Venus og Máninn dansa tangó á Gamlárskvöld ...

 

venus-gamlarskvold-2008_760489.jpg

 

Reikistjarnan Venus er langbjartasta stjarnan á kvöldhimninum þessar vikurnar. Á gamlárskvöld má búast við skemmtilegri sjón skömmu eftir sólarlag, en þá verða Venus og Tunglið í návígi á suð-vestur himninum.

Myndin er úr Starry Night Pro og sýnir hvernig staðan verður um klukkan 18 á gamlárskvöld séð frá Íslandi.

Þessi danssýning Venusar og karlsins í Tunglinu  stendur aðeins yfir í skamma stund eftir sólarlag. Skötuhjúin munu síðan draga sig í hlé í skjóli nætur og svo ...   og svo ...


 

Máninn hátt á himni skín,

hrímfölur og grár.

Líf og tími líður

og liðið er nú ár.

 

Bregðum blysum á loft,

bleika lýsum grund.

Glottir tungl og hrín við hrönn

og hratt flýr stund.

 

Kyndla vora hefjum hátt,

horfið kveðjum ár.

Dátt við dansinn stígum

dunar ísinn grár.

 

Bregðum blysum á loft, ...

 

Nú er veður næsta frítt,

nóttin er svo blíð.

Blaktir blys í vindi

blaktir líf í tíð.

 

Bregðum blysum á loft, ...                                                       Jón Ólafsson

 

 

 

 Fæðing Venusar. Botticelli Sandro 1482-86.

 

 Það er engin furða að Máninn skuli vera í návígi við Venus á nýársnótt Smile

 

 

 

Gleðilegt ár !

Takk fyrir árið sem er að líða í aldanna skaut…  Wizard

 

 

Venus og Tunglið á Gamlárskvöld

 

 

 Svona litu skötuhjúin út klukkan 17 á Gamlársdag
Þau eiga eftir að færast nær hvort öðru þegar líður á kvöldið...

 

 

www.spaceweather.com

www.stjornuskodun.is

www.astro.is

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Gleðilegt ár. Takk fyrir marga stórkostlega pistla.

Heimir Tómasson, 31.12.2008 kl. 16:36

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Ef Venus settist í kjöltu Karlsins í Tunglinu, þá myndi það óneitanlega minna á tákn Islam :)

Gleðilegt nýtt ár.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 31.12.2008 kl. 18:54

3 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Venus var óvenju falleg kvöldstjarna í fyrrakvöld hér á Húsavík séð í suðri eða jafnvel aðeihns vestan við suður. Mjög óvenjulegt.

Björgvin R. Leifsson, 31.12.2008 kl. 20:30

4 identicon

         Sæll Ágúst.

              Stóð úti góða stund milli kl. 6 og sjö í kvöld og naut þessarar sýnar á vesturhimni í kyrru og fögru veðri.       Óska þér góðs og gjöfuls nýs árs.          

                                    Kveðja. Þorvaldur Ágústsson.

Þorvaldur Ágústsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 21:06

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gleðilegt ár !

Myndin er fengin að láni hjá  www.spaceweather.com

Ágúst H Bjarnason, 1.1.2009 kl. 02:30

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég sá tunglið og Venus um áttaleytið á gamlárskvöld! Sérstök og falleg sjón.

Gleðilegt nýtt ár! 

Hrönn Sigurðardóttir, 1.1.2009 kl. 21:47

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gangi þér allt í haginn á nýja árinu, Ágúst minn!

Þorsteinn Briem, 2.1.2009 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 137
  • Frá upphafi: 762051

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 95
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband