Vofur og nornir á himinhvolfinu...

Nú þegar hrekkjavakan er nýliðin er ekki úr vegi að líta upp á himinfestinguna. Er þar allt sem sýnist þegar dvalist er undir fallegum stjörnuhimni? Getur verið að þar séu nornir og vofur á ferð? Eða er það eitthvað stórfenglegra?

Skoðum nokkrar myndir sem vekja smá hroll... Virkjum ímyndunaraflið...

 

 

 

 

Draugaþokan sem sem á útlensku nefnist Ghost Head Nebula.

 


 

 

Nornaþokan eða Veil Nebula, stundum nefnd Cygnus Loop eða Witch's Broom Nebula. Nornir eiga það til að hafa mörg nöfn.

 

 

 

 Nornahausinn eða  Witch Head Nebula horfir í átt að Riegel, björtu stjörnunni í Orion merkinu.

 

 


Hvað er þarna á sveimi?

 

 

 
 
SH2-136 heitir þessi furðusmíð. Hvaða þokukenndu verur eru þetta?
 
 
 
 
 
Eitthvað minnir þetta á hauskúpu. Þokan kallast DR-6.
 
 
 
 

 

 

Ekki er  hann beinlínis frýnilegur kallinn í Perseus. Þetta er reyndar mynd sem tekin er í ósýnilegu ljósi, eða röntgengeislum. Eru vofur ekki ósýnilegar?

 

 

Er ekki komið nóg að svona myndum?  Auðvitað er þetta bara mannshugurinn sem sér þessar kynjamyndir úr stjörnuþokunum, alveg eins og þegar legið er á bakinu á fallegum sumardegi og horft upp í skýin þar sem ein kynjamyndin birtist af annarri.

 

Hrekkjavakan mun vera ættuð úr keltneskri trú þar sem siðurinn hét upphaflega Samhain, eftir því sem stendur í Wikipedia. Drúídar færðu þá þakkir fyrir uppskeruna og boðuðu komu vetrarins.  Á wikipediavefnum segir: „Mörk heima hinna lifandi og hinna dauðu voru óljós þennan dag og draugar og aðrar óvættir voru taldar sveima um og voru því bálkestir kveiktir til að vernda hina lifandi. Drúídarnir dulbjuggu sig til að þekkjast ekki og buðu óvættunum mat og drykk til að friðþægja þær.“

Stjörnuskoðunarfélagið: www.astro.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stórglæsilegur heimur sem við lifum í!

Jakob (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 15:11

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En hvar er guð?

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.11.2008 kl. 17:17

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þetta var ganan að skoða.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 2.11.2008 kl. 21:17

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Frábærar myndir.

Rúna Guðfinnsdóttir, 3.11.2008 kl. 20:40

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir sýninguna, Ágúst.

Ívar Pálsson, 3.11.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 762103

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband