Hvað er eðlilegt í loftslagsbreytingum? - Myndbönd.

"What is normal" spyr höfundur efnisins sem hér er kynnt. Warren Meyer er með próf í vélaverkfræði frá Princeton University og MBA gráðu frá Harvard Business School.  Hann er því ekki loftslagsfræðingur en með góða menntun til að skilja hinar ýmsu hliðar málsins, enda snertir það fleiri svið en eiginlega loftslagsfræði. Hann er höfundur bókarinnar A Layman's Guide to Man-Made Global Warming sem hægt er að hlaða niður ókeypis.

Höfund myndndanna verður að telja meðal efasemdarmanna. Hann er þó hógvær og virðist oft fara bil beggja. Hann er greinilega hugsandi maður sem hefur þörf fyrir að skilja málið.  Það er hollt fyrir alla að reyna að hugsa sjálfstætt og vera dálítill efasemdarmaður í sér.

Myndböndin hér fyrir neðan eru vel fram sett og efnið ekki torskilið. Þau skýra vel hvers vegna fjölmargir, þar á meðal þessir 31.000 vísindamenn, eru ekki alveg sáttir við það sem haldið er fram um loftslagsbreytingar, meðal annars af nefnd Sameinuðu þjóðanna IPCC. Framsetning er mjög hógvær og hvergi mikið um fullyrðingar, þó bent sé á ýmislegt sem höfundurinn telur vera vafasamt.

Vissulega eru þessi mál nánast trúarbrögð hjá sumum og er nokkuð víst að þeir munu láta efni myndbandanna trufla sig.  Aðrir eru þó með opinn huga og treysta sér vel til að horfa á myndböndin, ígrunda efnið, vega og meta af skynsemi og mynda sér sjálfstæða skoðun. Þeir vilja fræðast. Íslendingar eru að eðlisfari flestir skynsamir, fróðleiksfúsir og raunsæir, og vel færir um að mynda sér sjálfstæða skoðun. Til þeirra höfðar efni myndbandanna vonandi.

Það er mikilvægt að hafa alltaf í huga að það  v e i t  enginn neitt um þessi mál. Vísindin eru einfaldlega ekki komin lengra en það. Af þeim sökum verða menn að halda áfram að leita sannleikans en ekki trúa blint á einfaldar fullyrðingar sem ganga manna á meðal. Ég held að fyrirlesturinn í þessum myndböndum sé ágætt innlegg í umræðuna.

Munið: Það er alltaf hægt að bakka og horfa aftur ef eitthvað fer á milli mála eða ef maður gleymir sér og missir niður þráðinn Smile.

Fyrirlestrinum er hér fyrir neðan skipt í 6 kafla og er hver um 8 mínútur að lengd. Bloggarinn hefur skrifað stutta lýsingu á efni hvers kafla. Einnig er hægt að hlusta á allan fyrirlesturinn í samfellu á YouTube hér fyrir neðan. Jafnvel er hægt að sækja fyrirlesturinn í nánast DVD gæðum hér.

Að sumu leyti hentar best að fylgjast með fyrirlestri Warren Meyer í mini skömmtum, þó svo að upplausnin sé ekki eins góð. Þannig heldur maður betur athyglinni.


 

 Hér eru allir kaflarnir sex sýndir hver af öðrum með sjálfvirkri skiptingu. (Ath. að neðar er fyrirlesturinn kaflaskiptur sem er jafnvel þægilegra):

 

 
 
 
EÐA... 
 
 Hér er hægt að skoða hvern kafla fyrir sig: 
 

Myndband 1Í stórum dráttum er fjallað um eftirfarandi: Hvað er "eðlilegt" eða "normal" þegar fjallað er um loftslagsbreytingar? Erfitt er að svara því þegar mælingar og athuganir ná aðeins yfir nokkra áratugi eða hundrað ár eða svo.  Hvað eru gróðurhúsaáhrif?  Hver vðbót CO2 veldur síminnkandi gróðurhúsaáhrifum. (Hver tvöföldun CO2 veldur u.þ.b.  sömu hækkun í gráðum talið. Sjá t.d. hér og hér ---áhb). Orsakasamhengið er gríðarlega flókið. Þess vegna er skilningur manna takmarkaður. S.l. 600 þúsund ár hefur hækkun lofthita verið á undan aukningu CO2, skýringin gæti verið að við hækkað hitastig losar hafið CO2 eins og gosdrykkur sem hitnar.

 

 

 --- --- ---

 

 Myndband 2.  Í stórum dráttum er fjallað um eftirfarandi: Hvað er hitafrávik eða "anomaly"?  Hve mikið hefur hitafrávik verið síðustu öld? Samsvörun milli CO2 og lofthita undanfarin hundrað ár? Áhrif manna og náttúrulegar sveiflur. Hve mikill var þáttur manna í hækkun hitastigs á síðustu öld? - Svarið liggur ekki ljóst fyrir. Hvernig hefur hitafar breyst síðustu 1000 ár? Hvað hafa fjórar síðustu skýrslur IPCC sagt um það? Hvað er athugavert við framsetningu IPCC.

 

 

--- --- ---

 

Myndband 3Í stórum dráttum er fjallað um eftirfarandi:  Hvað á maðurinn stóran þátt í hækkun hita síðustu 100 ár. Er hægt að meta það?  Ætli mæliskekkjur vegna nálægðar veðurmælistöðva við þéttbýli séu miklar?  Miklar "leiðréttingar" hafa verið gerðar á mæligögnum NASA-GISS sem gera það að verkum að lofthiti virðist hafa hækkað mikið á síðustu öld? Hvers vegna eru þessar "leiðréttingar" gerðar? Eðlilegar sveiflur eða "noise" virðast engu minni en hugsanleg áhrif manna. Hvað veldur "urban effect"?  Í alþjóðlegu mælineti veðurgagna sem notuð eru við loftslagsrannsóknir veldur fjöldi ílla umhirtra og illa staðsettra stöðva áhyggjum. Mörg dæmi eru sýnd. Fjallað er um ýmis vandamál varðandi CO2 gróðurhúsakenninguna.

 

 

 --- --- ---

 

  Myndband 4Í stórum dráttum er fjallað um eftirfarandi: Náttúrulegar sveiflur, sérstaklega af völdum breytinga í sólinni. Tilgátur Henriks Svendsmark um samspil geimgeisla og skýjafars. Kælingu af mannavöldum vegna losunar á brennisteinstvíoxíði SO2 o.fl. Hvers vegna er minni hitahækkun á suðurhveli en norðurhveli? Hve mikið hækkar hitastig lofthjúpsins við hverja tvöföldun magns CO2? Hafi hitastigið hækkað um 0,6°C fyrir aukningu CO2 úr 280 ppm í 380 ppm, þá ættu 560 ppm að valda 1,2°C hækkun. Er það mikið? Hvenær má búast við að magnið nái 560 ppm?

 

 

 --- --- ---

 

 

 Myndband 5Í stórum dráttum er fjallað um eftirfarandi: Munurinn á jákvæðri afturverkun (positive feedabck) sem magnar upp bein hitunaráhrif CO2, og neikvæðri afturverkun (negative feedback) sem dregur úr áhrifum aukins magns CO2 á hita lofthjúpsins. Munurinn skýrðu með einföldum dæmum. Hvort er líklegra að svörun lofthjúpsins við auknu magni CO2 ráðist af pósitífri eða negatífri afturverkun? Slæm og góð áhrif hnatthlýnunar. Hnattkólnunarkenningin um 1975. Hefur fjöldi skýstrokka og fellibylja aukist á undanförnum áratugum?  Kannski minnkað?

 

 
 

 --- --- ---

 

 Myndband 6Í stórum dráttum er fjallað um eftirfarandi: Hvað veldur hækkun sjáavrborðs? Hvers vegna hefur magn hafíss við Suðurskautslandið aukist á sama tíma og hann hefur minnkað á norðurslóðum? Er hægt a skýra það með hækkun hitastigs af völdum CO2? Bráðnun hafíss veldur ekki hækkaðri sjávarstöðu. Jökulísinn á Suðurskautslandinu eykst jafn mikið og bráðnar af Grænalndsjökli. Á síðustu öldum hefur sjávarborð hækkað um það bil um fet á öld og gerir það ennþá. Sjávarborð hækkar ekkert hraðar en á undanförnum öldum og gerir það væntanlega ekki á næsta árhundraði.
Áhrif á efnahag: Aðeins eitt prósent minnkun hagvaxtar í heiminum (úr 3,5% í 2,5%) hefur gríðarleg áhrif á efnahag eftir eina öld. Hvort er betra: Heitari og ríkari heimur eða kaldari og fátækari?

 

 

 

 

 

 

 "To capture the public imagination,
we have to offer up some scary scenarios,
make simplified dramatic statements
and little mention of any doubts one might have.
Each of us has to decide the right balance
between being effective,
and being honest."

Dr Stephen Schneider
National Center for Climate Reserach


 

 

 

 

Bloggsíða Warren Meyer Climate Sceptic    (Velja þarf mánuð í dálknum hægra megin). 

Önnur bloggsíða Warren Meyer Coyote Blog

 


mbl.is Samþykkt að draga úr losun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir - dl dvd við tækifæri og poppa og kóka.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 13:01

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Ágúst þakka góða grein.

  Kv.  Sigurjón Vigfússon 

Rauða Ljónið, 9.7.2008 kl. 00:34

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fróðlegt að vanda hjá þér, en þetta verð ég að sjá í nokkrum hollum.  Kær kveðja og vona að þú njótir sumarsins.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 19:12

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er enn ekki búin með allt, en hef gaman af þessu.  Takk

Ásdís Sigurðardóttir, 12.7.2008 kl. 18:27

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ásdís. Þú ert til fyrirmyndar .

Ágúst H Bjarnason, 12.7.2008 kl. 18:30

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var að horfa á tvö myndbönd núna 

Ásdís Sigurðardóttir, 12.7.2008 kl. 19:21

7 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Takk fyrir mjög svo skilmerkilegar útskýringar. Maður hlýtur að spyrja, hvað vaki fyrir mönnum einsog Al Gore & Co. Er meðvitað verið að koma af stað fjöldahysteríu og ótta og ef svo er, þá hvers vegna?

Ásgeir Kristinn Lárusson, 12.7.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband