Fræðslusýningin Orkuverið Jörð og auðlindagarðurinn á Reykjanesi


 

 

Miðvikudaginn 16. júlí var opnuð stórmerkileg fræðslusýning í Reykjanesvirkjun. Orkuverið Jörð verður væntanlega opið gestum um ókomin ár. Sjá hér.

Sýningin hefst á atburði sem gerðist fyrir 14 milljörðum ára er "allt varð til úr engu", þ.e. við Miklahvell.  Saga alheimsins er síðan rakin í máli og myndum með sérstakri áherslu á sólkerfið. Fjallað er um orkulindir jarðar og hvernig nýta má þær í sátt við umhverfið okkur jarðabúum til hagsbóta.

Hugmyndafræðin sem liggur að baki sýningarinnar er þessi samkvæmt upplýsingum frá Albert Albertssyni aðstoðarforstjóra Hitaveitu Suðurnesja:

  • Fræða gesti og gera þá meðvitaða um mikilvægi endurnýjanlegra orkugjafa...
  • Fá fólk til að hugsa um orku, hvaðan kemur hún, hvernig er hún nýtt, hvað gerðum við án hennar...
  • Fá fólk til að hugsa um Jörðina hvenær og hvernig varð hún til, Jörðina sem forðabúr og heimili okkar...
  • Fá fólk til að hugsa um framtíðina, framtíð jarðar og orkuforða hennar...
  • Hvað er orka, orka sólar, varmi jarðar...
  • Orka er nauðsynleg fyrir líf okkar, vinnu og leik...
  • Jörðin myndaðist fyrir milljörðum ára...
  • Jörðin er sem ögn í alheimi...
  • Jörðin býr yfir feiknar miklum beinum og óbeinum orkuforða...
  • Áhrif manna á umhverfið...
  • Fá fólk til að hugsa um sjálfbæra þróun...

Sýningin verður í sumar opin a.m.k. virka daga frá 11:30 – 15:30 og síðan fyrir hópa samkvæmt samkomulagi.

 

Hitaveita Suðurnesja er meðal merkustu fyrirtækja þjóðarinnar. Þar starfa djarfir og framsýnir menn sem þora að takast á við vandamál sem fylgja því að vinna orku úr 300 gráðu heitum sjó, svokölluðum jarðsjó,  sem sóttur er í iður jarðar á Reykjanesskaganum. Þeir eru sannkallaðir frumkvöðlar. Að sækja orku í sjó sem hitaður er með eldfjallaglóð er einstakt í heiminum. "Gull að sækja í greipar þeim geigvæna mar, ekki er nema ofurmennum ætlandi var" segir í kvæðinu Suðurnesjamenn. Það á ekki síður við um Suðurnesjamenn nútímans.

Hefðbundin jarðvarmaorkuver eins og Kröfluvirkjun  framleiða aðeins rafmagn. Önnur jarðvarmaver eins og Nesjavallavirkjun framleiða einnig heitt vatn. Á Reykjanesi og í Svartsengi hefur aftur á móti smám saman þróast sannkallaður auðlindagarður með ótrúlega margslunginni starfsemi. Þar er ekki eingöngu framleitt rafmagn og heitt vatn, heldur hefur til hliðar við alkunna starfssemi Bláa lónsins, sem 400.000 gestir heimsækja árlega, verið komið á fót meðferðarstöð fyrir húsjúka, þróun og framleiðslu snyrtivara, sjúkrahóteli, svo fátt eitt sé nefnt. Í Svartsengi er fyrirtaks aðstaða fyrir ráðstefnuhald, fræðslusetrið Eldborg og Eldborgargjáin, og á Reykjanesi nú hin metnaðarfulla sýning Orkuverið Jörð.  Á vegum Hitaveitu Suðurnesja eru stundaðar margs konar rannsóknir á ýmsum sviðum til að leggja grunninn að framtíðinni. Hugmyndin að djúpborunarverkefninu á rætur að rekja til HS og ÍSOR.  Svo má ekki gleyma því að nú er verið að reisa verksmiðju í Svartsengi sem á að vinna metanól eldsneyti úr kolsýrunni sem margir telja orsök hnatthitunar.     - Ævintýrið er rétt að byrja.

Í auðlindagarðinum í Svartsengi hafa nú um 140 – 150 manns fasta atvinnu; læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, viðskiptafræðingar, ferðamálafræðingar, tæknifræðingar, verkfræðingar, vélfræðingar, líffræðingar, lyfjafræðingar, jarðfræðingur, forðafræðingur, matreiðslumenn, trésmiðir, þjónar, blikksmiðir, vélvirkjar, rafvirkjar og ófaglærðir.

 

"Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn, fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn".    - Nú sækja Suðurnesjamenn sjóinn djúpt  í iður jarðar.

 

Myndirnar sem eru hér neðar á sýningunni eru sumar hverjar fengnar að láni hjá Hitaveitu Suðurnesja og aðrar teknar fyrir nokkrum vikum á sýningarsvæðinu.

 

 Reykjanesvirkjun. Sólin í forgrunni er hluti sýningarinnar Orkuverið Jörð.

 

 


 

 

 

 

 

 Svartsengi

 

 

 

 Reykjanesvirkjun

 

 

 

 

 Má ekki sækja sjó í tvennum skilningi?

 

Suðurnesjamenn

Sæmd er hverri þjóð að eiga sægarpa enn.
Ekki var að spauga með þá Útnesjamenn.
Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn.

Unnur bauð þeim faðm sinn svo ferleg og há.
Kunnu þeir að beita hana brögðum sínum þá.
Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn.

Kunnu þeir að stýra og styrk var þeirra mund.
Bárum ristu byrðingarnir ólífissund.
Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn.

Ekki er að spauga með íslenskt sjómannsblóð,
ólgandi sem hafið og eldfjallaglóð.
Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn.

Ásækir sem logi og áræðir sem brim,
hræðast hvorki brotsjó né bálviðra gým.
Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn.

Gull að sækja í greipar þeim geigvæna mar,
ekki er nema ofurmennum ætlandi var.
Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn.

 

Höfundur texta: Ólína Andrésdóttir
Höfundur lags: Sigvaldi Kaldalóns

 

 Sjá greinina Hitaveita Suðurnesja hf og sjálfbær þróun í Fréttaveitunni.

 

Heimildir: Greinar Alberts Albertssonar aðstoðarforstjóra Hitaveitu Suðurnesja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ég ætla að skella mér þangað við fyrsta tækifæri með krakkanna.   Skemmtilegt hjá þér að vanda.    Mjög fróðlegt.

Marinó Már Marinósson, 18.7.2008 kl. 11:56

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er nú bara "must see" fyrir mig !!  held ég láti það samt bíða þar til að lokinni aðgerð og endurbótum svo ég njóti betur.  Takk fyrir þetta og góða helgi kæri vinur

Ásdís Sigurðardóttir, 18.7.2008 kl. 19:27

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta verð ég að sjá, og það sem fyrst. - Æðislegt takk fyrir þetta.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.7.2008 kl. 23:16

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Áhugaverð grein og fallegar myndir.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 20.7.2008 kl. 14:53

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alltaf gođur Agust, takk! Frođlegt og skemmtiulegt

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.7.2008 kl. 20:46

6 identicon

Allt fróðlegt og fræðandi; afburðagóðar myndir. Reykjanesbær, Hitaveita Suðurnesja ! Flugvöllurinn, - Reykjavík að úrkynjast, Reykjanesbær að taka við höfuðborgarhlutverkinu ! - Veit að ég, infæddi Reykvíkingurinn, lifi þetta ekki af.

Þakkir.

'Arni Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 23:27

7 Smámynd: Helga Dóra

úú, næsti fjölskyldudagur hlýtur að fara fram þarna.... Spennandi....

Helga Dóra, 26.7.2008 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband