Píanósnillingurinn margbrotni Martin Berkofsky, radíóamatörinn og mannvinurinn

martin_berkofsky.jpgVinur minn Martin Berkofsky píanóleikari mun halda tónleika í Salnum Kópavogi Laugardaginn 27. september klukkan 17. Martin er um margt óvenjulegur maður, sem ekki fer troðnar slóðir, og mun ég koma að því síðar í pistlinum.  Fyrst smávegis sem ég nappaði af vef Tímarits Máls og Menningar hér:

 


Draumar, dulhyggja og þjóðlegir tónar er yfirskrift Töfratónleika Einars Jóhannessonar klarínettuleika og Martins Berkofskys píanóleikara í Salnum á laugardaginn kl. 17. Efnisskráin er fjölbreytt, m.a. leika þeir verk eftir Schumann, Þorkel Sigurbjörnsson, Brahms, Howhaness og Beethoven.

Martin B.erkofsky er hreint ævintýralegur píanisti Hann hefur ekki spilað á Íslandi í 20 ár, en það muna margir eftir honum frá því að hann bjó hér á landi.  Árið 1982 lenti hann í mótorhjólaslysi hér heima og fór fljótlega af landi brott. Hann var allur negldur saman en var farinn að spila á tónleikum nokkrum vikum síðar. Slysið breytti lífi Martins. Hann var svo þakklátur fyrir lífgjöfina auk þess sem hann lifði af krabbamein árið 2000, að hann ákvað að helga líf sitt góðgerðarstarfsemi það sem eftir væri. Hann kemur aðeins fram á styrktartónleikum og spilar ekki lengur fyrir peninga handa sjálfum sér, heldur rennur allur ágóði til góðgerðarmála. Eftir krabbameinsmeðferðina ákvað hann að hefja maraþonhlaup. Hann hljóp t.d. frá Tulsa í Oklahoma til Chicago og safnaði nógu miklu fé til að kaupa krabbameinsleitartæki handa sjúkrahúsinu í Tulsa þar sem hann hafði fengið lækningu. „Það eru stórir og miklir andar með Martin – hann er ekki alveg af þessum heimi", segir Einar Jóhannesson.

Einar hefur spilað mikið með Martin í gegnum tíðina. „Martin hefur inspírerað mig. Þegar mikið liggur við og ég get aðstoðað hann spila ég með honum og legg honum lið í þessu kærleiksríka starfi. Ég fæ líka mikið út úr því að geta notað listina til að styrkja góð málefni. Martin er í þessu af lífi og sál og þegar mér bauðst að halda tónleikana í TÍBRÁ í SALNUM núna í september, fannst mér alveg rakið að fá hann heim.


Því má bæta við að Martin var undarabarn í tónlistinni. Hann byrjaði að leika á tónleikum átta ára gamall. Á æskuárum ferðaðist hann viða um heim og lék með m.a. London Symphony Orchestra og Konzerthausorchester Berlin.  Sjá umfjöllun um meistarann hér á Wikipedia.

berkofsky-running2-lrg.jpgÞetta er það sem flestir vita um Martin Berkofsky, en færri vita að hann hefur í frístundum sínum verið að gera tilraunir m.a til að hafa fjarskipti milli landa með því að endurvarpa radímerkjum frá loftsteinum og norðurljósum, svokallað meteor-scatter og aurora-scatter, auk þess að nota jónahvolfið.  Enn er hann að gera tilraunir með að nota tunglið til að endurvarpa radíómerkjum milli heimsálfa, nokkuð sem kallast moon-bounce og fjarskipti um AMSAT gervitungl radíóamatöra reyndi hann vissulega. Martin hefur lengi verið radíóamatör með kallmerkin KC3RE og TF3XUU og stundaði það áhugamál sitt af kappi meðan hann var búsettur á Íslandi. Ef minnið svíkur mig ekki, þá kom hann sem ungur maður að viðhaldi einnar af fyrstu tölvanna. Gott ef það var ekki UNIVAC. Lampatölva smíðuð úr 5.200 lömpum, enda var það fyrir daga transistorsins.  Reyndar er svo langt síðan Martin sagði mér frá þessu að vel getur verið að mig misminni. Kannski var það sama dag og hann lék Stars and Stripes Forever eftir Sousa á flygilinn heima af svo miklum eldmóði að við lá að þakið færi af húsinu Smile   Á einhvern undraverðan hátt getur hann látið píanóið hljóma eins og heila hljómsveit sem spilar þennan fræga mars.

Martinn var mikill áhugamaður um mótorhjól, en lenti því miður í slæmu slysi á Hringbrautinni árið 1982. Hann margbrotnaði og var negldur saman á fjölmörgum stöðum með stálnöglum.  Af þeim sökum setur hann yfirleitt málmleitartæki á flugvöllum í uppnám, en bjargar sér úr klípunni með því að sýna öryggisvörðunum röntgenmyndir af handleggnum. Þetta slys varð til þess að hann fór að hugsa um gildi lífsins og varð m.a. til þess að hann helgaði líf sitt góðgerðarstarfssemi.

 

Það er varla maður einhamur sem hleypur rúmlega sextugur, nýkominn úr krabbameinsmeðferð, 1400 kílómetra vegalengd til að safna 80.000 dollurum til kaupa á krabbameinslækningatæki !

Svo má ekki gleyma The Cristofori Foundation - Mucic to Serve Humanity. Stofnun Martins Berkofsky sem vinnur að velgjörðarmálum. (Nafnið vísar til Bartolomeo Cristofori 1655-1731 sem fann upp píanóið).

 
 

Það verður ánægjulegt að hlusta á þennan margbrotna snilling og mannvin á laugardaginn  Smile

 

28.9.2008:

Tónleikarnir í gærvöld voru hinir ánægjulegustu. Húsfyllir var.   Leikur þeirra Einars og Martins var einstaklega góður og fágaður eins og við mátti búast og hlutu þeir mikið lof fyrir. Eftir tónleikana gafst smá tækifæri til að heilsa upp á Martin baksviðs og skiptast á fáeinum orðum. Þar sagði hann mér frá jeppanum sínum sem myndin er af hér fyrir neðan.

 

 

 

  


Martin notar tónlistarhæfileika sína til að hjálpa þeim sem minna mega sín. 

 

 
 Martin hleypur 1400 kílómetra rúmlega sextugur og safnar 80.000 dollurum.
 
 
 
 cf885.jpg
 
Á flugi yfir Tjörninni
Martin Berkofsky þykir einn besti núlifandi túlkandi tónlistar eftir Franz Liszt
 
 
Radíóamatörinn Martin Berkofsky
 
Radíóamatörinn Martin TF3XUU / KC3RE 
 
 
 Martin á Íslandi
 
 Martin á Íslandi. Myndin birtist 1985 í QST.
 
 
Martins-EME-Rover.jpg
 
 Líklega eini fjallabíll veraldar sem notar gamla góða tunglið til að endurvarpa radíómerkjum milli heimsálfa. Earth-Moon-Earth eða EME fjarskipti. Á númeraplötunni stendur KC3RE. Hver ætli eigi þennan Range Rover? Sjá umfjöllun hér. Myndin er frá 2004.
 
 
Martins Earth-Moon-Earth Rover
 Earth-Moon-Earth Rover
 

Á vefsíðu Jordell Bank Center for Astrophysics stendur hér eftirfarandi í tilefni 50 ára afmælis stóra Lovell radíósjónaukans árið 2007, en Martin hafði þá samband við England frá Bandaríkjunum með því að endurvarpa merkjunum frá tunglinu, en tunglið er í um 385.000 kílómetra fjarlægð frá jörðu:

 ...I was then able to return to Jodrell Bank to join in the proceedings whilst they listened out for Martin, KC3RE, to call from Virgina. He was running ~150 watts in to a single 25 element yagi mounted horizontally on his Range Rover. He can thus only work the Moon at Moonrise or Moonset. We really wanted him to call during the event when the Moon was getting a little high in Virginia, so Martin went out to Walmart and bought a pair of wheel ramps to give him a few degrees additional elevation. Fantastic! Though not strong, Keith had no problem copying Martin whose message was:

"GB50EME de KC3RE FM18dp Casanova, VA, USA GB50EME de KC3RE FM18dp Casanova, VA, USA please accept my congratulations to the Lovell Telescope on its 50th anniversary." 73 Martin

 
 
 Martin Berkofsky
 
Píanósnillingurinn Martin Berkofsky, Konstantin Krimets, og Atakan Sari; Heims-frumflutningur Alan Hovhaness Concerto fyrir tvö píanó og hljómsveit, Tchaikovsky Hall, Moskvu 2004.
 
 
Vefsíða mannvinarins Martins Berkofsky
 
Hér er hægt að hlaða niður nokkrum myndböndum með Berkofsky
 
 

 
 (Ath. Á álagstímum eru oft miklir hnökrar í YouTube. Það hjálpar að setja SpeedBit Video Accelerator í tölvuna. Ókeypis hér).
73 .....DE TF3OM ..... QSL OK
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kvitt og kærleikskveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 13:23

2 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Guð minn góður, Berkofsky. Vá, hvað það er langt síðan ég frétti af honum. Fór á nokkra tónleika með honum hérna á Íslandi á sínum tíma, þá unglingur. Ég man eftir slysinu sem hann lenti í. En það er gott að lesa þetta innlegg frá þér og sjá að kallinn er að "meika það feitt" eins og maður myndi segja í dag, ef maður væri unglingur. Takk fyrir þetta innlegg.

Sigurjón Sveinsson, 26.9.2008 kl. 14:00

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég sá hann í Kastljósi...getur það verið?  Þú segir "vinur minn..?"  Meinar þú þá hvað? Er hann meira vinur þinn en Bobby McFerrin vinur minn?

Það væri virkilega gaman að fara á tónleikana. Aldrei að vita..ég er í helgarfríi.

Góða helgi!

Rúna Guðfinnsdóttir, 26.9.2008 kl. 19:58

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

En gaman að lesa meira um þennan merka mann..ég sá hann í kastljósinu og heillaðist svo mikið  af honum og tek undir það með Einari að það er eitthvað alveg einstakt við hann og í kringum hann.

Takk fyrir myndirnar..þær eru líka æðislegar!! 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.9.2008 kl. 20:17

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Rúna. Við Martin þekktumst nokkuð vel áður en hann flutti aftur út. Eitt sinn var ég líka svokallaður radíóamatör (TF3OM) þó svo ég kæmist ekki í hálfkvist við Martin. Hann kom alloft heim og ég til hans. Ég sé reyndar ekki betur en eitt tækjanna á næstneðstu myndinni sé það sama og eitt sinn var á skrifborðinu mínu og skipti um heimili...

Var Bob McFerrin oft á Ströndinni?

Ágúst H Bjarnason, 26.9.2008 kl. 20:38

6 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ágúst...ég var að draga í efa vinskap þinn við Martin!  Ég er aðeins aðdáandi McFerrins...ekki vinur...því miður...ég hef því miður aldrei komið heim til hans....né hann til mín

Það væri vissulega gaman að fara og hlusta á Berkofsky. Sjáum til. Ætlar þú?

Rúna Guðfinnsdóttir, 26.9.2008 kl. 21:26

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Rúna. Þú spyrð hvort ég ætli að fara á tónleikana. Auðvitað! Miðarnir eru þegar í vasanum fyrir okkur hjónakornin...

Ágúst H Bjarnason, 26.9.2008 kl. 21:30

8 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Getur maður keypt við inngang eða getur maður keypt á netinu?? Hvar???

Rúna Guðfinnsdóttir, 26.9.2008 kl. 21:34

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er hægt að kaupa á netinu. Síðustu forvöð því aðsókn verður mikil. Sjá hér. Smella síðan á bláa takkann ["Kaupa miða á þessa tónleika"]. Líklega eru hvítu sætin laus.

Ágúst H Bjarnason, 26.9.2008 kl. 21:45

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Alveg stórbrotinn listamaður.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.9.2008 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 135
  • Frá upphafi: 762049

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband