Eru sólblettir að hverfa? Þannig er spurt á vefsíðu NASA í dag...

 


 "Are Sunspots Disappearing?"

Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá mörgum að virkni sólar virðist vera að hríðfalla eftir óvenju mikla virkni í nokkra áratugi. Mestu virkni í 8.000 ár er haft eftir vísindamönnum á Max Plank stofnuninni.

Hegðun sólar hefur verið óvenjuleg upp á síðkastið. Undanfarin tvö ár eða svo hafa varla sést sólblettir, og í þau fáu skipti að eitthvað hefur sést, þá hafa það nánast verið örlitlar örður sem hafa horfið skjótt eftir að þær mynduðust.

Á vefsíðu NASA í dag er vitnað í rannsóknir tveggja vísindamanna, þeirra Dr. Matthew Penn og Dr.  Bill Livingston hjá National Solar Observatory. Þeir hafa mælt segulvirkni sólbletta síðastliðinna 17 ára og fundið mjög sérstaka tilhneigingu. Seglsviðið minnkar hratt, eins og sést á myndinni.

 

trend3_strip.jpg

 

Sjá nánar í greininni eftir Penn og Livingstone sem nálgast má hér.
 

 "Segulsvið sólblettanna minnkar um 50 gauss á ári", segir Dr. Penn. "Ef við framlengjum þessa þróun fram í tímann, þá gætu sólblettir verið algjörlega horfnir árið 2015". 

Síðan er aftur vitnað í Dr. Penn á vefsíðu NASA: "Samkvæmt mælingum okkar virðast sólblettir aðeins myndast ef segulsviðið er sterkara en um það bil 1500 gauss. Ef núverandi tilhneiging heldur áfram, þá verður þessu marki náð innan fárra ára".

 Á vefsíðu NASA er minnt á að fari svo að sólblettir hverfi, þá verði það ekki í fyrsta skipti. Milli áranna 1645 og 1715 hurfu þeir að mestu á tímabili sem kallast Maunder minimum. Þá var mesta kuldatímabil Litlu ísaldarinnar svokölluðu.

Vefsíða NASA  Are Sunspots Disappearing? er hér. Vefsíðan er dagsett 3. sept. 2009.  Áhugasömum er bent á að lesa það sem þar kemur fram, því hér er aðeins stuttur úrdráttur. Svo er grein vísindamannanna hér

 

--- --- ---

 

Allmargar fallegar vetrarmyndir frá mesta kuldatímabili Litlu ísaldarinnar má sjá á bloggsíðu sem er hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ótrúlegar myndir í færslunni sem þú bendir á. 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.9.2009 kl. 15:46

2 identicon

Í hvert skipti sem einhver segir "Ef við framlengjum þessa þróun fram í tímann ..." þá verður mér hugsað til eins af fyrstu heimadæmunum í verkfræðinni í HÍ þar sem átti að finna íbúafjölda lítils bæjar í bandaríkjunum eftir 25 ár að gefinni þróuninni seinustu 150 ár eða svo.

Útkoman var tala sem var hærri en fjöldi sandkorna í alheimnum, algerlega úr takt við raunveruleikann, og tilgangurinn var að sýna fólki að svona "framlengingar" á sveiflukendu úrtaki þar sem drifkrafturinn er ekki vel þekktur eru oft ekki mikils virði.

Fransman (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 762634

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband