnstöđ Almannavarna. Berent Sveinsson loftskeytamađur kom ţar upp talstöđ á "tuttuguogsjö-nítíu", eđa 2.790MHz Gufunes-radíó tíđninni. Hann setti upp langan vír sem loftnet og "counterpoise" sem jörđ, svo radíómál sé notađ. Tilgangurinn var ađ hafa samband viđ varđskip sem lá skammt fyrir utan ströndina. Fulltrúar Almannavarna tóku hlutverk sitt hćfilega alvarlega og reiddu sig á međfćdda skynsemi og brjóstvit landans, enda var ţetta bara rakettuskot, eđa ţannig.

-

Uppi á Höfđabrekkuheiđi var stjórnstöđ lögreglunnar í tjaldi, en ţar sást vel yfir Mýrdalssand. Siggi Palestína eins og hann var kallađur var fullrtúi lögreglunnar. Hann var hiđ mesta ljúfmenni og ţćgilegur í umgengni, kanski vegna ţess ađ hann var reynslunni ríkari eftir störf í Palestínu á vegum Sameinuđu ţjóđanna. Hann var ţví óneitanlega heimsborgari í öllu fasi. Á Harley Davidson var forláta VHF talstöđ sem ekki var hćgt ađ taka af. Ţví var gripiđ til ţess ráđs ađ fara međ hjóliđ alla leiđ upp á topp, ţó ţađ kostađi pústra og stunur margra međhjálpara. Ţetta er langţyngsta ferđatalstöđ sem undiritađur hefur komist í kast viđ.

 

Krćkjur:

 

Dragon

Stromboli

Rockets in Europe

Dragon eldflaugaskot

Eldflaugaskot Frakka o.fl.

Vefsíđa íslensku eldflaugasmiđanna

 

 

AHB-1966---600h

Örlygur Richter teiknađi ţessa mynd af höfundinum áriđ 1966

 

Pistill ţessi er samhljóđa vefsíđunni Geimskot frakka á Íslandi 1964 & 1965 en ţar eru ađeins stćrri myndir.

 

 

"Life is like a box of chocolates. You never know what you are gonna get"

                                                                                                                                                                 Forrest Gump     

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stórmerkileg fćrsla hjá ţér.

Ţetta er eitthvađ sem svo sannarlega var falliđ í gleymskunar dá,, enda ég ekki fćddur ţegar fyrsta skotiđ átti sér stađ. 

Takk kćrlega fyrir ţetta.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráđ) 19.3.2008 kl. 10:08

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ţetta er mjög fróđlegt og skemmtilegt ađ lesa.  Ótrúlegt hvađ flaugin var stór.   Ćtli skotpallurinn sé ekki ennţá sjáanlegur? 

Marinó Már Marinósson, 19.3.2008 kl. 11:32

3 identicon

Askaplega flottur pistill hjá ţér og flottar myndir!     Mjög fróđlegur pistill sem ţú átt heiđur skiliđ fyrir ađ gera svona góđ skil á.

Ţetta hefur veriđ stórmerkilegur atburđur og ţađ sem er merkilegast ađ engin leynd virđist hafa veriđ yfir ţessu.  Amk. fékkstu ađ taka ţessar frábćru myndir.  Margar ţessara flauga voru reyndar síđar notađar í ţágu hernađar.

Örn Jónasson (IP-tala skráđ) 19.3.2008 kl. 11:36

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ţessi pistill var hálf falinn á vefsíđu sem er geymd á heimilistölvunni hér. Mér fannst ástćđa til ađ afrita hana yfir á bloggiđ.

Marinó, ţađ er hćtt viđ ađ sandur hafi fokiđ yfir pallinn. Annars voru ţeir tveir. Áriđ 1964 var skotiđ frá Mýrdalssandi en 1965 frá Skógasandi. Allar myndirnar nema sú neđsta eru frá 1964. Vonandi á ég eftir ađ finna eitthvađ af myndum sem ég tók sumariđ 1965 á Skógasandi. 

Ágúst H Bjarnason, 19.3.2008 kl. 11:44

5 identicon

Ég og fjölskylda mín erum ein af ţeim sem brendum á Ford Prefect úr Reykjavík til ađ sjá geimskotin. Viđ vorum sein fyrir og ég keyrđi drusluna eins og hún komst og var annađ aftur brettiđ laust og framljósin vinkuđu bless í hverri holu og ţćr voru margar. Ég segi nú bara sí svona. "Asskoti er gaman ađ sjá ţessar myndir sem eru líka svo góđar. Ţú hefur veriđ međ góđa myndavél. Kveđja, BG

Baldur Guđmundsson (IP-tala skráđ) 19.3.2008 kl. 11:46

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Stórskemmtileg og fróđleg lesning. Kćrar ţakkir. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.3.2008 kl. 12:01

7 Smámynd: Ólafur Ţórđarson

Frábćrt blogg! Gaman ađ ţessu.

Ólafur Ţórđarson, 19.3.2008 kl. 17:09

8 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Virkilega gaman af ţessu, takk fyrir takk  Bunny Face  Easter Bunny  Chick  gleđilega páska

Ásdís Sigurđardóttir, 20.3.2008 kl. 00:07

9 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Áhugaverđur og skemmtilegur pistill. Myndirnar líka skemmtilegar. Takk fyrir.

Sćmundur Bjarnason, 20.3.2008 kl. 10:24

10 Smámynd: Ása Hildur Guđjónsdóttir

 Gleđilega páska

Ása Hildur Guđjónsdóttir, 21.3.2008 kl. 14:25

11 Smámynd: Rúna Guđfinnsdóttir

Stórfróđlegt.  Afar skemmtileg myndin af ţér í mastrinu. Ansi góđ

Rúna Guđfinnsdóttir, 21.3.2008 kl. 18:24

12 Smámynd: Einar Steinsson

Ég er alinn upp á ţessum slóđum og man eftir ţessum skotpöllum í sandinum á Mýrdalssandi. Ţeir eru stutt frá gamla veginum. Ég hugsa ađ ţađ séu um 15 ár síđan ég sá ţá seinast en ţá stóđu ţeir alveg upp úr og virtust ekkert á leiđinni ađ hverfa.

Einar Steinsson, 21.3.2008 kl. 23:08

13 Smámynd: Ragnar Ágústsson

Ég man ţegar ég sá ţessar myndir í fyrsta sinn, ég vissi ekki hvađan á mig stóđ veđriđ. Mér fannst ótrúlegt ađ ég skyldi ekki hafa vitađ af ţessum merkisviđburđi. Sama má segja um vini mína ţegar ţeir sáu gömlu heimasíđuna, ţeir voru hreinlega steinhissa.

Sérstaklega skemmtilegt hversu góđar myndirnar eru. 5 stjörnur

Ragnar Ágústsson, 23.3.2008 kl. 19:59

14 identicon

Sćll Ágúst,

alltaf gaman ađ sjá ţessar myndir. Ég get rétt ímyndađ mér ađ ţetta hefur veriđ upplifun á sínum tíma.

Gaman vćri nú ađ vita hvort ađ skotpallurinn sé fyrir vissu ennţá á stađnum. Viđ hjá eldflaugafélaginu höfum nefnilega rćtt ţađ hversu skemmtilegt ţađ vćri ađ skjóta nćstu flaug okkar ţarna. Ef einhver veit fyrir vissu hvort hann sé ennţá til stađar ţá endilega látiđ í ykkur heyra. Veit einhver hvađ hann var ca. nálćgt sjónum?

Erlingur, ég vona ađ ţú hafir veriđ ađ grínast en ef ekki ţá bendi ég ţér á ţessa slóđ http://www.braeunig.us/space/hoax.htm
Einnig bendi ég á heimildamyndina "In The Shadow of The Moon". Einhver sú flottasta sem ég hef séđ í langan tíma.

Magnús Már Guđnason (IP-tala skráđ) 26.3.2008 kl. 01:04

15 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sćll Magnús.

Einar Steinsson segir í #13 ađ hann hafi séđ ţá stutt frá gamla veginum fyrir 15 árum. 

Ágúst H Bjarnason, 26.3.2008 kl. 07:36

16 identicon

Skotpallurinn milli Múlakvíslar og Hjörleifshöfđa sást nokkuđ vel af gamla veginum (sunnan hans, nćr Hjörleifshöfđa minnir mig), hef ekki athugađ hvernig hann liggur miđađ viđ "nýju" veglínuna.

Sveinn í Felli (IP-tala skráđ) 2.4.2008 kl. 13:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggiđ

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverđ

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverđiđ í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.12.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 764725

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband