Hámenntaðar knattspyrnukonur...

 Maja-frettablad-700


 

 

Er það skýringin á velgengni íslenskra knattspyrnukvenna að meðal þeirra er fjöldi vel menntaðra stúlkna sem lagt hafa hart að sér til að afla sér menntunar? Stúlkurnar hafa þurft að temja sér öguð vinnubrögð í námi og starfi. Getur verið að það skili sér í knattspyrnunni?   - Eða getur verið að þessar stúlkur hafi tamið sér keppnisskap og aga sem nýst hefur í námi og starfi?

 

Í dag birtist  í Fréttablaðinu viðtal við Maríu Björgu Ágústsdóttur "Maju" þar sem hún ræðir þessi mál. Maja lauk BA prófi í hagfræði frá Harvard og MS prófi í stjórnunarfræðum frá Oxford. Þar er einnig fjallað um aðrar hámenntaðar knattspyrnustjörnur, þær Ásthildi Helgadóttur verkfræðing, Guðrúnu Sóley Gunnarsdóttur fjármálahagfræðing, Katrínu Jónsdóttur lækni og Þóru Helgadóttur stærðfræðing og sagnfræðing.    - Svo má ekki gleyma öllum hinum frábæru knattspyrnustúlkunum sem eru landi sínu til mikils sóma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ef menntun kemur fótboltahæfileikum við hvernig útskýrir þú þá árangur braselíska fótboltaliðsis í gegnum tíðina ? Ef ég man rétt þá var Guðni Bergson einsdæmi í enska boltanum með sína lögfræðimenntun að baki.

Guðni sjálfur var mjög agaður og metnaðargjarn en það er alvitað að hann hafi fyrst og fremst náð svona langt á íþróttavellinum einfaldlega vegna þess að hann var íþróttamaður að guðsnáð. Ég þekki það sjálfur sem gamall fótboltamaður að það voru alltaf einhverjir sem höfðu eitthvað auka fram yfir okkur hina og vil ég meina að það hafi verið þessi guðsgjöf sem ég er að tala um.

Jú vissulega þarf aga til þess að vera góður íþróttamaður en ég held að menntun komi ekki árangri þessara stúlkna ekkert við heldur fyrst og fremst gríðarlega mikill metnaður. 

Brynjar Jóhannsson, 25.7.2008 kl. 21:47

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Brynjar. Í mínum huga þá hafa þessar stúlkur sýnt að þær hafa gríðarlega mikinn metnað.  Að því leyti erum við sammála.

Ágúst H Bjarnason, 25.7.2008 kl. 21:55

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já ...en hvernig getur þú tengt menntun saman við fótboltahæfileika sér í lagi þar sem margar af bestu fótboltahetjum mannkynsögunar voru varla lesandi og skrifandi ? , maradona og pele sem dæmi, 

Ég skil það ekki.  

Brynjar Jóhannsson, 25.7.2008 kl. 22:52

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Brynjar. Í pistlinum var spurning í upphafi. Engin fullyrðing.

Ágúst H Bjarnason, 26.7.2008 kl. 05:56

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Brynjar, ég er ekki viss um að margir tengi Stanford háskóla við afburðaárangur í íþróttum.  Hann er frekar tengdur við uppgang tölvutækninnar, framfarir í læknavísindum, magnaðar eðlisfræðitilraunir, geimvísindi, Nóbelsverðlaun og svona mætti lengi telja.  En undanfarin 14 ár hefur Stanford háskóli unnið svo kallaðan Division I U.S. Sports Academy Directors' Cup fyrir besta árangur háskóla í Bandaríkjunum í íþróttum. Skólarnir fá stig fyrir frammistöðu í fjölmörgum íþróttagreinum og telur árangurinn í 10 bestu kvennagreinunum og 10 bestu karlagreinunum.  Í ár fékk Stanford 1461 stig, en UCLA varði í öðru sæti með 1181 stig. Yfirburðir Stanford í þessari stigagjöf hafa verið það miklir stundum, að menn hafa tekið upp á því að breyta reglunum oftar en einu sinni til að jafna leikinn!

Inntökuskilyrði inn í Stanford háskóla eru mjög ströng og kröfur til námsframvindu jafnvel meiri.  Íþróttamönnum sem ekki standa sig í námi er meinað að taka þátt í keppni eða jafnvel vísað úr skóla.  Af þessum sökum tekur ekki skólinn inn nemendur sem eru bara frábærir í íþróttum heldur þarf námsgetan að fylgja.  Af þeirri ástæðu einni hefur skólinn úr minni hóp að velja og missir örugglega af fjölmörgum frábærum íþróttamönnum.  Þetta er heldur ekki stór skóli.  Þrátt fyrir þetta hefur skólinn í 14 ár í röð unnið þennan bikar.  Menn efast ekkert um það, að það er vegna þess að velmenntaðir einstaklingar með góða námsgetu eru líklegri til að ná góðum árangri, en þeir sem hafa minni menntun og takmarkaða námsgetu. 

Við þetta má bæta, að 46 íþróttamenn, sem annað hvort hafa lokið eða eru í námi við Stanford, hafa verið valdir til þátttöku á Olympíuleikunum í sumar. Það er meira en fjölmargar þjóðir stært sig af.

Það er engin spurning að góð menntun og námsgeta auka líkurnar á góðum árangri hafi menn íþróttahæfileika á annað borð.

Marinó G. Njálsson, 26.7.2008 kl. 11:52

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rosalega er hún falleg hún Mæja þín, til hamingju með hana og dugleg er hún líka.  Freydís okkar var að leggja skóna á hilluna, er aftur orin svo slæm í mjöðminni og svo er mikið að gera með tvo gutta og að vinna og vera í háskólanum.  Duglegar stelpur sem við eigum.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.7.2008 kl. 23:21

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég hef tekið eftir því að góður íþróttamaður er yfirleitt góður stærðfræðingur, og góður tónlistarmaður, og hafi hann átt þess kost, að efla hæfileika sína í þá vegu, -  þá skarar hann yfirleitt fram úr, hvort heldur er í leik eða starfi.

Og þá er sama hvort íþróttagreinin er,  skák, listdans, frjálsar, fótbolti, eða handbolti, - og get ég tekið sem dæmi núverandi Menntamálaráðherra Þorgerði Katrínu, sem er snillingur í að lesa í leikinn, hvort heldur er á íþróttavellinum eða utan hans. - 

Svo virðist líka vera með þessa ungu hæfileikaríku konur sem skrifað er um hér fyrir ofan.  

Hjartanlega til hamingju með hana Maríu þína Ágúst, þú mátt sannarlega vera stoltur af henni.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.7.2008 kl. 13:33

8 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

María er flott ung kona,og ef ég hef ekki sagt það áður, þá...  til hamingju með hana

Rúna Guðfinnsdóttir, 30.7.2008 kl. 12:42

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir kveðjurnar Ásdís, Lilja og Rúna.   Takk fyrir skynsamlegt innlegg Marinó.

Ágúst H Bjarnason, 30.7.2008 kl. 12:49

10 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Langar bara að benda Marinó á að Stanford háskóli hefur verið meðal fremstu liða í Bandaríska háskólakörfuboltanum um áraraðir.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 31.7.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband