Til hamingju Jón Magnússon!

jon_magnusson_thingma_ur.jpgÉg hef alltaf haft mikið álit á Jóni Magnússyni sem stjórnmálamanni, en Jón hef ég þekkt frá fyrstu árum okkar í Menntaskólanum í Reykjavík. Það er nú einu sinni þannig með stjórnmálin að maður getur aldrei varið sammála öllum í einu og öllu, sérstaklega ef maður er sjálfum sér trúr. Einhvern veginn hafa þó skoðanir okkar átt samleið að miklu leyti í gegn um tíðina, þó ég hafi verið algjör amatör í þeim málum og aldrei verið flokksbundinn.

Ef ég má vera hreinskilinn þá held ég að það sem mest hefur háð Jóni er hve heilsteyptur og samviskusamur hann er. Hann hefur alltaf verið trúr sinni samvisku og hlýtt henni frekar en að láta berast með straumnum, sem er auðvitað þægilegra og því miður algengara. Ég held að þjóðfélaginu væri miklu betur stjórnað ef fleiri þingmenn hlýddu ávallt sinni samvisku. 

Jón er með reglulega pistla á Útvarpi Sögu í hádeginu á mánudögum sem vert er að fylgjast með. Síðastliðinn mánudag fjallaði Jón um  það hvers vegna hann sagði sig úr Frjálslynda flokknum á dögunum og er ljóst að sambúðin á því heimili var orðin Jóni  erfið.  

Jón hafði alllöngu áður sagt sig Sjálfstæðisflokknum þar sem hann hafði starfað frá 15 ára aldri þar til Davíð Oddsson var kjörinn formaður flokksins, en þá þótti honum örvænt um að frjálslynd öfl myndu fá nokkru áorkað innan flokksins meðan hinn nýi formaður og valdahópur hans stjórnaði för, og því fór sem fór, eins og fram kom í síðasta pistli Jóns á Útvarpi Sögu.  Nú má segja að Jón sé kominn heim eftir langt ferðalag, reynslunni ríkari. Ég þykist vita að honum verði vel tekið. 

Til hamingju gamli skólabróðir!  


mbl.is Jón Magnússon í Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Er Frjálslyndi flokkurinn í dauðateygjunum, úrþví Jón er farinn heim?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.2.2009 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.6.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 762950

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband