Brot úr smástirninu sem féll á jörðina 7. okt. 2008 fundin.

 

almahata-sitta15_2048-crop.jpg

 

Um það leyti sem bankakerfið hrundi féll lítið smástirni á jörðina í Súdan. Um það var bloggað rétt fyrir atburðinn í pistlinum: "Smástirni fellur á jörðina aðfararnótt þriðjudags 7. okt."

 

Myndin er af einu þessara brota sem fundist hafa. Sjá vefsíðuna  Astronomy Picture of the Day þar sem fjallað erum þessa loftsteina.

Vísindamennirnir sem leituðu steinanna nutu þess hve sandurinn þarna í Núbíu eyðimörkinni er ljós. Auðvelt var að koma auga á loftsteinana vegna þess hve þeir skera sig vel úr umhverfinu. Alls hafa fundist 280 brot.

Er þetta ekki líkt venjulegu grjóti á hálendi Íslands? Þar er eyðimerkursandurinn svartur eins og þessir loftsteinar, en skyldi ekki leynast víða á Íslandi grjót sem komið er um óravíddir geimsins? Höfum við ef til vill gengið á svona loftsteinum? 

Takið eftir hvernig steinninn lítur út eftir ferðalagið um lofthjúp jarðar þar sem hann kom inn sem eldhnöttur.

Smástirnið var á stærð við bíl áður en það kom inn í andrúmsloftið. Sést hafði til þess allnokkru áður. Þegar það kom á miklum hraða inn í lofthjúp jarðar hitnaði það gríðarlega og sprakk í þúsundir mola. Steinninn sem er á myndinni er ekki nema um 4 sentímetrar í þvermál.

 

 

Ítarefni:

Myndir og texti: Leitin að loftsteinunum á vefsíðu  ASIMA.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Tryggvi: Hvers vegna ætti að koma "lendingafar"?  Þó hann hafi komið utan úr geimnum er hraðinn ekkert gríðarlegur vegna loftmótstöðunnar.  Þetta brot er ekki nema 4 cm. í þvermál!  Sjá neðst hér: http://antwrp.gsfc.nasa.gov/apod/astropix.html  " About 4 centimeters in diameter, it is seen as it came to rest on the desert floor."

Allur vígahnötturinn, sem splundraðist áður hann náði til jarðar, var álíka stór og bíll.

Ágúst H Bjarnason, 28.3.2009 kl. 14:04

2 Smámynd: Loftslag.is

Ég var einmitt að hugsa það sama og Tryggvi. En það er sjálfsagt rétt að högg við svona lítinn stein er varla mjög mikið, auk þess sem hann gæti hafa skoppað til á jörðinni eitthvað og rúllað. Auk þess er þetta í eyðimörk og eyðimerkurvindar eru fljótir að afmá allar misfellur.

Eftir útliti, þá minnir hann á bikstein sem finnst víða hér á landi og einhver gæti hafa tekið einn slíkan og verið með upp í hyllu sem skraut, hver veit

Loftslag.is, 28.3.2009 kl. 15:54

3 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Svona litlir steinar falla með frekar litlum hraða niður til jarðar svo það myndast enginn gígur. Þetta er fullkomlega eðlilegt. Steinarnir þurfa að vera heldur stærri til þess að mynda gíg.

Á jörðinni myndast gígur aðeins ef steinninn sem fellur til jarðar er stærri en 90 cm. Þessi er miklu minni og myndar þar af leiðandi ekki gíg. Gígurinn sem þá myndast er venjulega tífalt stærri að þvermáli en steinninn sem myndaði gíginn. Stærð og dýpi gígsins er þar af leiðandi háður stærð og hraða steinsins þegar hann kemur inn í lofthjúpinn.

http://www.stjornuskodun.is/forsida/38-solkerfi/73-arekstragigar

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 28.3.2009 kl. 17:50

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Lokahraði hlutar (terminal velocity) er útskýrður hér. Hluturinn hættir að auka hraðann þegar krafturinn sem verkar á hann vegna loftmótstöðu er orðinn jafn þyngdarkraftinum, þ.e. Fd = Fg.

Stór steinn hefur hlutfallslega minna yfirborð en lítill steinn.  Þess vegna vegur loftmótstaðan hlutfallslega minna, og stóri steinninn nær meiri lokahraða.

 

Ágúst H Bjarnason, 28.3.2009 kl. 18:00

5 Smámynd: Loftslag.is

Ég skildi Tryggva sem hann hefði búist við smá fari, ekki stórkostlegum gíg... en þakka góðar útskýringar.

Loftslag.is, 28.3.2009 kl. 18:11

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Lokahraði hlutar (terminal velocity) er útskýrður hér. Hluturinn hættir að auka hraðann þegar krafturinn sem verkar á hann vegna loftmótstöðu er orðinn jafn þyngdarkraftinum, þ.e. Fd = Fg.

Stór steinn hefur hlutfallslega minna yfirborð en lítill steinn.  Þess vegna vegur loftmótstaðan hlutfallslega minna, og stóri steinninn nær meiri lokahraða.

Rúmmál kúlu fylgir radíus hennar í þriðja veldi, en yfirborðið fylgir radíus í öðru veldi.  Rúmmálið, og þar með massinn, vex því hraðar en yfirborðið með aukinni stærð. Það skýrir hvers vegna litlir steinar ná minni hámarkshraða í frjálsu falli í andrúmsloftinu.

Rúmmál kúlu:

 V = \frac{4}{3}\pi r^3,\!\,      

 Yfirborð kúlu:

  A = 4\pi r^2.\!\,

 

Ágúst H Bjarnason, 28.3.2009 kl. 18:11

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Afsakið að ég breytti útskýringunni aðeins eftir að Höski svaraði. Bætti við formúlunum um rúmmál og yfirborð kúlu.

Ágúst H Bjarnason, 28.3.2009 kl. 18:13

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er einhver greining til af efnasamsetningu steinsins? Mér skilst að þetta sé carbon baserað, sem er sjaldgæft.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.3.2009 kl. 18:32

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Gaman að þessu. Kannski tengist þetta allt eins og ég hef margoft velt fyrir mér: Rafsegulstormar með norðurljósum 3/10/2008 sem ég tók myndir af (sbr. bloggið) höfðu áhrif á veðrið, dýpkuðu lægðir, en einnig áhrif á fólkið með kreppuna. Smástirnin sveiflast kannski frekar inn? Come on, hugsa aðeins út fyrir kassann!

Ívar Pálsson, 29.3.2009 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 85
  • Frá upphafi: 761785

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband